Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Blaðsíða 3
Dy.J1’IMMTPDAGUR 12, JtJLl 1984., 3 Steindór tapaði málinu: „ Veröum að hætta rekstri” — segir Sigurður Sigurjónsson f ramkvæmdast jóri „Eg sé ekki annaö í fljótu bragði en að stööin veröi aö hætta rekstri," sagöi Siguröur Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Bifreiðastöövar Steindórs, í samtali viö DV er hann var spurður álits á dómi Hæstaréttar í Steindórsmálinu svokaliaöa sem féliígær. Hæstiréttur staðfesti þann dóm undirréttar aö rekstur Bifreiöa- stöðvar Steindórs væri ólög- legur í því formi sem hann er nó. Málavextir eru þeir aö leigubifreiða- stöðin sem var lengi í eigu sömu fjöl- skyldu var seld bifreiöastjórum og öörum starfsmönnum. Frami, félag leigubifreiöastjóra, vefengdi hins vegar rétt fyrrverandi eigenda tU aö framselja leyfi tU rekstrar og aksturs. Undirréttur komst að þeirri niðurstööu að rekstrarleyfiö væri ekki hægt aö framselja og Hæstirétt- ur hefur ná staðfest þá niöurstöðu. „Við erum mjög ósáttir viö þennan dóm. Við teljum aö þama fari fram eignaupptaka og aö reglugerðin sem þetta byggist á stangist á viö stjórnarskrána Eg vona að þetta mól veröi leyst meö stjórnvalds- ákvöröun. Næsta skref okkar er aö ganga á fund samgönguráðherra. Já, við erum bjartsýnir á að hann leysi máliö enda eru 40—50 manns sem missa atvinnu að öðrum kosti,” sagði Siguröur Sigurjónsson. -ás. Klukkuturn rís við Bústaðakirkju Vestan viö Bústaöakirkju er nú hafin bygging á klukkuturni. Búiö er að steypa digran sökkul en turninn verður fullbyggöur fjórtán metrar á hæð, meö sex kirkjuklukkum á þremur súlum. Séra Olafur Skúlason, prestur í Bú- staöakirkju, sagði í samtali við DV að tuminn heföi uppmnalega veriö á teikningu Heiga Hjálmarssonar arki- tekts aö kirkjunni en á sínum tima hefði verið ákveðið aö láta byggingu hans bíða betri tíma. Nú væri verkið hafiö fyrir atbeina nokkurra dug- mikilla einstaklinga. Búiö er aö panta kirkjuklukkur frá Noregi, en hægt verður að stjóma þeim frá hljómborði organista. Séra Olafur sagðist hafa saknaö mjög að geta ekki látiö hringja klukkum i kirkjunni, ekki hvaö síst viö útfarir, en i seinni tiö hefur útförum frá Bústaðakirkju fariö fjölgandi. Hann kvaðst vonast til aö turninn kæmist í gagnið á þessu ári. -pá Hafinn er uppsláttur á súlunum þremur sem eru uppistaða tumsins, en umsjón með vcrkinu hefur Þórður Kristjánsson byggingameistari. DV-mynd: Arinbjöm Villta vestrið á Skaga- strönd að hressast: Þriggja daga kántrí- hátíð Mikil kántrígleði verður haldin á Skagaströnd helgina 20,—22. júlí og kallast hún Kántríhátíöin villta vestrið. Þar verða kvikmyndasýn- ingar meö kúrekamyndum, hópreið hestamanna meö Hallbjörn í broddi fylkingar og hestaíþróttir. Þar verður líka ródeó eöa kálfasnörun eins og tíðkast vestra. Hestvagnar fara um mótssvæðið, hestaleiga veröur, hæfi- leikakeppni í söng og gítarleik og fallegasti 8 gata bíllinn valinn. Enn má nefna kántríútvarpiö sem rekið veröur á Skagaströnd þessa daga. Þar á að útvarpa upplýsingum og jafnvel beint frá skemmtiatriðum. Á föstudags- og laugardagskvöld skemmta kántrístjömurnar Hallbjörn og Johnny King og gestur á seinna kvöldinu er Siggi Helgi. Otidansleikur verður fyrra kvöldiö þar sem Gautar leika en seinna kvöldið er Týról í félagsheimilinu Fellsborg. Á sunnudag syngur Þorvaldur Halldórsson í messu og Hallbjöm endar hátiðina síödegis. -JBH/Akureyri. BLÁA ÞRUMAN SIGRAÐI Bréfdúfnaklúbburinn Vængir gekkst fyrir bréfdúfnakeppni frá Hvolsvelli til Reykjavíkur sunnudaginn 8. júlí. Sigurvegari varö Bláa þmman en hún er í eigu Einars Guömundssonar í Reykjavík. Meöalhraöi dúfunnar var 60 kmá klukkustund. Þess má geta aö Bláa þmman komst í hann krappan í vetur er fálki réöst aö henni og elti hana frá Foss vogi í átt aö Sundahöfn. Þar komst hún inn í vörugeymslu viö illan leik, rifin og blóöug. Fyrir snarræði starfsmanns komst hún þegar í stað til dýralæknis. Viröist Bláa þruman nú hafa jafnaösig á áfallinu, eftir árangrinum á sunnudaginn aö dæma. Fólki er hér meö bent á að sjái það dúfur meö hring á fæti skal þaö gera viövartísíma 22816 íReykjavík. -pá. NISSAN CHERRY IMissan Cherry kom best út Danska tímaritið, Penge & H Piivatökonomi, sem gefið er út af 2 Böi’sen, gerði víðtæka könnun á því hvaða bill kæmi best út í rekstri | væri miðað við þriggja ára tímabil, 1 45 þúsund km akstur. í sínum verðflokki kom Nissan Cherry út sem sigurvegari með meðaltalsútgjöld 3,90 kr. á kílómetra og í annað sæti kom Nissan Sunny meö 4,07 kr. á km. Næstir i rööinni voru meðal annarra Ford Escort, Opel Kadett, Mazda 323, Toyota Corolla, Fiat Ritmo ES og VW Golf. ÞÚ GETUR VARIÐ PENINGUNUM ÞÍNUM VEL OG KEYPT NISSAN. ÞÁ ERTU ÖRUGGUR. Mingvar helgason hf. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.