Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. 49 Þad má líkja verkfallsadgerdum við stríðsástand Viðtal við Ma^niis E. Sigurðssoii, foriiiaiin Félags bðkagerðarmaiina hreyfingin eigi, ef hún á nokkurn möguleika á því, aö segja pólitísku flokkunum fyrir verkum en ekki þeir verkalýðshreyfingunni. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar er aö standa vörð um hagsmuni verkalýðsins burt- séð frá því hvaða pólitísku flokkar fara með völd í landinu á hverjum tíma. Þessa stefnu hafa samtök bókageröarmanna rekið allar götur frá 1897 og ég hygg að samtökin muni halda því áfram, aö reka baráttuna fyrir fé- lagsfólk og hagsmuni þess, burtséð frá því hverjir sitja við völd á hverjum tíma.” Harðlinustefna gegn verkafólki — Þú telur alls ekki að verkfallið hafi ekki verið boðað of fljótt út frá herfræðilegu sjónar- miði? „Því hefur veriö haldið fram í þessari deilu og þá fyrst og fremst af atvinnurekendum aö verkfallið væri tímaskekkja. Það hafi verið of fljótt af stað farið. Þetta er náttúrlega einfalt áróðursbragð frá atvinnurekendunum komiö og ég undirstrika þaö. Málið er einfaldlega það að okkar samnmg- ar eru lausir fyrsta september og viö erum einfaldlega aö leggja áherslu á það að við unum ekki þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfö í samningum að það er verið aö þvæla og draga samninga á langinn meö alla vegana japli, jamli og fuðri inni í Kraphúsi vikum og mánuðum saman. Við viljum breyta þessu. Við gefum okkar atvinnurekendum tíu daga frest til að vinna eins og menn í lausn á málinu. Þeir vilja ekki hlita því heldur láta VSI beita sér fyrir þeim vagni að reka hér harðlínustefnu gegn verkafólki en því miöur áttuðu þeir sig ekki á því að þessi harða stefna hlautaðbrotna.” — En er ekki hægt að segja öfugt, að bóka- gerðarmönnum hafi verið beitt fyrir vagn á móti þcim og þeir geti veriö sárir yfir því að hafa þurft að brjóta þennan múr einir fyrir aðra? „Máliö er einfaldlega það, eins og ég sagöi áðan, að félagið valdi aö standa utan við heildarsamtök verkafólks að sinni að minnsta kosti. Vonandi á það eftir að breytast. Þar af leiðandi er enginn sem segir okkur fyrir verkum. Við stöndum frammi fyrir því aö reka okkar hagsmunabaráttu á hverjum tíma og viö gerum það sjálfstætt og óbundið af því hvaö aðrir gera. Það hafa engir beitt okkur fyrir neinn vagn. Hitt er svo annað mál að ef einhverjir njóta góðs af þeim samningum sem viö höfum gert núna þá er það bara óskandi og ég óska þeim verkalýðsfélögum sem gera samninga alls hins besta og vonandi tekst þeim að ná enn lengra heldur en við höfum náö.” Klofningur Finnst þér eölilegt aö félag sem er í verk- falli hvetji starfsmenn sina tii að fá sér vinnu annars staðar og reki jafnvel atvinnumiölun eins og Félag bókagerðarmanna gerði? „Eg veit náttúrlega ekkert hvort hægt er aö nota orðið eðlilegt eða óeðlilegt þegar komið er út í vinnudeilu með verkföllum. Það má líkja verkfallsaðgerðum við stríðsástand. Eg býst við aö þegar slíkt ástand ríkir þá gildi það sjónarmið aö lifa. Mér finnst þetta sjálfsögð viðleitni. Hins vegar er ekkert sjálfsagðara heldur en aö þeir sem maður er í stríði við reyni aö spyrna við fótum. Eg skil þau sjónarmið ósköp vel. Þegar maður á í svona bardaga reynir maður að treysta vígstöðuna eins og hægt er og ein leiðin er sú að félagarnir geti fengið sér salt í grautinn.” — En hvernig var staðan orðin í Félagi bókagerðarmanna undir lokin? Það virtist vera