Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Side 11
47 DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður, BA i ísiensku og frönsku, ieikari, kvikm yndaieikstjóri. Davíð Á. Gunnarsson, aðstoðarmaður ráðherra, verkfrmðingur og hagfræðing- ur. Pótur J. Thorsteinsson sendiherra, lög- og viðskiptafræðingur. Jóhannes Nordai, MA í hagfræði og doktor i fóiagsfræði. fjOlmenniaðir Mwm Allt unnlst eínhvern veginn sjálfkrafa þýdandl og démtiilkur í f rönsku, sem lært hefur spænsku og rússnesku og stundar nd f ramhaldsndm í lögf r æöi — segir Gunnar Jönsson, lögf rædingur, BA í frönsku og sögu, vélstjöri, loftskey tamaður, einkaflugmaöur, löggiltur skjala- „Ég kiira framhaldsnám i lögfræði um jóiin og ætíi ég setji ekki punktínn aftan við námsferUinn eftir það," segir Gunnar Jónsson. „Benti hann Siguröur Líndal þér á mig? Er hann ekki bara aö gera grín aö mér og mínum langa námsferli?” sagöi Gunnar Jónsson, lögfræðingur, BA í frönsku og sögu, vélstjóri, loft- skeytamaður, einkaflugmaöur, sem hefur þrjátiu einingar í spænsku og jafnmargar í rússnesku og stundar nú framhaldsnám í fjármunarétti jafn- framt því sem hann vinnur baki brotnu við aö endurgreiða námslán sitt. ,,Það er lítiö gagn að því aö vera fjölmennt- aður. Það segir í Hávamálum aö Voðirmínar gaf ég velli aö tveimtrémönnum; rekkarþaðþóttust, erþeirrifthöfðu; neiss er nökk vinn halur. En það er nú meö hann Sigurð að ég tók mér hann til fyrirmyndar. Ég byrjaði í lögfræðinni og samhliða því var ég í heimspekideild. Það staf- aði af því að mér fannst laganámið svo þurrt og óaðgengilegt til að byrja með. Helst vildi ég ekki slíta mig frá þessari menningu, sem ég hafði reynt að gleypa við, hinni rómönsku. Cicero, Caesar og Livius Það voru rómversku snillingamir sem heilluðu mig í byrjun, Cicero, Caesar og Livius. Mér fannst svo slæmt að missa alveg tökin á þessu sviði. Þetta er skýringin á frönsku- náminu. I óreglu minni hvað námið varðaði var ég samt praktiskt sinnað- ur undir niðri og hafði því ekkert á móti stimpli á þetta grúsk. Ég tók söguna jafnhliða og svo fór að ég tók 3 stig í frönsku og þrjú í sagn- fræði. Námið í heimspekideildinni var ekk- ert annað en skemmtun. Ég var líka stálheppinn með kennara. Olafur Hanson var meö söguna og hann tel ég fremstan velgjörðarmanna minna. Hann bjó yfir óskaplegri þekkingu. Magnús Jónsson var með frönskuna og var afskaplega góður málfræðikennari og haföi góða konu með sér í bók- menntirnar. Það líður varla sá dagur að ég líti ekki í eitthvað sem snertir það sem varð mér kærast, latnesk menning í víðtækustu merkingu. Eg varö BA í frönsku og sögu 1967 og tók svo lögfræðipróf 1970. Hörku í lögfræðina Á gamalsaldri fór ég að læra rúss- nesku og spænsku og tók 30 einingar í hvorri grein. Og í þeim greinum gilti svipað og í sögunni og frönskunni að ég var heppinn meö kennara — efnið var sérstaklega vel framsett. Þetta varð mér engin sérstök þraut. Ég þurfti allt- af aö beita mig dálitiUi hörku í lögfræð- inni. En ég fór líka braut og Sigurður Lín- dal, enda var hann mitt módel. Hann tók lögfræði og svo sögu og latínu en ég lög, sögu