Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Blaðsíða 25
DV. FÖSTUDAGUR2. NOVEMBER1984.
29
Smáauglýsingar Menning Menning Menning
Heimsins réttist rugl
Leiklistarskóli íslands — Nemendaleikhús.
Iðnaöarhúsnæði óskast
150—200 ferm, 3—4 metra lofthæð,
fyrir vélaviðgeröir. Æskilegur leigu-
tími 1—2 ár. Uppl. Ami eða Guð-
mundur í símum 10331 og 39002.
Spákonur
Les íbollaoglófa, alla daga og um helgar. Uppl. í síma 38091.
Spákona. Hef góða gáfu og hæfileika. Margra ára reynsla. Spáið í að reyna. Sími 32967.200 kr. Geymið auglýsinguna.
Skemmtanir |
Þau sjö starfsár sem diskótekið Dollý hefur starfað hefur margt gott drifið á dagana sem hefur styrkt, þroskað og eflt diskótek- ið. Njóttu þess meö okkur. Tónlist fyrir alla. DiskótekiðDollý, sími 46666.
Enn eitt haustið býður Diskótekið Dísa hópa og félög velkomin til samstarfs um skipulagn- ingu og framkvæmd haustskemmtun- arinnar. Allar tegundir danstónlistar, samkvæmisleikimir sívinsælu, „ljósa- sjó” þar sem við á. Uppl. um hentug salarkynni o.fl. Okkar reynsla (um 300 dansleikir á sl. ári) stendur ykkur til boða. Dísa, sími 50513, heima.
Ýmislegt |
Oska eftir skiptum á Austin Allegro.árg. ’78 og sólar- lampa. Uppl. í síma 99-3261.
Fjáröflun—félagasamtök. Hef mjög góða fjáröflunarhugmynd fyrir félagasamtök. Hentar vel fyrir hvers konar samtök sem starfa að líknarmálum. Getur gefið allt að 7— 800 þús. í hreinan hagnað. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H—509.
Glasa- og diskaleigan, Njálsgötu 26. Leigjum út allt til veislu- halda. Opiö mánudaga, þriöjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 10—12 og 14—18. Föstudaga frá kl. 14— 19, laugardaga kl. 10—12. Sími 621177.
Húsaviðgerðir
Húseigendur athugið. Tökum að okkur alhliða viðgerðir á húseignum, svo sem sprunguviðgerðir, múrviðgerðir, uppsetningar á rennum, þak- og veggklæðningu, gler- isetningar, málun og nýsmiðar. Viður- kennd efni, vanir menn. Sími 617275 og 42785.
Einkamál
Oska að kynnast konu á aldrinum 60—70 ára með vináttu í huga. Þær sem hafa áhuga sendi bréf til DV fyrir 10. nóv. merkt „Kynning ’84”.
„Haust -84 30” Hvað varð um þig? Þú mættir gjama senda mér nokkrar línur. Ef þú hefur tapað heimilisfanginu sendu þá til DV merkt „Vetur 84 30”. BE.
Hreingerningar
Tökum að okkur að hreingera fyrirtæki, stigaganga og íbúðir. Hreinsum teppi. Unnið um nætur ef óskað er. 25 ára starfsreynsla Þorsteinn. Sími 28997 eftir kl. 18.
íslenska verkþjónustan sf.
auglýsir. Höfum opnað hreingeminga-
þjónustu. Gerum hreinar stofnanir,
íbúðir, stigaganga, skip og fl. Pantanir
í símum 71484 og 10827.
Hreingemingar ó íbúðum
og stigagöngum. Einnig teppa- og
húsgagnahreinsun. Fullkomnar djúp-
hreinsivélar með miklum sogkrafti
sem skila teppunum nær þurrum. Sér-
stakar vélar á ullarteppi og bletti.
Ath., er með kreditkortaþjónustu. Sími
74929.
