Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Page 8
8 Útlönd DV. MIÐVIKUDAGUR14. NOVEMBER1984. Útlönd Utlönd Utlönd Hundruð milljóna bruðl hjá þvf op- inbera í Bonn Japanir ætia að hætta hvalveiðum til iðnaðar árið 1988 en veiða búrhveli til 1987. Japan hættir hvalveiðum,g8 Bandaríkin og Japan hafa gert sam- komulag um aö ekki verði hróflað við fiskveiðiréttindum Japana undan Bandaríkjaströndum þótt Japanir haldi áfram veiðum á búrhvölum fram til 1987. I samkomulaginu er gert ráö fyrir aö Japan hætti öllum hvalveiðum 1988. Umhvprfisverndarsinnar hafa gagn- rýnt þ< tta samkomulag og segja aö Reaganstjórnin hafi nú snúiö baki viö viöleitninni til þess aö bjarga hvölun- um. Samkvæmt samkomulaginu fellur Japan frá mótmælum sínum viö sam- þykkt Aíþjóða hvalveiöiráðsins um bann við hvalveiðum til iðnaðar. I stað- inn verður ekki látin taka gildi 50% minnkun fiskveiðiheimilda Japatis á Bandarikjamiöum sem ella heföi kom- iðtil. Ríkisendurskoöunin í V-Þýskalandi heldur því fram að milljónir marka fari forgöröum árlega í sóun og skrif- finnsku hjá því opinbera og vegna mis- taka viö útboö opinberra fram- kvæmda. Forstöðumaður ríkisendurskoöunar- innar, Karl Wittrock, sagði á blaða- mannafundi í gær að á árinu 1982 heföu 700 milljónir marka farið í súginn af þessum sökum en endurskoðunar- skýrslur þetta árið fjalla um reikning- ana 1982. Meðal fjárútláta, sem ríkisendur- skoðunin lét til sín taka, var 900 þúsund marka fjárveiting til góðgeröastarfs Bobs Hopes áriö 1981. (Það miöast við aðstoð til handa fjölskyldum banda- rískra hermanna í Evrópu.) 1 skýrslu endurskoðunarinnar segir að engin tilraun hafi verið gerð til að ganga úr skugga um, fyrir fjárveitinguna, hvort fyrir lægju gagngeröar áætlanir um hvernig fénu yrði varið og hefði þó verið eölilegt að láta féö vaxta sig og bíða þangað til grein hefði veriö gerö fyriráformunum. Sem dæmi um eitt bruðlið er nefnt að innanríkisráðuneytið kosti þrjár her- lúðrasveitir fyrir landamæravarðliðið þar sem ein mundi vel nægja, en kostnaður af þessum lúðrasveitum nam 5 milljónum marka 1983. Þá hefur endurskoöunin leitt í ljós að varnarmálaráöuneytið greiddi þrem verktökum 160 milljón mörk meira en framkvæmdirnar raunverulega kost- uðu þar sem gert var ráð fyrir aöstöðugjaldi sem síðan var aldrei greitt. Fjármálaráöuneytið greiddi í annan stað 700 milljón mörk á árunum 1977 til 1982 í styrki til námafélags upp í kostnað sem var svo aldrei fyrir hendi. I endurskoðunarskýrslunni kemur ennfremur fram mikill kostnaður af lé- legri áætlanagerð, óþarfa manna- haldi, vitlausri fjárfestingu ráðuneyta og opinberra stofnana. Segir ríkis- endurskoöunin að samt hafi ekki verið rannsakaður nema lítill hluti af því semvertværi. MacMillan á þingi 90 ára Harold MacMillan, fyrrum forsæt- gær og flutti þar jómfrúræðu sína í isráðherra Breta, orðinn níræöur, lávarðadeildinni. tók aö nýju sæti í breska þinginu í Bretadrottning gerði hann að jarli í janúar síðasta vetur. „Súper-Mac”, eins og hann er kall- aður af flokksbræðrum sínum, talaði í 30 mínútur og að máli hans loknu stóð þingheimur upp og fagnaði hon- um með dyn jandi lófataki. Hann sagðist harma það mjög aö horfa upp á hvað væri að gerast með þjóöinni í dag og tilgreindi sérstak- lega það „illa hatur” sem grafi um sig hjá bestu mönnum hér á jörö, mönnunum sem sigrað heföu heri keisarans og Hitlers.” Víöa fór hann á kostum meö lag- lega dulinni gagnrýni á eftirkom- anda sinn í formannssæti Ihalds- flokksins Margaret Thatcher, sem lagt hafði að Bretadrottningu að aðla hann. Líkt við