Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Side 40
FRETTASKOTIÐ 6878-58 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku. Fullrar nafnleyndar Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022., er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 29. AGUST 1984. Mikil eftirspurn eftir starfsfólki: Auglýst eftir 80 manns íDVígær Atvinnuástand viröist ekki vera ýkja slæmt um þessar mundir ef marka má atvinnuauglýsingar dagblaöanna. Þaö vakti t.d. athygli í smáauglýs- ingum DV í gær aö í 37 auglýsingum var óskaö eftir fólki til starfa. I mörg- um tilvikum var auglýst eftir fleiri en einum þannig aö hiklaust má gera ráö fyrir aö a.m.k. 80 manns heföu getaö -/engiö vinnu meö aðstoð DV. Hins veg- ar auglýstu aöeins tveir einstaklingar eftir vinnu í DV í gær. Svipaö var uppi á teningnum í sunnu- dagsblaði Morgunblaösins um síðustu helgi. Atvinnuauglýsingar, þar sem falast var eftir fólki til starfa, spönn- uöu ekki minna en sex síður í blaöinu. Aftur á móti auglýstu örfáir eftir vinnu. Hvort þetta er lýsandi fyrir atvinnu- ástandiö nú skal ósagt látið. En óneit- anlega veröur allt tal um atvinnuleysi heldur hjáróma þegar umrætt auglýs- Tngahlutfall er haft í huga. -JSS HUNDRAÐ ÞUSUND T0NN AF RUSLI Oskapleg sorpframleiösla ibúa á höfuðborgarsvæðinu slær öll met. Frá hverjum einasta íbúa berast 800—1000 kíló af sorpi á ári. „Þetta mun sem dæmi vera tvöfalt meira en þekkist á hinum Noröurlöndunum,” segir Þórður Þorbjamarson borgar- verkfræðingur. Sorphaugarnir í Gufunesi veröa sneisafullir 1988. Nú hefur hafiö störf samstarfsnefnd ailra sveitarfélaga á höfuöborgarsvæöinu, nema Kjós- verja, um sameiginlég úrræði í sorp- eyðingu. Heist er tveggja kosta völ. Urðun á sorpinu ómeðhöndluðu eins og nú eöa að bagga það og pressa til brennslu i sorpeyöingarstöö. Að sögn borgar- verkfræðings byggist þó sá kostur á því að markaður finnist fyrir þá orku sem slík stöð framleiðir. Uröunin er þeim vanda bundin að land er af skornum skammti á heppi- legum stöðum. Ætlunin er aö það liggi fyrir í árs- lok 1986 hvert úrræöi muni vænlegast til þess að losna viö þessi 100 þúsund tonn af rusli sem höfuöborgarbúar leggja frásérárlega. HERB Undirskriftalistar með álveri við Eyjaf jörð Rúmlega þrjú þúsund hafa Emil Atli og Rósmary með kettlingana 7 á heimili sinu nú i morgun. Með þeim er Friðrik sem var i heimsókn. DV-mynd: S. W Vel heppnaður keisaraskurður 5 — systkini í Eskihlíð eignuðust 7 afkvæmi eftir 3 mánaða sambúð Emil Atli og Rósmary eignuöust 7 afkvæmi í gær, öll tekin með keisara- skurði, og heilsast fjölskyldunni vel. Þau skötuhjúin Emil og Rósmary eru systkini, hafa búið saman í þrjá mán- uöi og eru reyndar angórakettir. Emii var ekki fyrr fluttur inn til systur sinnar en Ijóst var aö frúin var kettlingafull. Leið og beiö og þegar að fæðingunni kom reyndust einhverjir erfiöleikar í vegi. Utvíkkunin gekk eðlilega en Rósmary gat ekki fætt. Var þá gripið til þess ráðs að bruna með hana upp á Dýraspítala þar sem gerð- ur var keisaraskurður og út spruttu 7 • angórakettl- sprelllifandi kettlingar - ingar. Að sögn sérfræðinga er sjaldgæft að svo margir lifi af keisaraskurð sem gerður er á köttum. -EIR. r ÁlsamnÍRigarnir: BRAÐABIRGÐAVERÐIÐ ER GRUNNVERD HÆKKANA „Eg get sagt að það er verið að semja um verulega hækkun á orku- verðinu en hversu mikil hún er er ekkert hægt að segja um á þessu stigi. Það kemur í ljós á fundinum eftir 10 daga í Amsterdam hvort samningar takast. En viö erum bjartsýnir.” Þetta sagði Gunnar G. Schram al- þingismaður er DV spurði hann í gær um hugsanlega hækkun orkuverðs til álversins. Gunnar er í samninga- nefnd Islands í viðræðunum við Alusuisse. — Nú hafa menn velt því fyrir sér hvort verið er að ræöa um hækkanir á núverandi bráðabirgðaverði, 9,6 mill, eða gamla verðinu, 6,4 mill. Við hvort er miðað? „Þaö er verið að ræða um núver- andi verð, 9,6 iniU. Að miða við gamla verðið væri tæplega rök- rétt.” Gunnar sagði ennfremur að rætt heföi verið um hvort orkuverðið ætti að vera föst tala eða hvort það ætti að miðast við heimsmarkaösverð á áU. I seinna tUvikinu mætti hugsan- lega notast við sams konar formúlu ognotuðværiíGhana. -JGH skrifað undir „Við erum að innkaUa listana og telja þá sem hafa skrifað undir. Mér sýnist það vera um 3200 til 3300 manns,” sagði VUhelm Ágústsson, ^einn forsvarsmanna áivers við Eyja- fjörö. Aö undanförnu hafa legiö frammi undirskriftaUstar meö slíku álveri á bensínstöðvum og öörum opin- berum byggingum á Akureyri. „Við erum nokkuö ánægðir því að viö höfum ekki gengið í hús og undir Ust- ana skrifar eingöngu fólk meö kosn- ingarétt, búsett við Eyjaf jörö.” -KÞ LUKKUDAGAR \ 29. ágúst 5281 HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR.400,- Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Borgarverkfræöingur hlýtur að vera alveg i rusii....

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.