Tökum að okkur hreingerningar
á íbúðum, stigagöngum og fyrirtækj-
um. Vanir menn, vönduð og ódýr
vinna. Uppl. í síma 72773.
Þvottabjöm. Nýtt.
Bjóðum meðal annars þessa þjónustu:
hreinsun á bílasætum og teppum.
Teppa- og húsgagnahreinsun, glugga-
þvott og hreingemingar. Dagleg þrif á
heimilum og stofnunum. Sjúgum upp
vatn ef flæðir. Sími 40402 eða 54043.
Þrif, hreingemingarþjónusta.
Hreingemingar og gólfteppahreinsun
á íbúðum, stigagöngum og fl., með
nýja djúphreinsivél fyrir teppin og
þurrhreinsun fyrir ullarteppi ef með
þarf. Einnig húsgagnahreinsun. Vanir
og vandvirkir menn. Sími 77035.
Bjami.
Þrif, hreingemingar, teppahreinsun.
Tökum að okkur hreingemingar á
íbúðum, stigagöngum og stofnunum,
einnig teppahreinsun með nýrri djúp-
hreinsivél sem hreinsar með góðum
árangri. Vanir og vandvirkir menn.
Símar 33049 og 667086. Haukur og Guð-
mundur Vignir.
Gólfteppahreinsun, hreingerningar.
Hreinsum teppi og húsgögn með há-
þrýstitækjum og sogafli, erum einnig
með sérstakar vélar á ullarteppi,
gefum 3 kr. afslátt á ferm í tómu
húsnæöi. Ema og Þorsteinn, sími
20888.
Hreint og klárt, Laugavegi 24.
Fataþvottur, þvegið og þurrkað
samstundis — sjálfsafgreiðsla og
þjónusta. Opið alla daga til kl. 22.
Sími 12225.
Hreingeraingafélagið Snæf ell,
Lindargötu 15. Tökum að okkur hrein-
gerningar á íbúðum, stigagöngum og
skrifstofuhúsnæöi, einnig teppa- og
húsgagnahreinsun. Otleiga á teppa- og
húsgagnahreinsivélum, vatnssugur og
háþrýstiþvottavélar á iðnaöarhúsnæði.
Pantanir og upplýsingar í síma 23540.
Ásberg.
Tökum að okkur hreingemingar á
íbúðum, fyrirtsekjum og stigagöngum,
einnig teppahreinsun. Vönduð vinna,
gott fólk. Sími 18781 og 17078.
Hólmbræður —
Hreingemingastööin. Hreingemingar
og teppahreinsun á íbúðum, stiga-
göngum, skrifstofum o.fl. Sogaö vatn
úr teppum sem hafa blotnað. Sími
19017.
Garðyrkja
Garðeigendur-húsfélög.
látið helluleggja eða lagfæra stéttar
ykkar fyrir veturinn. Set hitarör
(snjóbræðslukerfi) undir stéttar, sé
þess óskaö. Hjörtur Hauksson skrúö-
garðyrkjumeistari, sími 30348.
Túnþökur—Kreditkortaþjónusta.
Til sölu úrvals túnþökur úr Rangár-
þingi. Aratuga reynsla tryggir gæðin.
Fljót og öragg þjónusta. Veitum Euro-
card- og Visa-kreditkortaþjónusta.
Landvinnslan sf., símar 78155 á daginn
og 85868 og 99-5127 á kvöldin.
Sveit
Ung kona með
bam óskar eftir ráöskonustöðu í sveit á
Suðurlandi. Er vön sveitalífinu. Uppl. í
sima 92-1576.
Kennsla
Tónskóli Emils.
Kennslugreinar: píanó,
rafmagnsorgel, harmóníka, gítar og
munnhrapa. Allir aldurshópar.
Innritun daglega i simum 16239,666909.
Tónskóli Emils, Brautarholti 4.
Grænfjöðrungur
eftir Carlo Gozzi.
Leikgerð: Benno Benson.
Þýðing: Karl Guömundsson.
