Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Side 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST1984.
Getum afgreitt með stuttum fyrir-
vara rafmagns- og dísillyftara:
Rafmagnslyftara, 1,5-4 tonna.
Dísillyftara, 2,0-30 tonna.
Ennfremur snúninga- og hliöarfærslur.
Tökum lyftara upp í annan.
Tökum lyftara í umboössölu.
Flytjum lyftara um Reykjavík og nágrenni.
Líttu inn — við gerum þér tilboð.
LYFTARASALAN HF.f
Vitastíg 3,, simar 26455 og 12452.
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
NÁMSKEIÐ
í VÉLRITUN
Byrjsndanámakmð 24 kcnnslustundir:
Námskeiölð stendur yflr í Ijórar vikur. kennt veröur þrisvar I viku: Mánud., þriöjud.,
miövikud., tvœr kennslustundir i senn.
Nemendur jrurfa akki aö hafa áhggjur af hoimavinnu.
Á námskeiöinu eru nemendur þjálfaöir i bllndskrift og kennd undlrstöðuatrlöl i
vélritunartækni. Nemendur á byrjunarnámskeiót geta vaiiö um tima milli kl.
15.40—17.00 eðafrákl. 17.10—18.30.
Kennsla hefst mánudaginn 13. ágúst.
Framhaldsnámakoið 24 konnaluotundir:
Námskeiöiö stendur yfir i fjórar víkpr. Kennt veröur þrisvar i viku: Mánudögum,
þriöjudögum og miövlkudögu n, tvær kennslustundir i senn, frá kl. 18.40—20.00.
Nomondur þurfa okki aö hafa áhyggjur al hoimavinnu.
Á námskeiöinu veröur lögð áhersla á uppsetningu bréfa samkvæmt íslenskum staöli
og kennd skjalavarsla.
Kennsla hefst mánudaginn 13. ágúst. Þátttökugjald á námskelöunum er
kr. 1300,- Verzlunarmannafélag Reykjavikur, Starfsmannafélag Reykja-
vikurborgar og Starfsmenntunarsjóður starfsmannafélaga ríkisstofnana
styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskelöunum og verða þátttak-
endur aö sækja beiöni þar aö lútandi til viöeigandi félags.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Verzlunarskóla islaríds, Grundarstíg 24,
Reykjavík, sími 13550.
(TÉ)
F/j^SfA FUUKKS
TE
NYKOMIÐ FRA:
INDLANDI, NEPAL, CEYLON, KÍNA,
INDÓNESÍU, KENÍA OG GRÚSÍU.
Einnig úrval fallegra og nytsamlegra
muna, sem gera tedrykkjuna ánægjulegri.
fiAMiLA
Suöurlandsbraut 6, 108 Rvk., Simi 31555
Menning Menning Menning
STEFNUMÓT
VIÐ KOSINSKI
Jerzy Kosinski:
Stefnumót við óvissuna.
Franz Gíslason þýddi.
Almenna bókafólagið 1984.
Höfundurínn, Jersy Kosinski, prýðir kápu þessarar útgáfu af Blind Date.
Aimenna bókaféiagið hefur nú gefið bókina út í isienskri þýðingu og nefn-
isthún Stefnumót við óvissuna.
Nýlega kom út hjá bókaklúbbi Al-
menna bókafélagsins skáldsagan
Stefnumót við óvissuna eftir Jerzy
Kosinski í þýöingu Franz Gíslasonar.
Áöur hafa komið út tvö verk eftir hann
í íslenskri þýöingu, skáldsögurnar
Skræpótti fuglinn (Painted bird) og
Fram í sviðsljóslð (Being there).
Stefnumót við óvissuna, eða Blind
date eins og hún heitir á frummálinu,
er með helstu verkum Kosinskis. I
henni styöst hann að miklu leyti við
eigin reynslu líkt og í öörum sögum
sínum, reynslu sem í senn er óhugnan-
leg og ævintýri líkust — í mörgu dæmi-
gerð fyrir mannlíf þessarar aldar.
Lífsferill Kosinskis hefur einkennst af
ótrúlegri hæfni til aö lifa af við nær
ómennskar aöstæður. Hann fæddist í
Póllandi árið 1933, týndist frá fjöl-
skyldu sinni í heimsstyrjöldinni síðari
og flæktist um hernámssvæöi
Þjóðverja í þrjú ár, ofsóttur og hund-
eltur enda gyðingur. Eitt sinn lenti
hann í útistöðum við bændahóp og fékk
taugaáfall sem gerði hann mállausan
um nokkurra ára skeið. Að loknu stríði
komst hann að nýju til foreldra sinna
sem flust höfðu til Sovétríkjanna. Þar
fékk hann málið á nýjan leik í skíða-
slysi. Kosinski lagði síðan stund á fé-
lagssálfræði við Moskvuháskóla með
svo góðum árangri að hann var
umsvifalaust gerður að aðstoöar-
prófessor. Hann undi þó ekki til
lengdar í ríki Stalíns og tókst með
undraverðum hætti aö flýja til Banda-
ríkjanna 24 ára gamall þar sem hófst
rithöfundarferill hans og frægðar.
Snemma náði hann afar góðum tökum
á ensku máli, svo góðum reyndar að
sumir hafa dregið í efa að hann sé
höfundur að bókum sínum. Þaö breytir
því þó ekki að verk hans hafa þegar
unnið sér sess í bókmenntasögu aldar-
innar, sennilegt að á þau verði litið í
framtíöinni sem klassíska lýsingu hins
nihiliska ástands í menningu nútím-
ans.
