Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Qupperneq 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. AGUST1984. 5 ‘ miklu fyrr en almennt gengur og ger- ist hjá krökkum.” Svante á tvo bræöur. Hvorugur hefur mikinn áhuga á stæröfræði. „Annar starfar sem kennari í leik- skóla, hinn er í hagfræðinámi í há- skólanum í Uppsölum. Ætli hann endi ekki sem forstjóri í einhverju fyrirtæki.” En hvaö um foreldrana, eru þeir miklir stærðfræöingar? Svo reyndist ekki vera. Skýringin á hinum miklu stærðfræðigáfum lá því ekki fyrir í þessu rabbi okkar. Það skiptir held- ur ekki máli. Eiga stærðfræðingar erfitt með tungumál? I tal berst hvort hann haldi aö stærðfræðingar eigi erfitt með aö iæra tungumál og öfugt eins og stundum er haldið fram. „Ég hef heyrt þessa tilgátu en ég held að hún sé ekki rétt.” Unnusta hans, Julie White, 24 ára, stenst ekki mátið og grípur fram í. „Að mínu mati er þetta alrangt. Það eru engar reglur til um þetta. Það sem er aöalatriðið er hvort viðkom- andi hefur tíma til aö leggja jafn- mikla rækt við tungumál þegar áhuginn er allur í til dæmis stærð- fræði.” Og ekki sannast þessi kenning á Svante, þaö er ábyggilegt. Hann tal- ar ensku eins og best gerist. Má líka kannski til. Julie er ensk en flutti til Svíþjóðar með foreldrum sínum fyrirtuttuguárum. — Er hún í stærðfræði líka? „Nei, ekki er nú svo. Ég er í ensk- um bókmenntum, tók þær fram yfir raungreinar.” „Fannst raungreinarnar ekki vera nægilega manneskjulegar,” bætir hún við og horfir hlæjandi framan í stærðfræðinginn. Ritgerðin um að spýta á stein? Okkur fannst rétt að spyrja Svante frekar út í doktorsritgerðirnar tvær sem hann hefur skrifað. Þá fyrri lauk hann við 22 ára en þá seinni í fyrra. Og það var einmitt hún sem blaða- maöurinn sænski geröi aö umtalsefni í viðtalinu sem við minntumst á í upphafi. Efni ritgeröarinnar snýst um lík- indareikning, (probability theory), um það hvernig megi þekja hlut meö litlum dropum. „Er við ræddum ritgeröina sagði hann eitthvað á þessa leið: Er þetta þá svipaö og ég taki mér stein í hönd og spýti á hann? Eg játaði að þetta væru jú fræöi sem mætti heimfæra upp á slíkt. Ég verö aö viöurkenna að mér brá örlítiö er ég sá síðan viðtalið sem var annars hið ágætasta. En fólk fékk held ég rangar hugmyndir um efni ritgerðarinnar.” Við leiddum talið að Islandsheim- sókninni og hvemig þeim hefði líkað landið í norðri. „Við höfum yerið mjög heilluð af því sem viö höfum séö. Það er ákaflega fallegt hér. Við erum búin að ferðast til Akur- eyrar, Húsavíkur, Mývatns, Vest- mannaeyja og þá fórum við einn dag- inn meðan á þinginu stóð að Gullfossi og Geysi. Við komum hingað örugg- lega aftur til aö skoða okkur betur um.” Fæst viö rannsóknir í háskólanum í Uppsölum — Hvað tekur svo við á næstunni? „Háskólinn í Uppsölum byrjar eftir um viku en þar fæst ég viö rann- sóknir, auk þess sem ég kenni dálítiö með. Og Julie tekur til við sitt nám.” — En að lokum, ertu góður í skák eins og svo margir stærðfræðingar? „Nei, ekki mjög. Halldór vinnur mig.” Halldór er kunningi hans hér á Is- landi sem þau hafa dvalist hjá í þessari fyrstu Islandsheimsókn sinni — en ekki þeirri síðustu eins og þau sögöu. -JGH Verkalýðsf élögin Þór og Rangæingur: Kref jast 41,8% hækkunar launa — til að samræma kjör í slaturhusum ogafurðasölu Sláturfélagsins Verkalýðsfélögin Þór í Ámessýsluog Rangæingui- í Rangárvallasýslu hafá lagt fram tillögur um breytingar á launaliðum sláturhússamnings þar i sveit, frá og með 1. september næst- komandi. Hljóöa kröfumar upp á 41,8% hækkun launa miðað við kaup- taxta, en 23,2% í ækkun sé miðað við kauptryggingu. „Viö köllum þetta samræmingartil- lögur,” sagði Sigurður Oskarsson, varaformaöur Rangæings, í samtali