Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Blaðsíða 32
32 DV. FIMMTUDAGUR12. JOLI1984. í gærkvöldi í gærkvöldi Eyjólfur Konráð Jónsson: Fær smjörþef inn í f réttum „Eg horfi afskaplega lítið á sjón- varp og í gær sá ég ekki neitt né heyrði i útvarpi. Það er ekki fyrir það að ég sé óánægður með dag- skrána en ég tel aö tímanum sé oft- ast betur varið í aðra hluti. Eg horfi alltaf á fréttimar í sjónvarpinu og einnig hlusta ég á út- varpsfréttirnar. Eg er nokkuð ánægður með þjónustu þeirra, út- varpsfréttirnar hafa batnað mikið á undanfömum árum. Það er ólíklegt að við munum nokkurn tímann ná upp eins góöum sjónvarpsfréttum eins og t.d. eru í Bandaríkjunum. Eg dvaldi þar um skeið og þá vaknaði maður fyrr til aðhorfa á fréttirnar, svo góðar þóttu mér þær. Hér eru blaðafréttirnar mun ítarlegri en maöur fær svona smjörþefýin í út- varpi og sjónvarpi. A umræðuþætti horfi ég alltaf. Mér fannst þeir skemmtilegri áður fyrr og þeir em líka of margir núna. Svo em það einstaka myndir,þegar maður fær vitneskju um eitthvað gott, en notkun útvarps og sjónvarps minnkar á sumrin.” Andlát Guðný Sigríður Sigurðardóttir er látin. Hún fæddist á Neskaupstaö 29. maí 1931, dóttir hjónanna Sigríðar Eiríku Markúsdóttur og Siguröar Péturs- sonar. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Jón Hafdal. Þau eignuðust fimm börn. Utför Guðnýjar verður gerð frá Hafnarf jarðarkirkju í dag kl. 13.30. Þorlákur Valgeir Guðgeirsson hús- gagnabólstrari, Ásgarði 59 Reykjavík, lést 7. júlí. sl. Hann fæddist 23. janúar 1921. Þorlákur starfaði við iðn sína, en seinni árin stundaði hann einnig öku- kennslu. Eiginkonu sína, Kristínu Jó- hannesdóttur, missti hann 1966. Þau eignuöusl 5 börn. Eftirlifandi foreldrar hans eru Guðgeir Jónsson og Guðrún Sigurðardóttir. Utför Þorláks verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. júlí kl. 13.30. Jón Halldórsson fyrrverandi söngstjóri, Hólavallagötu 9, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. júlí kl. 15. Einar Jóhannsson skipstjóri, Fjarðarstræti 13 Isafirði, lést í sjúkrahúsi Isafjarðar 10. júlí. Málfríður Jónsdóttir frá Isafirði, Kleppsvegi 118, verður jarðsungin frá Isafjaröarkirkju laugardaginn 14. júlí kl. 14. Guðbjörg Sigurðardóttir frá Selalæk, Skólavöröustíg 41, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. júli kl. 10.30. Guðfinna Sigurðardóttir, Mófellsstöðum Skorradal, verður jarðsungin frá Hvanneyrarkirkju laugardaginn 14. júlí kl. 14. Tilkynningar Sumarbókin, Fjölbreytt efni fyrir fjölskyldu á ferðalagi Isafoldarprentsmiðja hf. hefur sent frá sér Sumarbókina með f jölbreyttu efni ætluðu f jöl- skyldu á ferðalagi, i fríi eða við aðra dægra- dvöl. Meðal efnis má nefna fróðleiksþætti um feröalög innanlands og utan, hvemig á að haga sér á sólarströnd, hvemig á aö búa sig undir flugferð, hvemig fólk á að umgangast landið sitt svo og um náttúmfar landsins og fleira. Þá em í Sumarbókinni hugmyndir að föndri, leikjum og ýmsum uppátækjum til dægrardvalar. Sumarbókin hefur einnig að geyma þrautir og gátur, meðal annars af því tagi sem jafnvel slyngustu þrautakóngar gata á. Sumarbókin er ætluð fyrir alla fjölskylduna og á að fylla þau tómarúm sem stundum viija myndast í frítíma eða til að uppræta tíma- bundinn leiða þeirra yngri í ferðalaginu. Umsjón með útgáfunni hafði Fríða Bjöms- dóttir. Sumarbókin er 100 bis. og kostar kr. 198.00. Brunabótafélag íslands opuar nýja umboðsskrifstofu I HVERAGERÐI. Hinn 13. apríl 1984 opnaði Bmnabótafélag Islands nýja umboðsskrifstofu í eigin húsnæði aö Reykjamörk 1 í Hveragerði með hátið- legum hætti. Var boðið þangað frammámönn- um sveitarfélagsins og Sambands sunn- lenskra sveitarfélaga, forustu