Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Síða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGUST1984. 13 SÓUN GYLL- IR STÓLINN Morgunblaðið undirbýrað Þorsteinn Pálsson taki sæti viðskiptaráðherra „Sóí Sjá/fstæðisflokksins, Morgunblaðið, er ekki að gylla ráðherrann, heldur ráðherrastólinn. Blaðið er að undirbúa mannaskiptin: þann atburð þegar formaður Sjálfstæðisflokksins tekur loksins sitt lang- þráða sætí iríkisstjórninni." Sól Sjálfstæðisflokksins, Morgun- blaðið, slær nú gullroöageislum á stól viðskiptaráðherra. Þetta ráðherra- embætti hefur aö undanförnu fengið sérstaka meðhöndlun hjá MBL. Allar ákvarðanir, sem þessi ráð- herra hefur tekið, hefur blaðið blásið bæði upp og út. Nýjasta dæmi er að finna á baksíðu MBL sl. þriðjudag, þar sem blaðiö dregur Þorstein Páls- son til vitnis um, að ákvarðanir ráð- herrans í vaxtamálum séu hvorki meira né minna en einhver mesta kerfisbreyting í efnahagsmálum sem gerð hefur verið síðan á við- reisnarárunum. Þess er svo að sjálf- sögðu vandlega gætt að gefa þá mynd, að Þorsteinn sjálfur hafi átt hlut aö ákvörðuninni ásamt ráð- herranum. Úr samhengi við veruleikann Þessi lýsing á aögerðunum í vaxta- málum er fjarri sanni og miklu meira gert úr málinu en efni standa til — ummælin standa raunar á landamærum háðs og oflofs. Sjálf- sagt er að þessar aðgerðir njóti sannmælis og það sannmæli er, að breytingin í vaxtamálunum er jákvætt spor í rétta átt, a.m.k. frá sjónarmiöi þeirra, sem fylgja raunvaxtastefnu, valddreifingu og auknu frjálsræði í stjórn peningamála. Hér er hins vegar ekki um neina þá kerfisbreytingu að ræða, sem MBL og Þorsteinn Pálsson vilja vera láta. Ríkisstjórnin hefur fyrirskipað 2% hækkun innlánsvaxta (fyrirmæli, ekki frjálsræði) og heimilað við- skiptabönkunum að bæta sér það Kjallarinn SIGHVATUR BJÖRGVINSSON FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR upp með samsvarandi hækkun útlánsvaxta á tilteknum útlánaflokk- um, sem mest sóknin hefur verið í. Fyrst og fremst er þar um aö ræða lánafyrirgreiðslu á sviði verslunar og þjónustu og til einkaneysluþarfa en á öðrum sviðum útlána, t.d. á sviði afurðalána, er ekki um neitt „frjálsræði” aö ræða. Bankar geta t.d. ekki haft breytilega vexti á útlánum til útgerðarfyrirtækja eftir afkomu og eignastööu heldur er þeim ætlaö aö lána öllum á sömu kjörum, líka „skussunum”. Seðlabankinn áfram yfirvald Engu kerfi hefur verið breytt. Seðlabankinn hefur áfram í sínum höndum vald til vaxtaákvaröana. Eftirlitshlutverk bankans með viðskiptabönkunum, þ.á m. meö vaxtaákvörðunum þeirra, verður áfram það sama eins og Jóhannes Nordal lýsir í viðtali við NT þriöjudaginn 31. júlí sl. Vald bankans til þess aö binda hjá sér fé innláns- stofnana og draga þar með úr útlánagetu þeirra hefur meira að segja veriðaukið. Þetta er „kerfið”. Á því hefur engin breyting verið gerð. Byltingartal MBL og Þorsteins Pálssonar er því ekki í neinu sam- ræmi við veruleikann. Sólin gyllir stólinn Hvers vegna þá þessi homablástur í MBL? Eitt er víst og það er, að ástæðan er ekki nýkviknuð aðdáun blaðsins á núverandi viðskiptaráð- herra, Matthíasi Á. Mathiesen, þeim ágæta og farsæla manni. Væri hann þó vel að henni kominn. Nei, ástæðan er önnur. Sól Sjálfstæðisflokksins, MBL, er