Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Side 26
62 DV. LAUGARDAGUR 27. OKTÖBER1984. Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Eins og ég gat um í síöasta þætti, hefur tals- vert hlaöizt upp af lesendabréfum hjá mér. Því veröa lesendur, sem bréf senda, að vera þolin- móöir og bíða þess rólegir aö ég veiti þeim svör eða birti vísur og botna frá þeim. Eg geröi bréfi frá Halldóri Kristjánssyni lítil skil í síðasta þætti, en bréf hans er svo langt og botnamir margir, að ég verð aö treina sumt af því, er hann sendir, til seinni þátta. Halldór botnar: Kvedum sveinar, kvedum fljód, kœtum Braga-vini. Hér skal listin helg og gód höfd ad gfirskini. Drykkju hœttum, núer nótt, núer mál ad hátta, bezt er um sig ad hafa hljótt hérna utangátta. Sá mun ekki sofa rótt, er syndir miklar plaga, illar fylgjur ad hafa sótt allt eins nœtur og daga. Fyrrum oft með svönnum sat, saup á vískí fínu. Ófullur ég ekkert gat ort að gamni mínu. Ekki er sú list mér léð að leyna fýsnum mínum. Ég vildi sœll á Sjafnar-beð sofa í örmum þínum. Nú fer vor að ganga í garð, gleðjast munu lýðir. Harpa söng og Vetur varð varnarlaus um síðir. Svífa fgrir sjónum mér sœlar bernskustundir. En illa gigtarfjandinn fer með fólk um þessar mundir. Harla fátt ég annað á utan drauma mína, en ég get illa etið þá, svo ég mun holdum týna. Ég hef staðið ströngu í, stritað allan daginn, því karlinn fór á fyllirí og flýtti sér í bœinn. Gleðja mundi göfgan hal gœfustundir eiga og hress í lund í Súlnasal sötra glundur veiga. Þótt við gluggann þjóti enn, þýðan óm ég greini, þegar leika listamenn lög úr Skugga-Sveini. Guðríður lýkur bréfi sínu með stöku: Enn er ég að yrkja dellu, — endalaust ég reykinn veð, — er neðan við alla hellu, engu skiptir, — þetta er skeð. Fleiri konur mættu taka sér Guðríði til fyrir- myndar, — lítið hefur komið í þáttinn frá kon- um, síðan hann hóf göngu sína á ný. Friðrik Sigfússon: „Við lestur fyrri þátta”: Þ6 að Jón sé beztur við að baka og breyti Skúli ,,drullukökum ”hans, á meðan fœðist frísk og glaðbeitt staka, er fátt sem raskað getur hugró manns. Og Friðrik kveður þessa ágætu vísu, sem margir mættu taka hliðs jón af: Á því finnst mér oft nú bera, þótt óðarperlum tíðum skarti: Ýmsir botnar ekki vera áframhald af fyrriparti. Friðrik botnar: Kröfur gerir þjökuð þjóð, þegar hausta tekur, og,, Jakinn ” þáí jötunmóð jarmar ogpontu skekur. Þótt skitið dœmi skrum og krass Skúli gagna-rýnir, falla eins og flís við rass flestir botnar mínir. Heykjast menn og hrökkva í kút, hauðurs gjalla tindar, þegar byljir brjótast út beggja megin þindar. M. segir sig vanti höfund að þessari „fögru blómavísu”: Fífill hár og fjóla smá fagna í tárablöðum, daggargárar glitra á grænum smárablöðum. . . Enn segir M.: Gleði flestum getur veitt góð og hnyttin staka, af ’henni getur aftur leitt önnur fleyg til baka, M. (Margrét?) botnar: Þó að núna skin og skúr skiptist á hér víða, um náttúrunnar nœgtabúr nöðrur álvers skríða. 98. þáttur: ÓFULLUR ÉG EKKERT GET ORT A» GAMNIMÍNU Eða: Fargaði bœði frelsi og mat fyrir baugalinu. Nú að stunda rupl og rán reynist gróðavegur mesti, þó að háðung, hneisu og smán hafi menn í veganesti. Núna brúka bítlarnir bœði hass og ,,dísur”, tónfœranna trítlarnir tœla heimskar skvísur. Ein er báran aldrei stök, eins og dœmin sanna, rökfrœðin þó reynist slök reglur þœr að kanna. Vaða um bœinn vitlidýr, viti firrt með hróp og sköll. oss eru ei að baki brýr, berjumst nú við skrímslin öll. Bragakaffið bœtir allt, betur ekkert hressir, vitja fyrir vístþú skalt, viljans stál það hvessir. Ýta marga Kaaber kœtir, kaffið bœtir heilsu manns, og þú sér, ef að þú gœtir, ánœgjan er nauðsyn hans. Og Halldór lýkur bréfi sínu með þessari stöku: Enn er ég að yrkja dellu, endalaust ég reykinn veð. Ráðafár við bragabrellu betur en þetta aldrei kveð. Það er enn mjög margt frá Halldóri í hirzlum mínum og verður það að bíða aö sinni. Eg gerði bréfi Eysteins í Skálaeyjum nokkur skil í síðasta þætti, en nú skal bætt um betur. Eysteinn botnar: Margt er það, sem léttir lund, litið sé til baka. ímínum huga marga stund minningarnar vaka. Eftir er nú aðeins hrat, ef ég llt á kroppinn. Hann er ónýtt apparat, orðinn sljór og loppinn. Sýndu andans þrek ogþrótt, þótt á bátinn gefi og landið herji hettusótt með hálsbólgu og kvefi. Að mœta Evu t aldingarði allir „normal" karlarþrá. Slíkt