Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1984, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR18. ÁGUST1984. 19 Runki raimsóknar- lögreglumadur kemnr til sögunnar Otihátlöahöld takast yfirleitt vel ef miöaö er við legu landsins og það veðurfar sem henni fylgir en til von- ar og vara eru menn sem stunda slík hátíðahöld orðnir tilbúnir undir tré- verk strax á föstudagskvöldi og láta sér því í léttu rúmi liggja þótt þeir geti synt tvö hundruð metrana í tjaldinu sínu morguninn eftir. Eg hef aldrei á ævi minni farið á útisamkomu og þekki þetta því ekki af eigin raun og á meðan fólk var að tínast í bæinn eftir vel heppnað ölæði, að sögn manna sem að samkomum stóöu, var ég að horfa á tvö hundruð metra hlaup kvenna á ólympíu- leikunum sjö sinnum og atvikið þegar heimsmeistarinn Mary Decker sparkaði í Zolu Budd, einnig sjö sinnum. Mér fannst þetta svo sem allt í lagi en það versta var aö eftir að hafa horft á tvö hundruð metra hlaupið fimm sinnum var ég orðinn hér um bil viss um hver myndi sigra í hlaupinu og þess vegna var það harla lítið spennandi í tvö síðustuskiptin. En nú er ólympíuleikunum lokiö vestur í Los Angeies þótt þeir haldi áfram hérna í Breiðholtinu í gegnum Danmörku og er það vegna lögmáls- ins um framboð og eftirspurn sem er að afsanna ágæti sitt þessa dagana niðri í Bankastræti. Einnig mun vera meira framboð á tekjuskatti en eftir- spurn í augnablikinu og þó hefur hann hækkað, sem er andstætt lög- málinu, að minnsta kosti hjá opin- berum starfsmönnum sem eru ný- búnir að gera óraunhæfar kaupkröf- ur, að mati stjórnvalda, af þeirri ómerkilegu ástæðu að þeir geta ekki lifað af laununum sínum. Morðið En nú er komið að öðrum kafla sögunnar um Morðið á skrifstofu Milljóna hf. I fyrsta kaflanum fannst Jón Jóns- son, forstjóri fyrirtækisins, dauður inni á karlaklósettinu og tókst ekki að vekja hann til lífsins þótt notuð væru til þess bæði góð ráð og dýr. Þessi kafli nefnist Runki rannsókn- arlögreglumaöur og í honum segir frá Runka rannsóknarlögreglu- manni sem fær það erfiða lilutverk aö rannsaka morðið á Jóni Jónssyni, forstjóra Milljóna hf., ásamt aðstoð- armanni sínum, Binna bláþræði, sem skortir flest það sem prýöir annað fólk en er ekkert verri fyrir það. Runki rannsóknarlögreglumaöur sat í skrifstofunni sinni með fætuma uppi á borði og tuggði tannstöngul. Það var ekki það skemmtilegasta sem Runki rannsóknarlögreglu- maður gerði en hins vegar yfirleitt þaðeina. Á árinu sem nú var að líöa hafði hann að vísu rannsakað tvö innbrot í hænsnabú og gómað báða þjófana en því miður tókst honum ekki að sanna neitt á þá þar sem þeir höfðu étiö sönnunargögnin og samkvæmt lög- um er ekki hægt að dæma menn fyrir morð ef ekkert lík liggur fyrir. Runki rannsóknarlögreglumaður var ekki ánægður með það í upphafi ferils síns hvað lítið var að gera og þess vegna sendi hann aðstoöar- mann sinn, Binna bláþráð, út á götu til að huga aö grunsamlegum mann- eskjum. Binni bláþráður þjáðist ekki beint af of mikilli greind en þó tókst honum að standa á götuhorni með hattinn slútandi niður í augu og virða fyrir sér þær fáu hræður sem fram hjá gengu. Og þegar hann haföi fengið sér dagblaö, sem hann þóttist vera að lesa, og sett upp dökku sólgler- augun var hann orðinn grunsamleg- astur af öllum í götunni og hefði án minnsta vafa tekið sig umsvifalaust fastan ef hann hefði orðið fyrir því að líta i spegil. En þrátt fyrir hattinn, gleraugun og dagblaðiö, sem sneri reyndar á haus, fór ekkert fram hjá vökulum augum Binna bláþráöar og hann var ekki seinn á sér upp á skrifstofu til Runka rannsóknarlögreglumanns þegar hann sá grunsamlega konu á miðjum aldri með dökk sólgleraugu og hatt með slútandi börðum