Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Blaðsíða 1
DAGBLADIÐ — VISIR 237. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984. Sjálfstæðisflokkurinnþarfaö meta algeriega nýjaraðstæður á næstu dögum, segir Þorsteinn Pálsson íDV-yfirheyrslu: RÍKISSTJÓRNIN STOKKUÐ UPP? Uppstokkun á ríkisstjórn Sjálf- stæöisflokks og Framsóknarflokks eða jafnvel annað stjórnarsamstarf er ofarlega í hugum margra sjálf- stæðismanna í áhrifastöðum innan flokksins. Núverandi skipan stjórnarsamstarf s þykir ekki vænleg til þess að blásið verði nýju lífi í at- vinnu- og efnahagsþróun i landinu. „Það eru auðvitað komnar upp nýjar aðstæður í þjóðfélaginu, bæði efnahagslega og pólitiskt og Sjálf- stæðisflokkurinn þarf að meta þaö á næstu dögum hvernig hann bregst við því," segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í DV- yfirheyrslu í blaöinu í dag. Hann hvorki játar né neitar hugsanlegri þátttöku sinni í rikisstjórninni. Fyrir nokkrum vikum voru helstu foringjar Sjálfstæðisflokksins í röðum yngri flokksmanna og fleiri valdamiklir flokksmenn með hug- myndir um að leggja málin undir dóm kjósenda í þingkosningum í lok nóvember. Þar í hópi voru Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sophusson, Davíð Oddsson og Álbert Guðmundsson. Nú er ekki lengur áhugi á þessu enda aöstæöur breyttar og kosningar gætu ekki farið fram fyrr en í byrjun næsta árs. Þær eru þó ekki útilok- aðar. Innan Sjálf stæöisflokksins er nú að gerjast krafa um endurmat á —sjá nánar á bls. 4 stjórnarsamstarfinu frá grunni og mjög breytt tök á verkefnum sem lúta að viðbrögðum vegna kjara- samninganna og framkvæmd þeirrar f ramtíðarstefnu í atvinnu- og efnahagsmálum sem formenn stjórnarflokkanna boðuðu í haust. Annað stjórnarsamstarf er ekki úti- lokað, einkum eftir að hafinn er „undirgangur í hluta Framsóknar- flokksins," eins og Þorsteinn Pálsson kallar viss umbrot í þeim flokki í DV yfirheyrslunni. -HERB. íslenskir frímúrarar íegypskri landamæra- stöö — sjábls.3 Leysir fof%?fK#fl raforka öll orkuvanda- mál Færeyinga? — sjábls.2 Skrímslií Kleifar- Vo Ifl f c -sjábls.2 IStonna jafnrétti — sjábls.3 Slökkviliðið í Rsykjavik var í gœrkvöldi kallað vestur á Verbúðabryggjur en þaðan hafði verið tilkynnt um eld f vólbátnum Sigrúnu. Hafði kviknað i út frá rafmagni og var búið að slðkkva eldinn að mestu þegar liðið var komið 6 staðinn. -klp/DV-mynd S. Ólympíumétið hálfnað: íslandí miðjumflokki Undanrásir ólympíuraótsins í bridge, sem stendur yfir i Seattle, eru nú hálfnaðar. Lokið er 14 um- ferðum. 1 gærkvöldi sigraði Indónesía islensku sveitina, 23—7, og V- Þýskaland sömuleiðis 22—8, í 13. umferð, en Island vann Saineinuðu furstadæmln við Persaflóa með 24-6. Aö loknum undanrásunum, sern eru spilaðar i tveim riðlum, munu f jórar efstu sveitir úr hvorum riðli spila saman 8 liöa úrslit um gull-, silf ur- og bronsvcrðlaunin. 1 A-rlöli hafa Austurriki, Frakkland, Pólland og DanmÖrk forystu, en í B-riöli eru Indónesía, Bandaríkin, Argentina Og Astralía efst. 1 kvennaflokki hefur Holiand tekið forystu með 188 stig, Þýskaiand hefur 169 stig, Banda- ríkin 166, Bretland 164, Argentina 155. Island, sem spilar í B-riðli, var i 9. sæti fyrir gærkvöldið, en dalaði við ósigrana fyrir Þjóðverjum og Indónesíu. 27 sveitir spila ihvorumriðli. -GP. Misstifótinn ofanviðökla Fyrir um mánuði missti 16 ára piltur, Brynjar Valdimarsson, vinstrifótinnofanviöökla eftirað hafa lent i svokölluðum snigii sem notaður er til aö flytja ís í Hraðfrystistöðinni í Reykjavik. Brynjar var einn £ ísklefanum þegar slysið varð. Ristar áttu að vera yfir sniglinum en þær vantaði á sumum stöðum og rann Brynjar með fótinn ofan í eitt gatið. Honum tókst meö herkjum að rífa sig lausan og skríða út ur klef- anum og kasta sér niður tröppur þar sem fðlk varð loks vart við hana Hann var fluttur á Borgarsjúkra- húsið þar sem gert var að meiðsl- umhans en nú er hann á Grensás- deild Borgarspítalans til endur- hæfingar. Málið er enn í rannsókn hja Vinnueftirlitinu, en Hraðfrysti- stöðin liefur látiö loka isklefanum. Verður ekM unnið i honum fyrr en búið er að fyrirbyggja að svona lagaö geti komið fyrir aftur. -klp. Sfifðíafoss tékniðri Stuðlafoss, stóp Eimskipa- félagsins, er væntanlegur ur viðgerð frá Vestmannaeyjum i dag. Hafði skipið rekist á sker í innsiglingunni í Djúpavogi og skcmmst nokkuö af þeim sökum. Þorður Sverrisson hjá Eimskip sagði að atvikið hefði átt sér stað sl. laugardag. Innsiglíngin að Djúpavogi væri vandasöm, mikið af skerjum og innsiglingarrennan þröng. Hefði skipið lent utan i skeri og „rispað botninn vel". Sagði Þórður að skemmdir á því hefðu ekki verið alvarlegs eðlis. Stuðlafoss er væntanlegur til Hafnarfjarðar í dag. -JSS.