Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Qupperneq 2
2 __________________________________________________________________DVi'ÞRlSJl/DÁÖÚR rt.'JOÍjf Í984Í ■ DV kannar stöðuna í ávana- og f íknief namálum: Neysla á ávanabindandi lyfjum minnkaði um 66% Neysla á sterkum ávanabindandi lyfjum á Islandi dróst saman um 66% á tímabilinu 1976 til 1982. Þetta má finna með því að reikna út ávísaö magn eftirritunarskyldra lyfja á 1000 íbúa á dag á þessu tímabili. Miðaö við venjulegan lækningaskammt af lyfjum fengu því tíu einstaklingar af hverjum 1000 ávísaö þessum lyfjum daglega árið 1976 en þrír árið 1982. Ef litið er á sölu allra geðlyfja á Norðurlöndum frá árinu 1976, þ.e. ekki aðeins eftirritunarskyldra, kemur í ljós að hún hefur minnkað hér á landi um 36%. Á sama tima jókst hún í Danmörku um 20,7%, í Noregi um 6,8% og í Finnlandi um 1,4%, en minnkaði í Svíþjóð um 3,1%. Islenskir læknar ávísa því mun minna af þessum lyfjum en starfsbræður þeirra á hinum Norðurlöndunum. Ráðstafanir til að draga úr notkun Könnun, sem gerð var á ly fseðlum og lyfjasölu á árunum 1971 til 1976, leiddi í ljós að hér á landi var selt tiltölulega mikið magn svefnlyfja, róandi lyfja og örvandi lyf ja. Voru til dæmis seldir um 100 dagskammtar af róandi lyfjum og svefnlyfjum á íbúa á dag árið 1972 og var Island þá orðið annað í rööinni meöal Norðurlanda, næst á eftir Danmörku. Heilbrigðisyfirvöld hér geröu því ráöstafanir til að draga úr notkun þessara lyfja í lækningaskyni, meöal annars með því aö bæta og auka eftirlit með eftirritunarskyldum lyfjum. Eftirlit með lyfjaávísunum lækna er í höndum landlæknisembættisins en Lyfjaeftirlit ríkisins annast fram- kvæmd þess. Til þessa hafa aðgerðimar aðallega beinst að ávísun- um á vanabindandi lyf utan sjúkrahús- anna. Frá árinu 1976 hefur læknum til dæmis verið sent tölvuskráð yfirlit yfir ávisanir þeirra á eftirritunarskyld lyf. Tölvuskráningin er talin eiga stóran þátt í þvi aö sala á ávanabindandi stereo/útvarp meö kassettutæki tegund 7128 E. SUMARTILB0Ð Þú greiöir 2.900,- restin á 6 mánuöum VAXTALAUST • 10 stööva minni • sjálfvirk leitun • stereo/mono • metal spólurofi • „loudness” rofi • stig-styrkstillir • tölvuklukka • „ballance kontrol” • „synthesizer tuner” • „auto reverse” (sjálfvirk spilun fram og til baka) • hátalarar fylgja • VERÐIÐ ER AÐEINS 13.400,- Nú geta allir fengið sér Alpine í bilinn ,»( VttU« SKIPHOLTI 7 • SÍMAR 20080 8t 26800 Avisað magn í dagsskömmtum á 1000 fbúa á dag 1976 1982 Minnkun 1. Sterk svefnlyf Barbiturot 2. Sterkörvandilyf 4,46 1,06 76,2% Amfetamin og skyld lyf 3,45 1,02 70,4% Mirapront 3. Sterk róandi lyf 1,57 0,59 62,1% Meprobamatum 4. Stcrk verkjalyf 0,98 0,25 74,5% Morf in, pethedin o.fl. 1,16 1,04 10,0% 10,1 3,4 66,0% Á þessari töflu má sjá þmr breytingar sem orðið hafa á ávísuðu magni eftir- ritunarskyldra iyfja á ísiandi á árunum 1976 til 1982. Um magn benzodiazep- in iyfja er minna vitað en til þeirra teljast vaiium, mógadon, díazepam og fieiri iyf. Landiæknisembættið hefur ekki fengið fjármagn til að kanna neyslu þessara iyfja en á árunum 1976 tii 1980 minnkaði sala á þeim um 60%. lyfjum minnkaði hér á landi á tíma- bilinu 1976 til 1982. DV leitaði eftir áliti Olafs Olafssonar landlæknis á þeim samdrætti sem orðið hefur á notkun ávanabindandi lyfja. Er notkun ávanalyfja með öllu óæskileg? „Mikil umræða hefur fariö fram um vímuefnanotkun að undanförnu,” sagði Olafur. ,Jnn í þessa umræðu hefur oft verið blandað notkun ávana- lyf ja og gjarnan sett samasem-merki á milli vímuefna og ávanalyfjanotkunar. Því er gjarnan haldið fram að mark- miðið sé að auka aðhaldsaðgerðir gegn notkun ávanalyfja í svipuöum dúr og vímuefna. Ég er ekki viss um að auka eigi aðhaldsaðgerðirnar öllu meira en orðið er.” Olafur sagöi að samfara mikilli lækkun á ávísuðu magni geð- og róandi lyfja á Islandi á árunum 1976 til 1980 hefði sala áfengis aukist um 15%. „Við skulum minnast þess aö einungis 30% til 40% þeirra sem leita meðferðar vegna