Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Side 4
 4 a TILLÖGUR NEFNDAR UM OPINBERA STEFNU í ÁFENGISMÁLUM: ÁFENGISÚTSÖLUM OG VÍNVEITINGA- STÖDUM EKKIFJÖLGAÐ - HELMINGS- HÆKKUN Á STERKUM DRYKKJUM Nefnd um mörkun opinberrar stefnu í áfengismálum var stofnuö fyrir tveimur árum. Eiga 19 manns sæti í nefndinni. Eins og komið hefur fram eru þaö fuiltrúar stjómmálaflokkanna, ráöuneytanna, landlæknis og fleiri samtaka er um þessi mál fjalla. For- maður nefndarinnar er Páll Sigurðs- son, ráöuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingaráöuneytinu. Fyrir allnokkru sendi nefndin frá sér samhljóöa lokatillögur byggðar á framlögöum gögnum og umræöum í nefndinni. I upphafi var henni faliö aö gera tillögurnar meö tilliti til þriggja atriða: I fyrsta lagi hvemig haga skuli undirbúningi, dreifingu og sölu áfengis. I ööm lagi hvernig haga skuli áfengisvörnum, upplýsingastarfsemi, rannsóknum og fræðslustarfsemi um áfengi. 1 þriðja lagi hvernig haga skuli meöferö áfengissjúkra og rekstri meöferðarstofnana. Þótt enn sé nokkuö liðið frá því nefndin sendi frá sér tillögurnar hefur ríkisstjórnin engin viöbrögð sýnt, nema f jármálaráöuneytið, eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Fyrir rúm- um þremur vikum ítrekaöi nefndin að stjómin léti í sér heyra vegna tillagn- anna. Enn hefur ekkert gerst. Á meðan era tillögurnar trúnaöarmáL DV hefur hins vegar tekist aö afla sér þeirra og hér era þær. -KÞ 1. Torveldað verði aðgengi að áfengi með eftirtöldum ráðum: a) Áfengisútsölum og vínveitinga- stööum veröi ekki f jölgað. b) Sett veröi hnitmiðuð ákvæði um framkvæmd skoðanakannana um opnun (nái a-liöur fram, má fella niður „opnun”) og lokun áfengisútsala þannig að þær skuli auglýstar meö minnst eins mánaöar fyrirvara. c) Standi til að opna nýja áfengisút- sölu í Reykjavík eöa á öörum stöðum þar sem áfengisútsala er þegar leyfö, skal meiri hluti kjós- enda vera því samþykkur. d) Skoðanakannanir, sbr. b- og c- lið, fari eingöngu fram um leið og sveitarstjórnarkosningar. e) Endurskoðaður veröi opnunar- tími áfengisútsala með styttingu fyrir augum og tilliti til hátíðis- daga (t.d. aðfangadag og gamlársdag). f) Undir engum kringumstæöum verði heimilað aö veita sterkt vín á vínveitingastööum fyrir kl. 18. g) Á vegum hins opinbera (ríkis, sveitarfélaga og opinberra stofn- ana) verði einvörðungu veitt létt vín. h) Innflutningur á bjór verði stöðvaður og bjórsaia á Kefla- víkurflugvelli verði aflögð. 2. Stórhert viðuriög gegn óiöglegri áfengissölu. a) Þyngri refsiákvæði en nú eru gegn leynivínsölu. b) Strangari ákvæði verði sett um sölu til ófullveðja fólks en um leynivínsölu. 3. Verðlagning áf engis: a) Hækkun útsöluverðs til samræm- is við verðlagsþróun fimm síð- ustu ára og síðan fylgi verð á áfengi launahækkunum, auk þess sem sterkir drykkir verði hækkaðir helmingi meira á næstu tveimur árum. b) Hækkun á verði á vínveitinga- stöðum um 20%. Ágóði húsanna hækki ekki. c) Ofan á útsöluverð alls áfengis verði bætt 2% er renni til heilsu- gæslu- og forvarnarstarfs eftir nánari tillögum nefndarinnar. d) Sérstakur áfengisskattur verði settur á vínveitingahús til þess að draga úr neyslu sterkari drykkja. Skattur þessi skal vera 10% á útsöluverð sterks áfengis, þ.e.a.s. 21% og yfir að vínanda- magni, og skal hann renna til þjáifunar starfsmanna heilsu- gæslunnar til að sinna lögboðinni heilsuvernd á þessu sviöi, sbr. nánar 19. gr. laga nr. 59/1983 um heilbrigðisþjónustu. 