Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Blaðsíða 13
 13,. Kjallarinn Arnór Hannibalsson skrifaði ný- lega kjallaragrein þar sem hann gagnrýndi hjálparstarf íslensku þjóðkirkjunnar til vanþróaðra landa. Koma þar fram nokkrar skoðanir sem orka tvímælis. Um varðveislu menningarhátta Megináhersla greinar Amórs kem- ur fram í útdrætti ritstjórans: „Ég álít að þjóðir utan Evrópu, f jölbreyti- legar að menningu, trú og siðum, eigi rétt á að vera í friði fyrir Evrópu- mönnum...” Hann er hér að and- mæla þeim þjóðhverfa hugsunar- hætti Evrópumanna að vilja troða sinum lifnaðarháttum upp á aðra menningarhópa. Nefnir hann sem dæmi vel meint hjálparstarf kirkjunnar í kristilegum anda, sem þó leiðir til ófullnægjandi matvæla- dreifingar, og skólafræðslu sem leiðir til upplausnar hins hefðbundna þjóðfélags. a) Hæpið er að reyna aö varðveita menningarþætti því þeir eru alltaf hluti af stærri heild og því síbreyti- legir. Þeir eru að auki svo marg- breytilegir að mannfræðinga greinir sífellt á um afmörkun þeirra. Tæp- lega er því hægt að gera menn að lif- andi fomleifum. b) Það að reyna aö viöhalda viss- um menningarþáttum hjá frumstæð- um þjóöum í trássi við vilja þeirra er ekki einungis ólýðræðislegt heldur ómannúðlegt samkvæmt vestrænu menningarmati og er helst notað sem átylla hjá kúgunarþjóðum nú til dags til að halda frumstæðari þjóð- um niðri. (Dæmi: Dreifbýlisstefna Suður-Afríkustjórnar til handa svörtum. Reyndar er nútíma vest- rænni menningarhefð heldur ekki að skapi að valdbjóða aðlögun að borg- arlífi, svo sem Sovétmenn gerðu með hirðingja, heldur eru minna áber- andi leiðir farnar, svo sem launamis- munun gagnvart lítt menntuðum indiánum í Bandaríkjunum. Meðal úrlausna ólýðræðisþjóða má heldur ekki gleyma sofandahætti Brasilíu- stjómar gagnvart indiánadrápum bænda og útrýmingarherferð nasist- anna gegn sígaunum). c) Þær þjóðir sem mest svelta eru líklegar til að vera þegar undir mikl- um áhrifum frá vestrænum menn- ingarháttum, svo sem heilbrigðis- þjónustu sem hefur stuðlað að of- fjölgun meöal þeirra. Því er orðið of seint að varðveita þeirra frumstæðu menningu í heild þegar slíkur horn- steinn sem takmörkun fólksf jölda er farinn úr skorðum h já þeim. d) Ef mið er tekið af hvaða menn- ingararfleifð frumstæðar þjóöir halda við eftir að þær þróast, án þess að hún teljist trufla lífsgæðakapphlaup- ið, þá er venjulega annars vegar um að ræða fremur yfirborðslega, óhag- nýta þætti, svo sem heföbundna myndiist hjá Japönum og jass-tónlist hjá Afríkumönnum, eða þá afbrigði af sígildum menningarlegum sam- vinnumáta, svo sem stór f jölskyldu- hópafyrirtæki Japana og i sumum borgum Austur-Afríku margþættari félagsmálastarfsemi heldur en þekk- istíEvrópu. Því er það líklega bara skamm- tímalausn að styðja við að þjóöir sem hjálpa á geri það meö því að efla frumstæðari atvinnuhætti sína ef takmark þeirra er að veröa iönaðar- þjóöfélag. Nytsemi áróðurs til hjálparstarfs Amór nefnir grein sína „Hina nýju aflátssölu” og er það ádeila á nyt- semi trúarlegs áróðurs til hjálpar- „Það að reyna að viðhalda vissum menningarþáttum hjá frumstæðum þjóðum i trássi við vilja þeirra er ekki einungis ólýðræðislegt heldur ómannúðlegt samkvæmt vestrænu menningarmati og er helst notað sem átylla hjá kúgunarþjóðum tilað halda frumstæðum þjóðum niðri." TRYGGVIV. LÍIMDAL KENNARI, REYKJAVÍK starfs. Auövitað er það gamaldags aðferð og ófullnægjandi að reka þróunaraðstoð í krafti kristilegs hugarþels. Hins vegar ber að líta á hversu skammt fómfýsi okkar flestra nær aö öllu jöfnu: Mest af um- hyggju vestræns einstaklings fer í hann sjálfan og þar næst í fjölskyldu hans, sérstaklega í uppeldi bama hans. Fyrir utan það er hann lítt af- lögufær. Nokkurri orku ver hann þó í almenn félagsmál síns samfélags. Þar sem styðja líknarmál eiga