Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Qupperneq 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 2. NOVEMBER1984.
Spurningin
Átt þú myndbandstæki?
Elnar Eiríksson skrifstofumaður: Nei,
ég á ekki myndbandstæki enda er ég
algerlega á móti slíku. Fer frekar í bíó
ef mig langar aö sjá kvikmynd.
Kari Söivason, starfsmaöur OLÍS: Eg
á aö vísu ekki tæki sjálfur en hef
endram og eins tækifæri til að horfa á
svoleiðis. Þaö var góð afþreying i
verkfallinu.
Guðrún Einarsdóttlr, starfsmaður
DAS: Nei, myndbandstæki á ég ekkert'
en ég horfi stundum á myndbönd engu
að síður. Þetta er ágætis afþreying.
Kristín Ottesen forstöðumaður: Nei,
ég hef ekki nokkum áhuga á sliku og
hef reyndar takmarkaðan áhuga á
sjónvarpi lika. Eg á góöar bækur sem
ég les.
Sigurjón Antonsson sjómaður: Tæki á
ég ekkert enda hef ég mjög tak-
markaða möguleika á aö horfa á slikt.
Guðný Guðmundsdóttir húsmóðir:
Nei, ég á ekki myndbandstæki sjálf en
á kost á aö horfa á slikt. Eg reyni helst
að sjá eitthvað í léttum dúr.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Villuráfandi?
„Ráðamenn, snúið
frá villu ykkar”
Guðjón V. Guðmundsson sjúkraliði
skrifar:
Þjóðfélagið þolir ekki að fólk fái
kjarabætur sem neinu nemi segja
ráðamenn. Þúsundir manna eiga
áfram að sætta sig við 12—17 þúsund
kr. mánaðarlaun og helst þyrfti að
lækka þau eins og fjármálaráðherr-
ann komst að orði í sjónvarpi eitt
sinn. En sá maður hefur gengið
lengst í ósvífninni gagnvart launa-
fólki og maður er satt að segja alveg
agndofa yfir ýmsu er þessi
maður lætur frá séra fara bæði í
ræðu og riti.
Nei, þjóðfélagiö þolir ekki aö
almúginn hafi mannsæmandi laun en
þjóðfélagið þolir að greiða fjármála-
ráöherranum 80—90 þúsund kr. á
mánuði og níu félögum hans sömu-
leiðis. Þjóðfélagið þolir aö kosta
undir þessa herramenn bifreiöar og
sérstaka menn til að aka þeim svo og
alls konar fríðindi. Þetta er bilun.
Þjóðfélag sem ekki getur greitt
venjulegu launafólki hærri laun en
raun ber vitni er sjúkt og islenskt
þjóðfélag er fársjúkt. Bruðlið,
óstjómin og ranglætið blasir við, það
bókstaflega hrópar til manns úr
öllum áttum. Þessu er hægt að
breyta og því verður breytt og það
starf hefst þegar að loknum næstu
alþingiskosningum. Launafólk er
varla í vafa lengur hver höfuðóvinur
þess er.
Nú er kjarabarátta og það er víst
meira en nóg fyrir okkur launamenn
að einbeita kröftum okkar á þeim
vígstöðvum. Viö höfum sett fram
mjög hógværar kröfur um kjara-
bætur, raunhæfar kjarabætur, en
ekki eitthvað sem tekiö verður fljót-
lega aftur. Það er nóg komið af
slíkum samningum í gegnum tiðina.
Ráðamennirnir þrjóskast viö og
halda áfram að berja höfðinu við
steininn en þeir munu brátt finna að
haldi þeir slíku áfram enn um sinn,
þá hljóta þeir að meiða sig. Þeir
úthúða launafólki á allan hátt, segja
að við látum forystumenn okkar
spila með okkur og aö viö séum að
lama þjóðfélagið af tómum óþverra-
skap. Sumir þeirra ganga jafnvel svo
langt að kalla okkur kommúnista eða
álíka ónöfnum.
Þetta mun aðeins þjappa okkur
enn betur saman og vita skulu þessir
vesælu menn að við stöndum fast að
baki forystumanna BSRB. Auðvitað
era í okkar hópi einhverjir ofstækis-
fullir menn, öfgamenn, er aðhyliast
þann hrylling sem kommúnismi
heitir. Það er t.d. vægast sagt grát-
broslegt aö sjá Jón Múla viö verk-
fallsvörslu og jafnhörmulegt aö sjá
formann láglaunamannafélags eins
og sjúkraliöa standa upp fyrir Þor-
steini Pálssyni og klappa honum lof i
lófa. Þeim forherta íhaldsmanni sem
Reagan og Thatcher standa vart á
sporði.
Maöur átti að sjálfsögðu ekki von á
öðru en ísköldum kveðjum frá
íhaldsöflunum og þá á ég auðvitað
einnig við litla íhaldið, þ.e.a.s.
framsóknarlubbana.