4. Bannaöur verði innflutningur á efnum og tækjum sem bersýni- lega eru ætluð til öl- og vin- gerðar. 5. Umboðsmannakerfið. Kerfið verði lagt niður og unnið að umboösöflun fyrir ríkið þannig að umboðslaun rynnu í dansleiki samkvæmt nánari gæsluvistarsjóð óskert. Verði ofangreindu ekki viðkomið er eftirfarandi lagt til: a) Sérstakt skráningargjald á áfengistegundir. b) Árlegt leyfisgjald af umboðs- leyfi. c) 20% umboðslauna renni í gæslu- vistarsjóð. 6. Fræðslustarfsemi. a) Ráðinn sérstakur fræöslufulltrúi í menntamálaráðuneytið til þess að skipuleggja og fylgja eftir fræðslustarfi í skólum, þ. á m. við þjálfun kennara til að geta sinnt þeirri lögboðnu fræðslu. Skal hann starfa í nánu sam- bandi við Áfengisvarnaráð. b) Komið verði á mjög aukinni fræðslu fyrir ökunema og þá, sem hyggjast endurheimta öku- skírteini sín. 7. a) Verð á óáfengum drykkjum á veitingastöðum verði lækkaö, þannig aö það fari ekki fram úr 100% á innkaupsverð. b) Vinveitingaleyfi verði háð því, að handhafar þess haldi áfengis- lausa dansleiki samkvæmt nán- arireglum. 8. Viðurlög við ölvunarakstri verði stórhert. a) Við fyrsta brot komi ökuleyfis- svipting í eitt ár, varðhald a.m.k. í tvo daga og sekt. Málum verði skipað þannig að ekki verði hægt að breyta varðhaldi í sekt með sérstakri náðun forseta Islands. Hyggist hinn seki afla sér öku- leyfis að nýju, beri honum skilyrðislaust að ganga í öku- skóla, þar sem áfengisfræðsla verði aukin. b) Við ítrekuð brot komi til varð- hald og ævilöng ökuleyfissvipt-. ing. Skal hinum seka heimiit að sækja um ökuleyfi eftir 3 ár eftir þátttöku í áfengisfræðslu á veg- um heilsugæslunnar eöa annarra geti hann sýnt fram á, með vitnisburði tveggja valinkunnra manna, að hann hafi þá ekki neytt áfengis í 2 ár. 9. Reglur um tollfrjálsan inn- flutning. a) Innflutningur afniuninn. b) Teknar verði til endurskoðunar þær reglur er gilda um tollfrjáls- an innflutning áfengis hjá farmönnum og flugliöum, þannig að ekki verði litið á þessi mál sem kjaramál, eins og almennt ergert. 10. Setja skal upp viðvörunarskilti í áfengisverslunum og á vín- veitingahúsum þar sem minnst erá: 1. Lög um ölvunarakstur og hversu lengi vínandi er í blóöinu sé hans neytt. 2. Viðurlög við útvegun áfengis til ófullveöja. 11. Framfylgt verði banni gegn áfengisauglýsingum af dóms- málaráðuneytinu. Auk þess leggur nefndin til að kannaður verði hugur landsmanna til áfengisbanns, eöa takmörkunar á heimild til innflutnings og sölu sterks áfengis. í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Pétur þríhross vakinn til lífs Alþýðusambandið hefur gefið út þá dagskipan að í næstu kjarasamning- um eigi hvert verkalýðsfélag að semja fyrir sig. Samflot er úr sög- unni. Bjargl sér hver sem betur getur segir Alþýðusambandsforyst- an og sér fram