Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Síða 16
16 DV. MIÐVHCUDAGUR14. NOVEMBER1984. Spurningin Hvernig fer leikurinn við Wales í kvöld? Þorbjörn Gestsson vélstjóri: Þaö er nú erfitt aö segja til um þaö. Ætli þaö veröi ekki jafntefli. Kristinn Skúlason sölumaöur: Eg vona auövitaö aö viö vinnum leikinn. En ef ég á aö vera raunsær þá spái ég því að þaðveröi jafntefli. Snorri Gústafsson bilstjóri: Viö ættum nú aö eiga nægilega gott landsliö til aö standa í þeim. Wales vinnur leikinn lík- lega 1—0. V Garöar Alfonsson þjálfari: Walesvinn- ur þennan leik 2—1. Arnór Guðjohnsen skorar mark Islands. Ingibjörg Ásgeirsdóttir afgreiðslu- stúlka: Þaö hef ég ekki hugmynd um. Eg fylgist ekkert meö knattspyrnu og hef engan áhuga á henni. Erla Ragnarsdóttir sölumaður: Þaö er ómögulegt aö segja. Ég vona að Island vinni 2—1. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Skemmtanamál borgarbúa í ólestri Öfeigurhringdi: Skemmtanaþörf okkar Islendinga er mikil ef tekið er miö af öllum þeim fjölda veitinga- og skemmtistaöa sem eru hér í höfuöborginni. En skyldu eigendur þessara staöa hafa gert sér grein fyrir því aö hér er um þjónustu- fyrirtæki aö ræöa? Mér finnst hreint nóg komiö af leiöinlegri framkomu í garö gesta þessara staða. Frægasta dæmiö af þessu öllu eru hinar „marg- rómuöu” biðraöir fyrir utan flesta skemmtistaði, allavega þá fjölsótt- ustu. Á laugardagskvöldi t.d. tekur þaö oft hátt upp í klukkutíma eða jafnvel meira að komast inn í húsin. Ekki er um nein skýli fyrir utan húsin aö ræöa heldur veröa væntanlegir gestir húss- ins aö standa úti, oft í hinum verstu veðrum, og komast svo inn eftir langan tíma blautir og virkilega illa haldnir. En ekki komast allir inn. Eins og kunnugt er verða gestir vínveitinga- húsa aö hafa náö 20 ára aldri og í sum- um tilfellum að vera klæddir eftir kröfum hússins. Frægasta dæmiö og jafnframt það allra hlægilegasta i þessu sambandi er aö finna hjá skemmtistað nærri Mjólkursam- sölunni. Þar eru leöur- og rúskinns- flíkur á bannlista, einnig tvísaumaöar buxur og síöast en ekki síst veröa allir karlmenn að vera í jakka þann tima sem þeir dvelja inni í húsinu. Vissulega er sjálfsagt aö gera kröfur um að fólk sé snyrtilegt til fara þegar þaö fer út aö skemmta sér en er þetta ekki einum of mikið af því góða ? Ekki er hægt að tala um veitingahús án þess að minnast á geymslu yfir- hafna sem húsin sjá um. Á flestum stöðum er þaö tekið fram aö húsin taki enga ábyrgö á yfirhöfnum gesta í fata- hengi. Það hafa því margir lent í því að yfirhöfnum þeirra hefur verið stoliö meðan þeir voru að skemmta sér og síðan þegar fariö hefur veriö fram á Hringið kl. 13—15eða SKRIFH) s?-u-n leiðréttingu sinna mála hjá eigendum húsanna hafa þeir hrist höfuöið og sagst ekki bera neina ábyrgö á þjófn- aðinum. Hvemig má slíkt vera? Húsin eru flest meö nóg af fólki í fata- geymslunum og þaö ætti að vera fullfært um að gæta yfirhafna gesta meöan þeir eru aö skemmta sér. Húsin Komið inn úr kuldanum. Ófeigur bendir á i brifi sínu eO þeð só hert fyrir gesti veitinga- og skemmtisteOe eO þurfe eO hírest úti i vondum veOrum meOen beOiO sá eftir e 0 komest inn i gieuminn. teldu það varla æskilegt aö allir gestir væru í yfirhöfnum meöan þeir væru inni. Þetta er því mál sem þarf aö endurskoöa og þaö fljótt. Eigendur veitinga- og skemmti- staöa: Þið græöið stórfé á viðskipta- vinum ykkar um helgar. Þaö er því lágmarkskrafa okkar sem staöi ykkar stundum aö viö fáum þá þjónustu sem viö borgum fullu verði. Veitinga- og skemmtistaöir eru þjónustufyrirtæki. Hafiö það hugfast. AfieiOing eksturs uten vega. SennkölluO hryOjuvork gegnvert umhverfi okker eins og náttúruunnendi bendir ráttiiege á. Náttúruspjöll