fara inn í hattabúðina sem var handan göt- unnar. Irafárið á Binna bláþræði var svo mikið þegar hann ruddist inn á skrif- stofu Runka rannsóknarlögreglu- manns að Runki var heillengi að róa sjálfan sig og enn lengur aö róa Binna bláþráð sem kom undir venju- legum kringumstæöum yfirleitt ekki upp nokkru orði og ekki skánaði hon- um málleysið þegar hann var æstur. Að lokum tókst Runka rannsóknar- lögreglumanni þó, vegna reynslu sinnar í að yfirheyra hænsnaþjófa, að toga það út úr Binna bláþræði að hann hefði séö grunsamlega konu á miðjum aldri með dökk sólgleraugu og hatt meðslútandi börðum fara inn í hattabúðina handan götunnar. — Og var það nú allt og sumt? spurði Runki rannsóknarlögreglu- maöur með fyrirlitningu i rómnum og sá hálfpartinn eftir að hafa eytt tíma í aö róa Binna bláþráð. BENEDIKT AXELSSON — Allt og sumt, endurtók Binni bláþráður sem átti vanda til aö endurtaka það sem aðrir höfðu sagt vegna þeirra takmörkuðu hæfileika sem hann hafði til að segja eitthvað af sjálfsdáðum. — Hefurður nokkurn tímann hugs- að út í það, sagði Runki rannsóknar- lögreglumaöur með þunga í rödd- inni, — til hvers fólk fer inn í hatta- búð? Binni bláþráður hafði aldrei hugs- að út í neitt en hins vegar var hann iðinn viö að klóra sér í kollinum og það var hann einmitt að gera þegar Runki rannsóknarlögreglumaöur hélt áfram. — Þaö fer þangað til að kaupa sér hatt. — En konan var meö hatt, stam- aði Binni bláþráður. Við þessa yfiríýsingu brosti Runki rannsóknarlögreglumaður og Binni bláþráður brosti líka af því að hann hélt að hann hefði sagt eitthvað skyn- samlegt. — Nú skal ég segja þér eina sögu, Binni minn, sagöi Runki rannsóknar- lögreglumaður alveg sallarólegur og Binni bláþráður ljómaði í framan af því að hann hafði svo gaman af sögum. — Sumt fólk á einn hatt, byrjaði Runki rannsóknarlögreglumaður, — sumt fólk á tvo hatta, hélt hann áfram, — og sumt á jafnvel þrjá hatta. —• Vá, skaut Binni bláþráður inn í, honum fannst þetta svo spennandi. — Og ef kona sem á þrjá hatta fer inn í hattabúð, sagði Runki rann- sóknarlögreglumaður og lagði þunga áherslu á hvert orð, — þá ætlar hún ábyggilega að fara aö kaupa sér fjórðahattinn. Binni bláþráður áttaði sig ekki á því að sagan var búin fyrr en Runki rannsóknarlögreglumaöur settist í stólinn sinn og fór að sötra pilsnerinn sem Binni haföi keypt handa honum fyrr um morguninn. Meöal annarra skyldustarfa seni Binni bláþráður haföi með höndum var að fara út í búð og kaupa pilsner og vindil handa Runka rannsóknar- lögreglumanni. I fyrsta skipti sem honum var fálið þetta erfiða hlutverk keypti hann hafrakex og rúsínur og gaf þá skýr- ingu þegar Runki rannsóknarlög- reglumaður spurði hann hvern and- skotann þetta ætti að þýða að hann ætti svo erfitt með aö hugsa um margt í einu. En þótt Binni bláþráður teldist ekki í hópi gáfuðustu manna þjóöar- innar var hjartagæsku hans við- brugðið og sannaðist það áþreifan- lega þegar þeir félagarnir, Runki rannsóknarlögreglumaður og Binni bláþráður, handtóku fyrri hænsna- þjófinn. Það mál hófst þannig að síminn á skrifstofu rannsóknarlögreglunnar hringdi og Runki rannsóknarlög- reglumaður svaraði. Hann hafði ekki fyrr sagt sitt letilega halló en rödd í símanum tilkynnti aö það hefði verið brotist inn í hænsnahúsið sitt og hænum stolið. — Þótti engum mikið, varö Runka rannsóknarlögreglumanni aö orði um leið og hann fékk sér sopa af pilsnernum sem Binni bláþráður var nýbúinn að kaupa handa honum. — Og ég veit hver þjófurinn er, hélt röddin í símanum áfram og virt- ist æst eins og raddir í síma eiga að vera þegar búið er að stela frá þeim hænum. — Það var hann Stebbi stutti, skrækti röddin í símanum, — og ég krefst þess að hann