Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUÐAGUR 12.JODl«I98í."
IV
Góð grasspretta hjá Páli Bergþórssyni
veðurfræðingi:
r
Aburðardreifing
fer eftír meðalhita
i Stykkishólmi
Á Hvanneyri í Borgarfirði er til-
raunajarðræktarsvæði sem skipt er í
reiti og fær hver reitur mismunandi
meðferð. Einn reitur á svæðinu er reit-
ur Páls Bergþórssonar veöurfræðings
og er sprettan þar mjög góö.
Eins og menn muna spáði Páll góðri
grassprettu í sumar ef rétt væri borið á
og virðist sú spá ætla að rætast. I til-
efni af þessu var Páil inntur eftir á
hverju hann byggði þau fyrirmæli sem
hann gæfi um meðferð reitsins á
Hvanneyri. Hann sagðist eingöngu
fara eftir því hver meöalhitinn hefði
verið sl. vetur í Stykkishólmi sem hef-
ur nokkurs konar miðlungsstaðsetningu
á landinu. Ef veturinn í Stykkishólmi
hefði verið kaldur þá léti hann bera
mikið á, en ef hann hefði verið hiýr þá
léti hann bera minna á. Tímabilið sem
hitameðaltalið er miðað við er frá byrj-
un október til aprílloka. Aðalatriöið
varðandi sprettuna er að hún sé sú
sama ár frá ári.
Páll sagðist hafa verið með þessar
tilraunir í sjö ár og fengið mjög já-
kvæðar niðurstöður. Því ættu bændur
að fylgjast vel meö meðalhita vetrar-
ins en ekki bera alltaf jafnt á.
SJ.
Hér má sjó hvernig Wang PlC-tölvan nemur síðu úr dagblaði. Hún getur bæði
sýnt myndina svarta á hvítu eða hvíta á svörtu.
Nýmyndtölva á markaðinn
Tölvudeild Heimilistækja hf. hefur haf-
ið innflutning á nýrri Wang-tölvu, sem
nefnist Wang Professional Image
Computer (PIC). Þetta er eina tölvan í
heiminum um þessar mundir sem
getur lesið inn myndir og texta, vél-
ritaðan, handskrifaöan eða teikningar.
Myndvinnslan fer þannig fram að
frummyndin er sett undir lesarann
sem les hana inn í minni tölvunnar og
birtist hún þá á skjánum. Hægt er m.a.
að stækka myndina og minnka, snúa
henni um 90 gráður, flytja hana til á
skjánum, „klippa” út úr henni og
flytja annaö og aö fella saman í eitt
skjal innskrifaðan texta og innlesna
mynd á auðveldan hátt.
Wang PlC-tölvan mun koma öllum
þeim að gagni sem vinna með myndir
og texta. Nokkur dæmi: Verkfræðing-
ar geta sett inn ýmsar útskýringar
eins og teikningar eða línurit í útboðs-
gögn eða verklýsingar. Fasteignasalar
geta tengt myndir af fasteignum við
gagnagrunn seljenda og leitað þannig
að ákveðinni tegund af fasteign.
Sjúkraskrár sjúkiinga er hægt aö lesa
inn í Wang PlC-tölvuna og bæta inn á
þær eftir þörfum, þannig að ekki þurfi
að slá inn eldri sjúkrasögu af spjöld-
um. Bankastarfsmenn geta notað
tölvuna til að bera saman rithandar-
sýnishorn, t.d. vegna tékkaviðskipta
eöa lánsviðskipta. Lögfræðingar gata
sett inn á skrá á réttum stöðum ýmis
gögn sem tengjast ákveönum málum,
t.d. vettvangslýsingar, afrit af skjöl-
um o.fl. -pá
Tónlist er með betri landkynningu
r
— segir Armann Reynisson, stofnandi
nýs tónlistarsjóðs
Nýr tónlistarsjóður var stofnaður í
Reykjavík þann 5. júní sl. og ber hann
nafn stofnandans, Ármanns Reynis-
sonar framkvæmdastjóra. Fyrstu
starfslaun sjóðsins hlaut Áskell Más-
son tónskáld, 60.000 krónur, til að vinna
að nýju píanóverki fyrir ástralska
píanóleikarann Roger Woodward.
Stofnfé Tónlistarsjóðs Ármanns
Reynissonar er 100.000 krónur og er
sjóðnum ætlað að styrkja tónskáld til
að semja ný tónverk og að styrkja
flutning tónlistar innan lands eða utan.
