Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VISIR 198. TBL. — 74. og 10. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 29. AGUST 1984. Byggðaríagiö er í hættu Er ekki að leysa vanda sjávarútvegsins, segir Albert Guðmundsson um fyrirgreiðsluna til Jökuls „Meö þessum tilmælum mínum til Framkvæmdastofnunar er ég að flýta fyrir greiðslum í Byggðasjóö sem síðan mun- væntanlega beina fjármagninu til Jökuls á Raufar- höfn,” sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í samtali við DV. Þegar Albert var spurður hvort togari Jökuls væri ekki einn af þeim togurum sem væru yfir 90% veðsetningarmarkinu sem ríkis- stjórnin miöaði við að myndu ekki njóta skuldbreytinga í kjölfar aðgerðanna í júlí sagöist hann ekki hafa hugmynd um það. „Þessi lánafyrirgreiðsla er ekki eingöngu fyrir sjávarútveginn á staðnum. Tilvera fólksins á Raufar- höfn byggist á starfsemi þessa fyrir- tækis og staða fyrirtækisins er slík að byggðarlagið er í hættu. Það er þessi vandi sem ég vil leysa,” sagði Albert.” — Mun þá vandi annarra fyrir- tækja sem svipað er ástatt um verða leystur á þennan hátt? , ,Ef heil by ggðarlög eru í hættu þá á ríkissjóður, sjóður allra lands- manna, að leitast við að leysa þann vanda,” sagði Albert Guömundsson fjármálaráðherra. ÞJH Hvaða skýríngareru áþensluí miðríkreppu? — sjá bls. 2-3 Prjónandibílar íspyrnukeppni — sjá bls. 19 Stórsigur Stuttgartí gærkvöldi — sjá íþróttir bls. 20-21 Valgeir kennariskorar áRagnhildi -sjábls.32 Tíðarandinn ígarðrækt — sjá bls. 34-35 I Hinn heimskunni hagfræðingur og nóbelsverðlaunahafi Milton Friedman kom hingað til lands i morgun ásamt konu sinrsi, Rose Friedman. Hér mun hann dvelja í fjóra daga og m.a. flytja fyrirlestur í boði við- skiptadeildar Háskólans og Stofnunar Jóns Þorlákssonar undir yfirskriftinni „Eru aukin ríkisumsvif óhjákvæmileg?" Eftir islandsdvölina mun Friedman halda til Cambridge þar sem hann situr ráðstefnu Montpellier-hópsins. -FRI/DV-mynd S Áfengifyrir I20mill]ónir ámánuði — sjábls. 11 jf§ Náunginnsem skrifaði doktorsritgerð umað „spýta ástein” eráíslandi — sjá bls. 4-5 Hafatölvth skermarog videogláp áhrífáfóstur? — sjá erlendar fréttirábls.8og9 íslenskt heimsmetí sorp- framleiðslu — sjá frétt á baksíðu Starfsmenn Álafoss hf. kaupa hlutabréf fyrir40 milljónir: Kaupa hlutabréf og fá skattaafslátt „Þeir munu vilja selja þessi 20% hlutabréfanna á tæpar 40 milljónir eöa nærri því, ég hef það að vísu ekki beint staðfest enn,” sagði Halldór Kristjánsson í morgun. Hann hefur unnið að því undanfama mánuði aö koma á kaupum starfsmanna Ála- foss hf. á hlutabréfum. Við könnun í vor reyndust 180 starfsmenn hafa áhuga á þessu. 40 milljóna kaup þýða yfir 200 þúsund á starfsmann. ,,Já, sumir eru byrjaðir aö leggja fyrir. En ég geri ráð fyrir aö kaupunum verði skipt á tvö eða þrjú ár. Hver partur á hins vegar að borgast á 12 mánuöum svo að þetta verður talsvert strangt og haröara en ríkið hefur boðið öðrum,” sagði Halldór. „Það hjálpar verulega að með nýjum skattalögum fær nú hver starfsmaður sem tekur þátt í þessu 20 þúsund króna sérstakan frádrátt til skatts hvert árið og hjón 40 þúsund. Þetta er mikil hvatning og enda tilgangur laganna.” Samkvæmt heimildum DV er talið líklegt að Alafoss skili nokkrum arði sem kemur þá nýju hluthöfunum til góða auk skattafrádráttarins. Framkvæmdasjóður ríkisins á svo til einn þetta stóra fyrirtæki í Mosfellssveit. Stjóm sjóðsins ákvað í gær tilboð sitt til starfsmanna. DV er kunnugt um að Hilda hf. og fleiri sýndu áhuga á að kaupa fyrirtækið allt. Samkvæmt verðlagningu á 20% hlutafjárins hefði fyrirtækið kostað 200 milljónir í heilu lagi. -HERB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.