En aö fá kveöjur eins og það sem
birtist í DV þann 25. okt. sl. eftir
Magnús Bjarnfreðsson, sem maður
hélt að tilheyrði launafólki, kom al-
gerlega úr óvæntri átt. Þessi nefnda
grein er alveg forkastanleg og ég
vona bara að sem flestir lesi þennan
þokkapistil mannsins. Það er eins og
þar stendur: „Lengi skal manninn
reyna”.
Ráöamenn, snúið frá villu ykkar
meðan enn er tími til.
Góðir
tónleikar
Leo Smith
Stella Aðalsteinsdóttir hringdi:
Eg vil mótmæla gagnrýni þeirri um
Leo Smith og tónleika hans hér sem
Eyjólfur Melsted skrifar í DV þann 24.
október sl. Eg fór á tónleikana sem
hann hélt með strengjasveitinni í
Norræna húsinu og einnig á tónleikana
á Borginni. Eg hafði mjög gaman af
tónleikunum og fékk ekki betur séð en
aðrir áhorfendur skemmtu sér hið
besta. Eg sá líka Eyjólf Melsted fara
af tónleikunum áður en þeir voru búnir
og er því hissa á að lesa „einna já-
kvæðasta gagnrýni” hans um þaö sem
hann missti af. Einnig er ég hissa á lof-
inu sem Stefán Stefánsson fékk þvi
mér finnst hann greinilega ekki finna
sig i þeirri tónlist sem þarna var leikin.
Eg hef ekki hlustaö mikið á svona tón-
list en fékk tækifæri til þess þarna í
Norræna húsinu. Þetta var framandi
tónlist og var mjög gaman að heyra
eitthvað nýtt og ferskt.
Mér finnst skína í gegn hjá Eyjólfi
Melsted óbeit og fyrirlitning á nánast
ókunnri tónlist og finnst það litillækka
hann mjög og bera vitni um smáborg-
aralega fastheldni og kredduskap.
Loks vil ég þakka mjög gott fram-
tak Grammsins og annarra sem að
þessum tónlistaruppákomum stóðu en
án þeirra hefði jasslíf hér verið litlaust
íár.
Umræddur Leo Smith.
Strætisvagnar óþarfir
Vestri segir strætisvagna óþsrfa i Reykjavik. Sumir vagnanna eru reyndar
iíka orOnir vægast sagt þreytulegir.
Vestri skrifar:
Það hefur verið einkar merkilegt að
fylgjast með viðbrögðum fólks og að-
stæöum þeim sem skapast höföu i
verkfallinu.
I heild má segja að slaknað hafi ör-
lítiö á þeirri spennu sem einkenndi is-
lenskt þjóöfélag (sem sumir eru þó
famir að kalla „þjóffélag”) öðrum
fremur.
Sú spenna sem hér viðgekkst var
engu lík og hraði og djöfulæöi hefur
sett sipð á umgengnishætti og þjónustu
hvers konar. — Þetta allt er nánast
óþekkt fyrirbæri í öðrum löndum.
Meira að segja í henni Ameríku, en
Islendingar sem ekki hafa þangað
komið halda aö spenna sé einkenni
þjóðlífs þar, er fólk afslappað og
viðmót til hvers annars meö allt öðrum
og betri hætti en hér á landi.
En það er þetta með verkfallið og af-
leiðingar þess. Eitt af því sem fólk hér
á höfuðborgarsvæðinu varð að venjast
er að strætisvagnar voru ekki í um-
ferð.
En eru viðbrigðin mikil? — nánast
hefur ekki verið á það minnst í fréttum
að það valdi borgarbúum baga þótt
vagnar gangi ekki.
Og á fjölfömum götum, svo sem
Miklubraut og annars staðar, þar sem
ætla mætti að fólk væri að rölta á milli
borgarinnar og úthverfanna — sést
varla sála, — það eru einfaldlega allir í
einkabilum!
Og þannig virðist það vera um alla
borg. Varla sést maður á ferli á
tveimur jafnfljótum, nema í versl-
unarhverfum. Þar er allt við það
sama, allar verslanir fullar og bif-
reiðar bíða eigenda sinna við allar
gangstéttir eða uppi á þeim. Og hvað
með það? Allir ánægðir að geta loks'
fengið að athafna sig, án afskipta hins
opinbera, geta lagt bílum sfnum, án
þess að vera hundeltir af þjónum hins
opinbera, sem auðvitað eru í hálf-
gerðri atvinnubótavinnu við að hengja
sektarmiða á bifreiðar.
Og hvað varðar strætisvagnaferðir,
mætti borgin áreiðanlega athuga sinn
gang alvarlega eftir þá augljósu
staðreynd að borgarbúar eru ekki eins
háðir þeim og sumir vilja vera láta.
Það mætti t.d. notast við miklum
mun minni bifreiðir, t.d. 15—30 manna
vagna og þá eingöngu milli afskekkt-
ustu hverfa og miðborgar, og þá á
morgnana, um miðjan dag og aftur um
og eftir lokunartíma verslana á kvöld-
in.Þaðmyndinægja.
Strætisvagnar í höfuðborginni eru i
raun óþarfir. Það sýnir reynslan okkur
frá verkfallsdögum 1984. — Og
auðvitað er mun fleira í kerfinu sem
mætti missa sig.