Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1984, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 17.JUU1984.
Sviðsljósið
15
Sviðsljósið
Af heyhleðsluvagninum rúllar heyið að blásara sem blæs því upp i súrheysturninn.
DV-myndir: GVA.
Þetta er bara
vélaakstur
— segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri,
um heyskapinn þar á bæ
„Hér er enginn maður þreyttur eftir
tíu tíma hirðingu. Þetta er bara véla-
akstur hjá okkur,” sagði Olafur Egg-
ertsson, bóndi aö Þorvaldseyri undir
Eyjafjöllum, er DV-menn heimsóttu
hann í heyskapnum fyrir nokkru.
Félagsbúið Þorvaldseyri er trúlega
eitt vélvæddasta býli landsins. 1
heyskapnum gerir mannshöndin nán-
ast ekkert annað en að stjórna vélum.
Heykvíslin er þar lítið hreyfð.
Bændurnir á Þorvaldseyri hafa
mikla trú á votheysverkun og verka
um helminginn þannig.
„Við teljum það ótvíræðan kost að
verka í vothey. Hér notum við enga
bagga,” sagði Olafur.
„I Noregi í fyrra sá ég menn hiröa í
vothey í 25 stiga hita. 1 Noregi eru
menn að drepast úr þurrki en samt
heyja þeir um 80 prósent í vothey. Á
Islandi eru ekki nema 10—11 prósent
sem fara í vothey,” sagði Olafur.
„Án votheysverkunar væri útilokað
að búa svo stóru búi. Það væri ekki
séns að ná inn 15-20 þúsund böggum án
votheys. Ekki nema meö gífurlegum
mannafla og tækjum. Héma erum við
fjórir og höfum engar áhyggjur,”
sagði Olafur.
Þríbýli er að Þorvaldseyri og þar
eru ellefu menn heimilisfastir, þar af
þrenn hjón. Nautgripir eru alls um 140.
Mjólkandi kýr eru milli 60 og 70 talsins.
Ærnar eru 200 talsins.
Húsakostur er mikill og glæsilegur.
Fjósið er nýtískulegt og meira en eitt
þúsund fermetrar að flatarmáli. Á
bænum er 300 fermetra vélageymsla,
tvö íbúðarhús með þremur íbúðum og
þrír súrheysturnar. Ræktað land er um
80 hektarar.
Á Þorvaldseyri er ræktað bygg. Það
er einungis notað í fóðurblöndu fyrir
skepnur en þó hefur brauð einstaka
sinnum verið bakað úr því.
„Fóðurblandan sem við gefum
kúnum er 96 prósent íslenskt hráefni.
Þar af er byggið okkar 40 prósent,”
sagði Olafur.
-KMU.
Ólafur Eggertsson bóndi.
Þau skötuhjú Dolly Parton og
Sylvester Stallone þykja hafa staðið
sig með slíkum ágætum í myndinni
„Rhinestone”, að þau hafa verið beðin
um að gera afsteypu af fingrum sínum
og tám í steypuna við Hollywood
Boulevard...
MALSHATTUR
DAGSINS
Þú þekktir ekki \
I hann Þórð í Krók.
Tvíburar eina ferðina enn
Á myndinni má sjá hana Mariu Moreira sem búsett er i Rio de Janeiro i
Brasiiiu. Maria þessi var 18 barna móðir áður en hún eignaðist þessa tvo
stæitu drengi. Hvað er svo merkiiegt við tuttugu barna móður suður í
Brastöu? ÖU bömin, sem hún hefur eignast. eru tviburar, þ.e. tíu tvburar.
Það hlýturað teljast heimsmet i tviburaeign.
Feitur og pattaralegur á ferð með dóttur sinni, Jamie Lee Curtís.
Hitt og þetta
umTonyCurtis
Hinn atvinnulitli leikari Tony
Curtis er nú orðinn 59 ára. Á þessum
löngu árum hefur hann staðið í
ýmsu. Hann hefur þrívegis gengið í
hjónaband, eignast sex böm, leikið í
109 bíómyndum og átt í fleiri ástar-
ævintýrum en Barbara Cartland
næði að skrifa um þó hún næði 150
ára aldri. Fyrir skömmu var hann
staðinn að verki við það fyrirlitlega
athæfi að ljúga því að blaðamönnum
að hann hefði gift sig í fjórða sinn.
Þetta reyndist lygaþvæla frá upphafi
til enda og kenndu menn hóflausu
piparsveinslífi leikarans um þetta
raus.
Eins og allir vita þá hefur hann
kastað hinni 21 árs gömlu Andriu
Savio á dyr, hirt af henni allar gjafir
sem hann gaf henni og meinar henni
einhverra hluta vegna aögang að
fötunum hennar. Sagnaritarar sem
fært hafa þessa raunasögu í letur
staðhæfa að meðan hann gekk með
grasið í skónum á eftir Andreu hafi
hann verið að dandalast með fimm
öðrum konum. Ein þeirra var Soraya
Khasoggi, fyrrverandi eiginkona
vopnasalans góðkunna, Ádnan
Khasoggi.
Þrátt fyrir það að Curtis legði sig
allan fram i síðasta hjónabandi sinu
þá var það ekki nóg og heimtaði
konan skilnaö 1981. Curtis sagöi aö
hann hefði gert sitt besta og það væri
allt of mikið gert úr þeim atvikum
þegar hann henti henni niður stiga,
otaöi að henni dýrmætum gripum úr
byssusafni sinu og hótaöi henni
nokkrum sinnum lífláti. Þegar
skilnaðurinn var genginn í gegn
sagði leikarinn að hann gæti bara
ekki lifað án kvenna.
I hugljúfu viðtali, sem tekið var
við hann fyrir skömmu, sagði hann
um kvennamál sín: „Veistu hvað,”
sagði Curtis og strauk sér um
kjammann. „Það eina sem ég hef
þráð allt mitt líf er konufótur til að
halda utan um.”
1943: Tony 1980: Kominn
Curtis, 18 ára i á fullt skrið
hernum. niður á við.
1950: I upphafi 1981: Trúða-
ieikaraferiis- búninga-
>ns. tímabilið.-
1966: Gljá-
greiddur töffari
sem gerir það
gott.
1983: Vel varð-
veittur i
vinanda.