Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Síða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR14. NOVEMBER1984.
13
---- t^.tSiKn>r
Þegar litli maðurinn varð stór
STRAUMHVÖRFIN
Loksins! Loksins var spyrnt við
fæti og það svo um munaði. Nú er
ljóst að launafólk getur staöið saman
og sigrað ef félögin láta reyna á það.
Nú hafa margir launamenn endur-
heimt sjálfsvirðinguna.
Bókagerðarmenn
riðu á vaðið
Forysta bókagerðarmanna lét ekki
halda sér uppi á kjaftasnakki um
ekki neitt eins og kollegar þeirra í
ASI-félögunum. Bókagerðarmenn
kröfðust launahækkana sem nægðu
til að ná aftur kaupmættinum sem
samið var um fyrir 2 árum en rænt
síðan með ólögum. VSI-herrunum
þótti þetta fádæma frekja og vísuðu
kröfunum á bug. Bókagerðarmenn
svöruðu með verkfalli strax. Þeir
neituöu aö selja vinnuaf 1 sitt áfram á
útsölu. Þeir höguöu sér eins og frjáls-
um mönnum sæmir.
Verkfallið varð langt og strangt.
Hluti félagsmanna (of litill hluti)
lagði hart að sér við framkvæmd
verkfallsins en meirihlutinn var
heima eða í annarri vinnu. Það var
veiki hlekkurinn. Það vantaði t.d.
krafta til aö kynna málstaðinn betur
með dreifibréfum, fundum o.þ.h. En
samstaðan var góð þegar á reyndi.
Tillaga um að gefast upp í miöju kafi
var kolfelld.
Bókagerðarmenn náðu ekki tak-
w „Bókagerðarmenn náðu ekki takmarkinu
nema að hálfu leyti, en þeim tókst að
sprengja kaupránsáætlanir ríkisstjórnarinnar
í tætlur, skattalækkunarsjónhverfingin þar
meðtalin.”
Þorvaldur örn Árnason
LlFFRÆDINGUR, STARFAR HJÁ
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU.
markinu nema að hálfu leyti, en
þeim tókst að sprengja kaupráns-
áætlun ríkisstjómarinnar i tætlur,
skattalækkunarsjónhverfingin þar
meðtalin. Það var mikilvægur sigur
fyrir þá og allt launaf ólk.
Svo vöknuðu
opinberir starfsmenn
Þeir vöknuðu við vondan draum.
Eiginlega martröð. Kaupiö dugði
ekki Iengur fyrir nauðþurftum. Störf
þeirra voru vanvirt, bæði með orðum
en þó ekki síst með hálftómum launa-
umslögum. Sjálfsvirðingu margra
var misboðið. Hjá sumum var heils-
an að bresta undan vinnuálagi og
áhyggjum. Enginn möguleiki á að
betla yfirborganir. Ekki einu sinni
hægt að svik ja undan skatti þó menn
vildu! Framundan blasti við enn
meiri eymd.
Forstöðumenn ríkisstofnana voru
einnig í miklum vandræðum. Þeir
fengu ekki hæft fólk til starfa fyrir
þau laun sem í boði voru og misstu
unnvörpum reynda starfsmenn yfir
til einkarekstursins. Skólastjórar úti
á landi stóðu á kaupfélagströppunum
og reyndu að plata einhver ung-
menni til að gerast kennarar hjá sér.
Það þurfti augljóslega að gera
eitthvað.
Settar fram kröfur
BSRB kraföist aldrei aukins kaup-
máttar, heldur aöeins sama kaup-
máttar og samiö var um fyrir 2
árum, en var síðan rænt með bráöa-
birgðalögum þessarar ríkisstjórnar
og þeirrar næstu á undan. Þetta
þýddi reyndar 30% kauphækkun og
segir það sína sögu um hve kaup-
ránið var orðið mikið. Sú
kauphækkun kostaði rikissjóð
milljarð, minna en lögboðnar skatta-
lækkanir sem atvinnurekendur hafa
þegar fengið og miklu minna en það
sem svikið er undan skatti. Með
þessari hækkun hefðu t.d. kennarar
og fóstrur jafnvel náð þriðjungi af
því sem ráðherrar og forstjórar hafa
ítekjurnú!
„Þvílík heimtufrekja,” sögðu
hinir digru viðsemjendur. „Réttast
væri að lækka við ykkur launin, þið
gerið hvort eð er ekki neitt. Fáið
ykkur bara aöra vinnu ef ykkur lika
ekki launin. Við ætlum hvort eð er að
leggja ríkisbáknið niður. Við viljum
einkaskóla og einkasjúkrahús þar
sem hver greiðir fyrir sig. Skítt með
það þótt einhverjir fátæklingar deyi
á sjúkrahúströppunum. Það þykir jú
alveg sjálfsagt fyrir westan.” Sumt
af þessu sögðu þeir bara hver við
annan og gættu þess að litlu
mennimir hey rðu það ekki.
Sáttasemjarinn
fer á kreik
Hinn hlutlausi sáttasemjari ríkis-
valdsins kom nú á vettvang og
hugðist skakka leikinn. Hann lagði
fram hlutlausa sáttatillögu sem var
4% hærra en tilboð hinna digru ríkis-
burgeisa en 25% lægri en kröfur litlu
mannanna í BSRB. Sem sagt mjög
hlutlaus sáttatillaga. Báðir
deiluaðiiar felldu þessa sáttatillögu.