er meyjar mœlikvardi manndómsþroska drengja á. Ennþá drekk ég, enda þótt eftirköstin þekki, og drabba skal ég dag og nótt, efdropann þrýtur ekki. Ynqismeyjum oft ég hef yljað kaldar nœtur, hálfan daginn síðan sef og síðla rts á fœtur. Endileysu í óðarskrá ei kann rímið fela. Meistari Jakob, — má ég fá mjólkurlögg á pela ? Efþú hefur ekki neitt upp úrþínu striti, finnst þér allt svo Ijótt og leitt og lítið gert af viti. Fyrst Eysteinn hefur þann háttinn á aö skrifa sjaldan og yrkja þó fjöbnarga botna, verð ég enn að geyma allmikið frá honum til næsta þátt- ar. Nú hefur kona orðið. Guðríður Brynjólfsdóttir, Neðribyggð 9, Garðabæ, sendir botna: Hlut minn þér ég legg í Ijóði, launin mérþú greiðir síðar. Bergjum mjöð úr Sjafnarsjóði, sœlusundir verða tíðar. Kveðum sveinar, kveðum fljóð, kœtum Braga-vini. Öll við skulum yrkja Ijóð um íslands góðu syni. Drykkju hœttum, nú er nótt, nú er mál að hátta. Erþó tœpast eftirsótt ástin slíkra nátta. Sá mun ekki sofa rótt, er syndir miklar plaga Sœkir á um svala nótt samvizkan að naga. Fyrrum oft með svönnum sat, saup á viskí fínu; er nú löngu orðinn frat í augum Möggu og Stínu. Núna brúka bítlarnir bœði hass og,,dísur ”. Tœpast duga tittlarnir til að botna vísur. Ein er báran ekki stök, eins og dœmin löngum sanna, Margir, sem i verjast vök, vilja betri leiðir kanna. Vaða um bœinn villidýr, viti firrt með hróp og köll. Myrkrið þeim í brjósti býr, björtþau skynja ei sólarfjöll. Jœja, nú er, stelpur, stundin, stuðlið nú í D og V. Kveðið dýrt, þá léttist lundin, og látið karla í nœturstraff. V.S. á Skagaströnd (því miður skrifar hann ekki undir fullu nafni) sendi botna: /Helgarvísur enn er ort, alltaf fœðast stökur. Mörgum þykir mikið sport aðmalla,, drullukökur ’ ’. V.S. sendir síðbúinn verðlaunabotn: Meðan hímir hnipin þjóð og harðir tímar liða, margir ríma lítið Ijóð, loka-glímu bíða. Loksins brosir sumarsól, sem við þráðum lengi; geislar falla á grœnan hól, grösug tún og engi. Góður yfirmaður má mörg í hornin líta, hefur varla frið að fá framar til að skíta. Bundust tryggð á unga aldri, örlög manns og konu réðust. Seinna í lífsins svartagaldri sorgarhrukkur ásýnd léðust. Missa kjarkinn má ég ekki, mun um síðir birta til. Vaða skal í moldarmekki, meðan ég sé handaskil. Varla ein mun Ijóðalína létta allri sorginni, meðan hrjáir magapína meyjarnar í borginni. Gróða fíknin gnœfir yfir gjörðum manna í Reykjavík. Meðan nokkur maður lifir, magnast aura-pólitík. Nýja stjórnin álpast á öfga- vegi röngum; krukkar bara í kaupið hjá klœðlitlum og svöngum. Eg þakka V.S. á Skagaströnd góða botna og þau orð, er hann lét falla í garð Helgarvísna, — en ég held, að hann geti sér að meinalausu skrif- að þættinum undir fullu nafni. Einhver M. (vel gæti ég trúað, að það sé kona) sendir vísur, en mér er ómögulegt að sjá af bréfinu, hvað er eftir hana af því, sem hún sendir. Þessi mun þó eftir hana, en ég verð að ráða í annað orð 1. ljóðlínu, get bezt trúað að þar sé um „skrifvillu” aöræða: Fáir trúi, ég fáist við fyrriparta mína, þó að stundum gefi grið gigt og magapina. Römm er taugin, Reykjavík rekka til sín dregur. Liggur enn á borgarbrík breiður lastavegur. J.V. Þ.J. á skuttogaranum Guðbjarti IS send- ir eftirfarandi botna: Þegar líður þessi tíð, þarfað kvíða öngu. Eilíf blíða ár og síð eftir stríðin löngu. íHelgarvísur enn er ort, alltaf fœðast stökur, þvi klént er að líða kvœðaskort kaldar næturvökur. Kröfur gerir þjökuð þjóð, þegar hausta tekur. Ekki kveisið stjórnarstóð stríðsins brandþá skekur. Einnig sendir hann þessar vísur: Gleym ei, þjóð, á gott að trúa, glepja lát ei fyrirþér. Drottinn mun þitt bölið brúa, bœnin heit ef vopnið er. Kveðju sendir sjómaður að semja vísur rómaður. Hér er sá guli gómaður, hann Guðbjartur fœr nóg, maður. Eg þakka sérstaklega þessum sjómanni fyrir vísur og botna, — sjómenn mættu gera meira að því að senda þættinum vísur, því að ég veit, að meðal þeirra er margan góðan hagyrðinginn að finna. Lesendur geta orðið sér úti um marga fyrri- parta með því að lesa þennan þátt. En hér fara fleiri á eftir; „sís” kemur enn til hjálpar: Ein er kýrin ennþá pissar, annarri mun verða mál. Bœði skýrt og skorinort skylt er þér að tala. Húktu ’ ekkiþarna á hnjánum, hissaðu ’ upp brækurnar. Skúli Ben Helgarvísur Pósthólf 131 Hvammstangi531

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.