Loikstjóri: Haukur J. Gunnarsson.
Leikmynd: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir.
Grímur: Dominiquo Poulain.
Búningar: Dominique Poulain og Pórunn
Sveinsdóttir.
Lýsing: David Walters.
Tónlist: Lárus Halldór Grlmsson.
Frumsýning f Lindarbæ 2. nóvember.
Frumsýning í gærkvöldi á fyrsta
verkefni Nemendaleikhússins í vetur
var ánægjuleg fyrir margar sakir:
meistaraleg þýðing Karls Guð-
mundssonar ein sér hefði dugaö til að
gera kvöldið minnisstætt, leiftrandi
fyndni textans og takmarkalaust
hugarflug þessa snillings geta hrært
dauöan mann til hláturs, máttlaus
má sá munnur vera sem ekki getur
komið einhverju af því bullandi skopi
til skila; krakkamir í fjórða og síð-
asta bekk Leiklistarskólans gerðu
stórum betur, þau skildu að í munni
þeirra var spriklandi skáldskapur,
guð gefi fleirum slíkan texta til að
kjamsa á, og voru þess fyllilega um-
komin að gera úr honum lifandi leik.
í upphafi. . .
Feneyingurinn sem skrifaði
þennan ævintýralega skopleik,
Gozzi, var fyrir margar sakir merki-
legur frömuður. — og afturhalds-
maður í ítölsku leikhúsi átjándu ald-
ar. Oþarfi er að rekja feril hans á
þessum blööum, en honum auðnaðist
aö skila samtima sínum sérstæöum
og persónulegum skáldskap og
seinni tíma mönnum drjúgu efni til
endurvinnslu og umsköpunar, marg-
ir páfar og prelátar evrópskrar leik-
listar hafa dustað rykið af stykkjum
hans og gert úr þeim minnisvarða
glæstrar sköpunargleði þar sem
fögnuður og lifsandi tróna efstir. Og
sannur vitnisburður um þess háttar
umsköpun er sýningin í gærkvöldi.
ÞaðerBenno Benson, virtur leikhús-
maður í Evrópu, sem hefur búið
þessa gerð leiksins eftir forskrift
Gozzi. Og Haukur J. Gunnarsson
stýrir hópnum.
Gamall stíll og nýr
I sýningunni er sú leið valin að
grípa til frjálsrar stílfærslu í leik,
það hentar þessum hóp vel og stælir
hann, blandan er samsett af
melodramatískum tilþrifum úr
nitjándu og átjándu aldar stil, ýkjum
þöglu myndanna, „lazzi” eða leik-
brögðum „commedia dellarte” og
persónutúlkun meö raunsæjum svip.
Þessi blanda rennur léttilega niður.
A köflum gætir endurtekninga í
hreyfingum og stundum fórnar leik-
stjórinn hreyfingu á kostnaö mynd-
rænnar smekkvisi sinnar, en aldrei
erþaðtilvansa.
Sýningunni er líka búinn einstak-
e. lega fagur umbúnaöur af litlum efn-
um, leikmynd Guörúnar, grímur og
búningar Dominique og Þórunnar,
tónlist Lárusar að ógleymdri lýsingu
David Walters, allt hjálpaöist að til
að gera sýninguna að veislu fyrir
augað þó einfaldleikinn væri ævin-
lega haföur aö leiðarljósi.
Fugl í hendi ...
Efni leiksins er við umhugsun of
flókið til það megi rek ja í stuttu máli,
en hér er allt samið eftir formúlum
ævintýranna, Bensson ku hafa bætt
og styrkt nokkuð eiginleika per-
sónanna og gætir þess einkum
framan af. Gozzi var móralisti og
leyfði sér að gagnrýna tískuheim-
speki síns tíma. Sú gagnrýni hittir
Leiklist
Páll B. Baldvinsson
enn í mark og skemmtu gestir
Nemendaleikhússins sér konunglega
i gærkvöldi yfir háði hans um sjálfs-
elsku og eigingirni, sem upphaflega
var beint gegn upplýsingunni og for-
kólf um hennar, en í leikgerð Bensons
verður þessi sjálfselska forsenda
ástar á öðrum og um leið drifkraftur
sem fleytir persónunum áfram að
settu marki, gerir þær mannlegar og
kunnuglegar, og leggur leikendum á
herðar þann þunga bagga „að vinna
fyrir álitinu — bjakk” eins og segir í
leiknum.