gjam- an ættingja sem njóta góðs af mál- efnastuðningi þeirra beint eða óbeint. Það þykir hins vegar skjóta skökku við ef einhver fer að sýna mikla fómfýsi þar fyrir utan, ef ekki er hægt að reka hana til eiginhags- muna, eða til vonar hans um eigin sáluhjálp hinum megin síðar meir. Til dæmis þykir það óeðlilegt ef menn vilja fórna sér fyrir málefni aimarra þjóðlanda en síns eigin að meira marki en í orði og hugarþeli. Enda gerir þjóðemishyggjan ráð fyrir að þjóðin sé ysti hringur allrar verulegrar fórnfýsi, svo sem sést af því að hugmyndin um „bandaríki Evrópu” hefur reynst of víðtæk til að fá þann hljómgrunn sem þyrfti. Greinilegt er að við slíkt ástand er viö hæfi aö kirkjan haldi uppi þeim kristilega áróðri sem hún getur til að stuöla að hjálparstarfi milli þjóða því hvaö varðar virka vináttu milli þjóða er kristnin enn í framúrstefnu. Það mun ekki ofsagt hjá Arnóri að hroka gæti hjá Evrópumönnum í garð vanþróaðra þjóða og fer hann saman við þröngsýni. Margir okkar mundu t.d. telja að líf eins Evrópu- manns væri meira virði en líf eins smælingja í Afríku. Fáir em þó svo hreinskilnir aö leggja slíkt nánar út fyrir sér: Er líf eins Evrópumanns á við líf tveggja Afríkusmælingja, eða fimm, eða hundrað eða jafnvel þúsund? Hálfkæringur okkar um stríð þeirra og hungur, svo og ný- lendustríðsfortíð Evrópumanna, vekur grun um að hærri tölurnar séu síst ofmetnar. Ef vanþróuðu þjóðimar sameinuðust einhvern tíma um að hafa það frá Evrópuþjóð- um með valdi sem þær fá nú frá þeim með sníkjum hjá S.Þ. og víðar þá væri hætt við að sú tala hækkaöi enn í mati flestra Evrópumanna. TryggviV.Líndal. • „Greinilegt er að við slíkt ástand er við hæfi að kirkjan haldi uppi þeim kristilega áróðri sem hún getur til að stuðla að hjálpar- starfi milli þjóða...” MENNINGARHROKI í HJÁLPARSTARFI? Bjarga verkföll ríkis- stjóminni f rá eigin snöra? Engum, sem fylgist með stjórn- málum, getur dulist, að verulega hallar nú undan fæti í fylgi almenn- ings við stefnu ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum. Fyrst eftir valdatöku hafði stjórnin skilning og velvilja fólks í baráttunni við verðbólgudrauginn, því auðvitað vom allir sammála um nauðsyn þess að draga úr hinni hrikalegu holskeflu verðbólgu, sem fyrrverandi ríkisstjóm skildi eftir sig. Sú holskefla var vissulega að koma þjóðarbúinu á kaldan klaka svoviðgjaldþrotilá. Vilji almennings var raun- hæfar aögerðir Hvað sem ýmsir spákaupmenn í forystu hinna pólitísku flokka segja er enginn vafi á þvi að hinn almenni kjósandi í landinu vildi raunhæfar aðgerðir til lausnar þá þegar komnum vanda. Aðgerðir, sem gæfu von um bjartari og betri framtíö en sú helstefna, sem fylgt var í tíð fyrr- verandi ríkisstjómar, og allt bendir til að óbreyttu, að verði í reynd í tíð núverandi ríkisstjómar. Afstaða almennings í landinu til aðgerða núverandi ríkisstjómar í efnahags- og kjaramálum fyrstu mánuði valdaferilsins sýndu einmitt, að fólk var reiðubúiö að gefa ríkis- stjóminni aðlögunar- og reynslu- tíma, svo sjá mætti, hver alvara þeirra yfirlýsinga stjómarflokkanna um alhliða aðgerðir í baráttunni við verðbólguna væri. Hver hefur reyndin orðið? Þrátt fyrir hinar hrikalegu að- gerðir ríkisstjórnarinnar í upphafi gegn launafólki og þá gífurlegu kjaraskerðingu, sem af þeim leiddi, var launafólk reiöubúiö til að sýna ríkisstjóminni biðlund þrátt fyrir þær gífurlegu byrðar, sem á það vom lagöar. Og enginn mælir á móti því að tekist hefur að minnká verðbólgu verulega frá því sem var. En spurn- ingin er, á kostnað hverra ? Sem svar við þeirri spurningu er best að hafa eigin orð forsætisráð- herra, Steingríms Hermannssonar, sem hann viöhafði í umræðum á Al- þingi í mai sl., en þar sagði hann, að sá árangur, sem náðst hefði í bar- áttunni við verðbólguna, væri nær einvörðungu á kostnaö launafólks. Það