ekki að gylla ráðherrann, heldur ráðherrastólinn. Blaðið er að undir- búa mannaskiptin; þann atburð þegar formaður Sjálfstæðisflokksins tekur loksins sitt langþráða sæti í ríkisstjóminni. Það sæti verður auðvitað að vera gullstóll þar eð sjálft hásætið, sæti forsætisráöherra, er ekki laust. Geislafingur MBL leika því um stólbríkurnar hans Matthíasar. Sólin gyllir stólinn. Blaðafulltrúi ríkisstjórnar- innar Þorsteinn Pálsson á óefað mjög erfitt aö standa utan ríkis- stjórnarinnar en eiga að heita formaður stærsta stjórnmála- flokksins. Hlutverk hans hefur nánast verið blaðafulltrúahlutverk — að vera málsvari ríkisstjómar- innar út á við en ráða Utlu um stefnuna. Einhverjar breytingar verður á þessu að gera ef hinn ungi formaöur á ekki að koðna niður. TUraunir hafa veriö til þess gerðar sem hafa mnnið út í sandinn. Talsveröur örvæntingarbragur þykir mér vera á þessum síðasta leik í stöðunni. Umhugsunarvert er, hvort sá tími sé ekki liðinn fyrir bæði Þorstein og Sjálfstæðisflokkinn þegar nægilegt var að gera þá hrókeringu, sem MBL lætur í veðri vaka að fyrir dyrum standi. Eg hef þá trú, að sUk skipti breyti núorðið engu hvorki fyrir Sjálfstæðisflokkinn né stöðu Þor- steins. Ef menn eru að hugsa um aö fá nýjan vind í segUn þarf miklu meiri og stórvægUegri breyting til aö koma en aö Matthías vUíi fyrir Þor- steini. Otrúlega sterk staða núver- andi forsætisráðherra hlýtur t.d. aö vera sjálfstæðismönnum um- hugsunarefni. Steingrímur ber ægis- hjálm yfir alla ráðherrana nema helst Albert og er varalaust sterkasti stjórnmálamaður þjóðarinnar um þessar mundir. Eru sjálfstæðismenn virkilega svo skyni skroppnir að þeir sjái ekki hvaða örlög þeir eru að búa ungum og óreyndum formanni sínum með því að leiða hann inn í ríkisstjómina að óbreyttum aðstæöum? Ekki allir ungar fleygir MorgunblaösgyUing á ráðherra- stól breytir litlu um þá staðreynd. Hún breytti engu í viöskiptum Olafs Jóhannessonar og Geirs HaUgrímssonar á sínum tíma og hafði formaður Sjálfstæðisflokksins þá ólíkt betri vígstöðu og meiri reynslu en formaöurinn nú. MBL hefur rætt um Þorstein Pálsson sem unga úr sínu eggi. Án efa viU blaðiö honum vel. Það ætti þvi aö athuga sinn gang áður en þaö spyrnir þessum unga út úr hreiðrinu þótt hann vilji þaö sjálfur. Ekki eru alUr ungarfleygir. Sighvatur Björgvinsson. Umferðaröryggi og rallakstur „Það þarfað veita þeim er áhuga hafa á akstursíþróttum athafnavæði til sliks. Góða raun gaf þegar Kvartmíluklúbburinn fékk svæði undir starfsemi sína við Straumsvík." Oft er þaö þannig að hæst drynur í þeim er minnst til þekkja. Þetta sannast í grein Ursulu Jiinemann kennara sl. þriðjudag undir fyrir- sögninni „RaU og slys”. I greininni fullyrðir Ursula að samband sé milli fréttaflutnings fjöl- miðla af rallkeppnum og dauðaslysa ungmenna í umferðinni. Þekkingarleysi og fordómar Að blanda saman tölulegum upp- lýsingum um dauðaslys í umferðinni og akstursíþróttum lýsir engu nema þekkingarleysi og persónulegum for- dómum greinarhöfundar þar sem ekki er eina einustu rökstudda staðreynd um það að finna í grein- inni. Eg vona bara, Ursula, að náms- efni þitt sé sett fram af meiri rökvísi og minni fordómum en greinin gefur tilkynna. Þaö er og verður alltaf til fólk sem heldur að allir skapaðir