Kvenfélagsins, helstu viðskiptamönnum og fieiri gestum, svo og þeim iðnaðarmönnum, er sáu um innrétt- ingar og frágang húsnæðisins. Ingi R. Helga- son, forstjóri Bt, bauð gesti velkomna með stuttu ávarpi, rakti sögu umboösins og út- skýrði hlutverk Brunabótafélagsins. Sérstak- lega þakkaði Ingi fráfarandi umboðsmanni, Stefáni Guðmundssyni, farsæl störf í þágu félagsins og bauð velkominn til starfa nýja umboðsmanninn, Þórð Snæbjörnsson. Stefán Reykjalin, formaður stjórnar Bl, lýsti innréttingarsmiðinni og þakkaði iðnaðar- mönnum gott handverk. Sveitarstjóri, oddviti og slökkviliösstjóri og fleiri gestir tóku til máls. Umboðsskrifstofan er opin frá kl. 16—18.30 hvern virkan dag nema miðvikudaga og siminn er99-4151. Scandinavia today, Vík í Mýrdal Menntamálaráðuneytið og Menningarstofnun liafa í samvinnu unnið yfirlitssýningu um þátt tslands á norrænu menningarkynningunni í Banda ríkjunum 1982—1983. Sýningin er í máli og myndum og verður opnuð í skólahúsinu i Vík, fimmtudaginn 12. júlí og mun veröa opin um helgar frain að sunnudagskvöldínu 22. júií. Námskeið fyrir leiðbeinendur í almenningsíþróttum Dagana 10.—12. ágúst næstkomandi mun standa yfir leiðbeinendanámskeiö í almenn- ingsíþróttum (trimmi) í húsakynnum Kennaraháskóla Islands við Stakkahlíð í Reykjavík. Námskeiðið er á vegum trimm- nefndar ISI, Iþróttanefndar ríkisins og fræðslunefndar ISI. Það er ætlað leiðbeinend- um í íþróttum, iþróttakennuinm, þjálfurum og öllum þeím sem áhuga hafa á og leiöbeina vilja í iðkun almenningsíþrótta. Kennari á námskeiðinu verður dr. Kenton Finager, professor við Luther College. Hefur hann stjómað mörgum slíkum námskeiðum og er að sögn manna skemmtilegur fyrirlesari og dugmikill kennari. Hann nefnir námskeiðið Þrek fyrir lífstíð og er um að ræða fyrirlestra og verklega þjálfun. Meðal annars þjálfun er miöar að eflingu öndunarfæra, hjarta og blóð- rásar, vöðvakrafts, vöðvaþols og fleira. Lögð verður áhersla á að nemendur geti kennt þessi atriði að námskeiðinu loknu. Námskeiðsgjald er 800 krónur og eru menn beönir að tilkynna þátttöku í sima 83259 fyrír 1. ágúst. íþróttamiðstöðin Laugardal. Golf Byrjendanámskeið í golfi hjá Golfklúbbi Reykjavíkur Námskeið fyrir byrjendur í golfi hefjast í næstu viku hjá Golfklúbbi Reykjavikur í Grafarholti. Kennt veröur í litlum hópum gegn vægu gjaldi. Kennari verður John Drummond. Þá verður á námskeiðum þessum farið yfir helstu þætti í golfreglum og siðareglum kylfinga. Leiðbeinandi verður Þorsteinn Sv. Stefánsson. Skráning á námskeiðin fer fram í Golfskálanum í Grafar- holti í símum 82815 og 84735. Frá Golfklúbbi Reykjavikur Sl. laugardag fór fram undirbúningskeppni fyrir Olíubikarínn. Þátttakendur voru 73 og léku óvenjuvel. 19 keppendur léku undir for- gjöf sinni og má þaö heita einsdæmi. Má af þessu ef til vill merkja hversu lélegar aðstæður kylfingar þurfa oftast að leika viö, en á laugardag var ákaflega gott veður. Urslit urðu annars þessi: 1. Rúnar Gíslason 84—22=62 2. Aðalheiður Jörgensen 89—24 =65 3. Peter Salmon 74—8=66 Besta skor: Ragnar Olafsson og Siguröur Pétursson, 73 högg. Júhmót 15 ára og yngri fór fram á sunnu- dag. Urslit urðu bessi: Ánforgj.: 1. G unnar Sigurðsson 72 2. EiríkurGuðmundsson 79 3.SigurðurSigurðarson 79 4. Þórir Kjartansson 79 Með forgj.: 1. GunnarSigurðsson 72—11=61 2. JónS.Helgason 86—20=66 3. BöðvarBergsson 90—24=66 4. RagnhildurSigurðard. 