kominn upp klofningur í félaginu og menn virtust vera farnir að hugsa um að segja sig úr því og samninganefndin kiofnaði í afstöðu til lokatilboðsins. Það kom fram viss ágreiningur hjá stjórnarmönnum á þessum fundi þar sem samningurinn var sam- þykktur. . . Var kominn alvarlegur klofn- ingur í féiagið undir lokin? „Þetta er nú dálítið stór spuming en ég skal reyna að svara henni. Það má segja um allt þetta klofningstal í félaginu að það sé af sömu rótum runnið og áróðurinn um það að verkfall- ið hafi verið boðað of fljótt og hafi verið tíma- skekkja. Allt þetta tal er runnið beint undan rótum atvinnurekenda og tilraun þeirra til að koma slíku ástandi á í okkar röðum. Þeir unnu svo ötullega að þessu að það var ekki stætt á öðru en aö kveða þennan orðróm niður. Það var gert eftirminnilega á fundi eftir aö verk- fallið hafði staðiö í um fimm vikur. Þá samein- uðust menn um það að kveða þennan orðróm niöur. Félagiö var mjög sameinaö í þessum átökum með örfáum undantekningum eins og alltaf er. I þúsund manna félagi geta ekki allir veriðsammála. Varðandi það að það hafi verið klofningur í samninganefndinni þá veit ég nú ekki hvaðan það er komiö. Samninganefndin ein sem öll skrifaði undir þessa samninga. Ef það er klofningur í samninganefnd þá skrifa menn ekki undir samkomulagið. Hitt er svo annaö mál að auðvitaö á öllum stigum í samninga- gerö í vinnudeilum þá rökræða menn fram og til baka hvort hægt sé að ná lengra eöa skemmra. Þaö var ekki einn einasti maður úr samninganefnd sem lét hafa það eftir sér á fundi hjá félaginu að hann væri óánægður með þessa samninga. Síður en svo.” Með taxtalaun og fasta yfirvinnu — En svo viö snúum okkur kannski að ann- arri hlið á þessu verkfalli. Hvemig lföur for- manni þúsund manna félags í verkfalli þegar liðnar eru fimm vikur án þess að nokkur árangur sjáist. Og allir félagsmcnn eru tekju- lágir eða tekjulausir jafnvel? „Þaö að boða verkfall og sjá að til verk- fallsins kcmur er gert að yfirveguðu ráði og þaö leikur sér enginn að því hvorki formaður félags né félagsmenn almennt í stéttarfélagi aö fara í verkfall. Þegar verkfall er orðið langt þá er því ekki að neita að áhyggjur formanns eru miklar og eru allan tímann og kannski lítið sofið í átökum sem þessum. Hins vegar var þaö honum mikill stuðningur þessum for- manni í þessu verkfalli að vita og finna aö félagiö stóð þétt að baki honum og stjórn félagsins. Það gerði þessa líðan bærilegri heldur en hún hefði verið annars.” En hvað með launamál. Varstu á fullum launum í verkfallinu? „Málið er það aö það eru ákveðnar hefðir fyrir því í okkar samtökum aö starfsmenn félagsins eru ef þeir kjósa svo, á fullum launum í vinnudeilum enda eru þeir í tvöföldu eða jafnvel þreföldu starfi meðan á samn- ingum stendur. Enda voru starfsmenn félags- ins ekki í verkfalli gagnvart félaginu. — Hvernig er þínum launum háttað? „Laun okkar starfsmanna félagsins fara alfarið eftir töxtum félagsins en auk þess hafa menn fasta yfirvinnu, tíu tíma á viku, og ég held aö það sé alveg augljóst og það liggi fyrir alveg staöfastlega, að þessir tíu tímar eru unnir og oftast meira.’' Vinstrisinnuð valdaklíka — Til eru þeir prentarar sem segja að stjórn Félags bókagerðarmanna sé mjög viustrismnuö valdaklika sem formaður jafn- vel berjist við. Er þetta rétt? „Ég held að þetta séu nú mest sögusagnir eins og gengur og ég held að þetta séu nú ekkert stórir hópar prentara. I svona félagi eru menn með ólíkar