em staðreyndimar sem við launafólki blasa af hálfu ríkis- stjómarinnar það sem af er. Ríkisstjórnin sjálf forstokk- uð í eyðslu Sé Utið í barm ráöherranna sjálfra er ekki aö sjá að þeir telji nauðsyn að herða sultarólina til að- halds og sparnaðar á þeim sviðum, sem þeir ráða og gætu haft afgerandi áhrif til sparnaðar og góðs fordæmis. Þessu er þveröfugt farið. I þeim her- búöum ræður eyðslan og útþenslan rík jum sem fyrr. Það er engu líkara en ríkisstjórnin sé að ögra og storka almenningi i landinu, og þá sér í lagi launafólki, með stjómarstefnunni og háttalagi ráðherranna sjálfra. KARVEL PÁLMASON ALMNGISMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Hverjir hafa grætt og blómgast? Þvi miður er það nú deginum ljósara, að ríkisstjómin hefur gefist upp við að framfylgja þeirri stefnu, sem hún boöaöi við valdatöku fyrir rúmu ári. Hún nýtti sér velvilja og þjóðrækni launafólks til einhliöa kjaraskerðingar þess, en brast svo kjark þegar koma átti að þeim máttarstólpum stjórnarflokkanna, sem verja vilja og viðhalda hinu spillta valdakerfi, sem þessir aðilar hafa átt hvað mestan þátt í að skapa og skilar hvað mestum peninga- fúlgum í kassa stjórnarflokkanna. Eða hverjir eru það, sem grætt hafa á þessu stjórnarsamstarfi? 1. Má minna á batnandi stöðu SlS- hringsins, eða úr 22 millj. kr. tapi í 68 millj. kr. hagnað sl. ár. Hefði ekki mátt leita fanga þar í baráttunni við verðbólguna? 2. Eru ekki allir sammála um að verslunin í landinu hefur líklega aldrei staðið betur en nú? Ekki hefur þaðan verið tekið framlag í bar- áttuna við veröbólguna. 3. Skipafélögin, svo og önnur sam- bærileg stórfyrirtæki, sýna stór- gróða frá því sem áður hefur verið. Ekki hefur þaðan verið tekið fram- lag í baráttunni við verðbólguna. 4. Þá eru það sjálftöku-stéttirnar svokölluöu, sem einráðar virðast vera um eigin afkomu.Þær hafa ekki skilað sinu framlagi til baráttunnar gegnverðbólgunni. 5. Og hvernig væri að ríkisstjómin leitaöi fanga í hirslum þeirra fjöl- mörgu, sem nú keppast um að kaupa lóöarskika á Reykjavíkursvæðinu fyrir a.m.k. tvær milljónir króna. Ætli sá hópur gæti ekki eitthvað af mörkum látið í baráttunni við verð- bólguna? Auðvitað eiga þessir aðilar, sem hér hafa verið nefndir og margir fleiri, að ógleymdu ríkisvaldinu sjálfu, að leggja sinn skerf fram í þessari baráttu. Það hafa þeir ekki gert. Ríkisstjórnina hefur brostið kjark til að sjá svo um að þessir að- ilar taki á sig þær byrðar, sem þeim ber. En ríkisstjórnina hefur ekki brostið kjark til að framkvæma hér meiri kjaraskerðingu hjá launafólki en um getur í áratugi. A sama tíma og ríkisstjórnin hefur hlaöið undir eigin gæðinga og máttarstólpa hefur hún komið fjölda alþýðuheimila á vonarvöl og haldið þannig á málum útgerðar og fiskvinnslu, sem er grundvöllur þess er allt byggist á, að líkur eru á því að öll útgerð leggist niöur á næstu vikum. Þetta ástand, sem hér hefur að framan verið lýst, hefur rikjandi stjómarstefna fram- kallað, og allir sjá þaö nema þá ríkis- stjórnin sjálf. Einblínir ríkisstjórnin á verkföll til að losna úr eigin snöru? I ljósi þess, sem hér hefur verið rakið, verður með engu móti annaö séð en sú stjómarstefna, sem ríkis- stjómin hefur fylgt, sé á hraðri leið að dæma sig sjálf til dauða, án þess að aðrir þurfi þar að koma við sögu. Spumingin er því sú, t.d. fyrir verkalýðshreyfinguna, hvort hún telur æskilegt og eðlilegt að halda þannig á málum nú í haust, meö átökum á vinnumarkaðnum, að verða við óskum ríkisstjómarinnar að létta stjórnarstefnunni dauða- stríðiö og losa hana úr eigin snöru? Eða að leyfa ríkisstjórninni sjálfri að heyja til enda dauðastríö stjórnar- stefnunnar, og ráða þannig sjálf til enda, sem skammt sýnist undan, hversu hratt að þeirri snöm er hert. Karvel Pálmason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.