Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 2. NÖVEMBER1984. 3 Þórður Óskarsson hf. á Akranesi hætt rekstri: „Búið að rýja okk ur inn að skinni” „Viö eruin hættir og opnum ekki aftur, það eru hreinar línur. Það er búið að rýja okkur inn að skinni,” sagði Þórður Öskarsson, fram- kvæmdastjóri frystihússins Þóröur Oskarsson hf., í samtali við DV en togarinn Oskar Magnússon, sem fer undir hamarinn í næstu viku, lagöi m.a. upp afla í frystihúsinu. Þórður er jafnframt stjórnarformaður í Ut- gerðarfélagi Vesturlands sem gerði út Oskar Magnússon. Að sögn Þórðar var togarinn einn hinna fyrstu sem gengis- og verð- tryggð lón voru sett ó en hann er byggður hér innanlands. „Skipið var í byggingu ó gömlu kjörunum er hin komu til og við sögðum strax að þau væru vonlaust dæmi. Þvi var ekki sinnt og þó neituðum við í fyrstu að skrifa undir kaupsamninginn en þó var okkur sagt að annaðhvort gerðum við það eða misstum skipið,” sagði Þórður. Þetta var fyrir tæpum 7 órum. Erfitt reyndist að fó uppgefið hve Skuttogarinn Óskar Magnússon. —segir fram- kvæmda- stjórínn miklar skuldir eru hvílandi ó Öskari Magnússyni nú en eftir því sem DV kemst næst munu þær nema um 130 milljónum kr. — (húftryggingar- verðmæti skipsins er 97,5 millj.) en tekiö skal fram að togarinn er alls ekki meöal þeirra skuldseigustu, ó sumum togurum hvíla allt að tæp- lega 200 milljónir kr. Að sögn Þórðar óttu þeir í raun ekki annarra kosta völ en taka skipið því lítill sem enginn afli hefur verið i Faxaflóa undanfarin ór og því hafa vertíðarbótar fró Akranesi dottið út einnaföðrum. Fyrirtækið Þórður Oskarsson hf. hefur starfað undanfarin 25 ár og þegar mest var unnu hjá því um 100 manns en ó síöustu árum hafa þetta veriö á milli 80 og 100 manns ef skipin eru meðtalin. Þórður sagði aö Fiskveiðasjóöur hefði gefið þeim ákveðna línu um hugsanlegt framhald ó útgerð togar- ans en Þórður sagði slíkt myndi duga í mánuð og þá væri ailt endanlega búið. -FRI Efnahagslegt verkfall í Laxdalshúsi Laxdalshús á Akureyri hefur verið lokaö síðan um miöjan september. „Það er efnahagslegt verkfall,” sagði örn Ingi myndlistarmaöur sem hefur húsið á leigu og stóð þar fyrir veitinga- sölu og menningarsköpun í sumar. örn sagði að bráðlega yrði rætt um framtíðarmál Laxdalshúss við bæjar- yfirvöld. Aöstaða væri ekki full- nægjandi fyrir rekstur veitingahúss, auk þess gilti veitingaleyfið aðeins til áramóta. Miðað við þann stofnkostnaö Uppgjör korthafa Islenskir frímúrarar í egypskri landamærastöð: sem hefði þurft að leggja út í væri vonlaust að reka Laxdalshús með því aö miða aðeins viö þrjó sumarmánuöi. Þó hefði aðsókn verið mjög mikil í sumar, 10 þúsund manns komið en stór hluti aðeins til aö skoða húsið. Þó hefur verið auglýst að Laxdals- hús sé aöeins opið ef pantað er fyrir hópa. öm Ingi sagði að tilrauninni með rekstur veitinga- og menningarstaðar í Laxdalshúsi væri ekki lokið. „Eg er ákveðinn í að gera það skynsamleg- astaímálinu.” JBH/Akureyri. Hin nýja þyria Landhelgisgæslunnar, er kom til landsins fyrir skömmu, hefur nú veriö máluð ílitum og með táknum gæslunnar og þyrluflugmenn þegar farnir að æfa sig. DV-myndS. Uppi hafa verið vangaveltur um hvernig uppgjöri greiðslukortaeigenda verði háttað nú um þessi mánaðamót vegna röskunar á póstsamgöngum vegna verkfalla. Hjá Kreditkortum sf. fengust þær upplýsingar að verið væri að senda út gíróseðla. Venjulega er síðasti gjalddagi 5. hvers mánaðar en nú verður gefinn frestur til 6. nóvem- ber. Allir korthafar geta fengiö upplýsingar í bækistöðvum fyrirtækis- ins um úttektir sínar. Ef þeir hafa ekki fengið gíróseðil fyrir þann 6. eiga þeir að greiða beint til viðkomandi banka eða Kreditkorta sf. Hjá Visa Island er síðasti gjalddagi í dag 2. þessa mánaðar og verður honum ekki breytt. Korthaf ar þar geta fengið upplýsingar um hversu mikið þeir hafa tekið út á kortin í sínum viöskiptabanka. Undanfarna daga hafa birst auglýsingar þess efnis í dag- blöðum. Þnr í stofufangelsi, hinir snæddu kalkúna „Viö erum hér í ágætu yfirlæti og dásamlegu veðri í Luxor en dollar- ana erum við ekki búin að fá aftur,” sagði Zophanías Pétursson, fyrrum deildarstjóri í Tryggingastofnun ríkisins og fararstjóri hópsins sem lenti í klónum á egypskum landa- mæravörðum og sagt var frá í DV í gær. „Við erum hér á eigin vegum, 34 manna hópur, mest frímúrarar,” sagði Zophanias, „og vorum á leið frá Kairó til Tel Aviv er þetta leiðindaatvik varð. Egypsku landa- mæraverðimir stöðvuðu okkur og vildu að þrír okkar gerðu grein fyrir dollurum sem þeir höfðu í fórum sínum og varð úr mikið stapp. Endaöi það með því að þremenning- unum var haldið eftir í nokkurs konar stofufangelsi í alllangan tíma en á meðan fengum við hin að halda áfram yfir til Israel. Þar biöum við félaga okkar á glæsilegum veitinga- stað þar sem við nutum dýrlegra veitinga Israelsmanna sem vildu allt fyrir okkur gera þegar þeir fréttu af útistöðum okkar við Egyptana,” sagði Zophanías. Frímúrarnir gæddu sér á kalkún- um og nautatungu á meðan þeir biðu félaga sinna og eftir að hafa skoðað Tel Aviv ákvað hópurinn að fljúga til Kairó og komast þannig hjá óæski- legum endurfundum í egypsku landamærastöðinni. Þar sitja landa- mæraverðirnir aftur á móti enn á dollurum Islendinganna en að sögn Zophaníasar beitir islenska utan- ríkisþjónustan sér nú af alefli í mál- inu. -EIR. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.