Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Síða 12
12
DV. MIÐVKUDAGUR14. NOVEMBER1984.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF.
Stjórnarformaaurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helaarblað 28 kr.,
7
NT reynirkönnun
NT birti í fyrradag niöurstöður skoöanakönnunar, sem
þaö blað hefur gert. NT segist nota þar hinar löngu viöur-
kenndu aðferðir skoðanakannana DV. Urtakið hafi verið
600 manns eins og í DV-könnunum og hafi verið jöfn
skipting milli kynja og jöfn skipting milli höfuðborgar-
svæðis og landsbyggðar. Skoðanakannanir DV njóta
mikils trausts almennings, enda hafa þær gefizt bezt
þeirra skoðanakannana, sem hér hafa verið gerðar. Það
segir enn nokkuð um þetta traust, að keppinauturinn NT
skuli leggja allt kapp á að menn trúi, að hann noti að-
ferðir DV.
Sá er ljóður á ráði NT, að blaðið er í augum al-
mennings flokksmálgagn Framsóknarflokksins. NT-
menn hafa lítillega reynt aö hafa sérstööu. Þeir hafa
skammað Sjálfstæðisflokkinn, að því er virðist í óþökk
forystu Framsóknar. En NT undirstrikar alltaf, að það
blað sé skrifað fyrir hönd framsóknarmanna, enda
megininntakið í gagnrýni blaðsins, að forysta Fram-
sóknar eigi að herða sig og gera meiri kröfur til sam-
starfsflokksins eða fara úr ríkisstjórn. NT verður ekki
talið annað en blað Framsóknar. Flokksmálgögn geta
ekki gert skoðanakannanir á sama veg og óháðir fjöl-
miðlar. Þegar fólk er spurt um skoðanir á vegum flokks-
málgagns, skila stuðningsmenn þess flokks sér betur og
einhverjir, sem eru í vafa, hneigjast til að mæla eins og
þeir telja, að viðmælandinn vilji. Þetta er auðvitað
geysilegur skekkjuvaldur í skoðanakönnun. Með þessu er
að sjálfsögðu ekki verið að segja, að flokksmálgagn geti
ekki staðið heiðarlega að skoðanakönnun. Því fylgir bara
þessi ákveðna skekkja.
Enda fór svo, að NT fékk út mikla fylgisaukningu
Framsóknarflokksins, ef litið er á niðurstöður síðustu
DV-kannana um miöjan október og í september. NT fær
meira að segja þá niðurstöðu, að Framsóknarflokkurinn
hafi unnið mikið fylgi síðan í kosningunum í fyrra, þvert á
niðurstöður allra annarra kannana á kjörtímabilinu, bæði
DV- og Hagvangskannana.
Þetta er ekki einleikið og skýrist af eðli spyrjandans,
flokksmálsgagnsins NT. Ekkert gefur til kynna, að
Framsóknarflokkurinn hafi unnið mikið fylgi síðustu
vikur. Ríkisstjórnin hefur ekki lagt fram neitt nýtt í efna-
hagsmálum. Kannanir höfðu áður sýnt mikið tap Fram-
sóknar, og er líklegast, að flokkurinn hafi engan veginn
komizt úr þeim öldudal.
Annað einkenni á skoðanakönnun NT er, hversu miklu
minna fylgi Alþýðubandalagið fær en í síðustu tveimur
DV-könnunum.
Skoðanakannanir DV höfðu sýnt, að Alþýðubanda-
lagið hafði bætt við sig fylgi á óróatímum undanfarnar
vikur. Fylgi þess var meira en í síðustu kosningum.
Auðvitað kann eitthvað að hafa dregið úr fylgi Al-
þýðubandalags, þar sem öldur hefur nokkuð lægt eftir
kjarasamningana. En líklegast er, að það sé skekkja í
könnun NT, þegar útkoman er, að Alþýðubandalagið hafi
tapað þriðjungi fylgis á einum mánuði.
Kannski má hafa eitthvert gagn af skoöanakönnunum
NT, en það yrði þá fyrst og fremst með því að bera niður-
stöður næstu könnunar NT saman við þessar niðurstöður.
Þá mætti ætla, að skekkjuþátturinn væri svipaður, svo að
ráða mætti í hreyfingar á fylgi flokka. En það þjónar
litlum tilgangi að draga ályktanir af samanburði
könnunar NT og síðustu kannana DV.
Haukur Helgason.
„Það var banabrti þessarar ríkisstjómar, að hún þorði akki að laggja til atiögu við fjérhagsiaga endur-
skipulagningu sjávarútvagsins, sem engin leið er að skjóta á frest lengur."
Hvers vegna
eru launin
svona lág?
Hvers vegna eru lifskjör á Islandi
orðin hin þriðju lægstu í Evrópu?
Hvers vegna geta íslenzkir atvinnu-
vegir ekki greitt laun, sem ncgja til
framfærslu meðal f jölskyldu?
Of lítil framleiðni, segja atvinnu-.
rekendur; þeir hinir sömu og bera
ábyrgð á offjárfestingu fyrirtækja
sinna. Þjóðin eyðir um efni fram,
segja stjórnmálamenn kerfisflokk-
anna, sem hafa sólundaö takmörk-
uöu fjárfestingarfé og dýrkeyptum
erlendum lánum í tóma vitleysu.