bænda Náttúruunnandi hringdi: I sjónvarpsfréttum fyrir skömmu var gýnd frettamynd frá leitum á Land- mannaafrétti. I lok myndarinnar sást hvemig leitarmenn óku utan vega- slóöa og mörkuöu þar ljót för í landiö. Þótt þarna virtist ekki vera um gróöur- land aö ræöa finnst mér verknaðurinn í eðli sínu sá sami. Fyrir þá sem feröast fótgangandi og reyndar fleiri eru hjól- för eins og sáust þarna í lok mynd- arinnar hryðjuverk gagnvart um- hverfinu. Þaö sem mér þykir verst í þessu sambandi er aö þarna var verknaöurinn framinn af þeim aöilum sem afnot hafa af þessu landi og eiga manna helst aö sjá um að svona lagað gerist ekki. Því hefur oft verið haldiö fram aö mikiö af þeim hjólförum sem blasa viö utan vegaslóöa á afréttum séu einmitt eftir umferð bænda í sam- bandi viö fjárflutninga og smölun. Og þegar svona lagað kemur á skjáinn, rennir það vissulega stoöum undir sh'k- ar kenningar. Er ekki þörf á að athuga þetta nánar aö afnotarétturinn sé ekki misnotaður þannig aö landinu sé spillt? Kvikmyndir í sjén- varpi fjölbreyttar J.J. skrifar: Eg sá einhvers staöar á lesenda- síöunni í vikunni sem leið gagnrýni á kvikmyndaval sjónvarpsins. Þessu vil ég mótmæla. Kvikmyndir í sjónvarpi eru einmitt mjög fjölbreyttar og vand- aðar. Sýndar eru myndir frá hinum ýmsu þjóðlöndum og þær koma manni oft virkilega á óvart. Ætla ég hér aö nefna japönsku bíómyndina sem sýnd var á laugardaginn var. Hún var hreint stórkostleg á aö horfa og góð tilbreyting frá amerísku myndunum. Meira af slíku. Sjónvarpiö er fjölbreytt af þeirri einföldu ástæöu aö það eru margir sem horfa á þaö og þessir mörgu áhorfendur gera misjafnar kröfur. Þessar kröfur veröur aö uppfylla þó aö persónulega sé ég ekki sáttur við margt af því efni sem sjónvarpið sýnir. Eg vildi aö fræðsluefni og náttúrulífsmyndir væru oftar á dagskrá og minna væri af í- þróttum sem stundum ætla mig alveg lifandi að drepa. Þessu svokallaða Skonrokki mætti líka alveg sleppa enda heyrist daglega nóg af poppi í út- varpi. Unglingar nú til dags heföu betra af að sjá fræðandi efni sem gerir einhverjar kröfur til áhorfandans. Ég hvet svo bara sjónvarpiö til að halda áfram á sömu braut hvað varðar val á kvikmyndum. Það er mjög gott eins og málum er háttað í dag. Ofbeldisaðgerðir á Vestf jörðum Reiöur skrifar: Fjáreigendur í Patreks- og Tálkna- fjaröarhreppi munu eiga von á heimsókn yfirvalda til smölunar og flutnings heilbrigðs f jár þeirra í slátur- hús. Við nágrannar þessara manna, sem á aö vega að, stöndum hljóðir og fölnum við. Er hægt, eftir tillögum ör- fárra misviturra manna, að fella heilbrigðan fjárstofn fimm hreppa og leggja þar með vestursýsluna í eyði? Skorið hefur verið niður í einum hreppi, sem riða hefur verið landlæg í í fjörutíu ár, og hefur hún eigi borist hraðar út um hreppinn en rétt sem svarar því að riðan sé komin á annan hvern bæ. Alda samúöar, reiði og síðan varnar mun risa hátt áður en lýkur á brimóttri strönd Vestfjarða. Eg veit að fleiri munu fylgja í kjölfariö og tjá sig um þetta mál. Hvað falla hlutir hratt? Bífvélavirki hringdi: Við erum hér fjórir bifvélavirkjar af Skaganum og okkur langar að fá botn í mál nokkurt sem við vorum að þrátta um. Við erum að velta fyrir okkur eðlisfræðilegu atriði varöandi það að ef kúlu er skotiö úr riffli beint upp í loftið er þá hraði hennar á leið niður sá sami og á leið upp? Svo er það annaö atriði varöandi fallhraða. Hvaö er þaö sem ræður því hvað hlutir falla hratt? Falla t.d. tvær misþungar kúlur jafnhratt I eölilegu loftslagi? Þaö væri gaman ef ein- hverjir af lesendum blaðsins gætu veitt okkur félögunum svör við þess- um spurningum og haft samband við lesendasíðu DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.