Kúbudeil- una Bandaríkjastjórn heldur enn fast viö þaö að hún hafi engar áætlanir um inn- rás í Nicaragua en varar stjórnina í Managua viö því að gripið verði til allra nauðsyrdegra ráða til þess aö hindra að Nicaragua ráðist á banda- menn Washingtonstjórnarinnar í Mið- Ameríku. Michael Burnh, talsmaður Penta- gon-herstjómarinnar, sagði í gær að Bandaríkin mundu veita hverja þá aöstoð sem þörf þætti fyrir ef Nicaragua réðist á Hondúras eöa Ei Salvador. í Nicaragua hafa sandinistar nánast látið ganga út herboð. Herinn er hafður í sérstakri viðbragðsstöðu og tekið er við skráningu sjálfboðaliða til þjálf- unar á meöan stöðugt er hamraö á f ull- yrðingum um að yfir vofi innrás Bandarikjahers. Washingtonstjómin fordæmir vopnaflutning Sovétmanna til Nicaragua og segir þau hergögn öflugri en nokkur nauðsyn sé fyrir til landvama Nicaragua. Því er haldið fram að enn fleiri sovésk flutningaskip séu á leið til Nicaragua með meiri her- gögn. — Einn embættismanna stjórnarinnar jafnaði þessum her- gagnaflutningum til Kúbumálsins 1962 þegar Kennedy-stjórnin setti hafnbann áKúbu. Því er haldið fram aö milli 2500 og 3000 sovéskir hernaðarráðgjafar séu núnaíNicaragua. Bandaríkjamenn kannast við að hafa engar sannanir fyrir því aö Nicaragua hafi áætlanir um innrás í eitthvert nágrannaríkið en halda fast við aö Nicaragua ógni sjálfstæði E1 Salvador og fleiri landa. Stjórnarhermenn sandinista og kúbanskir hernaðarráðgjafar en nær 3000 sovóskir hernaðarráðgjafar eru sagðir vera i Nicaragua. SIKKAR FA EKKI AÐ KJÓSA NÚNA Stjórnmálaflokkar á Indlandi byrja í dag fyrir alvöru undirbúning fyrir kosningar á aðfangadag jóla en Rajiv Gandhi forsætisráðherra boðaði þær í gær. Flokkur hans, Kongressflokkurinn, nýtur mikils forskots í skoðanakönn- unum og er honum almennt spáð sigri. Tólf daga þjóöarsorg, sem fyrir- skipuö var í Indlandi eftir morðið á Indiru Gandhi, lauk á sunnudag og því var það fyrst í gær sem Rajiv Gandhi gat boðað til kosninganna. Sú ákvörðun hafði þó legið í loftinu og kom engumáóvart. Kongressflokkurinn hefur 190 þing- sæta meirihluta í neðri deild indverska þingsins þar sem sitja 544 fulltrúar. Stjórnarandstaðan, sem hefur aðeins einu sinni sigrað Kongressflokkinn í al- mennum kosningum (1977), er marg- klofin. Undantekning verður gerö í ríkjunum Punjab og Assam, þar sem sikkar eru í meirihluta. Þar verða ekki kosningar vegna ólgunnar og hættu á auknumróstum. I gær var aflétt útgöngubanni í höfuðborginni Nýju Delhí, þar sem 1000 manns létu lífið í róstunum eftir morðið á Indiru. Áfram verður þó í gildi útgöngubann á kvöldin í ýmsum borgum í Punjab. Kvída framtíö kvik- myndaioiu i Evropu Kvikmyndaleikstjórar í Evrópu segja aö kvikmyndaiðnaður á megin- landinu muni á tíu árum drukkna í inn- flutningsflóöi amerískrar framleiðslu og deyja út nema ríkisstjómir landa þeirrahlaupi til. 27 frammámenn úr þeirra hópi áttu fund með Jack Lang, menntamálaráð- herra Frakka, í gær. „Annar hver Evrópumaður sér aldrei evrópska kvikmynd,” sagði Volker Schlöndorff, hinn vestur-þýski, við fréttamenn. Sagði hann félaga sína vilja vekja almenningsálitið og stjórnvöld og at- hygli á nauðsyn þess að vemda kvik- myndaiðnaðinn rétt eins og víniönað- inn eða landbúnaðinn. Taldi hann Evrópumenn þurfa að verja sig fyrir „mengun á menningar- sviðinu” af völdum amerísks innflutn- ings. Kvað hann stutt í þaö að það sama steðjaði að bókmenntum, tónlist og öörum listgreinum. Ef Evrópumenn bregða ekki við geta þeir kvatt menn- ingarsögu sína, sagði hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.