Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Blaðsíða 40
I FRETTASKOTIÐ 68-78-58 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hríngdu þá í sima 68-78-58. Fyrír hvert fréttaskot, sem birtíst eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 kránur fyrir besta fréttaskotið í hverrí viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhrínginn. Frjálst, óháð dagblað ......... ! , II -..-■■■■■■ J FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ1984. TJÓAR EKKI AÐ DEILA VIÐ DÓMARANN — segir Matthías Bjarnason um Steindórsmálið „Ég vil ekkert segja á þessu stigi annað en það að ég mun hugleiða málið,” sagði Matthías Bjarnason samgönguráðherra í samtali við DV, aðspurður um viðbrögð hans við dómi Hæstaréttar i Steindórsmálinu. Steindórsmenn hafa lýst því yfir að þeir leggi traust sitt á stjómvaidsúr- skurð ráðherra svo að þeir geti haldiö áfram rekstri. „Eg geri ekki ráð fyrír því að neinu verði breytt, þaö er ekki hægt að láta sem engin málaferli hafi farið frain. Eg hugleiði vissulega þetta mál, enda er komið upp vandamál hvað vaiidi starfsfólkið. En Hæsti- réttur hefur kveðið U'<p úrskurð sinn og við hann tj-. e- i.-kl'. að deila,” sagði Matthias Bjamas m. ás I Jón L gerði jafntefli við Karlsson Þriðja umferð stónneistaramótsins í skák, Vesterhavs-tumeringen í Es- bjerg, var tefld í gær og lauk skák Jóns Þ. Árnasonar við Svíann Lars Karls- son með jafntefli. Karlsson tefldi franska vörn og byggði upp varnar- múr sem erfitt var að brjótast í gegn- um,aösögn Jóns. I gær var að öðru leyti mest fylgst með tveimur öðrum skákum. Annars vegar áttust við Bretarnir Miles og Mestel og gjörsigraöi Miles landa sinn í þeirri viðureign. Hins vegar var það skák yngstu þátttakenda mótsins, Short frá Bretlandi og Kurt Hansen frá Danmörku. Þar vann Short mjög öruggan sigur en þeir Hansen eru báðir 19 ára og mjög efnilegir. Að loknum þremur umferðum er Miles efstur með 2 1/2 vinning, næst- efstir eru Lars Karlsson og Daninn Mortensen með 2 vinninga hvor. Jón L. Árnason er með 11/2 vinning. Jón tefl- ír í dag við Danann Fries-Nielsen. -pá LUKKUDAGAR 12. júlí 5154 FLUGDREKI FRÁ I.H. HF. AÐ VERÐMÆTI KR. 100,- Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Sefur friðarhreyfíngin á Akureyri7 Borgarfógetamálið: FEÐ N0TAÐ TIL FÍKNIEFNAKAUPA? Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur áfram að rannsókn á stuidinum úr bankabókum í vörslu skiptaráðanda borgarfógetaembættisins en fallið hefur verið frá gæsluvarðhaldi yfir öðrum þeirra manna sem handteknir voru. Hinn aftur á móti var úr- skuröaður í gæslu varðhald fram til 1. ágústnk. Þórir Oddsson, vararannsóknar- lögreglustjóri ríkisins, sem stjórnar rannsókninni, varðist aQra frétta af henni er DV ræddi við hann en sam- kvæmt heimildum blaðsins mun einn þáttur rannsóknarinnar beinast að því hvort fé það sem stolið var af bókunum hafi verið notað til fíkni- efnakaupa. „Hannsókn okkar nær yfir allt málið í heild og ég vil ekki tjá mig um einstaka þætti hennar,” sagði Þórir. FRI Framkvæmdir við endurbyggingu Gamla Lundar hafa nú verið stöðvaðar en gamla húsið fór á haugana. DV-mynd JBH. ENDURBYGGING FRIÐ- AÐA HÚSSINS STÖDVUD Bygginganefnd Akureyrarbæjar á- kvað á fundi í gær að stöðva fram- kvæmdir við endurbyggingu Gamla Lundar. Húsið var sem kunnugt er rifið fyrir skömmu og því hent á haug- ana án þess að bæjaryfírvöld eða húsa- friðunamefndir bæjarins og ríkisins vissu af. Gamli Lundur var elsta hús á Oddeyrinni og friðað í B flokki. Sigurður Hannesson, formaður bygginganefndar, sagði i samtali við DV að byggingafulltrúa baejarins hefði verið falið að fylgja samþykktinni eftir. Ætlunin væri að skoða málið og boða til fundar með eigandanum, Jóni Gíslasyni, ásamt stjómum hús- friðunarsjóðs bæjarins og húsfriðunar- nefndar ríkisins. Taldi hann ótvírætt að þarna hefði ekki verið staðið löglega að verki. I samningum sem fóm fram þegar Jón keypti húsið af bænum hafi honum verið gert ljóst að húsið væri friðað. „Það er greinilegt að þama hafa orðið allherfileg mistök. Við vitum ekkert hvað hann hefur gert í að teikna gamla húsið upp. Þetta er þó þannig aðili að hann hefur ætlað að byggja þetta upp eíns og gamla húsið var. Ef hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að húsið væri allt ónýtt þá hefði átt að skoða það. Hann er náttúr- lega ekki einfær um að dæma þar um, nú stendur maöur frammi fyrir því að þetta hús er glatað og þar með hvort eigí að byggja hús eins og Gamli Lundur var, einhvem veginn hús eða í þriðja lagi hreinlega ekki neitt. Mér finnst afskaplega slæmt að það skuli vera komin upp þessi staða. ” -SJ/JBH JÓHANN MEÐ 4 VINNINGA í LENINGRAD: „ÚTHALDIÐ HEFUR KLIKKAÐ HJÁ MÉR” „Þetta hefur gengið allt á afturfótunum hjá mér. Nú, þegar ein umferð er eftir á mótinu, er ég með 4 vinninga af tólf mögulegum og eina biðskák sem líklega er töpuð.” Þetta sagði Jóhann Hjartarson skákmeistari er DV náði tali af hon- um í Leningrad í gærkvöldi en þar hefur hann tekið þátt í mjög sterku skákmóti að undanförnu. — Hvað er það sem hefur farið úr- skeiðis? „Othaldið hefur klikkað hjá mér. Skákimar taka fimm klukkustundir og á fimmta tímanum virðist ég vera orðinn þreyttur og geri mistök, glopra niður góðum stöðum.” Jóhann sagði ennfremur að maður að nafni Cherekov væri efstur á mótinu. „Þetta er merkilegur karl. Hann er 65 ára og tefldi mikið í kringum 1950 og 60 en hættL Nú er hann byrjaður aftur og er rosalega sterkur. Alveg hreint ótrúlega.” Cherekov er með 6 1/2 vinning og unna biðskák. Þá koma þeir Rivas frá Spáni og Lúkin, báðir með 7 vinninga. Jóhann gekk út frá þvi að Cherekov ynni biðskákina og væri því í raun með 71/2 vinning. Síðasta umferðin fer fram á morgun, föstudag, og teflir Jóhann þá við austur-þýska stórmeistarann Uhlmann. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.