pólitískar skoðanir og ég býst ekki við að allir meðlimir í stjórn þessa félags myndu vilja skrifa undir það aö þeir séu mjög vinstri sinnaðir. Eg býst ekki heldur viö að þeir myndu vilja skrifa undir það að þeir væru neitt sérlega hægrisinnaðir. Við forð- umst það yfirleitt í stjórnareiningum f élagsins aö blanda inn flokkspólitískri umræðu um það hvar menn standa. Hins vegar fer ekkert hjá því að verkalýösbarátta er pólitísk. Hvar menn standa í flokki almennt skal ég ósagt láta. Eg veit það bara hvar ég hef staöið sjálfur. I síðustu alþingiskosningum studdi ég kvennalistann og í síðustu bæjarstjórnar- kosningum studdi ég kvennaframboðið. Mín afstaöa í þeirri pólitík hefur lítið breyst. Hvað það snertir að ég standi í baráttu við einhverja últravinstrimenn í þessu félagi þá svara ég því eindregið neitandi. Auðvitað eru menn mismunandi harðir og auðvitað skerst í odda milli mín og einstakra félagsmanna á stundum hvort lengra eigi að fara eða skemmra og það getur bæði átt við um menn á hægri og vinstri væng í pólitík. Þaö gilda engar línur í því enda hefur mér nú stundum sýnst að í afstöðunni til þess hvar eigi að draga línur þá geti nú stundum þeir sem lengst eru til hægri og lengst til vinstri samein- ast.” Starfsmannafélög — Annar þáttur sem kemur upp eftir að þessir samningar eru gcrðir eru hugmyndir prentara iunan ákveðinna fyrirtækja um að stofna starfsmannafélög og reyna að semja sérstaklega, — hugmyndir sem hafa fengið byr undir vængina í þcssari kjaradeilu. Þar hefur verið rætt um DV, Morgunblaöið, Odda og einhverjar umræður munu hugsanlega hafa farið fram í Gutenberg svipaðs eðlis. Hvernig lítur þú á þessar hugmyndir? „Við höfum alltaf gert okkur grein fyrir því í Félagi bókagerðarmanna að það er í gangi ákveðiö launaskrið í landinu. Það fer ekkert hjá því í landi sem hefur veriö að kljást við verðbólgu að þar er ákveöið launaskriö. Viö höfum þannig gert okkur grein fyrir því að þeir samningar sem félagið hefur gert eru náttúrlega lágmarkssamningar. Við þá er prjónaö á mismunandi hátt í fyrirtækjunum. Við höfum ekkert haft við það aö athuga þó að menn semdu til viðbótar við þá samninga sem félagið hefur gert. Það hefur alltaf tíðkast aö vissu marki þó að það hafi komiö fólki mismunandi til góða eftir því hver staða þess hefur veriö á vinnustööunum. Varðandi starfs- mannafélög og þá umræðu alla vil ég svara því þannig að sú umræða er ekkert ný og vaknar ekkert í þessari vinnudeilu. Hið ís- lenska prentarafélag á sínum tíma og Grafíska sveinafélagið, sem eru tvö af forverum þessa félags, áttu bæöi viöræður um slíka tilhögun á hlutunum. Við erum til viðræðu um allt sem gæti komið fólki til góða. Við höfum ekki lokað neinum dyrum hvað snertir þá hluti. Þaö er ekkert óeðlilegt að ræöa einhver jar breytingar á hlutum ef það er gert af skynsemi og án þess að menn séu að afsala sér ákveðnum mannréttindum.” Innanhússsamningar — Hvaða skilyrðl mundl Félag bókagerðar- manna setja fyrlr slíkum samningum ef slíkar tilraunlr færu af stað? „I fyrsta lagi veit maöur ekki hvaö vakir fyrir fyrirtækjunum sem hugsanlega taka þátt í þessari umræðu. Auðvitað höfum við átt þátt í ýmsum innanhússsamningum, en skil- yrði —þaö er erfitt aö tjá sig um slíkt áður en maður veit hvað hangir á spýtunni. Hitt er hins vegar ljóst að forsendan fyrir því aö ganga aðrar leiöir í samningamálunum og fara að kanna einhverjar nýjar aðferðir sé aö það sé ekki gengið á hinn almenna rétt