Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Blaðsíða 6
6 DV.'FíIMMTÚDAGUR12 JÚLt 1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Kílóverð á selleri er á verðbilinu frá 130—180 krónur. Grænmetið má nota i súpur og kjötrétti. O V-mynd Bjarnleifur. markaðnum og eru bundnar við það miklar vonir. Aspartame er gert úr tveimur amínósýrum, aspartiksýru og fenylalanini. Þessar amínósýrur eru í helstu matvælum okkar svo sem kjöti, fiski og mjólkurmat. Samtenging þessara amínósýra gefur sæta bragðið. Aspartame er brotið niður í likamanum og gefur 4 hitaeiningar á hvert gramm. Það er 180 sinnum sætara en sykur, sem veldur því að miklu minna þarf af því og því litil hætta á ofneyslu hitaeininga með þessu sætuefni. Það sem einkennir þetta efni er að það er gert úr próteini sem líkaminn notar í efnaskiptum, gefur fáar hita- einingar og umfram allt virðist það ekki hafa neinar aukaverkanir í för með sér eins og önnur sætuefni á markaðnum. Því virðist þetta efni kjörið fyrir þá sem eru með sykursýki eða skert sykurþol og getur jafnvel hjálpaö þeim sem eru í megrun. Hvað eru sætuefni? Sætuefni eru, eins og nafniö bendir til, efni sem gefa sætt bragð. Þau skiptast í tvo hópa. Annars vegar eru kolvetni eða prótein, og hins vegar gerviefni. Sykur Algengasta sætuefnið er sykur eða súkrósi sem er efnafræðilega nafnið. Súkrósi er tvísykra. Hann er myndaður úr tveimur einsykrum, þrúgusykri (glúkósa) og ávaxtasykri (frúktósa), og eru þær tengdar saman á ákveöinn hótt. Á Vesturlöndum er neysla á sykri mjög mikil. Fólk hefur vanist því að hafa sætt bragð af ýmsum fæöu- tegundum og því er súkrósi oft talinn MATUR OG HOLLUSTA- Aukaverkanir sykurátsins eru ekki góð- ar, en þær felast aðallega i offituvanda- máium og tannskemmdum... nokkrir ijúfir konfektmolar eru iika freisting mikii. ómissandi hluti af fæðinu. Því miöur hafa aukaverkanir sykurátsins ekki verið allt of góðar. Þær felast aöallega í offituvandamálum og vandamálum vegna mikilia tannskemmda í fóiki. Súkrósinn sem siíkur hefur lítið næringarfræðilegt gildi. Hann er bæti- efnasnauöur og gefur einungis hita- einingar. Neysla á súkrósa í bætiefna- snauðum fæðutegundum, t.d. djús, getur komið í veg fyrir neyslu á bæti- efnaríkari mat. Þetta kemur harðast niður á börnum. Hins vegar er það kannski engin furða að þau borði mik- inn sykur. Mörg hver hafa alist upp við það viðhorf að sykur sé nauðsynlegur til að gefa gott bragð, allt frá því aö þau eru nokkurra mánaöa gömul og byrja að borða pablumið sitt. Það gleymist svo oft að til eru ávextir sem geta gefið gott bragð, auk þess sem þeir eru miklu hollari. Hér á ég við t.d. banana, appelsínur og epli, sem hægt er að merja út í pablumið, súr- mjólkina, skyrið og jafnvel hafra- grautinn. I stað þess aðgefa sykurdjús væri hægt að kreista safa úr appelsínu eða gefa hreinan appelsinusafa að ógleymdu vatninu sem nóg er til af. önnur náttúruleg sætuefni Algengust þessara efna eru ávaxtasykur, sorbitol og xylosi. Þessi sætuefni hafa alltaf verið hugsuð sem skiptiefni fyrir sykur. Þessi efni eru kolvetni og finnast í ávöxtum og græn- meti. Þau gefa jafnmargar hita- einingar og sykur og ekkert virðist benda til þess að þessi sætuefni hafi minni glúkósahækkun í blóði í för með sér heldur en súkrósi eftir máltið. Þess vegna eru vörur sem innihalda þessi sætuefni varasamar fyrir sykursjúka, auk þess getur neysla þeirra valdið niöurgangi. Það sama gildir um það fólk, sem neytir þessara efna í því augnamiði að megra sig. Gervisætuefni Algengustu þessara efna eru sakkarín og syklamat. Þau gefa engar hitaeiningar og eru töluvert sætari en sykur. Syklamat er notaö í gosdrykki. Blanda af sakkaríni og syklamati hentar vel í bakstur og sakkarín er bæði til í töfluformi og vökvaformi sem hægt er að nota í kaffi, skyr, súrmjólk og því um líkt. Ekkert er vitað um áhrif lang- varandi notkunar sakkaríns á manns- líkamann. Á meðan ekkert bendir til þess að sakkarín sé hættulaust heilsu manna ætti þessi gervisykur að notast í hófi og á það sérstaklega við um börn. Fólk sem er í megrun notar oft gervisykur en hins vegar er það engin trygging fyrir góðum árangri. Aspartame (IMutrasweet) Þetta er nýtt sætuefni á Sellen í kjötsúpu Sellerí (seljurót) var í fyrstu ræktað á ítalíu og í Norður-Evrópu, þá einungis í læknisfræðilegum tUgangi. Árið 1623 var sellerí fyrst notað sem neysluvara. Sellerí á að vera stökkt, þannig að hægt sé aö brjóta það niður, að innan er það mjúkt. Stilkar sem eru ljósgrænir og lítt glansandi bragðast best. Sellerí inniheldur A-, B- og C-víta- mín auk margra steinefna. Hrátt sellerí bætir mjög tannheilsu. Ekki þarf að geyma selleri í kæli, æskileg- ur geymsluhiti er um 15 gráður. Laufin á grænmetinu eru góð í súpur, einkum kjötsúpu og klötrétti. Stöngull og ytra lag sellerís er oftast soðið og notað ýmist eitt og sér meö mat eöa soðið ásamt öðru græn- meti (suðutími 10—15 mín.). Sellerí er einnig gott í kjúklinga- fyllingu. Þetta er fitusnauð fæða, í hverju pundi eru 52 hitaeiningar. Kílóverð á sellerí er frá 130—180 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.