Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Qupperneq 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGUST1984. Rúmlega 4000 manns sóttu útihátiðina i Þjórsárdal um helgina. Hér sést danspallurinn og hljóm- sveitin Lótus á sviðinu. Ekki kusu þó allir að dansa. Sumir sátu, aðrir lágu. Um hvað skyldu þessar hafa verið að tala? Gaukurinn ’84 í Þjórsárdal: 77/ /' slaginn. „Lýsir tíðarandanum” „Þessi hátíð er eins og hún best getur verið,” sagði gæslumaður í Þjórsárdal þegar DV bar að garði á laugardag. „Hún lýsir bara tíðarand- anum.” Héraðssambandið Skarphéðinn og Ungmennasamband Kjalarnesþings gengust fyrir útisamkomu í Þjórsárdal um verslunarmannahelgina. Yfir fjögur þúsund manns sóttu mótið að þessu sinni og voru flestir á aldrinum 13 til 17 ára. Talsverö ölvun var á svæðinu á laugardag og jókst hún eftir því sem leið á kvöldiö. Var þó rólegt yfir mann- skapnum og virtust flestir skemmta sér vel. Hljómsveitirnar Bara- flokkurinn og Lótus léku fyrir dansi og náðu upp góðri stemmningu á köflum. Lítið var um meiriháttar slys og slags- mál að sögn lögreglu. Tólf lögregluþjónar voru á vakt í Þjórsárdal um helgina og var starfs- fólk gæslunnar um eitt hundrað talsins. Þá voru tveir menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins á staðnum að leita uppi góðkunningja. Aðfaranótt laugardags tóku þeir tíu manns í vörslu sína sem komiö höfðu á mótið gagngert til að stela. Höfðu margir á orði aö þjófnaðir væru áber- andi minni fyrir vikið. Lárétta deildin og mávarnir Lítið bar á ofurölvun á þessu móti. Þeir sem voru greinilega illa á sig komnir voru látnir sofa úr sér vímuna í sérstöku tjaldi sem gekk undir nafninu „lárétta deildin”. Nokkrir starfsmenn gæslunnar höföu það verkefni að leita uppi fólk sem væri betur komið meöal hinna láréttu. Annars vakti athygli hversu margir mávar voru í Þjórsárdal um helgina. Sveimuðu fuglarnir skammt yfir höfðum viðstaddra og steyptu sér niður eftir pylsubita eða ööru rusli þegar tækifæri gafst. Flugu þeir síðan upp í hlíðina fyrir ofan og sátu þar eins og hrægammar bíðandi eftir bráð. Ekki vitum við hvað hann hefur kostað. Sumir fengu áritaða kveðju á tjaldið hjá sér. .. -EA. . . . aðrir árituðu það sjálfir. Rómantíkin blómstraði ikjarrinu og undir regnhlífum. Hann mætti með pelann sinn þessi og þóttist drekka mjólk. Nærstaddir vissu betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.