verði hand- tekinn á stundinni. Að svo mæltu skellti röddin á og þess vegna var alveg vita vonlaust fyrir Runka rannsóknarlögreglu- mann að spyrja hana nánar um hænsnaþjófnaðinn eins og hann ætl- aöiþóaðgera. Runki rannsóknarlögreglumaður sneri sér því að Binna bláþræði og sagði honum að aka eins og fjandinn væri á hælunum á þeim heim til Stebba stutta. Þegar þangað kom bauðst Binni bláþráöur, vegna síns góða hjartalags, til að umkringja kofann hans Stebba á meðan Runki rannsóknarlögreglumaöur réöist til inngöngu. Einhverra hluta vegna afþakkaði Runki rannsóknarlögreglumaður þetta kostaboð og skipaði Binna blá- þræði að fylgja sér eftir. Þegar þeir félagarnir komu inn í kofann hans Stebba stutta sat hann við borðið sitt og var að stanga úr tönnunum. Hann var talsvert slomp- aöur og sagðist hafa veriö að borða saltfisk þegar Runki rannsóknarlög- reglumaður spurði hann hvað hefði verið á matseðlinum hjá honum. — Besti saltfiskur sem ég hef á ævi minni smakkað, sagði Stebbi stutti og hélt áfram að stanga úr tönnunum á meöan Runki rannsókn- arlögreglumaður og Binni bláþráöur leituðu að sönnunargögnum varð- andi hænsnaþjófnaðinn. Eftir talsverða leit gafst Runki rannsóknarlögreglumaður upp og fór að yfirheyra þann grunaða sem talaði ekki um annað en saltfisk og hvað það hefði veriö gott ef hann hefði átt rófustöppu til að hafa með honum. Binni bláþráður hélt hins vegar áfram leitinni og um svipað leyti og Runki rannsóknarlögreglumaður gafst upp á að yfirheyra Stebba stutta fann Binni bláþráöur lærlegg undir bekknum hans sem var örugg- lega ekki úr saltfiski en vegna þess að Binni bláþráður kenndi dálítið í brjósti um Stebba stutta stakk hann lærleggnum í vasann og þegar þeir félagamir komu aftur á skrifstofuna setti hannJœrlegginn í öskutunnuna svo lítið bar á. Þannig endar annar kaflinn um Morðið á skrifstofu Milljóna hf., kannski birti ég þriðja kaflann næst. Kveðja Ben.Ax. Skrifstofnstarf Viljum ráða skrifstofumann með starfsreynslu til að annast verkstjóm við IBM tölvuskráningu. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf ósk- ast sendar fyrir 27. ágúst nk. Vegagerð ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. Verkstœðisvélar, vörulyftarar, verkfœramarkaður. Eigum ávallt á lager úrval notaðra verk- stæðisvéla og vörulyftara. Vorum að taka heim m.a. hefla, smergla, boltaklippur, prófílsagir, vökvadrifnar boltaklippur, stóra hlaupaketti frá 1 1/2 tonn—6 1/2 tonn, loftpressur frá 100—1200 1/mín, súlubor- vélar, snittvélar, plötuvals, 2000 x 6 mm. Einnig rafmagns- og dísillyftarar, ýmsar stærðir. Úrval handverkfæra á mjög hagstæðu verði. Ýmislegt fleira er væntanlegt á næstunni, m.a. plötuvals, 3550 x 5 mm, með vökvabúnað á keflum. Getum einnig útvegað aörar verkstæðisvélar, lyftara og vinnuvélar. Lítid inn. Sjón er sögu ríkari. I< Kistill Véla- og verkfæraverslun. Smiðjuvegi E30. Kóp. - Sími(91)-79780. . BB Bi H HH HH HS U V ■■ ■■ Bi WM Hi ■■ Tilboð Glæsilegt tilboð á eldavél sem stendur í ágúst meðan birgðir endast 4 hellur af hentugri stærö. Ytri brún í sömu hæö og hellurnar. Upplýst rofaborö. Tvöföld ofnhurð meö örygg- islæsingu. Stór 50 lítra sjálfhreinsandi bakara- og steikingarofn. Rafdrifinn grillbúnaður. Fylgirhlutir: 3 bökunarplöt- ur, ofnskúffa og grind. Stór 38 lítra emeleraður bökunar- og steikingaofn. Hægt aö baka í báöum ofnunum í einu. Stillanlegur sökkull. Eigum aðeins nokkur stykki á þessu hag- stæða ágústtilboði í gulu, grænu, rauðu og hvítu. Eldavél kr. 14.900.- Gufugleypir kr. 4.900.- Útborgun kr. 3.000.- eftirstöðvar á 6 mán. EINAR FARESTVF.IT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI I6995

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.