Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Síða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGUST1984.
Útcfáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EÍNARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla.áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍOUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað28J<r.
Gerilsneyddur Stóri bróóir
Eitt af því, sem hefur á liðnum árum dregið úr óbeit
manna á Grænmetisverzlun landbúnaðarins, er, að þeir
hafa getað farið þangað og valið sér kartöflur í lausri
vikt. Þannig hefur fólk keypt þær kartöflur, sem þaö
vildi, og forðazt hinar, sem fljóta með í pokana.
Eftir að kartöfluverzlunin varð hálffrjáls í vor, hafa
neytendur átt þess kost í mörgum búðum að kaupa kart-
öflur með sama hætti og gert er í útlöndum. Þeir hafa get-
að valið á milli kartöflutegunda á mismunandi verði,
gæðum og stærö — og síðan milli einstakra kartaflna.
Heilbrigðiseftirlit ríkisins vill meina okkur að kaupa
kartöflur á þennan hátt. Það hefur dustað rykið af reglu-
gerð um, að hvorki megi selja kartöflur ópakkaðar né í
neti. Þær verði að vera í lokuðum pokum, það er að segja
óséðar eins og þær finnsku í vor.
Vafalaust er það heilbrigðisráðuneytið, sem stendur
að baki og vill forða Islendingum frá svokölluðum sóða-
skap og moldryki, sem talið er, að fylgi þeim viðskiptum
með kartöflur, er tíðkast í öðrum löndum og við höfum
fagnað aö hafa komizt á hér á landi.
Mörg fleiri dæmi eru um, að heilbrigðisráðuneytið
vildi helzt gerilsneyða Island og Islendinga, jafnvel þótt
sú stefna muni á endanum leiða til þess, að við getum
ekki fariö til útlanda án þess að falla samstundis fyrir
margs konar gerlum, sem við erum óvön.
Fyrir nokkrum árum tókst Stóra bróður í heilbrigðis-
ráðuneytinu að banna sölu á kjúklingum hér á landi öðru-
vísi en frystum. Þar með var tekin frá okkur náttúruleg
vara. I staðinn fengum við frysta, bragðdaufa og seiga af-
urð úr verksmiðjum.
Með frystingunni var stefnt að því að spara mönnum
rétta og vandaða meðferð viðkvæmrar vöru. Frystingin
dregur úr tilfinningu framleiðenda, verzlunarfólks og
neytenda fyrir því, að um viðkvæman mat sé að ræða.
Færibandahugsunin er í algleymingi.
Sagt er, að gerlar berist með ófrystum kjúklingum til
manna. Heilbrigðisráðuneytið ímyndár sér vafalaust, að
íslendingar nagi kjúklingana hráa eða borði þá með tól-
um, sem áður hafa verið notuð við meðferð hrárra kjúkl-
inga. Þannig hugsar Stóri bróöir.
Eitt skærasta ljósið í Hollustuvernd ríkisins, formaður
Matsnefndar vínveitingahúsa, hefur skrifað bréf til bezta
veitingahússins utan Reykjavíkur. I bréfinu er gert að
skilyrði fyrir fullu vínveitingaleyfi, að „húsgögn í setu-
stofu verði endurnýjuð”, svo að þau verði „samstæðari”.
I þessari setustofu eru nú gömul og falleg húsgögn af
ýmsu tagi, sérstaklega vinaleg og þægileg. Auðvitað
stingur slíkt í áugu hins gerilsneydda Stóra bróður. Hann
vill í staðinn stöðluð nútímahúsgögn, alveg eins og hann
vill lokaða kartöflupoka og frysta kjúklinga.
Sama ráðuneyti hefur fengið sérálit sérstakrar bind-
indisnefndar um, að torveldaður verði aðgangur þjóöar-
innar að bæði léttum vínum og sterkum, væntanlega með
þeim afleiðingum að áfengisbölið breyttist í fíkniefnaböl.
Nema landsmönnum sé ætlað að naga skósvertu eins og á
bannárunum!
Hægt væri að gera grín að þessum og öðrum tiltektum,
sem beint eða óbeint eru á vegum heilbrigðisráðuneytis-
ins. En því miður er málið alvarlegra en svo. Stóri bróðir
gengur hreinlega laus og vill gerilsneyða þjóöfélagið, búa
til þjóðfélag, sem ekki þrífst í umhverfi sínu.
Jónas Kristjánsson.
Svíktu ekki
lit, Magnús
Bjarnfreðsson
„Það þarf að stokka spilin,” segir
Magnús Bjarnfreösson í fyrirsögn í
Dagblaðinu þ. 26. júli sl. 1 greininni
fjallar Magnús Bjamfreðsson um
áhyggjur sínar af „ólýðræðislegri fá-
mennisstjóm, sem í raun er í verka-
lýðsfélögunum” eins og segir í texta
undir mynd af fundi 70-manna
stjórnar og samninganefndar
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja(BSRB).
