Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Blaðsíða 5
DV. MIÐVKUDAGUR14. NOVEMBER1984.
5
Verðlagsráð ákveður sig ekki:
TOMBÓLUVERÐ A SÍLD
TIL FRYSTINGAR
Mjög mikil óánægja er meöal út-
gerðarmanna, sjómanna og ann-
arra, sem byggja stœ-an hluta af af-
komu sinni á síldveiðum með þá
ákvörðun Verðlagsráðs að gefa ekki
upp neitt verö á síld til f rystingar.
Að sögn útgeröarmanns, sem við
töluðum við í gær, er ástandiö út af
þessu nú þannig að frystihúsin
greiða eins konar tombóluverö fyrir
þá síld sem bátamir koma með. Sé
eitt verð í þessu frystihúsi og síðan
annaö í því næsta, og þó nokkur mun-
ur á verði eftir því í hvaða sjávar-
plássi sé landað.
Eftir því sem við komumst næst í
gær mun hæsta verð greitt fyrir sild
til frystingar vera það sama og greitt
var í fyrra samkvæmt ákvörðun
Verölagsráðs þá. Síðan mun verðið
fara lækkandi eftir því hvar er
landað og hvaða frystihús kaupir.
Segja sjómenn og útgerðarmenn,
sem við töluðum við, að það sé
hreinn skandall hjá Verðlagsráði að
neita aö ákveöa lágmarksverð núna.
Eru ýmsar ástæður gefnar upp
vegna þessa en engin skýring hefur
samt enn verið gefin. Talið er að
Verðlagsráð hafi klofnað í málinu og
geti því ekki komið sér saman um
verð. Er fullyrt að fulltrúar kaup-
enda í ráöinu séu þar á öndverðum
meiði.
Einnig er sagt að ástæðan sé sú að
ef ráðið gæfi upp þaö verð sem það
teldi rétt sigldu aliir bátar í land og
sjómenn gengju frá borði. Verðið
væri það lágt sem greiða ætti fyrir
síld til frystingar. -klp-
Davíð Oddsson borgarstjóri klippir á þráð og opnar þar með Gullinbrú sem auðvelda mun íbúum nýja hverfisins í
Grafarvogi að komast heim og að heiman. Þá stgttist leiðin upp á sorphauga Regkvíkinga einnig til muna.
DV-mgnd GVA
Nýirmjöl-
tankar
Frá Elínu Oddsdóttur, Patreks-
firði:
Mikil umsvif hafa verið hjá
Fiskimjölsverksmiöjunni Sval-
barða síðan loðnuvertið byrjaði.
Nýlega voru teknir í notkurn mjöl-
tankar sem taka 1200 tonn af mjöli.
Þeir eru til mikilla bóta fyrir Vest-
firöinga, sérstaklega vegna þess að
þeir blanda öllu mjöli saman.
Utkoman verður þvi jafnara óg
betra mjöl. Það er búið að landa
tæplega 6000 tonnum af loðnu hér
og búið aö skipa út og selja 800 tonn
af mjöli og 600 tonn af lýsi tii Fær-
eyja og Bretlands. 1 Hraðfrystihúsi
Patreksfjarðar gengur aUt af
gömlum vana. Togarinn er í slipp
og verður þar næsta hálfa mánuð-
inn. Bátar hafa aflað vel en kvótinn
er að verða búinn. TU gamans má
geta þess að aUtaf vantar fólk í
pökkun og snyrtingu hjá
hraðfrystihúsinu. Birgöasöfnun
hefur verið lítil aö sögn forráða-
manna frystUiússins. Einnig kom
þar fram aö mjög góður afU hefði
verið á línu undanfariö. I
fiskverkunarstöðinni Odda hefur
aUt verið með eðUlegum hætti og
nóg af fiski tU saltfiskvinnslu og
bátar fiskað vel. Það eina sem er
að þar er að kvótinn er að verða bú-
inn. -EH
ÁrshátíðKASK
íSindrabæ
Frá Júlíu Imsland, Höfn,
Hornafriði:
Starfsmannafélag KASK hélt
árshátíð sína um síðustu helgi í
Sindrabæ. Þarna var sitthvað tU
skemmtunar meðan menn gæddu
sér á ljúffengum mat sem Þórir
Matthíasson matreiöslumaður sá
um. Kaupfélagið veitti tveim
mönnum, sem unnið hafa hjá félag-
inu í 40 ár, og 11 sem verið hafa í 25
ár, verðlaun fyrir langa og dygga
þjónustu. Verðlaunin voru ein
mánaðarlaun og merki KASK sér-
staklega hannað og gert af þessu
tUefni. Einnig var Asgrími HaU-
dórssyni, fyrrverandi kaupfélags-
stjóra, veitt sérstök viðurkenning
fyrir mikU og vel unnin störf og að
öUu þessu loknu var dansað fram
eftir nóttu. Haft var á orði að aldrei
heföi verið svo fjölmennt boröhald í
Sindrabæ og sýnir það að gamla
góða máltækið þröngt mega sáttir
sitja sannaðist þama vel hjá Fram-
sókn.
