Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1984, Side 9
DV. LAUGARDAGUR14. JULl 1984.
9
ÓTRÚLEGA
SÖNN
ELENI
EFTIR NICHOLAS GAGE
Nicholas Gage, höfundur Eleni,
starfar sem rannsóknarblaöamaöur
hjá The New York Times. Hann er
griskur að ætt og uppruna en flutti til
fööur síns í Massachusettes í Banda-
ríkjunum þegar hann var strákur.
Ástæöan var sú aö skæruliðar í
borgarastyrjöldinni grísku höföu tekiö
móöur hans af lífiá undanhaldi sínu.
Gage gekk lengi meö þaö í höföinu aö
grennslast fyrir um dauöa móður
sinnar, hverjir morðingjar hennar
voru, hvemig hann bar aö o.fl. I þessu
skyni fékk hann sér frí frá rannsóknar-
blaöamennskunni til að rannsaka sög-
una sem hann vildi vita mest um.
Bókin Eleni er afurö þessarar rann-
sóknar. Gage byrjar á aö segja frá að-
ferðum þeim sem hann beitti í upphafi
rannsóknar sinnar en svo tekur sagan
viö. Magnþrungin saga um grimmd
skæruliðanna, hina ótrúlegu mann-
eskju sem móöir hans, Eleni, var en
hún dó svo börnin hennar f jögur mættu
lifa.
Sagan sem slík er ótrúleg, næstum of
ótrúleg til aö vera sönn, og hún heldur
manni við efnið. Gage er enginn snill-
ingur sem rithöfundur, en hann er
hreinskilinn í afstööu sinni til þessara
löngu liðnu atburöa, atburða sem
höfðu svo mikil áhrif á líf hans.
Þaö getur ekki verið auðvelt að
skrifa svona bók um lif og þá sérstak-
lega dauöa svo nákomins ættingja en
eins og fyrr segir þá er Gage nógu
hreinskilinn, bæði til aö segja frá öllu
sem gerðist, pyndingum og öðru slíku,
og líka nógu hreinskilinn til að ást hans
á móöur hans skín i gegn og heist út
alla söguna.
Þaö er óhætt aö mæla meö þessari
sögu.
SigA
bxiv’rdifníz
j tówSiiarfl*
Uíífutví'-íat*
ttifíUidí.TWf
saájtwtrfíi**'*
ijkwis**
.itfíliwii't.ir.u
if iiwí&m:
‘íitx' m íbösí
MANNSKEPNA RAFFÍN-
OG ERAÐUR
MÁLSTAÐUR REYFARI
THE LITTLE DRUMMER GIRL THE NAME OF THE ROSE
EFTIR JOHN LE CARRÉ
Þaö fyrsta sem manni dettur í hug
þegar njósnasögur John le Carré eru
nefndar, er George Smiley, eöa Alec
Guinness, sem Smiley, í bestu fram-
haldsþáttum sem sjónvarpiö hefur
sýnt um árabil. En nú hefur le Carré
lagt Smiley til hliöar aö sinni, (minn-
ugur þess, að þegar Conan Doyle drap
Sherlock Holmes, varö hann aö reisa
hetjuna frá dauðum vegna áskorana
tryggra aödáenda).
The Little Drummer Girl er þó enn
sem áöur njósnasaga, enda hefur le
Carré aöeins einu sinni vikiö frá þeirri
bókmenntategund og þá meö hörmu-
legum afleiöingum. Þar leikur aöal-
hlutverkið Charlie, ung ensk leikkona,
sem ísraelska leyniþjónustan fær til
þess aö veröa beitan í gildru, sem egnd
er fyrir palestinskan hryöjuverka-
mann. Eins og ævinlega rekur le Carré
söguþráöinn mjög nákvæmlega og
hægt, með þeim afleiöingum aö lesand-
inn verður að hafa sig allan við til þess
að geta sér til um það, hvað sé eigin-
lega á seyði. En aö lokum kemur í ljós,
eins og svo oft hjá le Carré, aö söguper-
sónurnar eru allar, jafnt Smileyamir
sem aðrir, leikbrúður sem litlu eöa
engu ráða um eigin örlög.
Le Carré f jallar oftar en ekki í bók-
um sinum um trúmennsku og svik, um
það hvernig mannskepnan verður
mannleg eða ómannleg í tryggö sinni
eöa svikum viö málstað. Leikkonan
Charlie er agn í gildru, en líka fórnar-
lamb, því aö hún veröur ástfangin af
ísraelskum leymiþjónustumanni, eins
og til var ætlast. Hún vinnur síðan til-
trúnaö palestínskra hryðjuverka-
manna, en um leið og hún kynnist þeim
og málstað þeirra, verður það henni
ómögulegt aö líta á þá sem óvini. Þeg-
ar síðan leiðtogi hryöjuverkamanna er
drepinn fyrir augum hennar, fær hún
taugaáfall.