„Getur það verið að félagsmenn
verkalýðshreyfingarinnar séu upp
til hópa hættir að trúa á lýðræði
innan hennar? Getur þaö verið að
t.d. þeir, sem ekki vilja segja upp
samningum, vilji ekki óhreinka sig
á því að karpa við forystuna og
klapplið hennar á fundum? Að þeir
séu svo vissir um að verða ofurliði
bornir, með brögðum (!) ef ekki
vill betur, aö þeir viti að úrslit séu
ráðin löngu fyrir fund? Getur það
verið að sáralítil fundarsókn
hinna, sem vilja segja upp
samningum, komi til af sömu
ástæðu?...”
Það er nú það. Athugið að þessum
aðdróttunum Magnúsar, sem við
fyrstu sýn virðist beint að
forystunni, er í rauninni beint aö
launafólki í landinu. Magnús gefur
sér það að almenningur sé samsafn
geðlitilla, getulausra einstaklinga,
sem skilji ekki þá einföldustu allra
reglna, að meirihluti ræður á
fundum. Athugiun einnig að Magnús
notar — enn sem komið er —
eingöngu spumarformið. Engar full-
yrðingar, því Magnús hefur nefni-
lega sjálfur verið í stéttarfélagi og
veit betur.
Og enn leiftrar gullpenninn:
„Ef (undirstr. mín) svona er kom-
ið, fer þá ekki að vera nauösynlegt
að setja lög um uppsögn samninga
og verkfallsboðun, sem tryggir það
aö vilji félagsmanna komi fram í
allsherjaratkvæðagreiðslu um
nýja samninga? Af hverju ekki um
hiö örlagaríka skref aö hefja
vinnudeilu?”
Reyndar eru slík lög til og gilda
einmitt um þau samtök, sem hinn
gerhuguli rýnandi hefur löngum
verið félagsmaður í, þ.e. BSRB. En
af einhverjum ástæöum hentar þaö
Magnúsi betur að „gleyma” því —
e.t.v. af því það hentar ekki niður-
stöðunni. Áfram er haldið og allt í
einu þarf Magnús ekki lengur að
spyrja:
„Auðvitað er mér ljóst að slík lög á
ekki að setja og má ekki setja
þegar vinnudeilur eru að hefjast.
Það væri aðeins til að hella olíu á
eld. En það þarf að fara að huga að
þessum málum af fullri alvöru
áður en verkalýðshreyfingln
verður enn meir en nú er háð fá-
mennlsstjórn sjálfsklpaðra
foringja.” (undirstrik. mín.)
Nú þarf ekki lengur að spyrja
hvort „félagsmenn verkalýðshreyf-
ingarinnar séu upp til hópa hættir aö
trúa á lýðræði innan hennar”. Hún
ER „háð fámennisstjóm sjálfskip-
aðra verkalýðsforingja” og Magnús
er „aðeins (!) að benda á þá óhæfu
að sárafáir skuli taka ákvörðun fyrir
heildina og binda hendur allra hinna,
hugsanlega gegn vilja þeirra.”
Já, Magnús. Það þarf að stokka
spilin áður en gefið er. En það þarf
ekki síöur aö fylgjast með því aö rétt
sé gefið, spilum sé ekki stungið und-
an eöa litur svikinn.
Forystan
Það hefur alltaf vak'ið furðu mína
Kjallarinn
BJÖRN
ARNÓRSSON,
HAGFRÆOINGUR
HJÁ BSRB
hve jafnvel einlægustu mönnum er
gjarnt að gleyma íslenskum raun-
veruleika, þegar margrægð verka-
lýösforystan berst í tal. Magnús er
ekki einn um það að líta á verkalýðs-
forystuna sem stofnun skrifræöis-
fauska, sem lífnæra sig á kostnaö
launafólks í landinu, þess launafólks,
sem sú hin sama forysta er ekki í
neinu sambandi viö — a.m.k. ekki
miðað við Magnús Bjarnfreösson,
sem á einhvem yfirskilvitlegan
máta fær skoöanir almennings beint
í æð, jafnóöum og þær mótast.
Sannleikurinn er hins vegar sá, að
nánast allir forystumenn launþega-
samtakanna eru í fullri vinnu á
sínum vinnustað, hrærast í þeirri
umræðu, sem þar á sér stað og búa
við nákvæmlega sömu kjör og aðrir
félagsmenn, nema hvað þeir hafa af
einhverjum ástæðum valið að fóma
lunganum af frístundum sínum í að
berjast fyrir bættum kjörum launa-
fólks, án þess að þiggja nokkurt
gjaldfyrir.
Af þeirri 70 manna forystusveit
BSRB, sem sagði einróma upp samn-
ingum á dögunum, eru aðeins 2 í
fullu starfi hjá BSRB og 2 í hálfu
starfi hjá aðildarfélögunum. Þaö er
rétt, að BSRB hefur lánast að ná um
það samningum, að hin verða ekki
hýrudregin vegna þessara funda, en
þau fá ekki krónu fyrir kvöldin,
næturnar og helgamar, sem í þetta
fara.