Þeim digru fannst allt of rausnar-
lega boðið. Litlu mennimir sáu að
þrátt fyrir þennan rausnarskap
myndi martröð þeirra halda áfram.
Nú stefndi allt í voðalega verk-
fallsorrastu. Þannig orrustu háir
enginn að gamni sínu, allra síst litlu
mennirnir í BSRB. I næsta þætti
segir frá sjálfri viðureigninni.
Þorvaldur Öm Árnason.
PÓUTÍSKUR SKOLLALEIKUR
Sama gamlan tuggan
Nú þegar opinberir starfsmenn
hafa samiö og hinu langa prentara-
verkfalli er lokið og fjölmiðlarnir
komnir í gang, þá geysast þeir fram
á völlinn, peninga-pabbar landsins
og veifa framan í fólkið verðbólgu-
druslunni, sem er reyndar löngu
sprungin blaðra.
Við sem heima sitjum, grípum um
höfuðið — ætla þeir virkilega að
byrja á þessum skollaleik einu sinni
enn? Jú, svo sannarlega — og þeir
hafa f engu gleymt. Verðbólgu-
samnmgar — atvinnuleysi — stopp.
Og við sem vorum svo bláeyg að
imynda okkur að mennirnir myndu
þroskast — f jarri fer því.
Skollaleikur
I flestum fjölmiðlum var fjallað
um samningana. Fréttamenn fóru á
stúfana og auðvitað var spurt: eru
þetta verðbólgusamningar? Verður
þessu velt út í verðlagið? Og forkólf-
ar auðvaldsins settu upp föðurlegan
svip og svöruöu á innsoginu: Já,
þetta era verðbólgusamningar og
bættu viö, það er engin spuming um
það, hvort þessu verði velt út í verð-
lagið, heldur: hvort þetta velti ekki
út í verðlagið? Og þá er öllum að
sjálfsögðu ljóst, að þama er á ferð-
inni eitthvað, sem enginn ræður við.
Verðbólgudraugurinn er mættur,
hann er eins og vindurinn — enginn
veit hvaðan hann kemur, eða hvert
hann fer — enginn ræður við hann.
Hver stjómar þessu landi? Stjómar
verðbólgan ríkisstjórninni, eða ríkis-
stjómin verðbólgunni?
IMógir seðlar
Viö sem heima sitjum, förum að
velta því fyrir okkur, hvort það geti
virkilega verið, að við séum búin að
skapa okkur þannig þjóðfélag, að við
ráðum ekki ferðinni lengur — heldur
einhver utanaðkomandi öfl. Hvort
það kerfi, sem við búum við, sé til
fyrir okkur, eða hvort við séum til
fyrirkerfið?
Flestum er þó ljóst að peningar
eru til í landinu og einhvers staðar
koma þeir frá. Það er líka ljóst, að
feikilegt f jármagn er í Reykjavík —
það leynir sér ekki. Við horfum á
hallirnar rísa: banka, verslanir,
skrifstofuhallir; og ekkert er skorið
við nögl í þeim framkvæmdum.
Hvaðan kemur allt þetta fé, í allan
þennan hégóma — sem við höfum
fyrir augunum daglega?
Kjallarinn
ekki hægt að borga mannsæmandi
laun í landinu, vegna þess að pening-
ar eru ekki til, segja ráðamenn
þjóðarinnar — en það er lygi. Það
eru til nógir seðlar; það er hins veg-
ar pólitísk ákvörðun, hvemig þjóðar-
tekjunum er skipt. Það er pólitísk á-
undirstöðuatvinnuvegunum; sjávar-
útvegi og landbúnaði, sem aftur
leiðir til þess, að heimilin í landinu
líða skort. Yfirbygginguna verður að
minnka og óþarfa milliliði verður að
uppræta, svo hægt verði að borga
fólkinu mannsæmandi Iaun. Þetta er
A „Verðbólgudraugurinn er enginn yfirskil-
W vitlegur veruleiki, sem enginn ræður við
og allri skuld er hægt að skella á — hann er
hægt að kveða niður.”
JÓNAS FRIÐGEIR
ELÍASSON
VERKAMAÐUR
Siðlaus pólitík
Sjávarútvegurinn er á hausnum,
landbúnaöurinn er á hnjánum og
heimilin í landinu á vonarvöl. Þaö er
kvörðun að borga ekki mannsæm-
andi laun í landinu. Það er pólitisk á-
kvörðun, að beina fjármagni í rang-
ar og óarðbærar fjárfestingar. Það
er siðlaust að leggja peninga í hé-
gómlegar hallir á meðan fólkið í
landinu hefur ekki fyrir
nauðþurftum.
Röng skipting
Flestum hlýtur að vera ljóst, að
yfirbygging kerfisins er orðin alltof
mikil — það er alltof mikið tekið frá
hægt. Verðbólgudraugurinn er
enginn yfirskilvitlegur veruleiki,
sem enginn ræður við og allri skuld
er hægt að skella á — hann er hægt
aðkveða niður.
Ef ekki verður ráðist í að uppræta
þessa röngu skiptingu þjóðar-
teknanna og kerfið lagað að okkur, í
staöinn fyrir að laga okkur að kerf-
inu — þá endar það með því að kerfið
étur okkur, eins og ormurinn í ævin-
týrinu forðum.
Jónas Friðgeir Eliasson.