Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Blaðsíða 14
DWFIMMTUDA'GUFm.' JULM584.' '
14, r
Lausar stöður
Á skattstofu Reykjanesumdæmis eru lausar til umsóknar
f jórar stöður fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsynlegt er
aö umsækjendur séu endurskoðendur eða hafi lokiö prófi í lög-
fræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu
á bókhaldi og skattskilum.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri
störfrsendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst nk.
Fjármálaráðuneytið.
10. júlí 1984.
Lausar stöður
Á skattstofu Suðurlands eru lausar til umsóknar tvær stöður
fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauösynlegt er að um-
sækjendur séu endurskoðendur eða hafi lokið prófi í lögfræði,
hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bók-
haldi og skattskilum.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri
störf, sendist f jármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst nk.
10. júlí 1984.
Fjármálaráðuneytið.
Lausar stöður
Á skattstofu Norðurlands eystra eru lausar til umsóknar tvær
stöður fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsynlegt er að
umsækjendur séu endurskoðendur eða hafi lokið prófi í lög-
fræði, hagfræði eöa viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu
á bókhaldi og skattskilum.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri
störf, sendist f jármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst nk.
10. júlí 1984.
Fjármálaráðuneytið.
PUFFIIMS
SPORI FRAMAR
Stærðir: 36—41, rautt, grátt, svart og drappað ieður, kr. 1.150,-
d
Vantar þig skó?
Færðþáhjá ->
Kreditkort Póstsendum
Laugavegi 11 Rvík, sími 21675,
Eigum á lager mikið úrval boddívarahluta í flestar
tegundir bíla, m.a.:
frambretti — húdd — stuðara — grill — sílsa.
DRIFÖXLAR
Eigum til komplet öxla með hjöruliðum, tilbúna til
ísetningar, í m.a.: Citroen — Renault — Peugeot —
Simca — Hondu — M. Benz — Audi — VW Golf —
BMW - Mini.
Skeifunni 5,
símar 33510 og 34504.
G/s/i Björnsson, yfírmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar i Reykja vik.
Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík:
NOKKUR ÞÚSUND
MANNS Á SKRÁ
—og 1300 í myndasaf ni
„Neysla á sterkum vímugjöfum
hefur aukist til muna,” segir Gísli
Bjömsson, yfirmaður fíkniefnadeildar
lögreglunnar í Reykjavík. „Það fer
ekkiámillimála.”
Gísli hefur aðsetur á annarri hæð
lögreglustöðvarinnar við Hlemm.
Torgið blasir viö út um gluggann. Á
skrifborðinu ligg ja nokkrar hasspípur.
„Neysla á kannabisefnum virðist
standa í stað en það sem við höfum
mestar áhyggjur af þessa dagana er
vaxandi notkun á sprautum. Tölu-
verður f jöldi fólks er farinn aö sprauta
sig með áfengi, amfetamíni og öðru. ”
Nokkur þúsund nöfn á skrá
Fíkniefnadeildin tók til starfa árið
1970. Hún er hluti af rannsóknardeild
lögreglustjóraembættisins í Reykjavík
og eru starfsmenn níu talsins: yfir-
maður, fjórir rannsóknarlögreglu-
menn, tveir lögregluþjónar og tveir
hundgæslumenn. Hinir síðastnefndu
vinna einnig með tollgæslunni.
Starfsvettvangur deildarinnar er í
Reykjavik samkvæmt lögum. Hún
leitar þó iöulega út fyrir bæjanmörkin
og vinnur þá í samráði við lögregluna á
hverjum stað. Þetta hefur leitt til þess
að deildin sér um að skrá alla fíkni-
efnaneytendur í landinu án þess að
nokkrar reglur séu til um slíkt.
„Við höfum haldið skrá yfir fíkni-
jefnaneytendur frá árinu 1970,” segir
|Gísli. „Hún hefur að geyma nokkur
.þúsund nöfn. Auk þess eigum við
myndir af um 1300 manns. I upphafi
skráöum við bæði kæröa og grunaöa en
því hefur nú verið hætt. Nú komast
aðeins kærðir á skrá.”
Óvenjulegur málaflokkur
Ég spurði Gísla að hvaða leyti
rannsókn fíkniefamála væri frá-
brugðin öðrum lögreglurannsóknum.