við DV- ,,Við erum að krefjast þéss aö starfsfólk sláturhúsa á Suðurlandi búi við sömu kjör og starfsmenn afurða- sölu Sláturfélags Suðurlands' —sömu kjör og þeir síðamefndu hafa búið við frá því í byrjun júbmánaöar. Þetta eru tiilögúr umsamræmingu.” Aö sögn Siguröar fékk starfsfólk afurðasölu Sláturfélágsins sömu hækk- un launa í byrjun júlíinánaöar og verkalýðsfélögin tvö eru að fara fram á nú fyrir stárfsmenn sláturhúsa. Starfsfólk i ellefla launaflókki fékk tvö þúsund króna kauphækkun eftir þriggja mánaða starf en þrjú þúsund króna hækkun eftir eins árs starf. Forráðamenn Slátui’félagsins hafa haldið því fram að hér væri um bónus- greiöslur aö ræða. Sigurður kvaöst reiðubúmn að meta hækkunina þannig, þótt hann teldi að hér væru á ferðinni beinar launahækkanir. „Kröfur okkar eru mjög hógværar,” sagði Sigurður, „og fara ekkert fram úr þyí sem viösemjendur okkar hafa þegarsettígang.” EA V'érðiii' íiogíð-nijlb flú'gv'áliapiia i veij’rijíir tv..sr ferffir : ^RoitgrcUim i Holiáiidi' ó.g Teessfde . ■eunljaþ’ ..raVijftpija jgu aúiiiursU'í'ud r. i'. r . .' - bað eii: ív í - . . ■ Garðar Sverrisson og Stefán Bene- diktson á Eskifirði. DV-mynd FRI Bandalagsmenn á vinnu- staðafundum á Austurlandi: „Merkilegt hve fólk veit vel af okkur hér” ' Þingmenn og starfsmenn Bandalags jafnaöarmanna voru í síöustu viku á vinnustaðafundum á Austurlandi og fóru víða. DV hitti tvo þeirra á Eski- firöi, þá Stefán Benediktsson þing- mann og Garöar Sverrisson, fram- kvæmdastjóra flokksins. * Ástæðu vinnustaðafundanna sögöu þeir vera aö flokkurinn væri án f jölmiöils og þeir hefðu komist að því aö það væri áhættuminna að halda svona fundi en reka blaö. Bandalagsmenn hafa verið á svona f undum um allt land í sumar og eiga nú aöeins eitt kjördæmi eftir, Noröurland vestra. „Það sem fyrst og fremst brennur á fólki eru kjör þess. Maður finnur fyrir óánægju fólks sem finnst að það hafi ekkert um það að segja hvemig þeim fjármunum, sem það skapar með vinnu sinni, er ráðstafað,” sögöu þeir Stefán og Garöar í samtali viö DV. „Þetta fólk gerir sér grein fyrir því að þeir erfiðleikar, sem það býr viö hvað varðar þjónustu og samgöngu- mál, verða ekki leystir með öðru en því að það fái meira um ráöið hvernig f jár- munum þess er ráðstafaö. Það eru meiri umræður um þessi atriöi en voru i kosningabaráttunni fyrir ári,” sögöu þeir. En vita menn úti á landi almennt hvað bandalagiðstendurfyrir? „Jú, það er merkilegt hvað fólk veit mikið af okkur og stefnumiðum okkar,” sögðu þeir og bættu því við að helstu mál bandalagsins, sem fólk vissi best af, væri gagnrýnin á Sam- bandið og afnám tekjuskattsins. „Það er greir.ilegt að á tekjuskatt- inum sér fólk best viö hvaða óréttlæti það býr. Fiskvinnslukonur borga nánast hið sama í skatta og lögfræð- ingur sem kaupir tvær ióðir í Stiga- hlíðinni.” I máli þeirra Stefáns og Garðars kom ennfremur fram að á fundum þeirra heföi komið í ljós takmarkalaus fyrirbtning fólks á því styrkjakerfi sem ríkti hér og pólitíkusar segöu að væri fyrir það. Þá kom einnig fram hjá þeim að margir væru fylgjandi hug- myndinni einn maður, eitt atkvæði. . . ”það áttar sig á því að þetta kosninga- fyrirkomulag, sem nú gildir, hefur ekki fært því það sem stefnt var að í upphafi og hugmyndin um að gera landið aö einu kjördæmi á mikið fylgi.” -FRI Skóla- töskur og möppur Ný lírsa ~ (NÆSTA HÚS VIÐ SJÓNVARPIÐ) ■“ Sími 68-67-80 ilahjolbardar NYLDN JW'W. - K' ‘,***l*r. ■ ' 'tp: , 1100 x20 14 PR AFTURD 1000 x 20 14 PR AFTURD 900 x20 12 PR FRAMD 1000 x20 14 PR FRAMD SENDUM. í POSTKROFU kr .kr kr kr ,jF. X a sT’S'f vw'&ú.itisró: í i «*-’.'&'é’’* r a mmk, ?il'B é Mm, e CI 4* p d C 11250- 8975- 7970- 8975-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.