Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Side 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 2. NOVEMBER1984.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Vikuleg verökönnun DV:
Kostar minna en
fyrir 8 mánuöum
Að þessu sinni var kannað verð i
finun verslunum í Reykjavík. Viö völd-
um níu vörur til aö kanna verð á í þess-
um verslunum. Þessar vörur voru
reyndar valdar af handahófi úr verð-
könnun sem Verðlagsstofnun gerði á
tímabilinu 20. febrúar til 2. mars sl.
vetur. Það var reyndar mjög yfirgrips-
mikil könnun og voru alls kannaðar 100
vörutegundir. Að þessu sinni litum við
á verð hjá fjórum af þeim fimm versl-
unum sem voru í þessari verðkönnun
Verðlagsstofnunar. Þessar verslanir
voru: Hagkaup, Vörumarkaðurinn,
Mikligarður, JL-húsiö. Þá kom í ljós aö
verölag í Miklagarði og Hagkaupi var
svipað, en þó hafði Mikligarður vinn-
inginn. Vöruverð í Vörumarkaöinum
og JL-húsinu var einnig svipað og um
5% hærra þar en í hinum tveimur
fyrmefndu verslunum.
Glæsibær var ekki með í könnun
Verðlagsstofnunar í vetur. Allar þess-
ar verslanir, nema Glæsibær, hafa
stórmarkaðsbrag á sér.
Verð fyrir 8 mánuðum
Nú eru liönir um 8 mánuðir frá því
að verðkönnun Verölagsstofnunar var
gerð. Það er því fróölegt að líta á
hversu miklar verðbreytingar hafa
orðið á þessum vörum frá þeim tíma.
Fyrst skulum við þó athuga saman-
lagt verð nú og þá. I ljós kemur aö á öll-
um stöðunum hefur verðið lækkað..
Lægsta samanlagða verð er í Hag-
kaupi og hæsta verðið er í JL-húsinu.
Munurinn á hæsta og lægsta verðinu er
þvíum4,8prósent.
Sveif/ukennt verð á sykri
Verðið á sykri hefur í öllum verslun-
um lækkað, þó mismunandi mikiö.
Heimsmarkaösverð á sykri hefur
hækkaö og er Mikligarður byrjaður að
selja á því verði. Flestar hinar versl-
anirnar eru með sykurinn á gamia
verðinu. 1 Hagkaupi er sykurinn
skammtaður og er mest hægt að kaupa
10 kg. Astæðan var að fyrirsjáanlegt
sykurhallæri var vegna verkfallsins en
einnig mun ástæöan hafa verið sú aö
smákaupmenn voru byrjaðir að kaupa
sykur hjá Hagkaupi til sölu í sínum eig-
in verslunum því verðið þar er nú und-
ir því verði sem heildsalar selja á.
Svona ástand mun einnig hafa rikt i
öðrum verslunum.
Hrísgrjón
Verðið á River rice hrísgrjónum
hefur hækkaö i flestum stööum, en þó
lækkað örlitiö í Miklagarði. I Glæsibæ
var tvenns konar verð og var verðið á
nýrri sendingu komið upp í 25.15 kr.
Spaghetti /ækkar
Frá þvi fyrir 8 mánuöum hefur
spaghettiverðið lækkaö og því ber auð-
vitað að fagna. Þegar verðkönnun
Vikuiegar
verðkannanir DV
Við á Neytendasíðunni höfum nú ákveðið að byrja aftur með reglulegar
vikulegar verðkannanlr. Flesta rekur líklega minni tO að i fyrra birtust
vikulega verðkannanir hér á siðunnl.
Við teljum mikilyægt að gerðar séu slíkar verðkannanir. Þær veita
kaupmönnum aðhald og fyrst og fremst upplýsa þær lesendur um vöruverð
sem verður tO þess að auka verðskynið. En meira og betra verðskyn meðal
neytenda hlýtur að vera grundvaOaratriði þegar stöðugt er verið að gefa
álagningu á vörur og þjónustu frjálsa.
Þessar vikulegu verðkannanir DV verða ekki einungis kannanir á verð-
lagi matvara. Við komum tfl með að kanna verð hinna óiíku vöruflokka og
einnig verð á þjónustu.
Við tökum gjarnan við ábendingum frá lesendum og óskum eftir góðu
samstarfi við þá og elnnlg þá sem ákveða verð á vörunni og þjónustunni.
-APH.
Upplýsingaseðill
til saman6uiðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi i upplVsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meöaltal heimiliskostnaðar
fjölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda .
Heimili
Siníi
Fjöldi heimilisfólks
Kostnaður í október 1984.
Matur.og hreinlætisvörur kr.
Annaö kr.
Alls kr.