91—25=66 1 dag fimmtudag hefst Reykjavíkur- meistaramótið. Ræst verður út frá kl. 13.00 til kl. 19.00. Keppt verður í 5 flokkum karla og 3 flokkum kvenna. Þá verður keppt í unglinga- flokkum og öldungaflokki. I þeim flokki er keppt bæði með og án forgjafar. I öllum flokkum verða leiknar 72 holur, neina í 2. flokki kvenna, þar verða leiknar 36 holur á Iaugardag og sunnudag, en þá lýkur mótinu. Ferðalög Sumarferð Samtaka gegn astma og ofnæmi — 15. júlí Sumarferð samtakanna verður farin sunnu- dagrnn 15. júlí. Lagt verður af stað frá skrif- stofu S.A.O. Suöurgötu 10 klukkan 9. Frá Norðurbrún 1 klukkan 9.30 og frá Grensásstöð (framan við Litaver) klukkan 9.45. Hádegisverður veröur snæddur að Hótel Borgarnesi. Ekið verður meöal annars um Kjósarskarð og Uxahryggi. Félagar eru hvattir til að mæta og taka meö sér gesti og góða skapið. Veröið er krónur 600 fyrir full- orðna (matur og hressing innifalin, ekki kaffi). Fyrir 7—16 ára kostar 300 og frítt er fyrir þau sem yngri eru. Þátttöku skal kynna fyrir 12. júh í síma 22153 á skrifstofu SAO. Einnig hjá Hjördisi, sími 687830, Hannesi, 72495, eða Valgerði, sími 42614. Ferðafélag íslands Helgarferðir 13. —15. júlí: 1. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála. Göngu- feröir, góð gistiaðstaða. Mikilþokaá Austfjörðum: Leit að lítilli trillu Mikil leit var gerö aö litilli, opinni trillu frá Fáskrúösfiröi í nótt en hennar var saknað meö einn mann innan- borðs. Mikil þoka var á þessum slóöum og auk björgunarsveitarmanna frá Slysa- vamafélaginu tóku átt í leitinni aörir bátar og varðskip sem statt var á þessum slóöum. Um kl. 2.30 í nótt fann svo einn bátanna trilluna skammt undan landi en maöurinn á henni haföi ákveðið aö láta fyrirberast í henni í stað þess að reyna aö ná landi í þok- unni. -FRI 2. Landmannalaugar — Löðmundur. Gist í sæluhúsi F.l. Gengið á Löömund og í nágrenni Lauga. 3. 3. Hveravellir. Gist í sæluhúsi. F.I. I þessari ferð er einnig farið í Kerlingarfjöll og gengið á Loðmund (1432 m). Brottför í ferðirnar kl. 20. föstudag. Farmiðasala og ahar upplýs- ingará skrifstofunni, öldugötu 3. Dagsferðir 14. og 15. júlí: Laugardag 14. júlí kl. 10.00 — Söguferö að Skálholti og Odda. Fararstjóri: Dr. Haraldur Matthíasson. Verð kr. 500,- Sunnudag 15. júli: 1. kl. 10. Seltjöm — Þórðarfell — Sandfells- heiði — Sandvík. Ekið afleggjarann að Stapa- felli. Verðkr. 350,- 2. kl. 13. — SkálarfeU á Reykjanesi (hjá Reykjanesvita) Verð kr. 350,- Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bU. Frítt fyrir böm í fylgd fuU- orðinna. Ferðafélag Islands. Útivistarferðir Sírnar: 14606 og 23732 Helgarferðir 13.—15. júlí 1. Þórsmörk. Gist í skála og tjöldum í Básum. Gönguferðir við allra hæfi. Kvöidvaka. 2 Landmannalaugar — Hrafntinnusker. Gönguferðir m.a. að hverasvæði og íshellum í Hrafntinnuskeri. Tjaldferð. 3. Þórisdalur — Prestahnúkur. Svæði vestan Langjökuls. Tjaldferð. 4. Skógar — Fimmvörðuháls — Básar. Brott- för iaugardagsmorgun. Gist í skála. Stutt bakpokaferð. Uppl. og farmiðar á skrifst. Lækjarg. 6a, símar: 14604 og 23732. Sjáumst. Ferðafélagið Útivist. 85 ára afmæli á í dag, 12. júli, frú Þór- halla Oddsdóttir, fyrrum húsfreyja á Kvígindisfelli í Tálknafirði, nú vist- maður á Hrafnistu í Reykjavík. Á sunnudaginn kemur, 15. þ.m., ætlar hún aö taka á móti gestum á Hótel Hofi milli kl. 15 og 19. Eiginmaður Þórhöllu var Guömundur Kr. Guðmundsson, bóndi. Hann lést áriö 1969. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Magnúsar Guðmundssonar, Dölum, Djúpavogi. Guð blessi ykkur. Ingibjörg Antoniusdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Sáfíá Öl¥»BtJ. LQKANNA með fjórum hestum spenntum fyrir. Rás- markið sem hestarnir urðu alltaf að fara yir var réttnefnt Taraxippos eða hesta- baninn. Þar velti m.a. Nero Rómarkeis- i.i. t í „Uiim .jituc ari vagni sínum er hann keppti í ólympíu- leikunum árið 66. En hann sigraði engu i að síður og var vel fagnað af 5000 manna lífvarða- og klappliöi. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.