Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1984, Blaðsíða 15
14
DV. LAUGARDAGUR18. ÁGUST1984.
óskar eftir umboösmanni á GRENIVÍK frá 1.9.
Upplýsingar í síma 27022.
Vegaræsi
Eigum fyrirliggjandi rör í vegaræsi, rillustyrkt, mjög sterk úr
galv.-efni. Stærðir: 10,12,14,16,18, 20, 22, 24, 26, 28,30, 32, 40,
44 og 48 tommur.
Nýja Blikksmiðjan hf.,
Ármúla 30. Sími 81104.
Gnnmskóli Siglufjaröar
Kennara vantar í eftirtaldar greinar í 7.-9. bekk: Stærðfræði,
raungreinar, samfélagsgreinar og erlend mál. Einnig í
almenna kennslu yngri bama og handmennt drengja. Upplýs-
ingar gefnar í síma 96-71184 eða 96-71686.
Skólastjóri.
óskar eftir blaðberum í Hafnarfirði, aðallega í
HVÖMMUM OG SUÐURBÆ.
Upplýsingar í sirna 51031.
Kennarar—Kennarar
Kennara vantar að grunnskóla Eyrarsveitar Grundarfirði.
I skólanum eru 140 nemendur frá forskóla og upp í níunda
bekk.
1 Grundarfirði búa liðlega 700 manns. Húsnæði er fyrir hendi.
Æskilegar kennslugreinar eru: Enska, danska, íslenska,
stærðfræði, eðlisfræði, samfélagsgreinar og kennsla yngri
bama, auk kennslu í athvarfi.
Upplýsingar gefur skólastjóri,
Gunnar Kristjánsson, í símum 93-8619 — 93-8685 eða 93-8802.
Tæknimenntaður
verksmiðjustjóri
Sjóefnavinnslan hf. auglýsir hér með stari verksmiðjustjóra
laust til umsóknar. Stari þetta miðast við að umsækjendur
hafi tæknimenntun og starfsreynslu í stjóraun. Skriflegum
umsóknum sé skilað tO skrifstofu félagsins Vatnsnesvegi 14,
230 Keflavík, fyrir 28. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir
framkvæmdastjóri í síma 92-3885.
Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar í
Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16.
þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir vangreiddum opin-
berum gjöldum álögðum skv. 98. gr., sbr. 109. og 110. gr. laga
nr. 75/1981.
Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, lífeyris-
trgjald atvr. skv. 20. gr., slysatryggingagj. atvr. skv. 36. gr.,
kirkjugarösgjald, vinnueftirlitsgjald, sóknargjald, sjúkra-
tryggingagjald, gjald í framkvsjóð aldraðra, útsvar,
aðstöðugjald, atvinnuleysistryggingagjald, iðnlánasjóðsgj. og
iðnaðarmálagj., sérstk. skattur á skrst. og verslunarhúsn.,
slysatrygg. v/heimOis.
Ennfremur nær úrskurðurinn til hvers konar gjaldhækkana
og tO skatta, sem innheimta ber skv. Norðurlandasamningi
sbr. l.nr. 111/1972.
Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt
dráttarvöxtum og kostnaði, veröa látin fram fara að 8 dögum
liönum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að
fullu greidd innan þess tíma.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 16. ágúst 1984.
„Ef maður
er ekki
rússneskur
flóttamaður...”
Spjallað við Maríu Gísladóttur ballerínu sem gerir það
ágætt i New York, jaf nvel þó hún sé ekki
f lóttamaður f rá Rússlandi
Síöast þegar við sáum til Maríu
Gísladóttur var hún að dansa Giselle á
móti Helga Tómassyni á sviði Þjóðleik-
hússins. Það var fyrir tveimur árum.
Þá haföi María getið sér frægðarorð í
Þýskaiandi en var nú á leið vestur um
baf til að freista gæfunnar í Banda-
rikjunum. María var hér á ferð á
dögunum og var alveg sjálfsagt að
spyrja hana hvemig gengi í Ameríku
— raunar í New York, þar sem hún er
búsett.
„Jú, takk, ég held þetta sé að ganga
upp hjá mér núna en ég get sagt þér að
þetta hefur verið erfiöur róður síðustu
tvö árin. Mér finnst þó ég vera að
uppskera árangur erfiðisins núna.”
— Það ku vera um 5000 atvinnulausir
ballettdansarar i New York um þessar
mundir svo það er auðveit að imynda
sér hveraig er að fá hlutverk. Hveraig
ber maður sig eiginiega að því að vera
free-lance ballerina þaraa?
„Ég komst í skólann hjá frægum
kennara, Gabrielu Dervash — hún er
Rúmeni og dansaöi bæði í heima-
landinu og í Rússlandi áður en hún
flutti vestur. Nú, hún reynir að koma
sinum nemendum á framfæri og svo
þarf maöur sjálfur að reyna að ota
sínum tota. Mérþótti þaö einna erfiöast
— er ekkert sérlega góð við aö selja
sjálfa mig a þann hátt, sem þó er
nauðsynlegt, svo að ég fékk mér
umboösmann til að taka þann hluta að
sér.”
