Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Side 20
20
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGUST1984.
DV yfirheyrsla DV-yfirheyrsla DV-yfirheyrsla DV yfirheyrsla
Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands fslenskra
útvegsmanna, í yfirheyrslu DV
STEFNIR í ÞROTASÖLU
15-20 NÝLEGRA SKIPA
Hverju breyta síðustu aðgerðir
ríkisstjórnarinnar í málum útgerð-
arinnar?
— Eins og þær eru lagöar fyrir
eiga þetta að vera björgunarað-
gerðir. Það eru mörg orö um lítið
efni. Tapreksturinn heldur áfram en
verður aðeins léttbærari um stundar
sakir.
Hvað er ætiunin að gera og hvað
gerist?
— Það er fernt sem skiptir máli.
Ætlunin er að breyta lausa-
skuldum í föst lán, eins og yfirlýsing-
ar voru gefnar um 1. febrúar. En auk
þess er verið að lengja stofnlán, sem
er afar mikilvæg ráðstöfun. Þetta er
líklega fjórða skuldbreytingin á und-
anförnum árum, sem staöfestir mjög
slæma afkomu í sjávarútveginum.
Verst er að þetta hefur gerst jafnt á
mestu aflaárum eins og 1982, þegar
við fengum 460 þúsund tonn af þorski
í stað 240 þúsund tonna nú.
Stjórnvöld hafa valið þessa leið, að
hafa rekstrargrundvöllinn veikan og
lána síöan til tapreksturs, sem er
dýrt spaug og veldur auðvitaö
sífelldum vanda. Þetta er einkenni-
leg stefna með hliðsjón af þýðingu
þessa atvinnuvegar. Og þetta er hið
raunverulega byggðavandamál, eins
og best kom í ljós núna fyrir austan.
Þegar útgeröina brast úthald í
þennan leik fylgdi allt annað með.
Það er undarlegt hversu alþingis-
menn eru áhugalausir um þennan
kjarna málsins.
Utgerðinni býðst nú að fá að láni
40% af tilteknu hlutfalli afla-
verðmætis gegn því aö hún fái 60%
að láni frá lánardrottnum sínum,
sem hún skiptir við. Ég verð því
miður að efast um að þetta gangi
almennt upp, þótt olíufélög,
tryggingafélög, verkstæði og veiðar-
færasalar virðist ekki hafa farið eins
illa út úr rekstrinum og útgerðin.
Ef þetta gengi hins vegar upp um
leið og stofnlán verða lengd, lækkar
meðalgreiöslubyrði nýrri skipa af
lánum úr 12,9 milljónum á ári í 7,5
milljónir. Um þaö mat er ekki
ágreiningur.
En hitt þrennt?
— Uppbót úr Aflatryggingasjóði,
sem er 3% á skiptaverðmæti afla
næstu þrjá mánuði, er góð ráðstöfun
þótt hún vegi ekki þungt. Þetta er
tengt endurskoöun olíuverös. Viö
sem stórkaupendur teljum olíu-
verðiö allt of hátt og verðmyndunina
úrelta. Með verðjöfnunarsjóði, sem
er ekkert annað en opinbert bákn, er
verðinu haldiö jöfnu hvað sem olían
og dreifingin kostar. Þetta á
einfaldlega aö vera í höndum olíufé-
laganna og þau aö keppa um þessi
viðskipti.
Olíukostnaður flotans er rúmlega
1,5 milljarðar á ári nú. Þessi
bráðabirgöauppbót nú þýðir 8—10%
niðurgreiöslu á meðan hún varir.
Sú aðstoö, sem nú er boðin til þess
aö taka óhagkvæm skip úr rekstri,
nær ekki tilgangi sinum nema hún
verði framkvæmd öðruvísi en boðið
er. Stofnlánasjóðum er ætlað að fella
niður eftirstöðvar skulda þar og fá
þær síöan endurgreiddar úr ríkis-
sjóði. Þau skip sem hér um ræðir eru
einfaldlega ekki lengur skuldug við
þessa sjóði, heldur helst fyrri eig-
endur.