Einkunnarorö. Stefnumótsins eru
dæmigerð fyrir heim sögunnar og
jafnframt viðhorf höfundarins:
' „Og hver á framvegis að skilgreina
hvað sé glæpur? Hver á að skera úr
um hvað sé gott og hvað illt? Allar
heföbundnar samfélagsgerðir hafa
sett verömætin utan seilingar
mannsins. Verðmætin tilheyrðu hon-
um ekki, hann tilheyrði þeim. Núna
veit hann að þau eru hans og einskis
annars...”
Söguhetja bókarinnar, Levanter, er
dæmigerður 20stu aldar maður sem
veit að hann verður sjálfur að skapa
sín verðmæti í veröld þar sem hugtök
eins og glæpur og sakleysi hafa misst
merkingu sína, þar sem hið sjúklega er
normalt og hrollvekjan eðlilegt ástand.
I aðra röndina er hann kaldrifjaður
„óþokki”, í hina draumhugi sem gert
hefur uppreisn gegn smækkun ein-
staklingsins í samfélagi nútímans, í
senn dæmi um upprunaleika og af-
myndun mannlífs. Hann reynir að ná
húsbóndavaldi yfir eigin örlögum í vit-
und um að h'fið allt er stefnumót við
óvissu, „blind date”, brjótast úr gildru
hinna tilbúnu gilda, lifa sjálfum sér og
þá um leið sjálfan sig. Af þessum
sökum er tilvera hans öll eltingaleikur
við lífið eða, öllu heldur, valdabarátta
við aðstæðumar. Grunnþættir hennar,
sexið og morðið — samtvinnuð.
Flest ævintýri Levanters snúast um
kynlíf, það er viðbragð hans við eigin
vöntun, leið hans til aö vera til, upplifa
frelsi. Þörfin fyrir sífellt nýja reynslu
rekur hann áfram, hver áfangi er
aöeins áningarstaður fyrir nýja ferð
því lokamarkið finnur hann ekki fyrr
en undir lok bókarinnar — í eigin
dauða. Stefnumót Levanters við konur
eru af ýmsu tagi en oftast kjarnast þau
í nauðgun af einhverju tagi, líkamlegu
og/eða tilfinningalegu ofbeldi: af-
skræmdu erosi. I kynlífinu leggur
Levanter inn á bannfærð svæði í leit að
Bókmenntir
MATTÍAS
VIÐAR
SÆMUNDSSON
„algerri” fullnægingu: sjálfum sér:
merkingu lífsins. Um leið leysir hann
úr læðingi myrk og villt öfl svo hin eró-
tíska hvöt breytist í andstæðu sína, lífs-
vakinn verður að tortímingarafli.
Kosinski hefur verið nefndur einn af
fremstu sálfræðilegu höfundum nútím-
ans og ekki að ófyrirsynju því fáir hafa
kafað undirdjúpin í manneskjunni á
jafndjarfan hátt og hann. Verk Kos-
inkis eru flest full af ljótleika og óhugn-
aði — en „raunsæi” þeirra verður
ekki dregiö í efa. Kosinski sýnir
okkur heim sem „allir lifa í en fæstir
sjá”, hann bregður ljósi á fjarstæðurn-
ar í menningu nútímans, sjúkleika
hennar og sjálfstortímingarhneigð;
lýsir um leið inn í afsprengi hennar:
nútímamanninn — á þönum eftir
sjálfum sér.
Form Stefnumótsins er sérkennilegt
eins og annarra verka Kosinskis.
Sagan er sett saman úr fjölda epísóða
eða frásagnarkafla sem raöað er
saman án tillits til tímanlegs sam-
hengis. I rauninni er ekki um að ræða
einn samfelldan þráð í verkinu heldur
röð sjálfstæðra söguþráöa sem hafa lík
temu og tengjast í persónu Levanters.
Þó hefur sagan einskonar hringrásar-
snið því hún hefst og endar í svissnesku
ölpunum þar sem Levanter lifir eigin
dauða í lokin á svipuðum slóðum og
hann í upphafi drepur annan mann.
Þar uppUfir hann sitt mikilvægasta
„blind date” að ferðalokum.
Mestur hluti verksins gerist á
Vesturlöndum í nútíð en jafnframt er
brugðið upp myndum af ævi sögu-
hetjunnar austan tjalds í fortíð. Lýst er
dvöl hennar í æskulýðsbúðum, kyn-
ferðislegum samskiptum hennar við
móður sína, refsivist með herdeild
brotlegra stúdenta, heimsmóti frið-
elskandi æsku o.fl. Lengst af er sögu-
sviðið þó á Vesturlöndum. Sagt er frá
kynnum Levanters og kynskiptinga,
drápi austræns harðstjóra, landsmóti
bandarískra dverga, morðum á
Beverly Hills o.fl. Oft er efnið sótt í
„djúp” samfélagsins á meðal utan-
garðshópa þar sem spenna nútímans,
„úrkynjunin” og firringin, taka á sig
öfgafyllstar myndir. Margar þessar
frásagnir eru afar áhrifamiklar og
setjast í hugann að lestri loknum. Stíll
Kosinskis á ekki sístan þátt í því.
Hann er afar hnitmiðaður og hlut-
lægur, kaldur og nákvæmur. Höfund-
urinn forðast allar málalengingar og
útskýringar en lætur myndirnar tala
sínu máli. Þýðandinn hefur unnið sitt
verk vel að mínu viti og nær að kalla
fram áhrifin í stíl Kosinskis. Frá-
gangurinn er hins vegar. ekki eins
góður því í bókina vantar heilan kafla
(s. 209—224) — en vera má að það sé
aðeins mitt eintak sem er þeim
'osköþum gætt.
MVS.