Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1984, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR18. ÁGUST1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRlSTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuöi 275 kr. Verö í lausasölu 25 kr. Helgarblað 28^kr. Notodirdjo er óvelkominn Sendiherra Indónesíu á íslandi, með aðsetri í Osló, heldur á mánudaginn hanastélsboð í Reykjavík fyrir vini og aðdáendur eins mesta fjöldamorðingja og rummungs- þjófs, sem uppi er um þessar mundir. Sá er Suharto hers- höfðingi og forseti og er fátt um hann prenthæft að segja. Indónesía er land auðugt að olíu, málmum og timbri. Þar ætti að vera hægt að bæta lífskjör fólks eins og gerzt hefur í sumum nágrannalandanna. Hin fátæka þjóð þarf hins vegar að sæta sérlega grófri f járpyndingu Suhartos, ættingja hans og nánustu klíkubræðra í hernum. I fáum löndum heims eru mútur eins veigamikill liöur í aðgangseyri erlendra fyrirtækja. Einkum er það áberandi í olíunni. Um þetta er skrifað fullum fetum á prenti hér á Vesturlöndum. Ljóst er, að undan hefur ver- ið komið f járhæðum, sem eru hærri en við fáum skynjað. Á móti þessu mútufé þarf gengi Suhartos að gera óhag- stæða samninga fyrir hönd Indónesíu. Þannig tvöfaldast tjónið, sem hin fátæka þjóð verður fyrir af völdum hins umboðslausa hóps valdhafa, er brauzt til valda í heims- frægu blóðbaði fyrir tæplega tveimur áratugum. Talið er, að Suharto og félagar hafi slátrað um 300.000 manns í kringum valdatökuna. Það er meiri fjöldi en allir islendingar. Tugir þúsunda urðu að hírast við illa aðbúð í fangabúðum, flestir í tíu ár eða lengur. Af þeim hafa rúm- lega 30.000 verið leystir úr haldi. Allur þorri þessara manna fær ekki vinnu, annaðhvort af því að pólitískrar fangavistar þeirra er getið í nafn- skírteinum þeirra eða af því að þeir hafa ekki fengið nafn- skírteini. Sumir þeirra hírast í útlegð á fjarlægum eyjum án sambands við ættingja sína. Allt eru þetta þó smámunir í samanburði við þjóðar- morðið mikla á eyjunni Timor. Herlið Suhartos gerði inn- rás á austurhluta eyjarinnar fyrir níu árum og hefur síðan komið fyrir kattarnef 200.000 af 600.000 íbúum hennar. Þetta er eitt mesta þjóöarmorð síðustu áratuga. Um leið hafa menning og þjóðhættir eyjarskeggja verið lögð í rúst. Frásagnir sjónarvotta að atburðum þessum eru ekki prenthæfar, svo ógeðslegar eru þær. En niðurstaða þeirra má vera öllum ljós, þar á meðal hana- stélsliði Notodirdjos, sendiherra Suhartos. Ríkisstjórn Reagans Bandaríkjaforseta hefur sætt réttmætu ámæli fyrir stuðning við ýmsa stórglæpamenn á valdastóli, bara ef þeir eru hægri sinnaðir. Þess vegna er athyglisvert, að Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hefur hvað eftir annað kvartaö við Suharto. Nú síðast afhenti utanríkisráðherrann mótmælabréf frá 123 bandarískum þingmönnum. Jóhannes Páll páfi hefur einnig nýlega gagnrýnt Suharto fyrir að standa þversum í vegi fyrir alþjóðlegu hjálparstarfi á Timor. Glæpalýður Suhartos tekur ekki mark á neinu af þessu. Á alþjóðavettvangi er stjórn Suhartos í fremstu röð þeirra ríkja, sem eru að breyta Unesco, Menningar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, í svínastíu. Þeir beita stofn- uninni til að reyna að hindra vestræna fjölmiðla í að afla frétta af óhugnaðinum hjá valdhöfum eins og Suharto. Notodirdjo, sendiherra Suhartos, er ekki velkominn hér á landi. Hann er fulltrúi eins mesta rummungsþjófs og fjöldamorðingja nútímans. Enginn ætti að koma nálægt honum. Samt skulum við vona, að brennivínið standi ekki í stuðningsliði Suhartos á Islandi. Jónas Kristjánsson KARDÍNÁLAR í KARPHÚSINU Mér skilst aö nú séu ýmsir aðilar vinnumarkaðarins að semja bak við tjöldin. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Samningar hafa aldrei fariö fram öðruvísi. Það eru í samningaviðræðum sem öðrum ákveðnar siðareglur, ef ekki helgisiðir, sem fara verður eftir. Þetta hefst á því að verkalýðsfélög segja upp samningum. Síðan er samin kröfugerð sem endurspeglar frekar það sem leiðtogar verkalýðshreyfing- arinnar telja umbjóðendur sína vilja en þaö sem þeir telja sig geta náð f ram. Síðan vísa vinnuveitendur kröfu- gerðinni frá og láta þau boö ut berast aö fallist verkalýðshreyfingin ekki á kauplækkun, afnám orlofs, lífeyris- sjóðagjalda og lengda vinnuviku fari öll fyrirtæki í landinu á hausinn. Við þetta verða verkalýösleiötogar ákaflega reiðir og afla sér umsvifa- laust verkfallsheimildar. Þeir veifa þeirri ágætu heimild síðan og segjast beita henni þegar í stað ef ekki verður gengið að kröfum þeirra að