Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Qupperneq 17
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTÖBER1984.
53
,,Fölsk nóta
hefur aldrei stödvad
gang heimsins, ”
segir Placido Domingo.
JT enCarns<
Rödd hans er djúp, alvarleg, lit-
rík: „Kallið mig einfíddlega tenór."
Röddin gefur annað til kynna, hún er
svo djúp að flestir teldu að hér væri
á ferðinni bassi.
Placido Domingo var síðasta
haust í París vegna æfinga og upp-
töku. Platan sem hann gerði með
Mireille Mathieu olli hneyksli meðal
franskra söngvina. Enda hefur Dom-
ingo hingað til verið talinn óperu-
tenór — ef til vill sá besti í heimi.
Komið fram 1600 sinnum
I upphafi septembermánaðar var
hann í London að syngja í Turandot
og síðar í sama mánuði söng hann i
Metropolitan í New York í
Lohengrin.
Það er ekki laust við aö mann
svimi við að líta yfir lista með öllum
verðlaunum stórsöngvarans. Hann
er fjörutíu og tveggja ára og á
tuttugu ára ferU hefur hann sungið 80
hlutverk, tekið upp 55 óperur og kom-
iö fram aUs 1600 sinnum. Meira en
Caruso gerði aUa ævi!
Sagt er að hann hafi þegar náð
aöalkeppinaut sínum um titiUnn
óperusöngvari heims, Italanum
Luciano Pavarotti. Hann hefur til
dæmis eitt fram yfir hann. Hann er
ekki 130 kUó og aðeins einn sextíu og
fimm. Nei, hann er stór, 1,88, sem
þykir undur og stórmerki í ættlandi
hans, Spáni. Ekki grannur en sam-
svarar sér vel. Hann er svarthæröur
og -eygöur og hefur dimmt svipmót
spænsks aöalmanns og kvennagulls.
I stuttu máli myndarlegur maður!
Stjarna óperukvikmynda
Kvikmyndirnar hafa ekki látið
hann afskiptalausan. I febrúar 1983
lék hann Alfredo í La Traviata sem
ZeffireUi gerði. Hann lék Uka og söng
í hlutverki Don José i Carmen eftir
Rosi. Bergman mun taka Ævintýri
Hoffmans, sem gerð er eftir verki
Offenbachs, með honum i aðalhlut-
verki. Og ZeffirelU hefur þegar
pantað hann í næstu tvær óperu-
myndir sínar.
Þetta er ekki aUt. Stundatafla
þessa ágæta manns er jafnhlaðin og
forstjóra fjölþjóðafyrirtækis. Hann
býr í Mexíkó, starfar aöallega í New
York en emnig í París og Monte
Carlo. Hann er bókaður tU loka árs
1986. Fyrir tveimur árum hóf hann
aö blanda sér í léttari tónUst með
ágætum árangri.
Vegnar vel í lóttari tónlist
A mUU þess sem hann tók þátt i
tveimur sýningum á Oþelló i Buenos
Aires tók hann upp á örskömmum
tíma tangóplötu sem varð óvænt ein
mest selda plata í Argentínu áriö
1983.
Dúó hans með John Denver,
Perhaps love, seldist i einni og hálfri
miUjón eintaka. Og hann gerði 45
snúninga plötu með MireiUe Mathieu
sem nú er orðin fræg. Hann lagði
ekkiistóraplötu...
Placido Domingo er ekki með
neitt tilgerðar lítUlæti þegar pening-
ar eru annars vegar enda þótt hann
segist ekki láta stjórnast af fjár-
málum. Hann fær allt upp í 15 þúsund
dali (um 489.000 ísl. krónur) fyrir eitt
kvöld í óperu og hann er nýbúinn að
hafna 200 þúsund dala (um 6.520.000
isl. kr.!) samningi fyrir að syngja i
Las Vegas.
Söng við embættistöku
Mitterrands
Hann viU ems og Caruso að
óperan nái til sem flestra. Hann
hefur ekkert á móti þvi að koma
fram á útitónleikum eins og rokk-
stjörnumar. I júU ’82 lék hann á
sama staö og RolUng Stones höfðu
gert í Madrid. Áhorfendaskarinn var
álíka fjölmennurog þegar Steinamir
léku. Hann söng MarseiUasinn við
Pantheonið þegar Mitterrand tók við
embætti 21. mai 1981. Og þegar
heimsmeistarakeppnin í knatt-
spymu var haldin á Spáni söng hann
inn á plötu baráttusöng knattspymu-
unnenda.” Á eftir kvikmyndum og
poppi koma stóm stjömurnar úr
ópemnni. Nú er þetta kjarni sem
snýst um sjálfan sig. Af hverju ætti
ég að takmarka mig aUa ævi við
nokkur þúsund söngelska? Hver
plata með léttu efni sem ég sel virkar
eins og auglýsing fyrir hin miklu
verk,” segir Placido.
