Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Síða 11
DVÍMÍÐÍftti'AStÍKÍ^ JtJLÍ 19k:'
11
nr
LANDIÐ
OKKAR
A þessu vorí og sumri gengst
Ferðamálaráð Islands fyrir áróðurs-
herferð til bættrar umgengni um
landið undir kjörorðunum: Verndum
landið — Vöndum umgengni —
Völdum ekki spjöilum.
Það á að vera okkur öllum ljúf
skylda að framfylgja þessum regl-
um, stuðla að vemdun hinnar ó-
spilltu náttúru.
Oft er sagt aö Island sé á mörkum
hins byggilega heims. Að nokkm
leyti kann þetta að vera rétt. Island
er þó sannarlega laust við margt það
er hrjáir suölægari lönd sem þó eru
langt innan endimarka hins
byggilega heims samkvæmt fyrr-
greindri skilgreiningu. Ekki era hér
þurrkar og stórfióð eöa landlægar
drepsóttir. A Islandi er gnægð
frjósamrar gróðurmoldar, heppilegt
loftslag til grasræktar og góð skilyrði
til ylræktar. Umhverfis landið era
einhver gjöfulustu fiskimið sem
þekkjast. Þeir sem ekki átta sig á
þessum staðreyndum eru slegnir
mikilli blindu.
Á hitt er svo að líta að vegna legu
landsins er víða að finna viðkvæma
staði sem tæpast þola óhefta umferð.
Búseta okkar leggur okkur þær
skyldur á herðar að vinna með nátt-
úrunni s jálf rí að varðveislu landsins.
Þetta á að vera okkur eiginlegt, hluti
af lífsskoðun okkar. Við þurfum að
hafa frjálsan aðgangsrétt að víðátt-
um landsins og kunna að lifa „með
landinu” en ekki á því.
Náttúruvernd ber að stunda án
boða og banna. Þaö má ekki með
valdboði fæla fólk frá samvistum viö
landið og náttúru þess.
Manninum er eiginleg alhliða
hreyfing, holl áreynsla, útivist og
ferðalög. Á fögrum vetrardegi er
unaðslegt aö spenna á sig skíöin,
halda til heiða og teyga hið heilnæma
fjallaloft. Ovíða verður notið betri
hressingar en í slíkum ferðum. Hið
sama á einnig við um fjallaferðir
sumarsins.
Islendingar eiga auðæfi fólgin i ’
öræfavíðáttunni. Otvíræðir eru
kostir þess að búa i landi sem fjarri
er örtröð þéttbýlustu svæða jarð-
arinnar, landi sem á gnægð af fersku
lindarvatni, hveravatni og hreinu
ómenguðu andrúmslofti. Alls þessa
verðum við að gæta. Tileinka okkur
rétta umgengni um þessa dýrmætu
fjársjóði landsins okkar.
Breyttir lifnaðarhættir
Islendingar sem fæddir era á
fyrstu áratugum þessarar aldar
muna tímana tvenna hvað alla verk-
lega tilhögun varðar. Hvort sem er
úti eða inni, á landi eða sjó. Þá vora
fyrstu bílarnir og bátavélarnar að
sanna tilverurétt sinn í landinu.
Einnig dráttarvélarnar og önnur
viðiika tæki. öll verkmenning var
sett í deiglu og er þar raunar enn.
Gömlum atvinnuháttum, sem frá
ómunatíð höfðu verið einráðir og
sjálfsagðir, var ýtt til hliðar. Verk-
menning, sem fyrst og fremst byggð-
ist á þreki mannsins og lifandi
hjálparhellum hans, er horfin. Nú
rflcir vélaöld með tækjum sínum og
tólum.
Þessari byltingu fylgdi aihliða
umrót i byggð og bæ. Litlu sjávar-
þorpin, sem kúrðu í velgrónum tún-
um, tóku ótrúlega miklum um-
skiptum til hins verra. I stað gróinna
túna komu illa gerðar moldargötur
sem oftast fylgdi óþrífnaður, ryk í
þurrkum og aur í rigningum. Fyrst
nú, að nær heilli öld liðinni, má sjá
fyrir endann á þessu ófremdará-
standi. Svipaða sögu má segja í ööra
þýðingarmiklu umhverfismáli, sorp-
eyðingunni. Þegar rafmagniö og
heita vatnið leysti opna eldinn af
hólmi við upphitun húsa og matar-
gerö skapaðist vandamál. Þá féll til
mikið af úrgangi sem áður hvarf í
eldinn og kom þar að góðu gagni.
Brugðið var á það ráð aö koma sorpi
fyrir á afviknum stöðum með mis-
góðum árangrí. Víða urðu spjöll af
fjúkandi úrgangi. Sorp var losað i s jó
en sú aðferð reyndist mjög illa Nú
eru allvíða komnar sérstakar
stöðvar sem eyða sorpi en þetta
vandamál er ekki fuilleyst til fram-
búðar.