og frönsku. Eg minnist hans alltaf með vináttu því hann varð mér hvati. Hann var kennari minn hálfan vetur — ég naut hans ekki lengur á þeim vettvangi en ég vona að ég geti kallaöhann vinminn. Úr og sprengimótorar Það er mikilvægt að vera í jarðsam- bandi. Eg hef alltaf veriö áhugasamur um allar vélar — allt frá úrum upp í sprengimótora. Þetta varð þess vaíd- andi að ég fór í vélstjóranámið og klár- aði þaö. En þaö var lika vegna þess að ég vildi ekki missa sambandið við sjó- inn. Frá því að ég var unglingur hef ég verið flest sumur á sjó. Ég var orðinn of gamall til aö standa jafnfætis ungu mönnunum uppi á dekki, en til að fá að vera með varð ég að fara undir það. Eg hafði að vísu tekið loftskeytapróf 1973 en það starf var að detta út á skip- unum. Fyrir utan þetta hef ég aldrei hætt að læra, fer oft á námskeið til dæmis. Ég fór í framhaldsnám í lögfræði, í fjármunarétti, í Þýskalandi, hef tekið það í períódum frá 1982. Eg verð laus frá því um áramótin og ætli ég setji þá ekki punktinn aftan við námsferilinn.” Grágás skemmtileg lögfræði — Hvað ert þú gamall nú þegar það stendur fyrir dyrum? , Ji’jörutíu og eins árs.” — Ekki nema 41! Þú hefur afrekað miklu. ,,Nei, þetta er svo sem ekkert. Þetta hefur allt unnist einhvern veginn sjálf- krafa. Ég tel mig heppinn mann.” — Hefurðu eitthvað meira í poka- horninu? Kannski einkaflugmanns- próf? „Jú, reyndar, það er svona hluti af véladellunni.” — Þaö mátti helst skilja á þér að þér leiddist lögfræðin. Samt er það aðal- fagið þitt og þú starfar við slík störf. Hver ju má það sæta? „Mér hefur alltaf þótt meiri tengsl vanta við fortíðina en hana sá ég vissu- lega í hillingum. Þrátt fyrir allar nýjustu rannsóknir sagnfræðinganna dáist ég mikið að þjóöveldisöldinni. Eg er mikill aödáandi Grágásartimabils- ins. Eg hef eytt miklum tíma og eyði enn í að liggja yfir Grágás því að það er skemmtileg lögfræði, eitthvað annað en þetta píp sem stundað er núna.” Jarðsamband — Stundarðu ennþá sjóinn? ,,Ég fór á hverju sumri allt þar til árið 1981. Það var nokkur aödragandi að því að ég færi í framhaldsnámiö. Eg fór aö rif ja það upp sem ég hafði lært í f jármunarétti — ef ég hefði þá nokkuð lært — og síðan hefur ekki orðið af því aðégfæriásjó.” — Hafa þessar ólíku greinar, sem þú hefur stundað, stutt hverjar aðra? „Mér hefur alltaf fundist það. Sér- staklega í lögfræðinni. Eg hef litla trú á mönnum í lögfræði sem ekki hafa sterkt og gott jarðsam- band og eru ekki vel inni í hvemig lífið gengur fyrir sig, loka sig inni og draga allar sínar niðurstööur út frá bókum.” „Annars hef ég enga vinnu stundað frá því að ég fór í framhaldsnám, að heitið geti. Eg var sæmilega búinn undir það fjárhagslega. Enga styrki fengið fyrir utan 15 þúsund krónurnar sem ég fékk frá lögmannafélaginu í fyrra. Svo fékk ég námslán. Eg var að fá bréf um að ég ætti að borga þau öll til baka hiö snarasta. Konan mín slys- aðist til að hafa of miklar tekjur. Eg var svo heppinn að það datt upp í hend- urnar á mér vinna, þannig að nú er ég að borga af námsláninu,” sagði Gunn- ar Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.