verka- fólks og sem verkafólki er tryggður í vinnulög- gjöfinni. Það er það að geta á úrslitastundu og þegar nauðsyn krefur gripið til þess ráðs að boða til vinnustöðvana. Hitt er svo annað mál að ef verið er að ræöa um grundvallar- breytingar á þessum hlutum þá þarf aö ræða það í miklu stærra samhengi og þaö er ekki hægt að taka ákvörðun um slíkt fyrr en eftir verulega umfjöllun og umræðu í viðkomandi stéttarfélagi.” — Nú var það hugmynd Vilmundar Gylfa- sonar að færa samningsrétt fyrirtækjanna inn í félögin þannig að vinnuiöggjöf inni yrði breytt á þann hátt að starfsmenn innan fyrirtækis — og þá var hann að hugsa um stærri fyrirtæki — fcngju að stofna stéttarfélög og semja alger- Iega sér. Vilmundur taldi að verkalýðsbarátt- an væri að mörgu leyti stöðnuð í því fari sem hún væri og vildi brjóta þctta upp og taldi að hópar manna gætu fengið verulega miklu meiri kjarabætur. Hvert er álit þitt á þessari huguiynd almennt? „Kugmyndir Vilmundar voru að ýmsu leyti athyglisveröar og margt gott um þær að segja. Þær vöktu upp margar spurningar um það hvar verkalýðshreyfingin væri á vegi stödd. En það er eitt sem við skulum staldra við í þeim tillögum. Það er þessi grundvallarhug- mynd hans aö breyta vinnustaðnum í verka- lýðsfélag. Styrkur verkafólks hefur alltaf ver- ið fólginn í samstöðunni og því að þeir sem hafa haft verri stöðu til þess aö knýja á um kjarabætur hafa fengið hjálp frá þeim sem hafa verið í betri aðstöðu til þess. Þannig að ef hans hugmynd færi óbreytt í gegn værum við aö skilja eftir stóra hluta verkafólks með rýr- ari möguleika til að verja sína hagsmuni og sín kjör. Hitt er aftur alveg rétt aö verkalýðs- hreyfing þarf alltaf að vera vakandi fyrir því að skoða sína stöðu, skoða hvort hún er á réttri leiö, hvort að réttum aöferðum sé beitt. Og ég er á þeirri skoðun að það sé nauðsynlegt aö taka umræðuna um vinnustaöinn innan hreyfingarinnar, miklu meir heldur en gert hefur verið. Og ég er líka þeirrar skoðunar að ef verkalýöshreyfingin á að ná styrk sínum aftur, sem ég tel að hafi dalað mikiö, þá þarf það að koma til að vinnustaðurinn, grunn- einingin, öðlist meiri völd innan hreyfingar- innar. Við í Félagi bókagerðarmanna höfum reynt að vinna að þessu. Það að völd fólks á hverjum vinnustaö séu aukin, tel ég spor í rétta átt en við verðum alltaf að gæta þess á þeirri leiö að það bitni ekki á samtakamættin- um. Eg held aö þaö séu leiðir færar í þessa átt án þess að samtakamátturinn þurfi að rofna fyrir það. Þannig er ég að tala um aö það er kannski einhver millileið frá þeim hugmynd- um sem Vilmundur var með og voru á margan hátt athyglisveröar. Eg hygg að sá miilivegur verði fundinn fyrr eða síðar og þá mun þaö styrkja hag verkalýöshreyfingarinnar í heild og jafnframt verkafólksins.” — Er það rétt að þú hyggist láta af stjórn í Félagi bókagerðarmanna? „Það fer nú eftir við hvaö þú átt...” — Ég á þá ekki við í einhverri óljósri framtið heldur ef til vill á næsta aðalfundi félagsins? „Mitt kjörtímabil er nýhafið. Eg var kosinn formaður í bvrjun árs. Það liggur ekkert fyrir að ég láti af formennsku, ekki á þessari stundu alla vega, ekki fyrr en mínu kjörtímabili er lokið. Þá er hugsanlegt aö ég láti af for- mennsku vegna þess að ég falli í kosningu gegn einhverjum öðrum eða gefi ekki kost á mér. Á þessari stundu liggur ekkert það fyrir sem veldur því að ég ætli að hætta formennsku ínánustuframtíð.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.