Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1984, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR18. ÁGÚST1984. Menn gengu í galla- buxnanna æ minni Gallabuxnalaus heimur? Væri það ekki eins og heimur án bíla, auglýs- inga, kaffitíma, DV eftir hádegi, salt- kjöts og bauna-túkalls? Líkast til þætti mörgum sjónarsviptir aö þeim gömlu. Margt bendir til þess að slíkrar byltingar sé að vænta í fataefni að vænta megi þess að gallabuxur og jafn- framt annar hefðbundinn klæðnaður lifi það ekkj af. Og raunar þarf þetta ekki til. Gallabuxur seljast æ minna í heiminum. Levi Strauss gallabuxna- verksmiðjurnar eru ef til vill ekki í dauöateygjunum en eiga undir högg að sækja. Nýverið ráku þeir 400 manns í höf uöstöðvum sínum í San Fransisco. I síðasta mánuði lokuðu þeir 11 verksmiðjum í Bandarikjunum en slatti veröur þó eftir til að sjá oss fyrir gallabuxum því 150 voru í gangi fyrir þessa lokun. 3200 misstu vinnuna. 2 og hálfar gallabuxur á manrt Slíku ástfóstri hafa menn tekiö við gallabuxur aö í Bandaríkjunum eru seldar 2 og hálfar galiabuxur á hvert mannsbarn á ári. Eru þá allir innifald- ir, örvasa gamalmenni, reifaböm, Reagan og allir hinir. Frakkar eru með 0,9 gallabuxur á mann (!), Norð- menn 1,2, Danir 1,3, Þjóöverjar og Hol- lendingar svolitið meira. Arið 1981 var metár í gaiiabuxna- söiu en nú blasir hrun við. R'rfa kjaft „Menn klæddust gaiiabuxum, rifu kjaft og gáfu þannig skít í kerfið,’’ sagði fræðaþulurinn og fjölmiðla- spekingurinn McLuhan. Og svo urðu gallabuxumar tiska og á öngvan hátt tákn uppreisnar, á svipaðan hátt og rokkið. Reagan og Carter hafa ekkert á móti því að sjást í gallabuxum. Meira að segja hinn formfasti Pompidou Frakk- landsforseti brá sér til St.Tropez á gallabuxum svo maður gleymi ekki gailabuxnagöngutúrum Onnu prins- essu. Skýringin á minnkandi gengi galla- buxna er meðal annars að þessi klæðnaður hentar helst unglingum. „Bamabomban mikla” á Vestur- löndum var ekki aðeins ein uppspretta stúdentaóeiröa og láta heldur einnig gróðavegur gallabuxnasala. Ungu fólki hefur nú fækkaö hlutfallslega miðað við það sem var fyrir tíu árum. Og mun fækka enn. Frá 'því á sjötta áratugnum hefur vegur gallabuxnanna stöðugt vaxiö þar tii nú. Marlon Brando, James Dean og Joan Crawford klæddust slikum gripum í myndunum Austan Eden, Villta liðið, og Nonni gítar og lak svo af þeim töffið að úr þeim varð æði. Bæjara að kenna Gallabuxnaæöiö á Vesturlöndum má rekja til sniðugs Bæjara Levi Strauss aö nafni sem fluttist búferlum til Bandaríkjanna 1847. Levi Strauss fékk hugmyndina að gallabuxunum um svipað ieyti en það tók hann tæp 25 ár að þróa hugmyndina. Upp úr 1873 tóku Bandaríkjamenn að rífa þessa fiík út úr verslunum. 1 fyrstu voru gallabuxur notaðar sem vinnubuxur en smátt og Þegar mann gengu i gallabuxum og rifu kjaft James Dean slappar af (úr myndinni Risanum). smátt urðu þær viöurkenndar við hvert tækifæria.m.k. í verkamannabæjum. Innrás þeirra í Evrópu má rekja til komu fyrstu amerísku hermannanna. Vildu allir gallabuxur fengið hafa frá Könum og svo fór að þær urðu gjald- miöiil, notaður til góðs og ills. Ungmeyjar sáust halda á brott með Könum og tipla tindilfættar í galla- buxum frá þeim, öldnum til mikillar hneykslunar. « Clark Gable og Marilyn Monroe i gallabuxum. STORLÆKKAÐ ¥ERÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.