Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR12.’ JOlÍi984 . 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Sælkeri selur Einn þekktasti sælkeri landsins, Sigmar B. Hauks- son, stendur í stórviöskiptum þessa dagana. Verktaka- fyrirtækið Véltækni, sem hann áttl með Eiriki Tómas- syni lögfræðingi og Pétri Jónssyni, hefur nú verið selt og er það Pétur hluthafi sem keypti af þeim Sigmari og Eiriki. Þé hafa þeir félagar einnig selt fyrirtækið Fisk- tækni og þar var kaupandinn Samband islenskra sam- vlnnufélaga. Stuðglös Komin eru á reykviskan markað ný gerð vinglasa sem kynnt eru undir nafninu Stuðglös. Eru þau frábrugðln öðrum vínglösum i því að hægt er að drekka úr þeim um leið og hellt er í þau. Rör iiggur úr botninum í fallegum s veig upp í neytandann og s vo er bara að sjúga. Sambaudið færir úr kvíarnar — eða þannig. ASÍ og IBM Nú ætlar ASÍ að fara að kaupa tölvur eins og aliir hinir og er liklegt talið að IBM-tæki verði fyrir valinu. Ekki mun Sveinafélag raf- eindavirkja vera í sjöunda himni yfir valinu þar sem IBM er vant því að sækja við- gerðarmenn tll útlanda þegar eitthvað bjátar á. Telur Sveinafélagið þessa ráðstöfun forystumanna al- þýðunnar vera atvinnuleysis- hvetjandi. Ekki plastbruðl Sagt var frá þvi hér i dálkunum fyrir skömmu að íslenskir aðalverktakar væru að kaupa rándýrt, amerískt plast i nýju Flugstöðiua á meðan islenskir framleið- endur gætu boðið sambæri- lega vöru á lægra verði. Byggingarnefnd Fiug- stöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli óskar að korna þvi á framfæri að það séu ekki íslenskir aðalverktakar seni bruðlað hafi mcð plast heidur ístak hf. og þar hafi ekki vcrið neitt bruðl á ferð- inni. Plastið var keypt af íslenskum aðiium og ódýrt að auki. Harmar Byggingar- nefndin skrif af þessu tagi og undir það tekur Sandkorn. Reyndar er það harmi siegið. Sæktu hundinn! Sá atburður átti sér stað á Tindastöðum á Kjalarnesi fyrir skömmu að maður nokkur bankaði á dyr og heUsaði góðlátlega barni sem þar kom tii dyra. Var maðurinn með litinn hvoip i fanginu, svartan með hvítan leista og hvítan blett á rófu. Spurði hann barnið bvort það langaði ekki að eiga hundinn. Barnið grást glatt við og þáði gjöfiua. Nú vUI heimUisfólkið á Tindastöðum aftur á móti koma þeim skUaboðum tU gefandans að hann komi hið snarasta og nái í hund sinn því að ekkert pláss sé fyrir hann á bænum. Ekki fylgir sögunni hvort huldumaður þessi hafi farið í fieiri hús og gefið börnum hunda. Tveir færeyskir t færeyska blaðinu 14. september kennir ýmissa grasa og þar eru m.a. færeyskir brandarar sem þola vel íslenska veðráttu. Birtast þeir á f rummáUnu: Fyrrverandi landbúnaðar- máiaráðharri á aðalfundi i Búnaðarfélagnum; — Eg eri eingin pessimis tik mús! Ogsvoannar: Ó. B. í Snapastinglnum: — Scchuuulu vit ikki sckáála i fyrri sccoocjiiaUstinum Scchhliiuiiter? Samnorrænt Fyrir skömmu var gerð svoncfnd samnorræn hræðslukönnun barna, þ.e.a.s. norræn könnun á því hvað börn væru hræddust við. Norrænu börnunum bar saman um flest, þau voru hræddust við kjamorkustríð, atvinnuleysí, félagslegan niðurskurð og þrengingingar i cfnahagslífi Efnahags- bandaiagsrikjanna o.s.frv. Athyglisvert var þó að íslensku börnin skára sig verulega úr og voru hrædd við allt aðra hluti en frænd- systkinin á meginiandiuu. NefnUcga Grýlu og Leppa- Lúða. Ums jón Eirikur Jónsson. Ótímabæryfirlýsing 1 I Varöarræðunni er hann ekki aö fullu kominn út úr því 1 gervi. Oröavaliö, forsendurnar og þyngdarpunktamir eru ennþá afar keimlíkir þeim viöhorfum sem ríkja í rööum I vinnuveitenda. I ---- kU HfeTTUn. SNErtr\Pt Til L£lK"S ÞúriSTE/NTJ m/a/aJ . □DDD0DD□□□□□□□□□□□□□□□□□DD□□□□□□□□□□□□□□DQODD EFTIR SOL SALOON sólbaðsstofa, Laugavegi 99 And/itsljós og sterkar perur. Opið mánud.