Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Side 13
DV. FÖSTUDAGUR 2. NOVEMBER1984. 13 Kjallarinn Skarð í Hamraborgina 1 októbermánuði 1983 skrifaði undirritaður smágrein í DV sem bar fyrirsögnina „Orustan um Hamra- borgina”. Þessi grein fjallaði um ferlimál í miðbæ Kópavogs. A þeim tíma var Hamraborgin með öllu lokuð fyrir fólki, sem ekki var i sæmilegu líkamlegu ástandi. Engin fyrirtæki voru aðgengileg fyrir fatlaöa, aldraða eða fólk með barnavagna og kerrur. Gangstéttir voru með hárri brún og þröskuldar háir. Handrið voru ónothæf og lyftur ekki nema á einum stað i viðskipta- hverfinu. Á þessu ári 1984 hafa eigendur Hamraborgarinnar norðanmegin, Hamraborg 1—11, gert virðingarvert átak í ferlimálunum við fyrirtæki sín. Og bærinn hefur einnig lagt sitt afmörkum. Bærinn lét gera vandað bilastæöi fyrir fatlaða við hliöina á apótekinu og merkti einnig tvö önnur bílastæöi fyrir fatlaða út á almenna bílastæð- inu. Tæknideild bæjarins hefur einn- ig gert mikið í að laga aðgang ann- arsstaöar og vinnur jafnt og þétt að þvíverkefni. Eigendur Hamraborgar 11 settu vandað handrið upp á fjórðu hæð en áður var nánast enginn stuðningur fyrir þá sem þurftu að sækja pjón- ustuþangað. 1 Hamraborg 11 er Tón- listarskóli Kópavogs m.a. til húsa ásamt f jölsóttum félagsmiöstöðvum og fyrirtækjum. Eigendur Hamraborgar 1—5 hafa nú sett hita í gangstéttirnar framan við fyrirtæki sín og rofið hinn háa gangstéttarkant á þrem stöðum fram á bilastæöin fyrir skábrautir. Með þessum aðgerðum má segja að aöstandendur Hamraborgarinnar að norðanverðu við götuna hafi rofið verulegt skarö í vamir miðbæjarins gegn hreyfihömluðu fólki. Nú getur fólk komið þangaö til aö sækja þar viöskipti og félagsþjónustu án þess aö verða f rá að hverf a úti á götunni. Það vantar að vísu lyftu í Hamra- borg 11 og ný handrið upp á efri hæðir annars staðar og lagfæringar á þröskuldum, en verulegt átak hefur Kjallarinn HRAFN SÆMUNDSSON ATVINNUMÁLAFULLTRÚI verið gert nú þegar og vonandi verður framhald á því. Þess má einnig geta að hið nýja útibú Búnaðarbankans að Hamra- borg 9 er fuUkomlega aðgengilegt og til fyrirmyndar. Handan götunnar er ástandiö ekki eins bjart. Þar hefur engin tilraun verið gerð til að bæta aðgang. Þar er ,Augljóst er aO iHamraborginnihafa verið gerð verkfræOileg mistök íupphafi." a „Orustan um Hamraborgina mun halda ^ áfram. Sum vandamálin eru erfið en ekki óleysanleg.” aö visu gangstétt utan við fyrirtækin sem er líklega sérstæö. Upp á hana og út af henni komast bæði bama- vagnar og hjólastólar án erfiðleika, en enginn kemst af gangstéttinni inn í fyrirtækin og ekki hefur verið skipt um nein handrið sem eru til lítils stuðnings inni í f yrirtækjunum. Þess má þó geta að heitu vatni var hleypt á leiðslur í margnefndri gang- stétt í fyrravetur, en þessar leiðslur voru lagðar i gangstéttina í upphafi fyrir nokkrum árum þegar hún var lögð. Augljóst er aö í Hamraborginni hafa verið gerð verkfræðileg mistök í upphafi. 