-EH
Kennarar vilja 40%
hækkun til viðbótar
— samkvæmt kröfugerð um sérkjarasamninga sem nú liggur fyrir
Kröfugerðin sem fulltrúaráð Kenn-
arasambandsins samþykkti um helg-
ina um sérkjarasamninga fyrir grunn-
skólakennara felur í sér um 40% kaup-
hækkun.
I kröfugerðinni er farið fram á að
byrjunarlaun grunnskólakennara með
kennsluréttindi hækki úr 18.700
krónum á mánuði í 26.400 krónur og
byrjunarlaun kennara sem hafa 150
stig í menntun verði 25.500 krónur í
stað 18.000 króna eins og nú er. Þá er
gerð krafa um að skólastjórar taki
laun eftir 32. til 35. launaflokki eða hafi
sem svarar 33.500 til 37.200 krónur á
mánuði. Skólastjórar taka nú laun eftir
sjö launaflokkum og eru byrjunarlaun
samkvæmt 19. launaflokki eða 21.500
krónur.
I kröfugerðinni er einnig farið fram
á aö fleiri kennurum verði gefinn
kostur á orlofi en nú er og jafnframt
verði starfandi kennurum gert kleift
að sækja framhaldsnám á starfstíma
skólanna. Lögð er áhersla á að löggjöf
um lögvemdun starfsheitisins kennari
verði samþykkt á yfirstandandi þingi.
Þá fer Kennarasambar.dið fram á að
fá fullan samnings- og verkfallsrétt
sem gildi um öll atriöi kjarasamninga.
Sérkjarasamningum verður sam-
kvæmt lögum að vera lokið innan sex
vikna frá því að aðalkjarasamningur
er samþykktur ella er þeim vísað til
úrskurðar kjaranefndar sem einnig
hefur sex vikur til að kveöa upp úr-
skurð.
Kennarasambandið hefur hótað að
beita hópuppsögnum til stuðnings
kröfum sínum. Þegar er hafin söfnun
uppsagna i grunnskólum og eiga þær
að liggja fyrir eigi síðar en 24. þessa
mánaðar. I september síðastliönum
gáfu margir kennarar skuldbindandi
yfirlýsingar um uppsagnir í þessu
skyni. Valgeir Gestsson, formaður
Kennarasambandsins, vildi ekki gefa
upp um hve mikinn fjölda væri að
ræða. En hann sagði að ef þessar
yfirlýsingar grunnskólakennaranna
stæðust þá gæti þetta orðið raunhæf
aðgerð.
ÖEF
Elliheimilið á Hðfn 10 ára
Frá Júlíu Imsland, Höfn, Hornafirði:
Nýlega hélt elli- og hjúkrunarheimil-
iö á Höfn upp á tíu ára afmæli sitt. Af
því tilefni var þar opið hús og öllum
sem komu boðið upp á kaffi og kökur
og að skoöa húsakynni. Oskað var eftir
tillögum um nafn á heimilið og bárust
allmargar. Á elliheimilinu eru nú 42
vistmenn, þar af tveir sem verið hafa
frá byrjun. Þama er einnig til húsa
fæðingarheimili staðarins og hefur
fæðst 21 barn á’árinu. Forstöðukona er
Amalía Þorgrímsdóttir.
-EH