Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Síða 6
SLETTA
Strákurinn vatt sér inn á
Hlemm eftir aö hafa athugað
gaumgæfilega áætlun yfir leiö 2
sem hann ætlaði aö taka. Inni á
Hlemmi tékkaöi hann fyrst á
klukkunni, þrettán mínútna
bið, þaö gæri verið verra. Á
helmingi tímans mætti gæla við
eina Camel-sígarettu. Er hann
velti fyrir sér hinum mínútun-
um tók hann eftir tveimur
mönnum er sátu á bekk með
bakið að lögreglustöðinni.
Báðir voru greiniiega röngum
megin við fertugt, ja annar
þeirra leit aðeins út fyrir að
vera það sem í raun er hið
sama.
Það sem vakti athygli stráks-
ins á þeim var að um leiö og
hann þuklaöi eftir eldspýtum
renndi kvenmaður sér fram-
hjá þeim og annar þeirra hróp-
aði, með handarsveiflu: „Nei,
út með Hábæ.” Hún féll vel að
þeirri setningu. Á aldur við þá,
klædd því sem h'klega kallaðist
hvít galladrakt vegna skorts á
betra orði, meö appelsínugulan
lit á vörunum, í stíl við skóna,
og ekki það sem maður mundi
kalla smáfríð. Myndarlegt nef
næstum kæfði önnur kenni-
merki andlits hennar. Hún setti
það upp og arkaði út úr skýlinu.
Settist á bekkinn fyrir utan,
fjærst þeim félögum. Sá eldri
þeirra fylgdist grannt með
henni.
„Líklega er hún að koma af
fylliríi.”
„Heldurðu það?” sagði sá
yngri er hafði þennan rauðleita
lit á andlitinu sem aldrei er
settur í samhengi við sólbruna,
Clint Eastwood hárgreiðslu,
gallajakka og buxur auk hins
óhjákvæmilega tveggja tommu
Lee-eða Wrangler-beltis.
„Já, ég er viss um það.”
Þeir setjast báðir fram í
sætum sínum ogstyðja hönd
undir kinn. Clint lítur snöggt
upp, réttir vísifingurinn upp í
loftiö og tilkynnir: „Ég held ég
reyni að meika díl.” Guð,
hugsar strákurinn, hver ætli
semji handritið fyrir hann?
Clint rýkur svo út og svífur á
konuna úr Hábæ. Strákurinn
finnur eldspýturnar og kveikir í
sígarettunni.
Eftir um mínútu hefur Clint
tekist aö koma filtertúttu f yrir í
appelsinugula litnum og kveikt
í henni.
Strákurinn fylgist með og
hugsar sem svo, nokkuð gott, ef
hún þarf ekki að bíða lengur en
kortér eftir vagni sínum eru
góðir möguleikar á kaffi og
með því á eftir. Hins vegar
hefði verið skemmtilegra að
hlusta á þá tvo. Sá sem eftir sit-
ur, gráhæröur, sama klipping,
en flauelsbuxur og brúnn Hag-
kaupsjakki, er greinilega að
velta því sama fyrir sér.
Clint kemur svo snögglega
inn aftur og sest niöur. Þá
stendur Gráhærður upp og star-
ir út um anddyrið. Þar rétt
fyrir utan stendur kvenmaður,
fædd ekki löngu eftir alda-
mótagleðskapinn, með tvo
plastpoka í annarri hendinni, í
gráköflóttri kápu og með pott-
lok sem örugglega kallast
frúarlegt. Allt í einu stendur
Clint einnig upp og báðir góna
þeir í átt að kvenmanninum
sem hverfur á bak við vegg.
Strákurinn sér ekki hvað þeir
horfa á þar sem veggurinn
skyggirá.
,JIvar eru helvítin núna
þegar maöur þarf á þeim að
halda?” segir Clint og þeir
beina augum sínum að lög-
reglustööinni. „Sennilega að
spila eða tefla. Við erum þó
skattborgarar og borgum undir
rassana á þeim.”
„Jæja,” segir hinn, ,,ég ætla
aðreyna.”
„Nei, Árni, það þýðir ekki,”
segir Clint en Gráhærður er
rokinn út.
Eg gæti sagt hið sama,
hugsar strákurinn, sem gefur
Gráhærðum sömu möguieika á
að ná í plastpokana tvo og hann
gefur Albert á að afplána
fangelsisdóminn sem þeir
smelltu á hann
Brátt tekur strákurinn eftir
því að þær fáu hræður sem bíða
eftir vögnunum fyrir utan þetta
þungbúna kvöld eru farnar að
horfa á eitthvað á bak viö vegg-
inn. Tvær unglingsstúlkur
koma stórstígar úr vesturhluta
skýlisins og fara út á stéttina.
Strákurinn hugsar með sjálfum
sér að varla nenni hann að fara
einnig út að horfa á eitthvert
klúrt atriði, fjandinn, hvernig
opnunarlínu ætli hann hafi?
Loks verður forvitnin letinni
yfirsterkari, sérstaklega er
hann kemur auga á svartan
búning með hvítum kolli. Leið
2 rennir einmittupp aðskýlinu í
sömu andrá.
Er strákurinn gengur úr
skýlinu og í átt aö vagninum
sér hann tvo lögreglumenn og
skýlisvörðinn stumra yfir
sjúskaðri útgáfu af Clint, sama
hárgreiðsla, sömu föt en án
beltisins. Sá húkir á bekk, föst-
um við vegginn, með ljótt sár á
gagnauganu. Sárið er kúlulaga,
raunar eins og að risastór
byssukúla hafi plægt upp á hon-
um gagnaugað. Blóðið vætlar
úr sárinu, niður kinn hans og
drýpur af hökunni utanverðri
niður á brúna velkta skyrtu
hans þar sem rauður biettur fer
stækkandi. Stöku sinnum kipp-
ist höfuð mannsins til.
Clint og Gráhærður ganga
fljótlega inn aftur en skýlis-
vörðurinn bendir lögreglu-
mönnunum eitthvað í átt að
Skúlagötunni. Strákurinn nem-
ur ekki orðaskil. Tvo aðra lög-
reglumenn drífur að. Einn
þeirra brosir, í vandræðum
með hvaða svipbrigði hann eigi
að sýna þeim tug áhorfenda
sem slegið hefur hálfhring um
bekkinn. Orðið „sumarafleys-
ingar” skín úr brosinu. Senni-
lega er hann í einhver jum raun-
greinum í háskólanum á vet-
uma. Enginn snertir á þeim
slasaða.
„Hvað í fjandanum kemur
mér þetta við, eöa fólkinu?
I hugum flestra sem ekki voru
viðstaddir er þetta aðeins ein-
dálkur í DV daginn eftir,”
hugsar strákurinn um leið og
hann spýtir Camel-stubbnum á
milli fingra sér út á götuna og
gengur upp í vagninn.
-FRI.