Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Qupperneq 11
DV. FÖSTUDAGUR 2. NOVEMBER1984. 11 Hór sóst sams konar vól og notuð verOur i KúbuflugiO. Ljósm. Baldur Sveinsson. ARNARFLUG TEKUR AÐ SÉR LEIGUFLUG TIL KÚBU Flugfélagið Arnarflug hefur gert samning við ítölsku ferðaskrifstofu- keðjuna Mondadori um leiguflug með ítalska ferðamenn milli Italiu og Kúbu. Fyrsta ferðin í leiguflugi þessu var farin þann 26. október sl. og áætlaðar eru 3 ferðir í viku. Amarflug leigir Boeing 707 farþegaþotu til þessa verkefnis en vélin var notuð i píla- grímaflugi Amarflugs í haust. Þess má geta að í vébnni eru tæki til kvik- myndasýninga og mun þetta vera í fyrsta sinn sem slíkur búnaöur er notaður í flugvél sem rekin er af ís- lensku flugfélagi. Um samnings- gerðina að hálfu Amarflugs sá Halldór Sigurðsson deildarstjóri. Samningur- inn er til eins árs en þó uppsegjanlegur ámiðjutímabili. Heildarvelta þessa verkefnis nemur um 400 milljónum króna. MIÐ BJOÐUNv METRINU BYRGINN' JmuuESTonE Sagt er að allir tali um veðrið, en enginn geri neitt í því.Við hjá BRIDGESTONEget- um að vísu ekki gert neitt við veðrinu, en við bjóðum stóraukið öryggi í vetrarakstri með hinum heimsþekktu ÍSGRIP vetrar- hjólbörðum. ÍSGRIP hjólbarðarnir eru úr sérstakri gúmmíblöndu, sem harðnar ekki 1 kuldum, þeir haldast mjúkir og gefa því einstaklega góða spyrnu í snjó og hálku. Tryggðu öryggi þitt og þinna í vet- ur, keyptu BRIDGESTONE ÍSGRIP undir bílinn — þeir fást hjá hjólbarðasölum um land allt. Sérlega hagstætt verð. . ISGRIP BÍLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 Styrkir til náms í Sambands- lýðveldinu Þýskalandi Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjómvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa Islendingum til náms og rannsóknastarfa í Sambandslýðveld- . inu Þýskalandi á námsárinu 1985—86: 1. Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. 2. Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 1985. Umsækjendur skulu hafa lokið eins árs háskólanámi og hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu. 3. Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsóknastarfa um allt að fjögurra mánaða skeið. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 1. desember nk. Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu. 31. október 1984. Menntamálaráðuneytið. Styrkir til há- skólanáms í Sviss Svissnesk stjórnvöld bjóða fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu átta styrki til háskólanáms í Sviss háskólaárið 1985—86. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut Islendinga. Styrkimir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla og eru veittir til 9 mánaða námsdvalar. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á frönsku eða þýsku og þurfa þeir að vera undir það búnir, að á það verði reynt með prófi. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 35 ára og hafa lokið háskólaprófi áður en styrktímabil hefst. — Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja- vík, fyrir 1. desember 1984 á tilskildum eyðublöðum, sem þar fást. 31. október 1984, Menntamálaráðuneytið. AUGLÝSING til söluskatts- og vörugjaldsgreiðenda Viðurlög vegna vangoldins söluskatts fyrir septembermánuð og 17% vörugjalds vegna ágústmánaör verða reiknuð að kvöldi föstudagsins 2. nóvember nk. Skýrslueyðublöð vegna þessara gjalda hafa verið póstlögð. Þar sem ekki er tryggt að skýrslumar berist gjaldendum fyrir ofangreint tímamark vegna mikiila anna við póstdreifingu, er vakin athygli á því að skýrslueyðublöð þessi liggja frammi hjá öllum skattstjórum og innheimtumönnum ríkissjóðs. Þeir gjaldendur sem ekki fá póstsend skýrslueyðublöð og hafa ekki tök á að verða sér úti um þau hjá skattstjóra eða innheimtumanni fyrir ofangreint tímamark skulu senda greiðslur án skýrslu til viðkomandi innheimtumanns ásamt skýringu á því hvað sé verið að greiða. Skýrslur frá þeim sem senda greiðslu með þessum hætti verða síðan að berast innheimtumanni fyrir 10. nóvember nk. Fjármálaráðuneytið, 31. okt. 1984. Læknisbústaður í Bolungarvík TUboð óskast í innanhússfrágang læknisbústaðar í Bolungar- vik. Bústaðurinn er nú tilbúinn undir trésmíði. Innifalið í verkinu er allt sem til þarf að fullgera húsið að innan, þar með talin tæki og rafmagnsofnar svo og málun utanhúss. Verkinu sé að fuilu lokið innanhúss 1. apríl 1985 en utanhúss 15. júní 1985. Otboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7 í Reykjavík, og hjá bæjarstjóranum í Bolungarvík gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisius þriðjudaginn 20. nóvember 1984 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.