Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Qupperneq 27
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. 63 SADE Sade; þærgerast vart glæsilegri söngkonumar. Konur setja nú æ meiri svip á dægur- tónlistina enda slíkt í takt við tíðarand- ann. Á síðustu misserum hefur hver söngkonan á fætur annarri rutt sér til rúms á vinsældalistum um heim allan. Má í þessu sambandi nefna nöfn eins og Tracey Ullman, Cyndi Lauper, Laura Branigan, Hazell Dean og Sade svo nokkur dæmi séu tekin. I Helgarpoppi ætlum við að þessu sinni að kynnast einni af þessum ágætu konum örlítið nánar, nefnilega hinni bresku Sade. Sade (nafnið er borið fram Sharday) hefur á þeim rúmu tveim árum frá því hún hóf að syngja opinberlega tekist að skapa sér það nafn í breskum tónlistar- heimi að vera oft kölluð ókrynd drottn- ing breskra söngkvenna. Hún þykir sameina allt sem prýða má góða söng- konu; stórkostlega rödd, glæsilegt útlit og siðast en ekki sist semur hún flest öll sín lög sjálf. Fullu nafni heitir hún Sade Adu og er fædd í Nígeríu. Faðir hennar er nígerískur en móðir hennar bresk. Hjónabandið varaði ekki lengi og flutt- ist Sade ung að árum ásamt móöur sinni til Bretlands þar sem hún ólst upp. Hún er hreykin af uppruna sinum þó svo að hann hafi valdið henni ýmsum erfiðleikum í uppvextinum. — Eg varð fyrir dálitlu aðkasti í skóla, var kölluð niggari og öðrum ámóta nöfnum en það er óneitanlega fyndið svona eftir á að vera kölluð niggari hérna en hvitingi þegar ég kem tilNígeríu. Tónlistaráhuginn vaknaði snemma hjá Sade. Hún minnist þess að hafa byrjað að kaupa sér plötur tólf ára gömul. Og sungið gat hún. En þrátt fyrir augljósa hæfileika á þvi sviði datt henni sjálfri ekki í hug að leggja söng- inn fyrir sig. Til þess var hún of ófram- færin. — Það var reyndar ekki fyrr en ég var allt að því grátbeðin um að hlaupa í skarðið i einni hljómsveit að ég fór að íhuga þennan möguleika. Eftir það varð ekki aftur snúið. Ferillinn hófst í hljómsveitinni Pride og Sade sá um bakraddir. Pride var nokkurs konar kúltúr band, sem lék mest í litlum klúbbum, lék mest þekkt lög eftir hina og þessa og náði aldrei þeim frama sem vonast var eftir. Margir tóku þó eftir hinni ungu söng- konu hljómsveitarinnar sem við og við fékk að syngja sóló og skyggði þá gjörsamlega á aðra hljómsveitarmeö- limi, með tign og stórkostlegum söng. Einn af meðlimum Pride var saxófónleikarinn Stuart Matthewman og fljótlega komust hann og Sade að því að þau áttu margt sameiginlegt á tónlistarsviðinu. Jafnframt varð Matthewman það ljóst að það var Sade sem átti framtíðina fyrir sér en ekki Pride. Og þegar svo þau voru byrjuð að semja lög saman var ekkert eftir annað en að stíga skrefið til fulls og stofna nýja hljómsveit með Sade í aðalhlutverkinu. Og það gerðu þau og tóku ennf remur með sér bassaleikarann úr Pride, Paul Denman. Að viðbættum hljómborðs- leikaranum Andrew Hale var hljóm- sveitin fullskipuð og hlaut nafnið Sade ekkialdeilisóvænt. Til að byrja með fetaði Sade í fótspor Pride, lék í minni klúbbum þekkt lög eftir aðra. Fljótlega fóru þó lög Sade og Matthewman að fljóta með í prógramminu og vöktu strax athygli. — Það var vissulega gaman að spila og syngja gömlu lögin en það jafnaðist ekkert á við spennuna sem fylgdi því að spila eigin lög. Þau gerðu þaö líka að verkum að hljómplötufyrirtækin fengu áhuga á okkur. Og hljómsveitin fór í stúdíó og tók upp sina fyrstu plötu af hverri lagið „Your Love Is King” sló í gegn. Eftir það hefur leiðin fyrir Sade bara legið upp á við. Hvert lagið á fætur öðru hefur náð vinsældum og kórónan á hinum skjóta frama hennar og hljómsveitarinnar er önnur breiðskíf- an, „Diamond Life”, sem komst í ann- •* að sæti breska vinsældalistans i ágúst- mánuði siðastliðnum. — Þessi mikla sala kom mér alger- lega á óvart, ég get engan veginn gert mér grein fyrir því hvaða fólk það er sem kaupir plötuna. Mamma hlýtur að hafa keypt heilan helling... -SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.