Við höfum sjálfir veriö lengi
með úreldingarsjóö sem hefur
aðstoðað við að farga mörgum
skipum. Um þetta þarf að takast
samvinna, ef boð ríkisstjórnarinnar
á aö koma að gagni.
Loks er það hækkun afurðalána til
fiskvinnslunnar sem ætti aö koma út-
gerðinni óbeint til góða. Það er þó
alveg óljóst, hversu raunhæft þetta
verður, því fiskvinnslan hefur greini-
lega fengið hærri afurðalán en
jafnvel þetta nýja 75% mark segir til
um. Til dæmis yfir 80% fyrir austan.
Þú segir að útgerðin tapi áfram.
— Já, því miður. En vissulega
mismikið. Sérstaklega skilur á milli
þeirra sem eiga skip frá því fyrir
1977 og frá árunum þar á eftir. Þeir
hafa flestir, þessir með nýrri skipin,
verið með stofnlán í dollurum, en
doliarinn hefur farið upp úr öllu
valdi. Þeir eru fáir sem hafa veriö
svo heppnir að vera með erlend
stofnlán í öðrum gjaldmiðlum, en
þarna á milli munar tugum milljóna
nú á stofnlánum sambærilegra
skipa.
Það er alveg úrelt kerfi aö menn
verði sjálfir aö útvega sér lán
erlendis, sem Fiskveiöasjóður lengir
síðan. Sjóðurinn á sjálfur að taka
þau og endurlána, enda á hann aö
hafa sérfræðinga í því að meta þessa
hluti og ná hagstæðustu kjörum.
Tapa þá aiiir einhverju og sumir
miklu?
— Nei, sem betur fer eru til út-
gerðarmenn og útgerðarfyrirtæki,
Texti: Herbert
Guðmundsson
Mynd: Kristján
Ari Einarsson
sem græða. En þeir eru of margir
sem tapa, jafnvel miklu. Þótt þeir
sem afla best séu að öðru jöfnu með
bestu útkomuna er það ekki algildur
mælikvarði. Þannig hefur það reynst
nærri ógerningur að reka nýjustu
íslensksmíðuöu skipin. Þau geta
ekki staöið undir sér á því verði og
þeim kjörum sem þau fengust á.
Þetta er sorglegt, en staðreynd.
Dugir skuidbreytingin þeim ekki?
— Nei, það eru 15—20 skip þar sem
skuldir eru þegar orðnar meiri en
sem nemur 90% af tryggingar-
verðmæti þeirra. Það er markið sem
sett hefur verið. Utgerðum þessara
skipa hefur verið gerð grein fyrir
stöðu sinni nú og þær hafa frest í
skamman tíma til þess að gera grein
fyrir því, hvort þær sjá einhverja leiö
sér til bjargar. Þaö er þá ekki nema
útveguð séu önnur veð eða einhverjir
aörir vilji leggja fram fé. En skipin
geta ekki borgað þessar háu skuldir,
svo að það er spurning hvort nokkur
er tilbúinn til þess aö fórna sér með
veðum eöa framlögum.
Eins og er stefnir því í þrotasölu
15—20 nýrra og nýlegra fiskiskipa,
sem öll eru íslensk smíði. Þetta skýr-
ist strax í næsta mánuöi. Ef svona
fer má búast við að bæði félög og ein-
staklingar fari í einhverjum mæli á
hausinn um leið. Og sjóðir, bankar
og ýmsir aðrir munu tapa miklu fé.
Hverjar eru tekjur meðaltogarans
núna og hverju tapar hann?
— Aflaverðmætið er um 30
milljónir á árinu og tapið núna má
álíta 8—10%. Þá má geta þess að 30—
35% af tekjunum fara í olíukostnað.
Afkoma bátanna er eitthvað betri og
þá meðal annars þar sem olíu-
kostnaður þeirra er um helmingi
minni hlutfallslega.