10—15 cm hæðarmunur er viðast á milli gangstéttarinnar og gólfflatar fyrirtækjanna. Um þetta þarf að ræða af raunsæi. Innanhúss mætti hins vegar bæta ýmislegt með minni tilkostnaði ef menn legðu höfuöið í bleyti. Það mætti til að mynda setja upp nothæf handrið beggja vegna stiganna eins og gert var í Hamraborg 11. Og það mætti ryðja úr vegi fleiri hindrunum því við sum fyrirtækin þarf t.d. lítið að gera til að lagfæra þröskulda. Aðkoman að Hamraborginni er óaðlaðandi og þröng. Bilastæði eru fá framan við fyrirtækin sunnan göt- unnar. Hins vegar eru næg bílastæði undir Hamraborginni, en þau eru ómáluð og fráhrindandi. Auk þess eru þau ómerkt og ókunnugir, og jafnvel sumir Kópavogsbúar, muna ekki eftir þeim. Þama mætti hæg- lega bæta úr og merkja innkeyrsluna með stórum skiltum og örvum og jafnvel mætti gera nokkur fremstu bílastæðin aðlaöandi fyrir viðskipta- vini. Orustan um Hamraborgina mun halda áfram. Sum vandamálin eru erfið en ekki óleysanleg. Ástæða er til að þakka þeim sem sýnt hafa þessu máli skilning. Þeir hafa ekki hikað við að leggja út í vemlegan kostnað og munu fá hann endurgold- inn með auknum viðskiptum. Það hlýtur að vera markmið okkar og metnaður að opna miðbæ- inn fyrir hreyfihömluðu fólki, barna- fólki og öldruðum íbúum bæjarins. Kópavogur hefur frá upphafi á margan hátt skorið sig úr um góöa almenna félagslega þjónustu. Þar hafa lagst á eitt opinberir aðilar og einstaklingar. 1 þessu umrædda metnaöarmáli okkar verður hins vegar að gera átak i náinni framtíð og gera miðbæinn eins aölaðandi og kosturer. Hrafn Sæmundsson, atvinnumálafulltrúi. • „Auðvitað var það röng ákvörðun út- varpsmanna að hlaupa út þremur dögum fyrir boðað verkfall. Það viðurkenna allir nú og þeir fyrstir manna.” „Innan ramma laganna Eigendur og stjómendur DV gera nú aUt hvað þeir geta tU að koma þvi að lesendum blaðsins, að Alþýðu- flokkurinn sé andvigur því, að fleiri aöilar en Ríkisútvarpið fái að annast útvarpsrekstur. Þetta er alrangt. Fyrir fjórum árum fluttu þing- menn Alþýðuflokksins frumvarp til laga á Alþingi um Héraðsútvarp, þar sem gert var ráð fyrir afnámi einka- réttar Ríkisútvarpsins. I Alþingistiö- indum, er greina frá umræðum á Al- þingi 26. nóvember 1981, sagði höf- undur þessarar kjallaragreinar m.a. „Nú er ég raunar sannfæröur um, að einkaréttur Rflcisútvarpsins tU út- varps er úr sögunni. Hann er úr sög- unni af margvíslegum tæknilegum ástæðum og verður aldrei endur- heimtur”. (Alþt. bls. 1129, 1981). Þetta var skoðun min þá. Þetta er skoðun mín enn, og þetta tel ég rétt að fram komi, því auövitað vilja les- endur DV hafa það, sem sannara reynist, hvaö sem líður hagsmunum þeirra, sem eiga blaðið. Sem sagt: Fleiri en Rikisútvarpið eiga að fá að reka útvarpsstöðvar, en slík breyt- ing verður auðvitað að gerast með eðUlegum hætti. Hún verður að ger- ast þannig, að lögum sé breytt, þann- ig að menn geti notið frelsis og leitað hamingjunnar „innan ramma lag- anna” elns og fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, dr. Bjarni Benedlktsson, orðaði það í ræðu fyrir tæpum 30 árum. Þau orð eiga auðvit- að eins við í dag, eins og er þau voru mælt. Tómarúm og rangar ákvarðanir Þegar Rikisútvarpiö þagnaði í upphafi október varð tómarúm í þjóðfélaginu. Engin blöð, ekkert út- varp. Tengivefur samfélagsins var ekki lengur til. Til sliks má ekki aftur koma. Auðvitað var það röng ákvörðun útvarpsmanna að hlaupa út þremur dögum fyrir boðað veric- faU. Það viðurkenna allir nú og þeir fyrstir manna. Það var lika röng ákvöröun rflcisstjórnarinnar að greiða ekki laun 1. október. En eitt lögbrot afsakar ekki annaö. Það er grundvaUarsjónarmið lýðræðis- sinna, hvar í flokki sem þeir standa. En tómarúm, sem þrýst er á, hef- ur tUhneigingu til aö vera ekki lengi tómarúm. Fréttaútvarp DV byrjaði útsendingar með ávarpi EUerts B. Schram ritstjóra og alþingismanns. