Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Side 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGUST1984. Svante Janson er séní. Superséní. Hann tók stúdentspróf aöeins 9 ára, 14 ára var hann kominn með há- skólapróf í stærðfræði. Eftir þaö hefur hann bætt tveimur doktorstitl- um ísafnið, báðum ístæröfræöi. Hann er sænskur, 29 ára, frá borg- inni Uppsölum. Árangur hans hefur aö vonum vakið mikla athygli í Sví- þjóö. Sænskur blaðamaður tók til dæmis við hann viðtal nýlega og þá barst seinni doktorsritgeröin hans í tal. Er viötaliö birtist túlkaði blaða- maðurinn efni ritgeröarinnar svo að hún væri eiginlega um það að hrækja mörgum sinnum á stein. Lesendur rákuuppstóraugu. Að hrækja á stein? ,,Eg held svei mér þá aö fólk hafi haldiö í fyrstu að ég hafi ekki gert - annað í tvö ár en hrækja á stein,” sagði Svante Janson hlæjandi er viö röbbuöum saman í Breiðholtinu skömmu fyrir hádegi í gær. Hann hefur dvaliö hér á Islandi síð- ustu tvær vikurnar ásamt unnustu sinni, Julie White. Megintilgangur- inn með ferðinni var aö sækja stærö- fræöiþingið sem lauk í síðustu viku. Ferðin hefur þó einnig veriö skémmtiferð, notuð til að skoða land- ið örlítið. Talið berst aö því hvenær stærð- fræðigáfurnar hafi komiö í ljós. ,,Þær uppgötvuðust er ég byrjaði 7 ára í skóla' Ég var þá búinn aö lesa mér nokkuð til í stærðfræöibókum móður minnar sem hún notaði á sín- um tíma í menntaskóla. Þetta varð til þess að ég fór ekki þessa heföbundnu skólagöngu eins og jafnaldrar mínir. Pabbi, sem er menntaskólakennari í ensku og sænsku, var mér innan handar við að sækja tíma í menntaskóla”. Stúdentspróf 9 ára „Þau fög sem ég lærði þar voru efnafræði, stærðfræöi, eðlisfræöi, náttúrufræði og sænska. Og þetta eru þær greinar sem ég tók stúdentspróf í. Ég tók próf í efnafræðinni fyrst, 9 ára, en síðan í hinum fögunum, 10 ára.” — Hvað sögðu skólasystkini þín í menntaskóianum er þú birtist skyndilega í tímum? „Þau sögðu ekkert, ekki við mig að minnsta kosti. En þau uröu hissa á þessuöllusaman.” Á næsta ári hófst skólanámið, Svante var þá 11 ára.” Fyrsta vetur- inn var það meö þeim hætti að ég sendi bréf í háskólann. Þetta var því bréfaskólanám. En veturinn eftir, er ég var 12 ára, hóf ég reglubundiö nám í háskólanumí Uppsala.” Meö ákaflega skemmtilegum hætti segir hann okkur frá því hvers vegna hann valdi stærðfræði í háskólanum en ekki efnafræði, eölisfræöi og hin fögin er hann haföi tekið stúdents- próf í. Gat ekki gert verkiegar tilraunir vegna smæðar „Eg átti eiginlega ekki annarra kosta völ. Það var útilokað fyrir mig að gera verklegar tilraunir þar sem ég var þaö lítill að ég náði tæpast upp ítækin.” Þessari skýringu fylgdi bros. Það er reyndar áberandi fyrir manninn hve hann er léttur í lund og þægileg- uríölluviðmóti. Við spuröum hvort það heföi haft áhrif á kunnirigja hans er hann að- eins 9 ára var byrjaöur aö taka stúdentspróf á meöan þeir lásu sitt barnaskólaefni. Hvort hann heföi einangrast frá ieikfélögumsínum? j,Nei, sem betur. fer ekki. Við strákamir lékum okkur saman eins og gengur og gerist með böm á þess- um aldri. Viö pössuðum okkur bara á því að tala lítið um stærðfræði. ” Lærði 5 ára að lesa — En hvenær skyldi kappinn hafa lærtaðlesa? „Ég held ég hafi veriö um 5 ára er ég byrjaði að lesa. Það er ekkert Svante Janson, 29 ára, ásamt unnustu sinni Julie White, 24 ára, i Breiðholtinu í síðustu viku. „Við strákarnir lékum okkur saman eins og gengur og gerist með börn á þessum aidri. Við pössuðum okkur bara á því að tala lítið um stærðfræði.” DV-mynd: Bjamleifur. Svante Janson er séní — tók stúdentspróf 9 ára, háskólapróf 14 ára og hefur skrifað tvær doktorsritgerðir í stærðfræði - Litlu, hvítu sjálfsmorðssveitirnar: KINDUR Á STUÐURUM Frétt DV í gær um háar bætur er falla bændum í skaut þegar kindur þeirra lenda í umferðarslysum vakti aö vonum mikla athygli og þá einkum vegna þeirrar staðreyndar að bændur fá miklu meira fyrir fé sitt ef ekið er á það á þjóðvegum heldur en í slátur- húsum. Sem dæmi má nefna að vetur- gömul kind, sem ekið er á, færir bónd- anum 2.400 krónur í aöra hönd og verð- launahrútur, sem verður fyrir bíl, kostar hvorki meira né minna 5.500 krónur. Verölagningin er ákveðin ein- hliða af Framleiðsluráði landbúnaðar- ins og að sögn Gunnars Guðbjarts- sonar