-föstud. kl. 8—23 og laugard. kl. 9—21. SÍMI22580 BDDDDnaDaaDDDaDaODaOODDDODDDDaaDODDDDODDDBDDD íþróttastyrkur Sambandsins Um íþióttastyrk Sambands ísl. samvinnufélaga fyrir áriö 1985 ber að sækja fyrir júlílok 1984. Aöildarsambönd ÍSÍ og önnur landssambönd, er starfa aö íþróttamálum, geta hlotiö styrkinn. Umsóknir óskast vinsamlegast sendar Kjartani P. Kjartanssyni framkvæmdastjóra, Sambands- húsinu, Reykjavík. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Kvikmyndir Kvikmyndir Nyja bio—Buddy, Buddy: AÐ SKJÓTA MANN 0G ANNAN IMýja bíó: Buddy, Buddy. Leikstjóri Billy Wilder. Aðalhlutverk Jack Lemmon, Walter Matthau og Klaus Kinski. Matthau sem kaldrifjaöur leigu- morðingi, Lemmon sem tauga- veiklaður eiginmaður í skilnaðar- máli, Kinski sem léttklikkaður lækn- ir á kynlífsstofu og Billy Wilder sem yfirkokkur þessarar súpu virðist á yfirborðinu vera gott efni í gaman- mynd. Samt lætur hláturinn á sér standa mikinn hluta myndarinnar. Hvað veldur, hver heldur? Og hvemig í dauðanum tókst mér að flækja Gretti í þennan pistil áður en komið var að fyrstu greinaskilun- um? Þetta er þannig mynd. Þeir félagar Jack Lemmon og Walter Matthau hafa nokkuð oft leitt saman hesta sína í kvikmyndum en af þeim er mér einna minnisstæðust „The Front page”, góöur farsi um harðsoðinn ritstjóra og drykkfelldan blaðamann hans. Þessi mynd er um margt lík „The Front page” að grunnhugmynd, það er, þeir félagar leika nokkuð líkar manngerðir nema hvað persóna Lemmon hefur skipt á flöskunni fyrir magaveikipillur. Matthau leikur hér leigumorðingja sem vinnur að því að vista þrjá menn í kirkjugarðinum til frambúðar. Hann á aðeins einn þeirra eftir og hefur ákveöiö að skjóta hann úr hótelglugga. Þetta reynist svo nokkr- um vandkvæðum bundið því í næsta herbergi við mætir Lemmon sem kokkálaður eiginmaður ákveöinn í að fyrirfara sjálfum sér. Eiginkonan hefur uppgötvað kynlíf eftir 12 ára hjónaband í örmum Kinski sem leikur léttklikkaöan yfirmann kynlífsstofu þar sem konan hefur komist í kynni við stóra sannleikinn. Tilraunir eiginmannsins vekja nokkra eftirtekt sem er leigu- morðingjanum ekki að skapi og tekur hann til við að fá bjánann ofan af áformum sínum svo hann geti stundað vinnu sína án frekari trufl- ana. Þeir semja um að ef honum tekst að koma á fundi eiginmannsins og konunnar muni þetta allt lagast. Sá fundur hefur aftur á móti ófyrir- sjáanlegar af leiðingar. Þrátt fyrir ágæt tilþrif þeirra beggja, einkum Matthau, er þessi mynd nokkuð lakari en maður átti von á og verður þaö að skrifast alfarið á handrit hennar. Brandarar þeir og klisjur sem þeim félögum er boðið upp á eru á köflum fremur þreytt af ofnotkun en inn á milli má finna ýmis gullkorn, sérstaklega ýmis svipbrigði Matthau. Billy Wilder, sem m.a. hefur gert myndir á borð við ,,Some Uke it hot", nær sé sjaldan verulega á strik í myndinni og fyrir bragðið verður hún ekki nema í meðallagi góð sem ekki er mikið hrós miðað við lið það sem stendur að henni. -FRI Kvikmyndir Kvikmyndir LAS-STEINN TIL HLEÐSLU í GÖRÐUM myndar fallegan hleðsluvegg sem heldur vel við jarðveg. Seljum einnig hleðslustein til hleðslu útveggja (gamli, góði holsteinninn). ÚTSÚLUSTAÐUR PTTWl BYGGINGAUÖRUR " ion f»xi_oíi_■■_ Hringbraut 120 (aðkeyrsla frá Sólvallagötu) Simi sölumanns 28600. Framleiðendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.