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, Kjartan Gunnarsson, og Hannes Hólmsteinn, hugmyndafræð- ingur flokksins, beittu sér fyrir því að byrjað var að útvarpa úr flokks- bækistöð Sjálfstæðisflokksins, Val- höU að Háaleitisbraut 1. Þótt menn væru mistækir í fréttamati og frétta- flutningi hjá DV útvarpinu þá bar það samt af ValhaUarútvarpi þeirra sjálfstæðismanna eins og guU af eiri. Ótvíræð lög Akvæði útvarpslaga og f jarskipta- laga um einkarétt tU útvarps og fjar- skipta eru ótviræð. Einkaréttur til útvarps er hjá Ríkisútvarpinu, hvort EIÐUR GUÐNASON, ALÞINGISMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN sem mönnum lflcar það betur eða verr. Það er öllum ljóst, sem geta til- einkað sér og skilið einfaldan texta. Oft hefur það gerstaðundanfömu að heyrst hefur til ólögíegra útvarps- stöðva. Oftast hefur þarna verið um ungUngafikt að ræða. Lögleg yfir- völd hafa jafnan stöðvaö slflct og það ekki tekið langan tima. Nú gerðist þaö hinsvegar, að stærsti stjómmálaflokkur landsins lét slflca starfsemi fara fram í sinum húsakynnum undir vemdar- forystumanna Utgáfufyrirtæki undir stjóm frammámanna úr sama flokki hóf samskonar starfsemi. Auð- vitað mæltist þetta vel fyrir hjá mörgum, en það breytir ekki því, að þama var að langflestra mati um ólöglega starfsemi að ræða — starf- semi, sem fór í bága við gUdandi lög. Ef mönnum ekki líka lögin, þá verð- ur að breyta þeim, ekki br jóta þau. Óeðlileg afskipti Þegar unglingar hafa verið að fikta við útvarpssendingar hefur starfsemin allajafna verið stöðvuð samdægurs. Hér var þaö ekki gert. Það leið tæp vika, þar til lögum var framfylgt. Ljóst er lflca af þegar birt- um skýrslum, að ráðherrar höfðu af- skipti af rannsókn þessara mála. Þegar eftirUtsmenn Pósts og síma óskuðu eftir að fá að fara upp á þak Valhallar og horfa þar á loftnet og leiöslur greindi Albert Guömunds- son, sem þá gegndi embætti póst- og símamáiaráðherra, lögreglunni frá þvi, aö hann hefði ekki veitt heimild tU sUkrar skoðunar á þaki Valhaliar. Þetta eru að mínu mati óeðlUeg afskipti ráðherra af störfum lög- gæzlumanna. Þessvegna höfum við nokkrir þingmenn flutt tUlögu til þingsályktunar um, að afskipti ráð- herra af þessu máU öUu verði könn- uð. Sú rannsókn beinist ekkert að eiginlegum rekstri útvarpsstöðv- anna. Þar Uggur aUt ljóst fyrir. Hún á að beinast að þvi, hvort menn séu jafnir fyrir lögunum. Hvort óeðUleg- ur seinagangur hafi veriö á rannsókn málsins, vegna þess aö þama áttu forystumenn í hlut, en ekki einhverj- ir ungUngar úti í bæ. Rannsóknin á að beinast að því, hvort tU dæmis af- skipti Alberts Guðmundssonar af heimsókn eftirlitsmanna í ValhöU séu í samræmi við embættisskyldur ráðherra. Það er kjami málsins. Þetta mál snýst ekki um, hvort leyfa eigi fleiri aðilum að útvarpa. Það snýst um aUt annað. Það snýst um réttarreglur og lýðræði. Einka- réttur Ríkisútvarpsins er úr sögunni, og kemur ekki aftur. En í siðuðu þjóðfélagi, þá breytum við lögunum. TU þess er Alþingi. Löggjafarvaldið er hvorki hjá framkvæmdastjóra Sjálfstæöisflokksins né hjá eigendum DV. Eiður Guðnason alþingismaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.