Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. 45 Uppþornað saltvatnlð sem kallað er „Baðker djötulslns”. TlJNISs Sand- strendnr og þorp hella- hita Túnis er hlið að arabíska heiminum og meginlandi Afríku. Þar eru lengstu sandstrendur heims og landið auðugt að sérkennum og erfðavenjum. Þar rætast óskir og draumar um dularfulla veröld. Ef þú ert makindalegur að gerð er auðvelt fyrir þig að fá brúnan lit á kroppinn. Sólin er svo hátt á himni að hún veitir enga skugga. Við komu til og dvöl í Túnis kynnast menn mörgu. Sem ferðamannaland er það nýkomið til sögunnar. Þar er að finna sterkar menningarerföir sem eiga bæði rætur í trúarbrögðum lands- manna og sérkennilegu hirðingjalífi. Nyrst í landinu er klettótt strönd sem bylgjur Miðjarðarhafs leika um. Haldi menn þaðan og upp til landsins verða á vegi gróðursælir ásar þar sem kork- eikur vaxa. Þar er Túnis, höfuðborgin, og rústir hinna frægu Karþagó. Enn sem komið er hefur aðeins lítill hluti hennar veriö grafinn upp. En Habib Bourgiba, forseti Túnis, hefur heitið því.að ef olíuboranir heppnast vel ætli hann að verja hluta olíuteknanna til þess að grafa Karþagó alla upp. Ekki ýkja langt frá höfuðborginni, sem er nýtískuleg og orðin stór, er bær- inn Sidi Bou Said, oft kallaöur „biái og hvíti bærinn”. Þar er húsfööumum hegnt ef hann vanrækir að halda hús- veggjunum hjá sér hreinum eða gleymir að mála dyrnar bláar, en blái liturinn á að vinna gegn illum öndum. Jafnvel þeir fáu bUar sem við sáum i þröngum og bröttum götunum fylgdu rækilega þessum sið. Fjall Berbanna Til vesturs, á landamærum Alsir, Kortaf Túnls. eru Atlasfjöll, fjaUaröð sem nær yfir norðurhluta meginlands Afríku. Við rætur þeirra eru bústaðir f jölda Berba. Berbamir eru taldir vera fmmbyggjar Túnis. Þeir eiga gamlar erfðir að baki sem fjaUabúar. Það voru Rómverjar sem hröktu þetta fóUc á undan sér upp til fjaUa. Af furðulegri þrautseigju tórðu þeir þar. Nú er ekki nema litlar leifar Berba þar að finna. Berbarnir hafa dreiftst út um aUt landið. Það er aðeins syðst í Túnis að enn þrífast nokkur Berbasamfélög sem hafa stað- ið af sér að samlagast nútímaþjóöfé- lagi. Dæmi um slíkt samfélag em Berbamir í Katmata. Hellabúarnir í Katmata Hvort það nú var í AtlasfjöUunum eða í hellum Katmata að Ali Baba fann guUfjársjóðinn látum við ósagt. En hitt getum við vottað að á báöum stöðum námum viö stemmninguna og sér- kennúegan lífstíl fólksins sem fram kemur í ævintýrabókinni 1001 nótt. Við áttum nótt í Sidi ArisshóteUnu tU dæm- is þar sem herbergin eru langt niðri í jörðinni og þar sem þjóðarrétturinn koss-koss er framreiddur á grófgerðu langborðinu úr handhefluðum pálma- bolum. Að Ukum er Katmata einn af -<--------------- A markaðstorglnu. sérkennUegustu bústöðum í heimi. Þar hafa ættflokkar Berba átt heima í því nær tvö þúsund ár. Hellamir eru grafn- ir bókstaflega niður í stóra útbrunna eldfjallagíga. Á yfirborðinu er einna Ukast því sem risamoldvarpa hafi veriö hér að verki. Sjálfir Uta hellamir vel út að innan. Hvitkalkaðir veggimir minna á mar- mara og steingólfin eru vandlega þvegin. HellafóUcið viU ekki búa í hús- um. Þaðsegir aðenginhúsakynni jafn- ist á við heUana í fjalUnu. Við skiljum það vel. Lega hellanna og gerð veitir svo góða einangrun gegn hita og kulda sem enginn skortur er á í þessu fjalla- landi. Inni í helUnum er trygging fyrir seytján tU tuttugu og þriggja gráðu hita áriðumkring. Sahara — heimur út af fyrir sig I suðri er líka túniski hlutinn af Sa- hara og þar er mjög sérstæð menning. Ennþá er þar ráðandi vinja- og hirð- ingjafólkið sem býr við sauðfé og úlf- alda. Þeir sem ekki búa í litlum einkabú- stöðum eða jaröholum halda áfram að láta sér nægja tjaldið. Ef þú ætlar að feröast til Sahara vU ég benda þér á að búa þig að hætti inn- fæddra. Sá búningur er léttur og þægi- legur og höfuð og munnur vel varin. Á leið þinni um sand- og steppulend- urnar kemst þú að raun um að þú hefur fengið aö upplifa þínar fyrstu hillingar og þá getum við róað þig með því aö sérhver vin býr yfir sömu töfmm þar sem hillir undir hana við sjóndeildar- hring eftir daglangan akstur. Baðker djöfulsins Stóru uppþomuöu saltvötnin mynda hluta af Sahara. Hiö stærsta þeirra hefur verið kallað „baðker d jöf ulsins. ” Það heiti skiljum viö ofurvel eftir að hafa fariö sjö mílur yfir þetta salthaf. Allt var hvítt. Brennandi sólarhitinn ásamt saltuppgufuninni varö þess valdandi að Land-Roverbílamir, sem voru um eitt hundrað metrum á undan okkur, litu út eins og þeir væru í lausu lofti. Allt loftið titraöi eins og f jandinn sjálfur hefði verið að hræða þá. Að vera á ferð á þessum flennivíðu sand- sléttum færir þeim sem reynir furðu- legustuhluti. Gabes og eyðimerkurrefurinn Rommel Gabesvinin er þekktust fyrir mikla döðlurækt. Vinin myndar stærsta og sérstæðasta döðlupálmadal í Túnis. Rúmlega tíu þúsund ferkílómetrar em þaktir þrjú hundruð þúsund pálma- trjám. Ef við komumst inn í bæinn sjálfan, nýja Gabes, fer ekki hjá því að við förum fram hjá Atlantikhótelinu. Þaö var aðsetursstaður og höfuðstöð „eyði- merkurrefsins” Rommels í seinni heimsstyrjöldinni. Guli bærinn Það nafn ber vinin Tozeur. Ástæðan er sú að allur bærinn er byggöur á sér- kennilegum gulum sandsteini sem er svo mikið af á þessu svæði. Það sem samt sem áður risti dýpstu sporin við að sjá þennan litla bæ var „Afríski dýragarðurinn.” Þar eru saman kom- in öll þau dýr sem lifað hafa villt í Túnis forðum. Á vesturströnd Túnis sjáum við lengstu samfelldu sandstrendur heims. Þú hlýtur að veita sandbreiðun- um athygli er þú kemur þangað og lendir á einum flugvellinum. Að sjálf- sögðu er hér að finna öll stærstu hótelin og obbann af erlendu ferðamönnunum. Ferðamannastraumurinn til margra borga og bæja þama við ströndina hefur aukist gífurlega á síðasta ára- tug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.