En hverju skilar útgerðin í þjóðar-
búið?
— Ætli menn skilji það ekki best
að 3/4 af gjaldeyristekjunum fást
fyrir sjávarafurðir.
Þessi eilífi taprekstur á útgerðinni,
er ekki skynsamlegra að snúa sér að
ræktun dýrra fisktegunda með
nýtingu jarðhitans? Norðmenn eru
nú að ná þvi að fá álíka mikið fyrir
ræktaðan fisk og allur íslenski flotinn
fær fyrir afla sinn.
— Það er sjálfsagt og mikilvægt aö
reyna fyrir sér á þessu sviði, en hér
eru aðstæður allt aðrar en í Noregi.
Þeir hafa þessa djúpu, lygnu og
volgu firði. Og dæling á hituðum sjó í
ker hér hefur ekki ennþá skilað
öruggum árangri. Þar er mikil
sýkingarhætta. Og fróður maður
hefur nýlega sagt mér að ennþá sé
ekki hagnaöur af laxarækt hér. En
þaö hafa margir útgerðarmenn
brennandi áhuga á að feta sig áfram
á þessari braut og eru þegar orðnir
þátttakendur í tilraununum.
En við skiptum ekki á þessu
tvennu og síst í skyndi.
Verður kvótakerfi á þorskinum
áfram?
— Það kemur til mats á ný núna í
haust. Eg taldi mér skylt, sem
formaður LlU, að beita mér fyrir
þessu kerfi eins og á stóð, þótt ég
hefði uppi efasemdir um ýmislegt í
því sambandi. Kvótinn var mjög
umdeildur og það hefur sannarlega
reynt á samtökin hans vegna. Eg tel
að hann hafi leitt margt gott af sér og
sé ekki hvernig mátt hefði fara betur
aö þessum takmarkaöa fiskstofni.
Menn þurfa aö læra á samspil
markaða og nýtingu fiskstofnanna.
Eg sé til dæmis ekki hvaö við hefðum
átt að gera við 100 þúsund tonn af
þorski í viðbót. Birgðir eru farnar að
hlaðast upp og markaðirnir eru mjög
erfiðir.
Ég ætla mér ekki að leggja línuna
fyrir LIU vegna framhaldsins, þaö
verða menn að gera í sameiningu. I
stöðunni sé ég þó ekki aðra betri leið
en kvóta, þótt skera verði af agnúa
og til dæmis aö koma nýjum
mönnum inn í hann með eðlilegum
hætti.
Er engin endurnýjun í flotanum
eins og er?
— Lítil, enda vandinn nógur fyrir
með of mikinn flota. Auðvitað kemur
að vissri endurnýjunarþörf, en henni
á aö fullnægja innan þess ramma að
stofnlán verði veitt eftir fyrirfram
gerðu mati á henni. Það á
einfaldlega aö bjóða mishá lán frá
tímabili til tímabils, eftir slíkri
reglu. Og gera verulegt framlag
útgerðar að skilyrði í hverju tilviki.
Fiskiskipakaup út á pólitíska fyrir-
greiðslu ættu ekki aö þekkjast
framar og meira aö segja tel ég aö
banna ætti sveitarfélögum að taka
þátt í slíkum áhætturekstri. Eða
hvaða vit er í því að Reykvíkingar
borgi til dæmis milljón á dag til eins
útgerðarfyrirtækis en borgin inn-
heimti síðan skatta af
sambærilegum fyrirtækjum í einka-
eign? Þetta er spilling.
Hver er óskamynd þín af íslenskri
útgerð?
— Að við náum stjórn á sókninni
og fiskistofnunum í hámark. Að við
getum nýtt þessa stofna undir aga en
með sem allra mestu frelsi, þar sem
kvótinn er mótsögn í bili. Að vel
rekin útgerð beri sig og aö önnur út-
gerð leggist af.
-HERB.