er miðað við fallþunga dilka, afurðaverð og svo bætist við álag vegna þess að lifandi skepnur eru verð- meiri en dilkar á krók. Til allrar hamingju hefur þó dregið verulega úr umferðarslysum þar sem kindur eiga í hlut á undanförnum árum og munar þar mest um hvað girðingar við þjóðvegi hafa lengst og þést. Einn starfsmaður Framleiösluráðs lét svo um mælt í samtali við DV aö aukinn ökuhraði bifreiöa úti á landsbyggðinni væri þess valdandi að kindur, sem ekið væri á, klesstust á stuðarana líkt og flugur og væru fyrr en varði komnar í aðra sýslu. Væri þá fátt annað eftir en hornin. Ökumenn úti á landsbyggöinni eru nú mjög á varðbergi gagnvart þessum verðmiklu kindum, svo ekki sé minnst á verðlaunahrúta, og nefna sauðfé sín á milli litlu, hvítu sjálfsmorðs- sveitirnar. -EIR. I dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Verkamannakjöt til sölu Þeir eru farnir að selja verka- mannakjöt á Selfossi. Kaupfélagið á staðnum auglýsir að það hafi verka- mannasteik á boðstólum. Þessi tíöindi vekja þá spurningu hjá neytandanum hvort kjötið sé af verkamönnum eða fyrir verkamenn. Það skiptir auðvitað máli. Ekki aö kjötið þurfi að vera verra hvort held- ur er. Neytendur vilja hins vegar ekki vera að leggja sér til munns matvæli sem ætluð eru öðrum, eða þá hitt að yfirleitt þykir almenningi betra að vita hvað hann ieggur sér til munns, þegar sérhæft og fágætt kjöt er komið á markaðinn. Verkamannakjöt þarf ekki að vera verra en lambakjöt eða nauta- kjöt. ísiendingar éta jafnvel hrossa- kjöt með góðri lyst og raunar er það aimannarómur að neysluvenjur landsmanna séu óðum að breytast til batnaðar. Fjölbreytni, nýjabrum hvers konar, sérhannaðir réttir njóta vaxandi vinsælda. Verkamannakjöt er það nýjasta. Nauðsynlegt er engu að síður aö fá upplýst hvort verkamennirnir, sem notaðir eru til undaneldis, eru sunn- lenskir eða norðlenskir. Einnig hvort þeir séu stríðaidir eða horaðir. Og hvar af skepnunni er kjötið skorið? Eru þetta lundir, rifjasteik eða lær- vöðvar? Verkamenn eru misjafnlega af guði gerðir. Holdanaut hafa veriö höfð til ræktunar í Hrísey, og hér eru rekin svinabú og kjúklingarækt af kunnáttu. En enginn hefur heyrt get- ið um hoidarækt á verkamönnum og þess vegna verður að gera þá kröfu að kaupfélagið á Selfossi upplýsi neytendur um þau bú, þar sem verkamenn eru aldir til manneldis. Kaupmenn þurfa sömuleiðis aö geta keypt verkamenn beint frá bændum og búmönnum, þegar þessi nýja vara kemur á markaðinn. Eða eru verka- mennirnir kannski seldir á fæti? Dagfari heföi haldið að kaupmenn og viðskiptajöfrar væru ákjósanlegir til manneldis. Eða þá ráðherrar. Þeir eru yfirleitt vel aldir. En kannske er ekki nóg framboð af slíku fólki. En amalegt væri það ekki, að auglýsa ráðherrakjöt á matseðHnum í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á matsölu- og veitingastöðum. Ef skilja ber auglýsinguna frá kaupfélaginu á Selfossi á þann veg að verkamenn séu leiddir til slátrun- ar hefur Verkamannasamband ís- lands fengið nýtt og veigameira hlut- verk, og fer maður þá að átta sig á hjá Guðmundi jaka. Auðvitað hljóta þeirri kröfuhörku sem fram kemur mennimir að geta gert þá sjálfsögðu kröfu að þeir séu vel haldnir í mat og launum þegar stéttin er auglýst sem nýjasti matarrétturinn hjá kaupfé- lögum landsbyggðarinnar. Svo er vitaskuld hinn möguleikinn einnig fyrir hendi aö kjötið sé auglýst sem verkamannakjöt vegna þess að verkamönnum einum sé ætlaö að borða það. Þaö er ekki minni ný- lunda. íslendingar hafa ekki farið í mannamun eða stéttaskiptingu þeg- ar þeir grípa til matar síns. Ef kaup- félagið á Selfossi ætlar að taka upp þann sið að bjóða verkamönnum upp á sérmáltíðir, og embættismönnum, iðnaðarmönnum eða verslunarfólki upp á annan kost, þá er það eflaust runnið undan rifjum þeirrar land- búnaðarstefnu sem ríkir hér um þessar mundir. Sú stefna gerir nefni- lega ráð fyrir, að íslendingar éti ým- ist gott kjöt eða vont kjöt, góðar kart- öflur eða vondar, góð egg eða slæm. Nú hafa þeir ákveðið að verkamenn éti þetta kjöt en háskólaborgarar hitt. Þess vegna er verkamannakjöt auglýst. Viðskiptavinir kaupfélags- ins eru hér með beðnir um að hafa persónuskilriki með sér, næst þegar þeir kaupa i matinn. Dagfari,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.