hlutir verði leystir með boði og bönnum, þar á meðal er akstur og umferö. Hvaða heilvita manneskja lætur sér til hugar koma að bann við aksturs- íþróttum og umfjöllun þeirra í fjöl- miðlum sé einhver lausn á ógætilegum akstri ungmenna á aldrinum 17—25 ára? Boö og bönn gera oft ekki annað en ergja og æsa, og þaö á einnig við um ungu öku- mennina okkar. Það væri frekar að efla akstursíþróttafélög til að þau næðu í sem flesta félaga í Kjallarinn JÚLÍUS ÓLAFSSON, SÖLUMAÐUR OG RALLÖKUMAÐUR ofangreindum aldurshópi. Því staðreyndin er sú að í félögunum er mestmegnis fólk á aldrinum frá 20 til 40 ára. I gegnum félagsstarfið fengju ungmennin ómetanlega þjálfun í akstri auk útrásar á lokuðum svæðum sem þau annars fengju á almennum vegum. IMokkrar hugmyndir Umræður um fjölda slysa á ung- mennum og um ungmenni sem slysa- valda í umferðinni eru ekki nýjar af nálinni og eflaust lengi hægt að leita að ástæðum fyrir því. Eftirfarandi tel ég þó að ætti að hafa jákvæð áhrif án þess þó að vera einhver afgerandi lausn. 1. Það þarf að gera þá kröfu til öku- kennara að þeir séu þrautþjálf- aðir og öðrum betri ökumenn ef eitthvað er. 2. Það þarf að veita nemanda miklu meiri akstursþjálfun en þær 20 x 45 mín. eins og nú er gert. Það lærir enginn að aka bíl á 15 klukkustundum!! 3. Það þarf að þjálfa viðbrögð nemenda við mismunandi aðstæöur, s.s. hálku, möl, bleytu og svo frv. Til þess þarf að koma á fót sérstökum þjálfunarsvæðum svipað og í nágrannalöndum okkar. 4. Það þarf að veita þeim, er áhuga hafa á akstursíþróttum, athafna- svæði til slíks. Góða raun gaf þegar Kvartmíluklúbburinn fékk svæði undir starfsemi sína við Straumsvík. Reynslan er sú að kvartmíluakstur sést nú vart á götum borgarinnar. Það er sama hvaða aðferðum er beitt, áhugi ungra manna (og eldri) á bílum, mótorhjólum og hvers kyns vélknúnum farartækjiun verður ekki bældur. Er þá ekki ráðið að gera þá að hæfari ökumönnum strax í upphafi? Meö því að reyna aö bæla akstursíþróttir, getum við aðeins gert illtverra. Spor í rétta átt Undanfarin misseri hafa átt sér stað viðræður á milli Umferðarráðs, Landssambands íslenskra aksturs- íþróttafélaga, ökukennara og fleiri um sameiginlegt akstursíþrótta- og æfingasvæði við Straumsvík. Það er vonandi að viö fáum að sjá árangur þessa sem fyrst því þarna er hiklaust stigið spor í rétta átt. Öskandi væri að sveitarfélög og ríkisvald sýndu á sér rétta hlið og veittu til þessa aöeins smábroti af því fé er varið er til annarra íþrótta- mannvirkja. Þaö er rétt hjá Ursulu Jiinemann að rallíþróttin er vinsæl hér á landi. Því er leitt hve sumt fólk, sem ekki virðist hafa annað betra að gera, leggur sig fram um að reyna að kasta skugga á þessa ágætu og krefjandi íþrótt án þess þó að hafa svo lítið fyrir að kynna sér hvaö um eraðræða. Ursulu Jiinemann, og öllum þeim er áhuga hafa á að kynna sér rallíþróttina, vil ég benda á kynn- ingu sem haldin verður á vegum Bif- reiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur nú í ágúst og verður vel auglýst. Júlíus Ólafsson. • „Að blanda saman tölulegum upplýsing- um um dauðaslys í umferðinni og akstursíþróttum lýsir engu nema þekkingar- leysi og persónulegum fordómum greinarhöf- undar. .. ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.