— Og þér eru þá boðin hlutverk í
gegnum hann?
„Já, sjáðu til, það eru ótal margir
dansflokkar alls staðar í Banda-
rikjunum og þeir reyna yfirleitt að fá
gestadansara, stundum free-lancara,
stundum úr öðrum flokkum. Gestirnir
dansa þá í aðalhlutverkunum og draga
aö fleiri áhorfendur og markmiðiö er
að vera boöið hlutverk . . . Nú, svo eru
nokkrir dansflokkar sem þykja
auövitað eftirsóknarverðari en aörir
og í suma þeirra myndi mann langa til
að komast sem fastur dansari.”
— Hvaða flokkar eru það sem
þér þykja eftirsóknarverðastir sjálfri?
„Ætli það séu ekki svona fimm. Það
er nú American Ballet Theater eða
ABT, þar ræður Barsnikov ríkjum.
Pittsburgh ballettinn og Huston
flokkurinn, einnig flokkurinn i San
Fransisco og í Pennsylvaniu þar sem
Einar Sveinn Þórðarson hefur verið.
ABT freistar min mikiö en þaö er ekki
hlaupiö að því aö fá einu sinni svo
rnflriö sem að taka próf þangað inn.
Stundum finnst mér að maöur þurfi að
vera annaðhvort rússneskur flótta-
maður, nú eða þá ballettséní á táninga-
aldri til aö eiga sjans þarna fyrir
vestan! En þessir dansflokkar eiga
það sameiginlegt að vera bæði með
klassískan og nútíma ballett, en ekki
bara annað tveggja.
— Nú, þú ert nú hvorki rússneskur
flóttamaður né táningur, samt hefur
þér tekist að fá hitt og þetta að gera og
fengið lofsamleg ummæli. Héraa ertu
með gagnrýni skrifaða af hinni frægu
kritíkcrinnu önnu Kisselgoff í New
York Times, við hvaða tækifæri
skrifaði hún þessa kritík?
„Þessi grein birtist í New York
Times um miðjan júní sl. eftir sýningu
sem Gabriela, kennarinn minn, setti
upp. Þar komu fram bæði nemendur
hennar — enda var sýningin til að
auglýsa þá ef svo má segja og svo
komu þarna fram nokkrir frægir gestir
lika.” (1 umræddri grein segir Anna
Kisselgoff að Gabriela Darvash sé einn
besti ballettkennari New York borgar.
Gestir sýningar hennar voru m.a.
Nancy Raffa frá ABT og Judith Fugate
frá New York City ballettinum. Hér
má e.t.v. skjóta inn að Gabriela
Darvash kom fram i sjónvarps-
þættinum sem gerður var um Helga
Tómasson en í þættinum var Ieitað
álits virtra manna úr ballettheiminum
á borð við Gabrielu. Nú, gagnrýnandi
New York Times fer síðan oröum um
Maríu Gísladóttur „sem dansaöi hér
með Berlínar ballettinum” og mót-
dansara hennar, Medhi Bahiri,
„kunnugur okkur í Bostonar
ballettinum” og segir gagnrýnandinn
að þau hafi dansaö adagio úr öðrum
þætti Svanavatnsins sláandi vel
(„strikingly”).
— Það mun vera mikils virði að fá
slikan dóm frá þessum gagnrýnanda?
„Þaö er ómetanlegt bara að vera
nefndur á nafn af önnu Kisselgoff, hún
er sá gagnrýnandi sem einna mest
mark er tekið á og það lesa allir New
York Times sem eitthvað fylgjast með
á annað borð, svo ég er ánægö. Enda
hef ég orðið vör við að fólk kannast
frekar viö nafn mitt eftir þetta, þaö er
farið að vita af mér og þaö er nú máliö
þegar maður er free-Iance.”
— Hvaða verkefni eru framundan
hjáþérnúna?
„Þann 30. ágúst dansa ég á úti-
sviðinu við Lincoln Center í New York.
Það er William Carter sem setur þá
sýningu upp en ég hef dansað dálítið
fyrir hann áður. Carter var áður
sólóisti við ABT og NYCB en er nú með
sinn eigin dansflokk. Með sýningunni
núna er hann aö afla f jár vegna fyrir-
hugaðrar Evrópuferðar, eiginlega aö
leita stuönings hjá ríka fólkinu því aö
um opinbera styrki er ekki að ræða. Ég
mun dansa þarna pas de deux úr
Quixote og svo tvo dansa eftir Carter
sjálfan. Nú, ef nægur peningur fæst og
úr Evrópuferðinni verður þá fer ég
meö flokknum þangaö. En svo er ég
líka bókuð til að dansa aðalhlutverkið í
Hnotubrjótnum í leikhúsum í Virginiu
og Washington State í nóvember og
desember svo að ég hef alveg nóg aö
geraánæstunni.”
