Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Qupperneq 20
56 DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. Símtöl, innanlands eöa utan, geta gert hvern mann aö hælismat. Til aö hringja til útlanda frá Amritsar þarf fyrst aö fara í gegnum símadömuna í hótelinu, síöan þá í bænum, síðan döm- una í Delhi, svo þá í Bombay, næst í gegnum London og loksins, ef maöur passar sig á að vera stööugt á hótelinu, er maöur kannski til staðar þegar sím- taliö kemur eftir tvo daga. Þrír dugðu ekki í eitt skiptiö. Flatmagað Hvergi haföi ég það betra en í Nýju Delhi. Ég held þaö geti fátt veriö dásamlegra en að flatmaga í grasinu við síkin við Indlandshliö. Fólk gengur einhverra hluta vegna hægar þegar þaö er á þessum slóöum. Þaö stansar kannski hjá einum af hundrað íssölu- mönnunum sem allir hafa þó sama ísinn. Krakkar busla af eldlegu fjöri í vatninu og skvetta glaðlega á útlendinginn sem er aö forvitnast þar í kring. Slöngutemjarar hafa þaö náöugt, blása í flautu fyrir nöðrur sín- ar og taka við peningum frá ferða- mönnum fyrir, eða bara flatmaga eins Himim megin ú hnettimnn troðið var að menn stóöu hálfir út um gluggana. Varla virtist hægt aö opna dymar á vögnunum því fólk var þétt- raöaö upp að þeim. Ég kynntist tilfinn- ingunni sjálfur þegar ég fór í rútu frá Amritsar í Punjab til landamæranna við Pakistan. Rútustjórar á Indlandsskaga vita ekki hvaö þaö er að keyra fullri rútu. Aö þeirra mati er rútan aldrei full. A meðan er hægt að anda í rútunni er hægt aö troða inn í hana fólki, vörum eöa kvikfénaöi. A leiðinni mátti heyra í kiðlingunum jarmandi. „Engin kona" I Pakistan bjó ég í ódýrustu og verstu hótelum sem ég hef nokkru sinni komið í og hef þó séö margt í feröalagabransanum. I Pakistan hitti ég líka elskulegra og gjafmildara fólk en nokkurs staöar annars staöar, þó ekki sé af Indverjum skafið í þeirri deild. Einn maður borgaöi fyrir mig rútuna, hálftíma leiö mflli Rawalpindi og Islamabad, bara af því að ég spjall- aði við hann á leiðinni. Annar labbaöi með mér tuttugu mínútna leið til aö vísa mér á hótelið mitt. Ég hélt aö þetta væri bara í leiðinni hjá honum og fannst ekkert ægilega mikið til um. En þá sneri hann við og vildi þaö eitt að skilnaöi aö taka í höndina á mér. Éinn liðsforingi á herflutningabíl keyrði mig niður í miðborg Rawalpindi þegar hann heyrði að mig vantaði leigubíl. Sölumaður spurði mig hvað ég vildi borga fyrir gosdrykkinn, og þegar ég sagði „ekkert” í gríni tók hann mig á oröinu og sagði ,,Eg er sko engin kona! ” Ég borgaði honum nú fullt verð en þótti mikið til um. Sölumenn í Asíu eru annars ekki vanir að gefa neitt. Símtöl I fréttamennskunni komst ég í kynni við hina alþjóölegu fréttamenn. Ian Hall hitti ég þrisvar sinnum. Hann er frá BBC og við hittumst fyrst í Amritsar þar sem við, fimm eöa sex saman, horfðum á video á kvöldin í hótelinu þar sem allir fréttamennirnir voru. Næst hitti ég hann í Islamabad, Pakistan, á fundi um Afganistan hjá bandaríska sendiráðinu. I þriðja skipt- ið í Delhi í símstöðinni, þar sem hægt er að senda útvarpspistla til útlanda. Hinir venjulegu símar ganga ekki. Ég reyndi nokkrum sinnum að hringja til Islands. Það gekk nógu vel til þess að Island heyrði í mér en ég heyrði ekki í lslandi. Símtölin urðu því að nokkurra mínútna eintali og svo skellti ég á og vonaði að fólkið heima hefðiheyrtímér. og við. Ég talaði við einn 14 ára strák sem þóttist vel stæður með slönguna sem faðir hans gaf honum þegar hann fluttist til borgarinnar. Hann hafði meira í laun en margir fullorðnir karl- menn. Hringekja Mánuðimir tveir á Indlandi liðu eins og í einhverjum draumi. Undraveröld fór fram hjá, alltof stutt. Hún fór fram hjá eins og mannmergðin í tívolí þegar maður svífur í kring í hringekj unni. Ég vissi fyrst að ég var vaknaður af draumnum, búinn að yfirgefa undra- landið, þegar ég lenti á flugvellinum í Bangkok, Thailandi. Þúsund Boeing vélar stóðu á vellinum. Skýjakljúfam- ir teygðu sig upp í loftið í fjarska. Fólk- ið sem kom að sækja mig var á banda- rískum bíl, meö stereoi. Þó.G.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.