á náðuga daga. Ekk- ert þref fyrir Ásmund og kompaní í karphúsinu og allt látið lönd og leið. Ef að líkum lætur verður handa- gangur í öskjunni. Nú fara einstök verkalýðsfélög í stórfiskaleik, setja fram kröfur og berja í borðið hvert í sinu lagi. Eitt félag heimtar 20% launahækkun, annað 30% og auðvit- að verður hver og einn verkalýðs- foringl að bíta í skjaldarrendur og sanna að hann sé meiri töffari en hin- ir. Ailir verða að sýna fram á, að þeir hafi meira upp úr krafsinu en hinir, allir verða að yfirbjóða hina því eng- inn vill sitja uppi með þá skömm að semja um lakari kjör en önnur verkalýðsfélög. Það verður aldeilis fjör á markaðnum áður en yfir lýkur. Einhver kann að halda því fram að loksins hafi markaðshyggjan haldið innreið sína í kaupgjaldsbaráttunni. Þannig eigi þetta að vera. Nú hafi hver stétt, hver starfshópur, mögu- leika til að bjóða vinnuframlag sitt í samræmi við framboð og eftirspurn. Vinnuveitendur eiga nú ekki annarra kosta völ en að meta hæfni og dugnað og mikilvægi starfsmannsins og borga honum eftir þvi. Engar déskot- ans tilvísanlr í ASt-samninga, efna- hagsaðgerðir eða lágmarkstaxta. Nú verða menn að gjöra svo vel að eiga um það við hvern og einn starfsmann hvað hann á að fá í kaup vegna þess að hver og einn starfsmaður er orð- inn að sjálfstæðu verkalýðsfélagi með samningsrétt. Þetta verður auðvitað aukin fyrir- höfn fyrir vinnuveitendur en þetta er það sem þeir vilja. Frelsi. Frelsi til samninga, frelsi til viðskipta. Markaðurinn ræður. Og auðvitað er þetta ails ekki svo slæmt fyrir vinnu- veitendur og þeir láta í veðri vaka. Nú verður hægt að taka launþegana á beinið, setja þeim stólinn fyrfr dyrnar og semja við þá um svo og svo mikið kaup gegn þeim kostum sem vinnuveitandanum þóknasí. Nú kemur Alþýðusambandinu hreint ekki lengur við þegar launþegi semur um vinnu, kaup og kjör gegn því að afsala sér hinum eða þessum réttindunum. Vinnuveitandinn býður hærra kaup gegn afsali á orlofi, gegn fyrirvaralausri uppsögn, gegn 60 tíma vinnuviku. Vökulög, eftirvinnu- taxtar, orlofsréttindi og hvað þetta heltlr nú ailt saman, sem verkalýðs- hreyfingin hefur verið að semja um á umiiðnum áratugum, fýkur út i veður og vind vegna þess að hver launþegl er kominn með sjálfstæðan samningsrétt sem ASÍ vill ekki hafa afskipti af. Atvinnurekendur geta hlegið upp í opið geðið á Alþýðusam- bandsf ory stunni ef hún ætlar að gera athugasemdir við einstaka kjara- samninga af því að hún hefur sjálf ekki beðið um slík afskipti. Dagar Péturs þríhross hafa verið endurvaktir. Og það af verkalýðs- forystunni sjáifri. Það fer jafnvel að verða spurning um það hvort ástæða sé til þess að viðhalda Alþýðusam- bandinu öllur lengur? Er ekki eins gott að leggja niður samband sem af- salar sér af fúsum og frjálsum vilja ölium afskiptum af málum sem verkalýðsbaráttan gengur út á? Eða hvað ætlar ASt-skrifstofan að gera í framtíðinni? Safna frímerkjum? Með þvi að innleiða anarkí og markaðshyggju í kjarabaráttuna hefur Alþýðusambandið gefist upp á að vera til. Jarðarförin verður auglýst síöar. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.