fullu. Síðan hætta deiluaðilar að talast við, nema hvaö þeir hreyta ónotum í andstæðingana í fjölmiðlum þangað til sáttasemjari kallar þá á fund. Þeir mæta, luntalegir, en eiga engra kosta völ. Síðan tekur sáttasemjari til við að þreyta þá, eins og laxa á stöng. Fundir verða sífellt lengri og fundahlé styttri. Smám saman er lögð sífellt meiri áhersla á næturfundi og í stuttu máli sagt gerir sáttasemjari allt sem hann getur til þess aö rugla lífsmynstri samningamanna og þreyta þá sem mest, þar til þeir þola þetta ekki lengur og komast aö samkomulaginu sem all- ir sáu fyrir að yrði niðurstaðan, löngu áður en samninga viöræður hóf ust. Þetta er um margt svipuð aðferð og notuð er við aö velja páfann í Róm. Þar eru kardinálamir lokaðir inni og fá ekki að hafa samband við umheiminn fyrr en nýr páfi hefur veriö vaiinn og fulltrúiþeirra hefur kallað út yfir Pét- urstorg: ,,Habemus papam”. Þess ber þó að geta að núoröið er ekki gengið eins hart að kardínálunum í Róm, frekar en á íslenska vinnu- markaðinum, og áður var. Sagnaritar- ar á miðöldum greina frá því að þegar kardínálum gekk ilia aö velja páfa á sínum lokuöu fundum hafi óþolinmóðir lénsherrar, sem auðvitað studdu til- tekna frambjóðendur, átt það til að minnka, og jafnvel stöðva, matarsend- ingar til kardínálanna til þess aö flýta fyrir því að samstaða næðist. Þaö er jafnvel sagt að á stundum hafi furstar og hertogar umkringt húsakynni kardínálanna og komið í veg fyrir aö næturgögn fengjust tæmd og brást þá ekki að nýr páfi fékkst fljótlega út- nefndur. Ekki hafa farið af því sögur að sáttasemjari ríkisins hafi nokkru sinni gengið svo langt en hver veit nema ein- hvern tímann verði klósettum í karp- húsinu læst þegar mikið liggur viö. Það er svo annar handleggur, eins og Svejk hefði sagt, að hver sem niður- staðan verður veröur ávinningur verkalýöshreyfingarinnar lítill, ef þá ekki hrein og klár kjaraskerðing, en mun þó í raun vera þjóöarbúinu ofviöa eins og vinnuveitendur geta sýnt fram Ólafur B. Guðnason á með óhrekjandi tölvísi. Og samt mun jörðin snúast áfram og aftur koma vor ídal. Fornir helgisiðir eiga sér fjölmarg- ar hliöstæður í stjómmálum á tuttug- ustu öld. Forfeður okkar í Evrópu höfðu það fyrir siö að kenna kóngum sínum um allt það sem miður fór en þakka þeim það sem betur tókst. Þann- ig vai kóngum þeirra þakkað ástsam- lega þegar viðraði vel til veiöa og land- búnaðar en á rigningasumrum urðu víða mannaskipti á hásætum. Þetta er í raun ósköp svipað nú á dögum utan hvað í hinum iönvædda heimi er forsætisráöherrum og forset- um ekki fórnað í hallærum. Þeir tapa bara kosningum. Og nýir menn taka við og stundum gengur betur meöan þeir sitja á stóli og þá er þeim þakkað fyrir. En þeir ráða ekki meiru um slíkt en kóngar forfeðra okkar um úrkom- una, auðvitað. Það athygbsverða er að eins og kóngamir í fornöld trúðu því sjálfir að vond sumur væru þeim að kenna en góð að þakka trúa stjórnmálamenn því aö þeir ráöi einhverju um gang mála í stjórnmálum. Það má að vísu til sanns vegar færa aö í afmörkuðum, stað- bundnum tilfellum hafa þeir stundum áhrif. Fjölmargir taptogarar um allt land eru því til sönnunar. En í raun og veru ráða vorir starf- sömu þingmenn sáralitlu um afkomu okkar. Þeir lesa skýrslur og skrifa álit og gera tillögur. Þeir tala um „verð- bólgu”, „ fjárfestingarhvetjandi aö- gerðir”, „ívilnandi aðgerðir” (þeg- ar þeir óttast um atkvæðin sín) og í því líkjast þeir mest forfeðrum okkar sem færðu blóðfórnir og fóru með galdra- þulur og dönsuöu regndansa. Þegar rigndi, var það vegna þess aö þeir höfðu hitt á réttu seremóníuna. Þegar ekki rigndi var það illum öndum að kenna, eða óvinum, eöa reiði guðanna. En þaö var auövitað ekki þeim sjálfum að kenna, þeir höf ðu gert sitt besta. Nú skilst mér að mál málanna sé að kcma formanni Sjálfstæðisflokksins á ráðherrastól Þetta eru eðlileg viö- brögö því þaö hefur gengið frekar illa hjá okkur Islendingum upp á síðkastið, nema í júdó. Það er þess vegna sjálf- sagt að láta reyna á þaö hvort formað- ur Sjálfstæðisflokksins getur ekki fært ríkisstjóminni einhverja gæfu. Ef þaö gengur ekki verður aö leita hennar annars staðar. Á meðan gengur þjóölífið sinn vana- gang og þegnarnir milli banka, eins og alltaf. Að visu hafa stjómvöld nú flækt málin með því að leyfa bönkunum að ráða eigin vöxtum, svo nú er reiknings- dæmið eilítiö flóknara, en menn laga sig eflaust fljótt að breytingunum. Is- lendingar eru kannski ekki ríkir en meðan bankar eru til finnum við ekki svo mjög fyrir fátæktinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.