I
mmm
Últi r m 1 « WM JERRHI
Bl 4 lífcJl "■™ ' R J ■
HAGKAUP/ VÖRUMARKAÐUR MIKLIGARÐUR JL-HUSIÐ GLÆSIBÆR
Skeifunni Ármúla
30—10 30—10 30—10 30—10 30-10
Sykur 23,80—7,2 27,20-1,8 28,90-1,05 23,50—9,9 24,35
Riverrice454 g 20,40+0,6 20,30 +0,80 20,40 —0,55 24,05 +3,5 22,10/25,15
Salt, lkg,Katia 16,70—0,05 Spaghetti 16,60-0,8 16,65 sama 17,20 sama 18,80
Honning, 33,80—7,95 500 g 32,60—10,8 33,80 -8,25 34,80-8,15 34,00
Tómatsósa Libbys, 567 g 32,95—sama 32,60 -0,35 32,95 — sama 35,40—1,7 33,40
Súinep, 22,200 g 16,40+0,90 FiskiboUur, Ora, 15,90 — sama 16,40+1,15 15,89 +0,10 16,10
1/2 dós 28,60+1,45 Majónes, 28,60 +0,95 28,65 +0,70 31,10 +0,90 31,10
Gunnars,250ml 22,75+0,85 22,60 -0,25 22,70 +0,80 23,90 +2,15 22,90
Hrökkbrauð, Korni, flatbröd 27,85+1,7 30,00 +2,0 30,05 +5,95 27,55 -0,90 27,60
Svali, 1/41 5,90+0,80 6,90 +1,60 6,10 +1,00 6,90 +1,40 6,10
Samtals. 229,15—1,70 233,3 —8,65 236,2—1,25 240,25—12,60 236,45
X Fyrir aftan bverja töiu er skráð bversu miklar verðbreytingar hafa orðið frá þvi Verðlagsstofnun gerðl ver
könnun fyrir 8 mánuðum.
Verðlagsstofnunar var gerð var verð á
þessari pakkningu og tegundum al)s
staðar meira en 40 krónur.
Tómatsósa, sinnep og fisk -
boiiur í dós
Tómatsósan og sinnep virðast hafa
haldist nokkurn veginn í sama veröinu
þessa 8 mánuöi og hlýtur það að vera
fagnaðarefni fyrir þá fjöbnörgu pulsu-
aödáendur sem hér á landi eru. En á
þessu sviði virðist vera mikil verðsam-
keppni og ekki ósjaldan sem maður sér
uppstilltar tómatflöskur á tilboði.
1 Miklagarði var þessi tómatsósa á
tilboösverði en ekki var hægt að sjá að
hún væri á tilboðsverði í Hagkaupi.
Hún var einnig á tilboösverði í Vöru-
markaöinum og kostar þar 32,60 kr. En
það er athyglisvert að í Miklagarði og
Hagkaupi er sama verð. Við skulum
ekki fjölyrða um þetta mál en það er
vert aö hafa í huga þegar gengið er i
gegnum matvöruverslanir með fjöl-
breyttum vörum og tilboðsvörum stillt
upp með jöfnu millibili að ekki er allt
gull sem glóir. Tilboð getur verið mis-
vísandi eða villandi. Stundum er hægt
aö kaupa aðra jafngóða vöru á mun
betra verði og einnig getur verið að til-
boðið sé hreint ekkert „tilboð”.
Fiskbollumar standa fyrir sínu og
hafa hækkaö örlítið á flestum stöðun-
um.
Svalinn
Verð á hinum umdeilda svala hefur
hækkaö í öllum verslununum. En á ein-
um svala munar þó einni krónu í Hag-
kaupi og JL-húsinu.
Það er einnig algengt að sjá svala á
tilboðsverði. Og í Miklagarði og í
Glæsibæ var svalinn á tilboðsverði. En
það er eitt sem kaupmenn ættu aö
vanda sig betur við og eru það verö-
merkingar á þessum drykk og öðrum
svipuöum. I Vörumarkaöinum og JL-
húsinu var þeim nokkuð ábótavant.
Verðkönnun DV
Við látum svo lesendum eftir að
rýna nákvæmlega í verðtöfluna. Við
minnum á að varasamt getur verið að
draga of miklar og víðtækar ályktanir
út frá þessari könnun. Þetta eru bara
níu vörutegundir. En það breytir samt
ekki þeirri staðreynd að samanlagt
verð þeirra hefur lækkað í þessum
verslunum og eru það ágætisfréttir. En
það er að sjálfsögöu aðrar vörur sem
hafa hækkaö í verði á þessum tíma og
komum við að því síðar.
APH
Það var dós, dós, fiskibolludós.. . Verð á þeim hefur öriitið hækkað frá því
fyrir 8 mánuðum. D V-myndir Bj. Bj.