Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Qupperneq 24
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGUST1984. Feneyjar. FENEYJA- BIENNALINN — SÖGULEGT YFIRLIT 1. GREIN ameríska poppiö meö Rauschenberg í aöalhlutverki. Áriö 1968 einkenndist biennalinn af alls kyns op-listaverkum og tilraunum og 1970 var þaö concept- listin og happening sem setti mestan svip hátíöina. Þaö er víst aö Feneyjabiennalinn hefur stóru hlutverki aö gegna í heims- listinni. Hann er oröinn heföbundiö stefnumót þeirra listamanna sem þykja hvaö vænlegastir í listheimin- um. Feneyjabiennalinn er vettvangur þar sem hugmyndir mætast, takast á og skila sér aftur út í listina. Þátttakendur 1984 Argentína: A. Segui. Austurríki: C.L. Attersee. Belgía: J. Fabre, L. Deleu, K. Dierickx, J. Vanriet, J. Vermeersch. Brasilía: E. Sued, L.P. Baravelli. Kanada: L. Magor, J. Carr- Harris. Kólombía: B. Salcedo, L. Caballero. Kúba: M. G. Joya, R. Martinez. Danmörk: A. Kirkegaard, H. C. Rylander. Egyptaland: G. Sirry, M. E1 Razzaz, M. Abdalah, A. Nawar, M. Nasser, M. Ramzi, A. S. Eid. Finn- land: K. Tapper, C. E. Ström. Frakk- land: Dubuffet, Hélion, Hartung, César, Debré, Viallat, Cane, Titus- Carmel, Meurice, Pages, Pericaud, Favier og Cauwet. Japan: Kosho Ito, Kosai Hori, Kyoji Takubo. Bretland: H. Hodgkin. Grikkland: C. Karas, G. Georgiadis. Island: Kristján Davíðsson. Israel: 0. Romberg. Júgóslavía: B. Bucan. Noregur: B. Riis. Holland: H. Dodeweerd „Armando”. Pólland: B. Biskupska, J.D. Gracz, A. Foggt, S. Wierzbicki, D. Leszczynska-Klusa. Portúgal: J. Barrias. A-Þýskaland: F. Cremer, B. Heisig, W. Mattheuer, P. Makolies, H. Metzkes, W. Pauker, A. Rink, B. Schönfelder, W. Túbke. V- Þýskaland: L. Baumgarten, A.R. Penck. San Marino: G. Giulianelli, R. Martelli, P. Teddei. Spánn: A. Claves. USA.: Bosman, Brown, Chase, Cool- ing, Dean, Finster, Fischl, Garabed- ian, Garet, Gornik, Green, Kassel, Laemmle, Levers, Linhares, Mendelson, Miller, Morosan, Smith, Staley, True, Warren, Wong, Yarber. Svíþjóö: C. Asker. Sviss: A. Stalder, M. Chan. Ungverjaland: I. Varga, G. Vadasz. Sovétríkin: Nikolai, Gheorghij, Eduard, Vadim, Alexandr, Piotr. Italía: A. Bueno, E. Castellani, G. Colombo, N. Finotti, T. Maselli, M. Padovan, M. Nanni, G. Pomodoro, T. Scialoja, G. Strazza, G. Uncini, L. Vespignani, A. Burri. G.B.K. Nú stendur yfir Feneyjabiennalinn, ein stærsta og merkasta listsýning í heiminum í dag, sem haldin er annað hvert ár í Feneyjum. Feneyjabiennal- inn var stofnaöur áriö 1893 og fyrsta sýningin var opnuö sumariö 1897. Sýn- ingin vakti strax heimsathygli og meira en tvö hundruö þúsund gestir hvarvetna úr lieiminum flykktust á svæöiö. Þaö eítirminnilegasta frá þessari fyrstu sýningu voru lætin um- hverfis málverk eftir Giacomo Grasso og aö hin opinberu verðlaun fyrsta biennalsins runnu til Whistlers, Segantini og nokkurra akademískra málara. Þó aö undarlegt megi teljast voru impressionistarnir ekki sýndir á fyrsta biennalnum og Picasso var ekki sýnd- ur fyrr en árið 1948. Áriö 1910 var Marinetti og ítölsku fútúristunum hafnað og var þaö þá sem þeir dreiföu manifestinu „Gegn Feneyjaíhaldinu” frá klukkuturninum á Markúsartorg- inu! Áriö 1907 opnuðu Belgar fyrsta erlenda sýningarskálann í Giardini del Castelio, en svo nefnist sýningarsvæð- ið. Tveimur árum síðar opnuðu Bretar, Þjóöverjar og Ungverjar sína sýningarskála. Áriö 1912 komu síðan Frakkar og Svíar á svæöiö með sína skála og Rússar áriö 1914. íhaldssamur en opinn Þó svo aö Feneyjabiennalinn hafi ávallt verið fremur íhaldssamur var hann strax opinn fyrir því sem var aö gerast í Mið-Evrópu, Vín og Þýska- landi. Þannig var efnt til stórrar yfir- litssýningar á verkum eftir Gustav Klimt áriö 1899 og sýnd t.d. hin ýmsu afbrigði af expressionismanum. Ensor var sýndur áriö 1902 og Nolde áriö 1910. Þegar litið er yfir sögu Feneyja- biennalsins kemur í ljós að hann hefur verið misspennandi í gegnum tíðina. Sýningin áriö 1920 þótti einkar athyglisverð, en þá sýndu Sovétmenn 84 verk eftir Archipenko og Frakkar sendu inn verk eftir Cezanne, Seurat, Redon, Bernard, Marquet og Matisse. Tveimur árum seinna voru það „Die Brúche” málararnir sem vöktu feikna athygli. En áriö 1930 tók fasistastjórn- in biennalinn í sínar hendur og haföi veg og vanda af sýningarhaldinu. Voru þá einkum ítalskir listamenn haföir í öndvegi, listamenn eins og Carra, Severini, De Pisis og Sironi, jafnframt því sem fútúristamir fengu sérstaka deild. Frá þeim tíma og allt fram til ársins 1948 var mikil deyfð yfir Feneyjabiennalnum. Árið 1948 er sögulegt ár fyrir Feneyjabiennalinn. Roberto Longhi skipulagði þá stóra sýningu á impressionistunum, einkasafn Peggy Guggenheim var opnaö almenningi og Hertogahöllin við Markúsartorgið. Myndlist GunnarB. Kvaran haldin var mikil yfirútssýning á meta- phýsískri list! Síðastliðna þrjá áratugi hefur biennalinn risið hátt og veriö harölega gagnrýndur. En nánast á hverjum biennal hefur einn listamaöur hlotiö meiri athygú en aðrir og jafnvel slegið í gegn í bókstaflegri merkingu. Áriö 1954 var það Lucio Fontana sem sló í gegn og áriö 1956 var þaö Fautrier. Áriö 1962 vakti Giacometti mesta athygli og tveimur árum seinna Götumynd frá Feneyjum. Ljósm. GBK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.