I sveitum landsins, með vegum og
umhverfis bæi má víöa líta brak og
beyglað dót.
Mig granar að við kunnum ekki
að ganga frá úrgangi. Orsökin gæti
verið sú aö áður sá eldurinn um
verkið að mestu leyti. Hann eyddi
öllu sem brunnið gat. Og hins vegar
ARNLJÓTUR
SIGURJÓNSSON,
RAFVIRKJAMEISTARI,
________HÚSAVÍK.________
var allt sorp og afgangar snöggtum
minna. Við hreinlega áttum lítið sem
eyða þurfti. A þessum staðreyndum
þurfum við að átta okkur og ráðast
tafarlaust gegn óþrifnaðinum. Hvert
og eitt okkar, heima í götunni eða á
bæjarhlaðinu og alls staðar þar sem
við ferðumst. Ef allir leggjast á eitt
veröur verkiö létt. Ekki að bíöa þess
að aðrir geri það fyrir okkur, gerum
það sjálf. Með stöðugum áróðri mun-
um við ná árangrí. Við erum á réttri
leið og megum ekki láta staðar
numið. Látum sóðana ekki i friði.
Breytum almenningsálitinu, það er
okkar sterkasta vopn. Verðum þá
fyrst ánægð er viö getum ferðast
kringum land, hvort sem er á sjó eða
þjóðvegi eða farið um fjöll, án þess
aö á leiö okkar sé nokkuð sem
stingur í auga. Gerum það að okkar
metnaðarmáli.
Lokaorð
Dr. Helgi Pjeturss segir svo í einu
rita sinna: „Það skiptir mjög í tvö
horn um framtið Islands, hvort þjóð-
in ber gæfu til aö átta sig á hlutverki
sínu eða ekki. Ef illa fer, mun
íslenska þjóðin verða liöin undir lok
fyrir næstu aldamót. En fögur
verður framtíð Islands ef oss auðn-
ast að haga oss svo, að hin æðri öfl
nái aö koma sér við hér. Því að þá
mun af islenskri farsæld lýsa um alla
jörð, öllu mannkyni tii gagns og
gleði.”
Menn kann aö greina á um
skoðanir og verk dr. Helga Péturss.
En má ekki að nokkra leyti heimfæra
þessa kenningu til náttúra Islands,
því ástandi sem nú má sjá fyrir. Ef
illa tekst að vernda óspillta náttúru
landsins mun illa fara. I framtíðinni
kann Isiand að hafa meira gildi sem
griöastaður jafnvægis og friðar í
náttúrunni en sem mikilvægur
hlekkur í varnarkeðju þjóðabanda-
laga. Löndum sem búa við jafnvægi i
lífríki sínu fækkar óðum. Framtíð
alls lífs á jörðinni er undir því komin
að takast megi að sporna viö þessari
öfugþróun og beina til betri vegar.
Hverju barni þarf að leiðbeina og
vekja með því virðingu fyrir öllu lífi,
smáu og stóru. Smæsta gróðurkió og
lítill mosatoddi á heiðum uppi er lif-
andi náttúra sem umgangast þarf
með fullri aögát. Víða á Islandi ber
fyrir augu illa umgengin svæði er
gætu verið sem ósnortin ef viðhöfð
væri eðlileg varfæmi. Þetta verður
þjóðin aðskilja og tileinka sér.
Sveigja þarf hugsun okkar og
athafnir frá auöhyggju til
mannhyggju, frá rányrkju til
ræktunar, frá ófriði til sátta og
friðar. Friðar sem kemur til liðs við
sjálfa náttúrana og gerir Island,
landiö okkar, að best umgengna og
fegursta landinu.
Arnljótur Sigurjónsson.
Það skiptir máli hvemig við tölum
Allir kannast við það að nota mis-
munandi orð um sama hlutinn til að
sýna óhkar skoðanir á þeirri per-
sónu, hugtaki, eiginleika eða hlut
sem fjailað er um. Séum við t.d. póli-
tískir andstæðingar Olafs Ragnars
köllum við hann „gasprara” eða
„kjaftaskúm” en eftir að við göngum
í flokkinn hans nefnum við hann
heldur „mælskumann”.
Máiið skapar skoðanir
Þaö skiptir ákafiega miklu máli
hvernig við högum máli okkar. Með
ákveðnu orðalagi getum við komið
inn hjá þeim sem við töium við eða
skrifum fyrir „réttri” skoðun,
þ.e.a.s. okkar skoðun. En mál okkar
sjálfra hittir einnig fleira fyrir en
það sem við tölum eða skrifum um.