Allt þetta fólk er, eins og áður
segir, í nánum tengslum viö félaga
sína á vinnustaö, auk tengsla við
aðra félagsmenn á félags- og vinnu-
staðafundum. Þetta fólk er auk þess
KJÖRIÐ af félagsmönnum aðildar-
félaga BSRB, en ekki „sjálfskipað”
eins og Magnús velur að fullyrða, að
sjálfsögðu gegn betri vitund, því
hann hefur tekiö þátt í kosningum
meðan hann var félagsmaöur í
Starfsmannaféiagi sjónvarpsins,
sem er eitt aðildarfélaga BSRB.
Auðvitaö er það rétt að allar
ákvaröanir eru ekki teknar með alls-
herjaratkvæðagreiðslu, slíkt er
óframkvæmanlegt og óæskilegt. En
dregur það úr lýðræði á Islandi að
helstu ákvarðanir í landsmálum em
teknar af kjömum fulltrúum þjóðar-
innar, alþingismönnum, eöa
kjörnum fulltrúum þeirra, ráðherr-
um: Ekki hef ég heyrt Magnús lýsa
áhyggjum sínum yfir því að banda-
ríska þjóðin sé háð einræðisstjórn
sjálfskipaðs forseta, þótt þátttaka í
forsetakosningum í Bandaríkjum N-
Ameríku, sé miklu, miklu minni en í
atkvæðagreiðslum um samninga (og
„hið örlagaríka skref að hefja vinnu-
deilu”) hjá BSRB.
Samningsréttur BSRB
Sannleikurinn, sem Magnús velur
aö stinga undir stól, er sá að á 7 ámm
hafa orðið 7 allsherjaratkvæða-
greiðslur um samninga BSRB.
Samkvæmt landslögum er sátta-
semjara skylt að leggja fram sátta-
tillögu áður en til verkfalls kemur og
um hana veröur að fara fram alls-
herjaratkvæðagreiðsla. I sömu
lögum em ákvæði um að ef
helmingur félagsmanna greiðir ekki
atkvæði, þá skoðast sáttatillagan
samþykkt.
I allsherjaratkvæðagreiðslu um
sáttatillögu árið 1977 var þátttakan
90% (níu af hverjum tíu) og 90% (níu
af hverjum tíu) þeirra sem greiddu
atkvæði sögðu NEI.
Það er hins vegar ekkert í þessum
lögum um allsherjaratkvæða-
greiðslu ef samningar nást. Því hafði
„sjálfskipuö fámennisstjórn” BSRB
fmmkvæði að því að lögum banda-
lagsins var breytt þannig, aö
samninganefndin getur ekki skrifað
undir samninga, nema með fyrir-
vara um allsherjaratkvæðagreiðslu.
Forystan getur sem sagt hvorki né
vill semja eöa hefja verkfall gegn
viljafélagsmanna.
A þeim sjö árum, sem liðin eru
síöan BSRB fékk verkfallsrétt um
samninga sína, hafa sem sagt verið
sjö allsherjaratkvæöagreiðslur.
Þátttaka hefur veriö mismunandi,
en aldrei undir 50%. Undanfarið
hefur þátttakan verið um 80%.
Mundi það breyta nú?
Magnús telur allsherjaratkvæða-
greiðsla mundi víða engu breyta nú,
t.d. í rööum opinberra starfsmanna.
1 allsherjaratkvæðagreiðslu BSRB
um síðustu samninga sögðu um 60%
já, um 40% nei. Þátttaka var um
80%. Astæða er til aö ætla að 40%-
hópurinn hafi stækkað á kostnað
hins. En bollaleggingar okkar
Magnúsar um það skipta engu máli.
Allsherjaratkvæðagreiösla mun
skera úr um það.
En af hverju er ekki allsherjar-
atkvæðagreiðsla alls staðar? Því er
einu til að svara, að frjálsir menn
hafa valið sér mismunandi fyrir-
komulag, auk þess að full ástæða er
til þess að undirstrika að ríkisstarfs-
menn í BSRB, meö einn atvinnurek-
anda, eiga hægara um vik við skipu-
lagningu þessara mála en ASI, þar
sem samningsrétturinn er auk þess í
höndum aöildarfélaganna.
En af hverju er fulltrúalýðræðið í
huga Magnúsar lýðræði hvað varðar
landsmál, en „fámennisstjóm sjálf-
skipaðra foringja” í verkalýðshreyf-
ingunni?
Hvaðan kemur sú mannfýrir-
litning Magnúsar Bjarnfreðssonar,
aö launafólk í landinu sé ekki fært
um að skipa sínum málum sjálft,
heldur þurfi að setja þar um sérstök
landslög?
Eða af hverju spyr Magnús
Bjarnfreðsson ekki hvort rétt sé að
fram fari allsherjaratkvæðagreiðsla
meðal landsmanna áður en ríkis-
stjórn setur lög um kjaraskeröingu,
sem færir milljaröa frá launafólki til
atvinnurekenda? Var einhver að tala
um „þá óhæfu að sárafáir skuli taka
ákvörðun fyrir alla heildina og binda
hendur allra hinna, hugsanlega gegn
raunverulegum vilja þeirra”?? ?
Bjöm Amórsson.