„Hér er á ferðinni óvenjulegur
málaflokkur. Við fáum lítið af
skýrslum og ábendingum frá öðrum
deildum lögreglunnar. Það kemur lítið
inn á borð til okkar þannig að við
verðum að finna okkur verkefni sjálfir
og eiga frumkvæði að því að koma
rannsóknum af stað. Að vísu fáum við
þó nokkuð af ábendingum frá almenn-
ingi en þær eru oftast um neyslu ein-
stakra manna. Sjaldan stórmál á ferð-
inni.”
Gísli sagði að þrátt fyrir að hér væri
um nokkuö sérhæft starf að ræða hefði
enginn sem nú vinnur við deildina
fengið sérstaka menntun í að rannsaka
fíkniefnamál. „Það voru nokkrir menn
sendir út á sínum tíma en þeir eru allir
komnir til starfa annars staðar. Við
höfum óskaö eftir því að starfsmenn
fengju að kynna sér vinnubrögð er-
lendis og aö tækjakostur deildarinnar
verði aukinn. Það er nauðsynlegt að
þeir sem annast tæknilegu hlið
málanna fái góða menntun en læri ekki
störf sín af afspurn eins og verið hefur
tilþessa.”
Smyglið oft þaulhugsað
Fíkniefnamál eru oft af alþjóölegum
toga spunnin. Hvemig er háttaö sam-
starfi deildarinnar við fíkniefnalög-
reglu erlendis?
,,Samstarfið er bundið við einstök
mál hverju sinni og fer fram í gegnum
Interpoldeild dómsmálaráðuneytisins.
A því er ekkert fast f orm og það er yfir-
leitt nokkuð þungt í vöfum. Við höfum
lítil persónuleg kynni af lögreglumönn-
um sem vinna hliðstæð störf erlendis.”
Hingað koma fíkniefnin að mestu
leyti frá Hollandi. ,,Smyglið er í
mörgum tilfellum þaulhugsað og
skipulagt,” sagði Gísli. ,Að baki því
stendur oft hópur manna og fyrir
okkur felst mestur vandi í að finna
aðferðirnar sem þeir nota. Þær geta
verið allnýstárlegar. Nýjasta dæmið
er þegar notast var við skip,
Eyrarfoss, án vitundar áhafnar.”
Hefur smygl á fíkniefnum aukist?
„Það er ekki gott að vita. 1 fyrra
lögðum við hald á mikið magn
kannabisefna og í vor gerðum við
upptækt mesta magn amfetamínefna
sem fundist hefur í einu lagi hér á
landi. Þetta þarf ekki aö þýða aö
smygl hafi aukist og endurspeglar
frekar breytta starfshætti fíkniefna-
deildarinnar en hitt. Við höfum tekið
þá stefnu að reyna að ná efnunum áður
en þau komast á markaö og leggjum
orðið minni áherslu á að eltast við
einstaka neytendur og sölumenn. Það
gerði starfið bæði seinlegt og flókið.
Þannig að á sama tíma og magnið sem
við komumst yfir eykst fækkar þeim
semkærðir eru.
Hins vegar veit ég að eftir að
sterkari efni fóru að berast á markað-
inn hafa fíkniefni tengst æ fleiri málum
sem Rannsóknarlögregla ríkisins fær
til meðferðar.
Æði margir prófað
kannabisefni
Hve margir neyta fíkniefna á
Islandi?
„Hér á landi hafa verið gerðar fáar
marktækar kannanir á neyslu fíkni-
efna,” sagði Gísli. „En þeir sem neyta
þessara efna reglulega eru að mínum
dómi ekki mjög margir. Ekkert slá-
andi margir. Á hinn bóginn er víst að
æði margir hafa einhvern tímann próf-
að kannabisefni. Þau eru útbreiddari
en margur heldur.
Annað sem er athyglisvert er að
aldur þeirra sem neyta fíkniefna hefur
bæði lækkað og hækkað. Þeir sem
byrjuðu á þessu í kring um 1970 eru
komnír á fertugsaldur og svo virðist
sem meira af yngra fólki sæki í þessi
efni en áður. Annars eru flestir sem við
höfum afskipti af á aldrinum milli
tvítugsogþrítugs.”
Gísli sagði að lokum að fíkniefna-
deildin hefði lengi búist viö því að fólk
færi aö neyta sterkra fíkniefna hér á
landi og svo virtist sem það væri nú að
koma fram. Mikiö væri af kókaíni og
amfetamíni í umferð og aðeins
spuming um tíma hvenær heróín færi
að hasla sér völl. „Eg efast ekki umað
hér verði reynt að skapa markaö fyrir
heróín,” sagði Gísli. „Amfetamín og
kókaín leiða menn oftast út í eitthvað
annað.”
-EA.