áfengissýki ná fullum bata. Hinum verður að hjálpa að Ufa og þeir veröa að fá lyf. Enginn vafi leikur á að áfengismisnotkun er alvarlegasta vímuefnavandamáUð sem Islendingar eiga við að stríða. Lyfjavandamálið er aðeins brot af vandanum,” sagði Olafur. Ávanalyf nauðsynleg til lækninga „Þá ber að hafa í huga að mörg ávanalyf hafa áhrifamikinn lækninga- mátt og eru vægast sagt lífs- nauðsynleg,” sagði Olafur. „Aðhalds- aðgerða er vissulega þörf en fara verðurmeðgátu íþeimefnum. Sterk verkjalyf eru til dæmis notuð til að Una verki sjúkUnga eftir skurö- aðgerðir. Erfiöum aðgerðum hefur fjölgað mjög á síðari árum. Vegna bættrar lyfjameöferöar lifa krabbameinssjúklingar nú lengur og þurfa því meira á sterkum lyfjum að halda en áöur. Notkun róandi lyfja er mun algeng- ari meðal eldra fólks en þeirra sem yngri eru. Gömlu fólki fer fjölgandi og þar af leiðandi eykst þörfin fyrir róandi lyf. Margfalt fleiri geðsjúklingar fá nú meðferð utan sjúkrahúsa en áður og þeir þurfa oft róandi lyf. Þá þurfa margir sem haldnir eru líkamlegum sjúkdómum að fá róandi lyf h já læknum. ’ ’ Smygl gæti aukist Olafur velti því að lokum fyrir sér hvort rétt væri að draga frekar úr ávísunum lækna á amfetamín. „Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar jókst smygl á amfeta- mínefnum til landsins samfara mikilli fækkun amfetaminávísana hjá læknum. Alþekkt er aö samfara hörðum aðgeröum hollenskra heU- brigðisyfirvalda gegn amfetamín- ávísun jókst mjög amfetamínsmygl þar í landi. Afleiðingin var sú aö dregið var úr takmörkunum á útgáfu amfeta- míns. Eins og áður segir er aðhaldsað- gerða vissulega þörf en fara verður meö gát í þeim e&ium,” sagði Olafur Olafsson landlæknir. Hér sést flug- vélln TF-FOX, sem maga- lenti við Húsa- feU á sunnu- dag. Orsök ó- happsins var sú að hjól vél- arinnar fóru ekki niður fyr- ir lendtngu. Engan sakaði um borð. DV-mynd: Þórunn Reykdai Fiskmatið: Jóhann á forstjóra- launum í eitt ár enn — hefur þegar verið í launuðu f ríi í eitt ár Jóhann Guðmundsson, fyrrverandi forstöðumaöur Framleiðslueftirlits sjávarafurða, mun fá laun frá ríkinu í eitt ár nú er staða hans hef ur verið lögð formlega niöur. Samkvæmt lögum um Framleiðslueftirlitið var starfsemi þess endurskipulögð og nafni þess breytt í Fiskmat ríkisins. I þessari endurskipulagningu felst m.a. að staða forstjóra gamla Framleiðslueftirlits- inserlögðniður. Jóhann Guðmundsson fékk árs leyfi frá störfum í fyrrasumar á meðan unnið var að endurskipulagningunni og þeir Einar Jóhannesson og Jónas Bjarnason voru settir til eins árs. I síð- ustu viku var staða forstjóra hins nýja Ríkismats sjávarafurða veitt og fékk Einar Jóhannesson stöðuna en annar umsækjandi um hana var Jóhann Guð- mundsson. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í samtali við DV að samkvæmt lögum um réttindi og skyldur rikisstarfs- manna ættu þejr sem hefðu starfað í 15 ár rétt á 12 mánaða biölaunum ef staða þeirra yrði lögð niður. Svo er um Jó- hann Guðmundsson og verður hann nú á launum hjá ríkinu annað áriö i röð án þess að vinna. Skipulagning Fiskmatsins er að því leyti frábrugðin því sem var hjá Fram- leiðslueftirlitinu að völdum forstjóra hefur veriö dreift. Við hlið og yfir for- stjóra situr fiskmatsráð og auk þess hefur hann sér til ráðuneytis tvo for- stöðumenn deilda sem ekki var áður. Nokkrar aðrar stöður úr gamla Fram- leiðslueftirlitinu hafa verið lagðar niður, m.a. stöðuryfirfiskmatsmanna. Jónas Bjamason, sem settur var í stööu Forstjóra Framleiðslueftirlits- ins, ásamt Einari Jóhannessyni hverfur til ánnarra starfa um næstu mánaöamót. „Það var ekki verið að leita að sannleikanum þarna eins og kom fram í glímunni í vor. Þetta er þannig vaxið að maður má þakka sínum sæla aö sleppa með mannorðiö sæmilega óskert frá þessu,” sagði Jónas Bjarnason um reynslu sína í starfinu. Jónas tekur á ný við starfi rit- stjóra Handbókar fiskvinnslunnar er hann lætur af störfum um næstu mánaðamót. ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.