Hver ber ábyrgðina? Enginn. En
hvererskýringin?
Launin eru svona
lág, m.a. vegna þess
Að ofstórumhlutaþjóðarteknahef-
ur of lengi verið variö í fjárfest-
ingu.
Að of stór hluti teknanna fer í að
standa undir afborgunum og
vöxtum af skuldum.
Að eigendur fyrirtækja keppast
við aö fjárfesta til þess að
geta dregiö vexti af skuldum
frá sköttum og tryggt
peningana í eignum, sem
hækka í verði.
Að stjórnmálamenn kerfisflokk-
anna hafa gerzt skömmtun-
arstjórar fjármagnsins til
þess að kaupa sér vinsældir
og áhrif í kjördæmum sínum
— en án allrar ábyrgðar.
Að innflutningsverð til Islands
er allt að fjórðungi hærra en
annars staðar á Norðurlönd-
um.
Að orkuverðið er, vegna offjár-
festingar og lélegrar nýting-
ar, orðið hið hæsta á Norður-
löndum.
Að nýting á h'úsnæði, vélum og
tækjum er allt of lítil.
Að offramleiðsla landbúnaðar-
afurða kostar skattgreiðend-
ur stórfé á ári hverju.
Að fjárfesting í nýjum skipum
er dýrari en svo, að hún geti
skilað sér, jafnvel við met-
afla.
Að frystiiönaðurinn er í kreppu
vegna vaxandi eftirspumar
á ferskum fiski á beztu
mörkuðum.
Að innflutningsverð á olíu er ca.
30—40% dýrara en í sam-
keppnislöndum.
Aö vaxtapólitík núv. ríkisstjórn-
JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON,
ÞINGMADUR FYRIR
ALÞÝDUFLOKKINN
ar —10—17% raunvextir um-
fram verðbólgu — hækkar
fjármagnskostnað fyrirtækj-
anna, sem velt er út í verð-
lagið, án þess að efla spari-
fjármyndun.
Að sölumennska og markaðs-
öflun útflutningsatvinnuveg-
anna erímolum.
Aö hin erlenda skuldabyröi
neyðir stjórnvöld til að binda
gengið fast, sem verkar sem
skattlagning á sjávaraútveg-
inn og veldur viðskiptahalla,
vegna ódýrs innflutnings.
Þegar spurt er: Hvers vegna geta
framleiðslu- og útflutningsatvinnu-
vegimir ekki greitt mannsæmandi
laun? svara málsvarar ríkisstjórn-
arinnar: Viö höfum orðið fyrir áföll-
um sem við ráðum ekki við: Minnk-
andi afli, óhagstæðari aflasamsetn-
ing, sölu- og greiðsluerfiðleikar á er-
lendum mörkuðum.
En þá er spurt á móti: Hvers
vegna var ástandið litlu skárra 1982,
þegar afli var í hámarki og sterkur
dollar skilaði miklum g jalaeyristekj-
um? Svarið er, að vandamál sjávar-
útvegsins stafa ekki aðeins af óhag-
stæðum ytri skilyrðum. Hluti sjávar-
útvegsins hefur þegar sligast undan
drápsklyfjum erlendra skulda. Lán-
in voru notuð til off járfestingar, sem
skilar engum arði og fyrirtækin fá
dcki undir risið. Það var banabiti
þessarar ríkisstjórnar, að hún þorði
ekJd að leggja til atlögu við fjárhags-
lega endurskipuiagningu sjávarút-
vegslns, sem engin leið er að skjóta á
frestlengur.
Það var rétt ráðstöfun að afnema
með lögum sjálfvirkt víxigengi verð-
lags og launa, sem fólst í gamla vísi-
tölukerfinu. Alþýðuflokkurinn studdi
þá aðgerð. En hann lagði á þaö ríka
áherzlu, að rætur verðbólgunnar
iægju viðar: í pólitisku
skömmtunarkerfi á lánamarkaði, i
hripleku skattakerfi, i hinum dýru
fjárfestingarmistökum, óhag-
kvæmni innflutningsverzlunar og
dýrum aðföngum framleiðsluat-
vinnuveganna, misráðinni óbyggða-
stefnuo.s.frv.
Reynsla nágrannaþjóðanna kennir
okkur, að mannsæmandi laun ein sér
þurfa ekki aö vera verðbólguvaldur.
Yfirborganir á frjálsum markaði,
raunveruleg markaðslaun, sanna
það enn frekar. Það er of dýr fjár-
festing, léleg nýting fjármagns og
fastafjármuna, bágborin stjórnun og
úrelt stjórnkerfi á lánsfjármarkaði,
sem stendur nýjum vaxtargreinum
fyrir þrifum, þrýstir lífskjörunum
niður, setur stööuga pressu á gengi
krónunnar og veldur þar með lát-
lausum verðbólguþrýstingi. Af þessu
þurfum við að læra.
Jón Baidvin Hannibaisson.
QP „Reynsla nágrannaþjóðanna kennir okk-
ur, að mannsæmandi laun ein sér þurfa
ekki að vera verðbólguvaldur. Yfirborganir á
frjálsum markaði, raunveruleg markaðslaun,
sanna það enn frekar.”