— Þú hefur nú dansað og horft á
ballett bæði í Evrópu og í Banda-
rikjunum. Hver finnst þér vera helsti
munurinn þaraa á milli?
„Túlkunin. Það er miklu minna lagt
upp úr túlkun í Ameríku, þar gengur
allt út á tæknina og mér finnst það
miður því að leikurinn, túlkunin, hún
finnst mér skipta svo miklu máli og ég
sakna hennar.”
— Og hvað nú, ætlarðu að ilengjast í
Ameríku, koma heim eða hverfa aftur
til Þýskalands?
„Ég bara veit það ekki, þetta er
dálítið í deiglunni hjá mér. Þó ég sé
nokkuö ánægð með árangurinn í New
York þá er ég orðin svolitið þreytt á
Ameríku. Þetta er búið að vera
ótrúlega slítandi og erfitt, ekki endi-
lega ballettinn heldur allt sem fylgir
því að vera lausráöin og þurfa að
standa í bisness jafnframt æfingunum.
Svo sakna ég þess lika að vera ekki föst
í flokki og evrópska ballettsins og þess
að dansa reglulega. Þaö er þaö sem ég
vil gera, dansa, það er það sem heillar
mig. Og svo er stundum ekki laust við
að mig sé fariö að langa hingað heim,
jafnvel stofna skóla . . . það er svo
margt sem mann dreymir um og ég
eins og stend á nokkurs konar vega-
mótum í augnablikinu...”
MS
Maria i hlutverki Giseiie i Þjóöleikhúsinu, en þaö hlutverk dansaöi hún hór
fyrir tveimur árum á móti Helga Tómassyni.
DV. LAUGARDAGUR18. ÁGUST1984.
15
NOmÐJR
■BILARN
Volvo 245 GL '83, I
ekinn 14.000 km, sjálfskiptur. Verð kr.
540.000,-
Volvo 244 DL '82,
ekinn 26.000 km, beinskiptur. Verð kr.
375.000,-
Volvo 244 GL '81,
ekinn 50.000 km, sjálfskiptur. Verð kr
390.000,- '
Volvo 244 GL '81,
ekinn 84.000 km, sjálfskiptur. Verð kr
360.000,-
Volvo 244 DL '82,
ekinn 25.000 km, sjálfskiptur. Verð kr.
410.000,-
Volvo 245 GL 79,
ekinn 57.000 km, sjálfskiptur.
Verðkr. 310.000,-
Volvo 244 DL '82,
ekinn 77.000 km, beinskiptur m/vökva-
,stýri.Verð 230.000,-
Vólvo 244 DL 76,
ekinn 98.000 km, beinskiptur. Verð kr.
170.000,-
OPIÐIDAG KL. 13-17
VOLVOSAUJRiNN
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200
FOWM/FRI
FEWUMSÍ MEÐ
FEPDAMmÖÐINNI
LONDON
Flug, flug og bíll, flug og gisting á góðum
Hótelum í London eða sumarhúsum í
Bretlandi, flug og bátur.
Vikufcrð verö frá kr. 10.909,-
FRANKFURT
Flug og bíll / flug og gisting - hótel eða
sumarhús 1,2, 3, 4 vikur.
Verðfrákr. 10.044,-
PARfS
Flug og bíll / flug og gisting.
Vikuferð frá kr. 9.322,-
FLUG*BfLL
SUMARHÚS
Oberallgau í Suður-Þýskalandi 1,2, 3, 4
vikur. Brottför alla laugardaga.
Verðfrákr. 12.724,-
LUXEMBORG
Flug og bíll / flug og gisting, alla föstudaga.
Vikuferð verð frá kr. 10.350,-
KAUPM.HÖFN
Flug - gisting - bíll. ferottför alla föstudaga.
Verð frá kr. 11.897.-
STOKKHÖLM
Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferðir.
Verð frá kr. 13.428.-
10.909.
10.044.
9.322.
12.724.
10.350.
11.897.
13.428.
OSLO
10.943.
Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferðir.
Verðfrákr. 10.943,-
★
OFANGREIND VERÐ ERU PR.
MANN OG MIÐAST VIÐ 4 í BÍL
BENIDORM
í leiguflugi eða með viðkomu í London. 12. september
14. september og 3. október 3 vikur. íbúða eða hótelgisting.
ELDRIBORGARAR
Ath. 3. október - eldri borgarar, við bjóðum ykkur fyrsta
flokks gistingu á Hótel Rosamar. Leiðsögumaður og
hjúkrunarkona á staðnum.
Fáðu upplýsingar og leiðbeiningar hjá okkur um ferðamátann
senr hentar þcr.
.FERÐA..
i!!l MIDSTODIN
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
BJARNIDAGUR AUH TEIKNISTOFA