Það skapar einnig ákveðna mynd af
okkur sjálfum. Þeir sem þekkja
okkur vel vita hvað á bak við orð
okkar býr þótt orðavalið sé ekki allt-
af hið vandaðasta. Aðrir taka orðin
eins og þau era sögð. Talirðu t.d. um
„íhaldsdrumb” við sjálfstæðismann
dæmir hann þig þegar i stað sem
komma og hættir að taka mark á
þér. Notirðu sama orð í spjalli við al-
þýðubandalagsmann tekur hann þér
opnum huga og lítur á þig sem sam-
herja.
Hópamállýskur
Að þessu sögðu má líta á það sem
eðlilegan hlut að vissar málvenjur
verði til innan ákveðinna hópa, póli-
tískra, trúarlegra, menningarlegra,
atvinnulegra, menntunarlegra
o.s.frv. Einstök orð fá vissa merk-
ingu sem þau hafa ekki utan hópsins.
Þannig verða til eins konar „hópa-
mállýskur”. Sumt af þessu fær sam-
heitið „slangur”, einkum ef það er
notað af ákveðnum aldurshópi. Sem
dæmi um svona hópamállýsku-orð
mætti nefna það ágæta íslenska karl-
mannsnafn „Guðmundur”. Innan á-
kveðins hóps má s já þróun í þá átt að
það sé aö fá aukamerkinguna „karl
af 68-kynslóðinni, áhrifagjarn og
stefnulaus með afbrigðum, veikur
fyrir konum og laus í rásinni”. Þetta
er lýsing á aðalpersónunni í nýlegu
leikriti Stúdentaleikhússins, „Láttu
ekki deigan síga, Guðmundur”, eftir
Hlín Agnarsdóttur og Eddu Björg-
vinsdóttur, — enda er nafnið og
aukamerkingin þaðan runnin.
Engin ástæða er til að amast við
slíkum málvenjum eða tískufyrir-
bærum í máli svo framarlega sem
þau eru ekki flött út með ofnotkun.
Það gerir tungumálið aðeins
skemmtilegra og blæbrigðaríkara aö
hugmyndir og viðfangsefni dagsins
fái að eiga þar greiða leið.
Menn, menn,
menn, menn ...
Undanfarin ár hefur það verið
mikil árátta hjá þingmönnum (og
hefur síðan smitaö út frá sér til
annarra sem vilja láta telja sig fyrir-
menn) aö taia ópersónulega. Þá á ég
við að þeir segja ekki. ,,Ég álít... ”,
heldur „Menn álíta ...” Eg hef
grun um aö þetta eigi að gefa málf ari
viökomandi stórmenna virðulegri
blæ og sjálfsagt er mikið til í því, sé
það notað í sæmilegu hófi. En það er
það’ því miöur ekki. Nú er það
kannski skiljanlegt að þessir virðu-
legu menn vilji vera viröulegir. En
til þess eru ýmis önnur ráð, t.d. að
vekja virðingu annarra með verkum
sinum. Það er einnig skiljanlegt að
það henti stjórnmálamönnum vel að
tala ópersónulega um sjálfa sig. Með
því taka þeir minni ábyrgð á orðum
sínum, varpa ábyrgðinni á einhverja
„menn”. Mjög hentugt. En það eru
líka til aðrar aðferðir'til þess, svo
sem að segja hlutina í þolmynd:
„Þaðer álitið ...”, eða leyfa sér dálít-
ið meiri f jölbreytni í ópersónuleikan-
um, — segja t.d. „Fólk álítur ...”,
,,Sumir álíta ...”, ,,Margir álíta ...”
eða „Ýmsir álíta...”.
En það er annað í þessu sambandi
sem fer dálítið illa fyrir brjóstiö á
mér. Það er þegar þetta orð „menn”
er notað ópersónulega um þá sem
talað er við, rétt eins og þeir séu ekki
einstaklingar heldur einhver óper-
sónuleg hjörð. Eg var á fundi um
daginn. Formaður félagsins flutti
þar langa tölu yfir okkur. Skoðunum
sjálfs sín lýsti hann ávallt með
„Menn telja ...” o.s.frv. En félags-
menn sina ávarpaöi hann einnig meö
þessum sama hætti: „Menn geta
ekki bara sett fram kröfur” og
„Vilja mennæða út í verkföll? ” Þetta
finnst mér ósmekklegt, auk þess sem
GUÐMUNDUR
SÆMUNDSSON
VERKAMAÐUR
málið verður ákaflega þokukennt
þegar aldrei er hægt að treysta þvi
hvort eitt orð merkir í rauninni
„ég”, „við”, „þú”, „þið” eða Jólk
almennt”.
I tilefni af forustugrein DV12. þ.m.
vill stjóm Sambands eggjafram-
leiðenda koma á framfæri eftirfar-
andi:
1. Hið nýja viðbótar-kjarnfóður-
g jald veröur ekki sótt í vasa neyt-
enda, eins og haldið er fram í leið-
aranum, heldur verður þaö
endurgreitt til framleiöenda og
mun því engin áhrif hafa á eggja-
verð.