En Domingo gleymir ekki að það
er óperan sem gert hefur hann
frægan. Og auðvitað á hann rödd
sinni allt að þakka. Einni fullkomn-
ustu rödd sem heyrst hefur.
Ekki sætabrauðsdrengur
Vissulega skortir hana drama-
tíska snerpu Carusos, brútalan kraft
Vickers og seiðandi lýrisma
Pavarottis. En hann hefur eilítið af
hverjum þessara þátta fyrir sig.
Fyrst og síðast er rödd hans nákvæm
og virðir raddaskipan sem henni er
ætlað að túika. Placido brýtur ímynd
tenórsins: hann er ekki sætabrauðs-
drengur með gullrödd, risastóran
brjóstkassa og heila á stærð við
fingurbjörg! Hann er nægilega
slyngur tónlistarmaður til þess að
geta stjórnað hljómsveit eða orðið
hljómsveitarstjóri á alþjóðlegum
vettvangi.
Hann er maður fullkomnunarinn-
ar, undirbýr feikivel hvert hlutverk,
vinnur einn sitjandi viö píanóið, les
og les á ný skmdduna til þess að allt
komist inn í hugann og hlýðir hvað
eftir annað á upptökur með for-
verum sínum og keppinautum. „Mér
er ekkert auövelt,” segir hann, „og
því hef ég orðið að djöflast. ”
Domingo er sonur bariton-
söngvara og sópransöngkonu í hin-
um klassísku óperettum Spánverja,
Zarzuela. Lengi var hann talinn
baríton sjálfur. Og raunar er rödd
hans enn dýpri en raddir flestra
tenóra. Hann á þaö ennþá til að fara
hálfum tóni of djúpt niður.Eg er
í góðum félagsskap, þetta kom líka
fyrir Caruso,” segir Placido.
Það var raunar fyrir tilviljun að
það uppgötvaðist að Placido gæti
orðið prýðilegur tenór. Og það sem á
skorti lærði hann með mikilli vinnu,
sérstaklega er hann starfaði viö
óperuna í Tel Aviv á árunum 1962—
1965. Þar söng hann alls 280 sinnum.
„Það er minn raunverulegi tónlistar-
skóli.”
Árið 1965, er City Opera í New
York ræður hann til sín, er hann
þegar meðal hækkandi stjarna í hópi
tenóra. Alþjóðleg viðurkenning féll
Domingo í skaut tveimur ámm síðar
er hann leysti Corelli af í snatri á
móti hinum mikla Tebaldi í hinni
virðulegu Metropolitan ópem. Upp
frá þvi hefur hann ekki staönæmst og
komið við í Tosca eftir Puccini og
Oþelló eftir Verdi án sýnilegra
erfiðleika.
Of hógvær?
Það er ef til vill þess mýkt — þó það
virðist þversagnarkennt — sem
hamlar enn frekari árangri. Placido
Domingo hefur rödd sem hann notar
i þjónustu þeirra karaktera sem
hann túlkar hverju sinni. Þessi
„Divo”, eins og stórsöngvarar em
stundum kallaöir, er heillandi maður
hversdags. Hann hefur ekki sjúklegt
stolt og hann veit aö í ópem hvílir allt
á hópvinnu. Hann á vart sinn lika í aö
leysa deilumál sem upp koma. Hver
og einn einasti sem starfað hefur
með honum lofar þolinmæði og skap-
gæsku mannsins. Enda þótt þetta séu
kostir má segja að þeir hamli því að
„charisma” fæðist. Stjama verður
að lokka menn jafnt með kröftum
sínum og veikleikum. Og Domingo
felur of vel veikleikana til að áhorf-
endur verði beinlínis snortnir.
Angist
Það er rétt svo að stöku sinnum
megi lita i köldum svip þessa mikla
atvinnumanns angist. Og þegar á
hann er gengið viðurkennir hann að
það sá hún sem brýnir rödd hans og
ýti henni upp í þær hæðir sem
náttúran hefur ekki skapaö henni að
fara. Þessi listamaður, sem fór
höndum um Oþelló 34 ára gamall,
læsir sig inni í búningsherbergi fyrir
hverja sýningu og biður til heilagrar
Sesselju, verndara söngvara.
„Operan,” segir hann til aö
stappa í sig stálinu,” er ekki sirkus-
leikur. Fölsk nóta hefur aldrei
stöðvað gang heimsins.”