Hryðjuverkamaðurinn hefur veriö
drepinn og samtök hans gerð óvirk,
eftir aö þau höföu sprengt nokkra Gyð-
inga í loft upp. En aö lokum er það til
lítils því að í bókariok er israelski her-
inn aö halda inn í Líbanon. Charlie
finnur elskhuga sinn úr ísraelsku leyni-
þjónustunni en hennar vandi er fjarri
því leystur. Og mennirnir, sem skipu-
lögðu aðgerðimar gegn hryöjuverka-
manninum, snúa sér að Líbanonstríö-
inu og standa enn frammi fyrir vanda-
málum tsraelskrikis og Palestínu-
araba, óleystum.
Ö.bg
EFTIR UMBERTO ECO
Þessi raffíneraöi reyfari er eftir
Umberto Eco sem samkvæmt upplýs-
ingum á saurblaði er heimsfrægur sér-
fræðingur í merkingarfræöi, heim-
spekingur, fagurfræöingur og hefur
stúderað James Joyce. Bókin ber þess
einnig glögg merki aö fjölmenntaöur
maður hefur um vélaö.
Efniö er morögáta sem er sett á sviö
í ítölsku benediktínusarklaustri á fjórt-
ándu öld. Sagan gerist á sjö dögum.
Sögumaöur sem heitir Adso er ung-
ur, þýskur munkur af benediktínusar-
reglu. Hann er fylgisveinn hins enska
William de Baskerville, fransísku-
munks sem er afburöaglöggur. Þeir
koma í klaustrið sem er sögusvið
verksins. Þar hefur einn munkur ný-
lega fundist látinn og þeim á eftir að
fjölga.
Bókin fjaUar um lausn gátunnar á
bak viö dauöa munkanna og þar beitir
William de Baskerville f rábærri greind
sinni.
Eins og menn munu vafalaust vera
búnir að veita athygli þá minnir nafniö
Adso á Watson og nafniö Baskerville
minnir einnig á eina frægustu morö-
gátu Sherlock Holmes, Baskerville-
hundinn. Samband þeirra félaga er
einnig áþekkt sambandi Watsons og
Holmes. Adso er skrásetjarinn, gjarn-
an hrifinn af undraverðri greind félaga
síns, og á stöku sinnum sjálfur góða
leiki. William de Baskerville glímir viö
stórgáfaöan andstæðing alla bókina og
hefur sigur aö lokum.
Bókin er full af heimspekilegum rök-
ræöum og vafalaust skemmtináma
þeim sem vel eru að sér í miðalda-
fræðum. Nöfn þeirra félaga eru heldur
ekki hin einu sem vísa á önnur fræg
nöfn. I bókinni má finna næman húmor
og hún er einnig hin ágætasta afþrey-
ing þeim sem sækist eftir spennu. Og
þrátt fy rir aö hún gerist meðal munka í
klaustri koma kynferöismál ögn viö
sögu ef einhver jum finnst þaö kostur.
SGV
ENGINN
VENJULEGUR
BÍLL
CHRISTINE
EFTIR STEPHEN KING
Stephen King er í dag einhver mest
lesni rithöfundur sem skrifar enskt
mál. Bækur hans sem oftast f jalla um
yfimáttúrleg fyrirbæri teljast til reyf-
ara en eru meö þeim vandaöri þrátt
fyrir ótrúleg viðfangsefni. Stephen
King er mjög afkastamikill og hafa aö-
dáendur hans varla lokiö síöustu bók-
inni þegar önnur er komin á markað-
inn og er hann tíður gestur á metsölu-
bókalistum um allan heim.
Christine mun vera næstnýjust bóka
hans og eins og áöur fjallar hann um
málefni sem er ofar skilningi flestra.
Stephen King hefur oft áöur f jallaö um
fók meö hina ótrúlegustu hæfileika en í
Christine er þaö ekki mannfólkið sem
kemur á óvart heldur er þaö Plymouth
Fury 1958 módel sem lætur ekki aö
stjórn svo vægt sé til oröa tekið.