2. Framlag kjamfóðursjóös til
dreifingarstöðvar Sambands
eggjaframleiðenda tryggir neyt-
endum bætta þjónustu og aukin
gæði eggjanna á sama verði. Að
öðrum kosti rynni þetta gjald til
greiöslu á rekstrarhalla ríkis-
sjóðs eins og dæmin sanna.
3. I forystugreininni kom fram að
Eni konur ekki til,
eöa hvað?
Á þessum fundi, sem ég var að
segja frá, var meirihluti fundar-
manna konur. Einmitt þess vegna
fannst mér málfar formannsins
(sem auðvitað er karl) ennþá an-
kannanlegra. Eg býst við að oröalag
formannsins hafi ekki beinlinis fallið
í góðan jarðveg hjá konunum á fund-
inum.
Ýmsar aðrar málvenjur gera því
skóna aö konur séu eiginlega ekki til,
eða skipti a.m.k. litlu máli. Þegar
þessi sami formaður sagöi i skýrslu
sinni: „Viö erum nú búnir aö reisa
fyrsta áfanga nýja hússins”, lét
hann eins og meirihlutinn í félaginu,
konurnar, væru ekki til. Hefði hann
verið spurður hvað hann ætti við býst
ég við að hann hefði hugsað sig um
góöa stund, rifjaö upp þau orð sem
gátu passað inn i, brosað síöan sigri
hrósandi og sagt: „Eg átti auðvitað
við það að við félagsmennirnir
værum búnir að því. ”
Sömu viöbrögö hefðu vafalaust
orðið ef ráðherra nokkur hefði verið
spurður að því hvað hann meinti með
ætlunin væri að þröngva „óþæg-
ari” eggjabændum inn i dreifing-
arstöðina. Sannleikur málsins er
! að félagiö er opið öllum eggja-
framleiðendum. En þeir eru
frjálsir að því hvort þeir eru
innan vébanda þess eða ekki á
sama hátt og hið nýstofnaða
Félag aUfuglabænda boðar.
4. I niðurlagi forystugreinarinnar
skýtur ritstjóri DV klaufalega
yfir markið þegar hann lætur að
því Uggja að dreifingarstöð Sam-
bands eggjaframleiðenda í Kópa-
vogi verði einokunarfyrirtæki,
þrátt fyrir að blað hans hafi þrem
dögum áöur birt frétt á baksíðu
blaösins um að verið sé að reisa 3
slíkar stöðvar í landinu. En ein-
mitt þaö sannar betur en aUt
setningunni. „Við eram ekki búnir að
ákveða að reisa álver viö Eyjaf jörð,
en við eram staðráönir í því að stefna
að því.” Nema hvað hann hefði
sennilega lent í enn meiri vand-
ræöum en formaðurinn að finna
hentugt og í staöinn, svona eftir á.
„Islendingar”? „Sjálfstæðismenn”?
„Ráðherrarnir”?
Breytt málfar —
breytt viðhorf
Það eru til þúsundir dæma um
svona málfar þar sem speglast það
gamla áUt aö konur þurfi ekki aö
telja með þegar rædd eru opinber
málefni, framkvæmdir og ýmislegt
stúss utan heimiUsveggja. Eg er ekki
að segja að aUir sem sUkt oröalag
nota séu andstæðingar kvenfrelsis.
Oftar er þetta gamaU vani. En sé
eitthvað á bak við jafnréttistal
flestra karla (konur tala ekki svona)
ættu þeir að gera gangskör að því að
losa sig við þessar leifar sinnar eigin
karlrembu. Annars taka þeir þátt i
því með málfari sínu að viðhalda úr-
eltum viðhorfum k venfyrh-Utningar.
Guðmundur Sæmundsson.
annað það sem stjórn S.E. hefur
aUtaf sagt að á þeirra vegum sé
ekki verið að stofha til einokunar-
fyrirtækis. DV-ritstjórmn hlýtur
því að vera að vara neytendur við
eggjum frá einhverju öðru fyrir-
tæki en dreifingarstöð S.E. þegar
hann notar leiöara blaðsins til að
auglýsa egg einhverra tiltekinna
framleiðenda. Stjórnin bejnir því
tíl neytenda að Iáta DV-rit-
stjórann ekki blekkja sig nú frek-
ar en endranær því í eggjamálum
hefur hann skotið hvað gróflegast
yfir markið og er þá mikið sagt.
Stjórn Sambands eggjaframleiðenda.
Athugasemd ritst jéra:
Höfundur umrædds leiðara stend-
urviöaUtefnihans.
Athugasemd frá stjórn
Sambands eggjaframleiðenda