Heimamenn og gestir
Tveir gestir eru i sýningunni
komnir úr Þjóðleikhúsinu og Iðnó til
aö létta undir nýliðum í stétt sinni —
verður að óska forráðamönnum leik-
húsanna til hamingju með þetta lán
sem ég trúi að verði öllum til góðs
þegar fram líða stundir. Það veitir
nýliðunum aðhald og styrkir þá í
alvarlegum vinnubrögðum, gefur
gestunum kost á nýbreytni og rennir
stoöum undir innilegra samband
milli skólans og leikhúsanna — bara
Leikfélag Akureyrar mætti njóta
þessa samstarfs líka.
Þau Ragnheiður Steindórsdóttir
og Jón Hjartarson nutu sín vel í
þessum hópi, vitaskuld mátti greina
í leik þeirra meiri samfellu, þéttari
tök á persónum og fágaöri leik en hjá
nemendunum sem enn þurfa aðydda
sín stílvopn, rödd og líkama. Báðir
gestirnir sýndu á sér hliðar sem
undirritaður hefur allavega ekki séö
áþeim tilþessa.
Hlutverkaskipan innan nemenda-
hópsins gerir þeim misjafnt undir
höfði, erfitt er að meta breidd
Þrastar Gunnarssonar eftir þessa
sýningu, en þrennt má nefna sem
hann gerði ágæta vel: hann flaug
fagurlega af Kynjafjalli, hann hnípti
vel í heimsóknum sínum til
drottningarinnar kviksettur undir
eldhúsvasknum og var dásamlega
heiður prins í leikslok.
Systkinin, sem eru ung borin út,
léku Þór Tulinius og Alda Arnar-
dóttir. Þau vom skemmtilega sjálf-
birgingsleg i garöi fóstra sins og
fóstru, innilega rugluö þegar
velgengnin steig þeim til höfuðs og
sannfærandi í ást sinni. Sviptingar í
lífi systkinanna leggja parinu flókna
persónuþróun á herðar og um miðbik
leiksins fataðist þeim nokkuö flugið
rétt um stund, hjá honum þegar
styttansem Renso elskar fær mál og
henni þegar er Barbarína fer bróður
sínum til hjálpar.
Fósturforeldra þeirra, jarðbundið
fólk komið af besta aldri, léku Rósa
Þórsdóttir og Einar Jón Briem. I
þeirra hlut komu groddahlutverkin,
stór barmur og breiður rass, ýkjur
og offors, og bæði sinntu sínu af
smekkvísi og tilþrifum.
Kóngafólkið léku þau Barði
Guðmundsson og Kolbrún Erla
Pétursdóttir og fóru bæði á kostum.
Kolbrún er reyndar sá kraftur af
þessum hópi sem hélt stöðugt
karakternum gegnum alla
sýninguna, illskulega norn af gamla
skólanum og bjó persónunni
svipbrigði sem vom nokkuð fá en
samfelld og vel unnin.
Þá er ótalinn Jakob Þór Einarsson
í tveim rullum, skáldi og mynda-
styttu. Hvort tveggja snoturlega
unnið.
Það sem helst má finna að þessum
hópi era laus tök á texta sem á
köflum, stöku stað væri nær að segja,
hljómar nokkuö lestrarlega, en yfir
þá bletti skyggir góður og jafn
árangur í smekklegri og skemmti-
legri sýningu. Eins og segir í leikn-
um: „Hvaðsemergeturgerst”.