Sagan fjallar um tvo vini og skólafé-
laga, Arnie og Denis, sem í fyrstu sam-
lagast öörum jafnöldrum. En þegar
Arnie einn dagmn rekst á gamlan
„kagga” til sölu verður hann ekki viö-
mælandi fyrr en hann er búinn aö
kaupa hann.
Fljótlega fer að koma í ljós aö svo
virðist sem bíllinn hafi valiö Amie en
ekki öfugt. Arnie sem hugsar ekkert
um annaö en Plymouthinn sinn breyt-
ist smátt og smátt úr gæðablóöinu,
sem vinur hans Dennis þekkti, í
óheflaðan og oröljótan mann og þykist
Dennis sjá samlikingu meö vini sinum
og fyrri eiganda bílsins, sem margir
höföu óttast, en hann lést stuttu eftir að
billinn var seldur.
Plymouthinn sem Amie skýrir
Christine er fljótur aö breytast í hina
glæsilegustu kerru og fer aö taka upp á
því að gera ýmislegt sem venjulegir
bílar komast ekki upp meö, og um leiö
hverfa ýmsir af sjónarsviðinu sem
hafði farið aö gruna aö ekki væri allt
meö felldu viö þessa glæsilegu
drossíu..
Þrátt fýrir aö hugmyndin aö
Christine hljóti að vera fáránleg og fá-
um dytti í hug aö gera langa skáldsögu
um bíl sem haldinn er illum anda, þá
veröur aö viöurkennast að allt smellur
þetta eölilega saman hjá Stephen
King, eins og oftast áöur, og ætti eng-
um aö leiðast viö lestur sögunnar sem
á annaö borö hefur gaman af spenn-
andi reyfurum og þótt Christine, eins
og aörar sögur Stephen King, jaðri viö
að geta kallast hryllingssaga er samt
einhver glans yfir henni.
HK.
FULLKOMIN
SUMARLEYFIS
LESNING
THE LITTLE SISTER
EFTIR RAYMOND CHANDLER
„Svo slétti hún úr seölunum á
boröinu, staflaöi þeim og ýtti yfir.
Hægt og treglega eins og hún væri aö I
drekkja uppáhalds kettlingnum j
sínum.”
Þaö er Orfamay Quest, litla systirin
frá Manhattan, Kansas, sem skilur svo
ófús viö peningana sína en viötakandi
og sögumaöur er Philip Marlowe,
einkaspæjari. Marlowe á eftir aö kynn-
ast Quest-fjölskyldunni betur og sjá
eftir því. Þaö kemur í ljós að Orfamay
myndi ekki víla fyrir sér aö drekkja
kettlingum í tugatah. Bróöir hennar,
Orrin, hefur tilhneigingu til þess aö
reka oddhvassa hluti í bakið á fólki.
Svo er önnur systir, sem Orfamay viU
ekki tala um, af því hún er svarti sauð-
urinn í f jölskyldunni.
Þeir DashieU Hammett og Raymond
Chandler voru upphafsmenn hörku-
tólastílsins í leynilögreglusögum.
Hammett skapaöi Sam Spade, kitlandi
tvíhentan einkaspæjara, sem nú á dög-
um veröur aö skoöast sem „félagslega
vanþroskaöur einstaklingur”.
Chandler skapaöi Philip Marlowe,
sem er ekki minna hörkutól en Spade,
en mælskari og íhugulli. Mariowe lýsir
gerspiUtum og vonlausum heimi smá-
glæpamanna, eiturlyfjaneytenda og
alkóhóUsta, nöturlega og knappt. Síðan
hafa reyfarahöfundar skapaö mörg
hörkutól, en yfirleitt gert þau svo hörö
að þau má nota tU aö rispa demanta og
slíkir einkaspæjarar verða fljótt leiöi-
gjarnir.
Sem sumarleyfislesning er Chandler
fuUkominn. Gráhvítur skriffinnur í
Reykjavík, sem fengið hefur sumarbú-
staö á leigu í eina viku, ætti að hafa
með sér bókina um Litlu systur og lesa
hana sitjandi í sólstól úti á veröndinni.
Lýsingamar á veðurfari í Kalifomíu
eru slíkar aö þær duga til að halda á
manni hita, jafnvel utandyra á
islensku sumri. Og svo má aUtaf setja
upp sólgleraugu og láta sig dreyma.
Chandler gaf ungum höfundum þaö
ráö aö væru þeir i vafa um hvaö ætti aö
gerast næst, væri gott aö láta ókunnug-
an mann koma inn meö byssu í hend-
inni. Hver veit hvaö kann að gerast í
sumarbústaöahverfum úti á landi?
Obg