Stjórn sjóðsins fýrir árið 1985 skipa
auk Armanns þau Olöf Pálsdóttir
myndhöggvari, Baldvin Tryggvason
sparisjóðsstjóri, Knútur R. Magnús-
son, tónlistarfuiltrúi hjá Ríkisútvarp-
inu, og Áskell Másson, en í reglum
sjóðsins segir að styrkþegi hvers árs
skuli taka sæti í stjórn fyrir úthlutun
næsta órs. Styrkir verða auglýstir
minnst tveimur mánuðum fyrir úthlut-
un, en gert er ráð fyrir að hún verði í
júníár hvert.
Armann Reynisson sagði í samtali
viö DV að hinn nýi s jóður væri stofnaö-
ur til að hvetja íslenskt tónlistarfólk og
vera öðrum hvatning til að styðja við
bakið á þeim, í ljósi þess hve grund-
völlur að gróskumiklu tónlistarlífi væri
mikill hér á landi. Betri landkynningu
en íslenska tónlist væri vart hægt að
hugsa sér. Ármann sagöi að kveikjan
að stofnun sjóðsins væri aðild sín að
tónleikum með verkum Áskels Más-
sonar í Wigmore Hall í London á liðn-
um vetri, þar sem stuðningur einstakl-
inga stuðlaði að því að tónleikamir
urðu að veruleika. Þar hefði hann
kynnst píanóleikaranum Roger Wood-
ward, sem lét í ljós mikinn áhuga á
islenskri tónlist. Woodward hafði á
orði að gaman væri að flytja verk eftir
Áskel og því hefði áhuginn vaknað á
því að Askell yrði styrktur til að semja
verkið.
Að sögn Ármanns Reynissonar hefur
sjóðsstofnuninni verið vel tekið og hafa
ýmsir sýnt áhuga á að styðja sjóöinn.
Þegar hafa borist 65.000 krónur í hann
frá fyrirtækjum. Ekki fer mikið fyrir
styrkjum til efiingar tónlistarlífi á Is-
landi en úthlutun úr sjóði þessum er
ríflegasti styrkur til tónlistarstarfsemi
ílandinuidag. -ná
ALLT TIL
MÓDELSMÍÐA
Flugmódel í miklu úrvali. Svif-
flugur og mótorvélar fyrir fjar-
stýringar, linsustýringar og frítt-
fljúgandi.
Fjarstýrðir bílar, fjölmargar gerðir. (Þessir
bílar ná allt að 70 km hraða.)
Póstsendum.
Fjarstýringar,
2ja —8 rása.
TÓmSTUflDflHÚSIÐ HF
Laugauegi 164-Reukiauil: s=21901
%Ss_
Fjarstýrð
bátamódel
í miklu
úrvali.
SMAAUGLYSINGADEILD
ÞVERHOLT111, SÍMI 27022.
MEGRUN
ánmæðu
FIRMALOSS GRENNINGARDUFT
Útsölustaðir:
Reykjavík og nágr.
Likams og heilsuræktin,
Borgartúni,
Árbæjarapotek.
Borgarapotek,
Háaleitisapotek.
Reykjavíkurapotek,
Vesturbæjarapotek.
Lyfjabúðin Iðunn.
Ingólfur Óskarsson,
Laugavegi 69,
Orkubót, Grensásvegi 7,
Orkulind. Brautarholti 22.
Æfingastöðin,
Engihjalla 8, Kóp.,
Apotek Norðurbæjar,
Hafnarfirði,
Þrekmiðstöðin,
Dalshrauni 4, Hafn.,
Sólnes, Austurströnd 1,
Seltjarnarnesi.
Landið
Brimhólabr;31, Vestm.eyj.
Borgarsport, Borgarnesi,
Sporthúsið, Akureyri,
Ölfusapotek, Hveragerði,
Álfhildur Steinbjörnsd.,
Reykjabr. 19, Þorlákshöfn,
Erlingur Jónsson,
Hólagata 15, Sandgerði,
Baðstofan Grindavík,
Þel Hárhús, Keflavik.
Apotek Akranes,
Heilsuræktin Borgarnesi,
Partreksapotek, Patreksf.,
Helga Kristinsd.,
Móholt 2, Isafirði.
Kristín Gunnlaugsd.,
Brimnesv. 28, Flateyri.
Siglufjarðarapotek,
Stjörnuapotek, Akureyri,
Apotek Akureyrar.
Blönduósapotek,
Dalvíkurapotek,
Sauðárkróksapotek,
Apotek Austurlands,
Seyðisfirði,
Elva Ólafsdóttir,
\<rvl«iii«ikklíii
Dugguvogi 7, sími 35000
PÖNTUNARSÍMI 35000
OKKUR ER ANNT UM HEILSU ÞÍNA