Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Blaðsíða 39
39 DV. MIÐVIKUDAGUR14. NOVEMBER1984. (Jtvarp Miðvikudagur 14. nóvember 13.20 Bamagaman. Umsjón: GunnvörBraga. 13.30 Zara Leander, Marika Rökk og Roland Cedermark syngja og leika. 14.00 „Á tslandsmiðum” eftir Pierre Loti. Séra Páli Páisson ó Berg- þórshvoli les þýöingu Páls Sveins- sonar(15). 14.30 Miðdegistónleikar. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Fíladelfíu- hljómsveitin ieikur Sinfóníu nr 2 í e-moU op. 27 eftir Sergej Rakh- maninoff; Eugene Ormandy stjórnar. 17.10 Síðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mól. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum” eftir Jón Sveinsson. Gunnar Stefánsson les þýðingu Freysteins Gunnarssonar (3). 20.20 Hvað vUtu verða? 21.00 „Let The People Sing” 1984. Alþjóöleg kórakeppni á vegum Evrópubandalags útvarpsstöðva. l. þáttur. Umsjón: Guömundur Gilsson. I þessum þætti keppir m. a. HamrahUöarkórinn, sem varð sigurvegari í flokki æsku- kóra. 21.30 Útvarpssagan: Grettissaga. 22.00 Horft í strauminn með Kristjáni frá Djúpalæk. (RUV- AK). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orðkvöldsins. 22.35 Timamót. Þáttur í taU og tón- um. Umsjón Arni Gunnarsson. 23.15 NútímatónUst. ÞorkeU Sigur- björnsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Rás 2 14.00—15.00 Ut um hvippinn og hvappinn. Létt lög leikin úr ýms- um áttum. Stjórnandi: Inger Anna Aikman. 15.00—16.00 Nú er lag. Gömul og ný úrvalslög aö hætti hússins. Stjórn- andi: Gunnar Salvarsson. 16.00-17.00 Nálaraugað. Djass-rokk. Stjórnandi: JónatanGarðarsson. 17.00—18.00 Úr kvennabúrinu. HljómUst flutt og/eöa samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Sjónvarp Miðvikudagur 14. nóvember 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Sögu- hornið; Velvakandi og bræður hans. Sögumaður Eiríkur Stefáns- son, myndir eftir Tómas Tómas- son. LitU sjórænlnginn, Tobba og Högni Hinriks. 19.50 Fréttaágrip á táknmáU. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Nýjasta tækni og vísbidi. Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.15 Þymifuglarnlr. Fjórði þáttur. Framhaldsmyndaflokkur í tíu þáttum, gerður eftir samnefndri skáldsögu eftir CoUeen McCuU- ough. Aöalhlutverk: Richard Chamberlain og Rachel Ward. Efni síðasta þáttar: Meggie er nú orðin átján ára fríöleiksstúlka og fer ekki leynt með ást sína á séra Ralph sem stenst þó freistinguna. Mary Carson deyr, nóttina eftir 75 ára afmæU sitt. TaUð er víst aö hún arfleiði Paddy og fjölskyldu hans að eigum sínum en í ljós kemur að hún hefur ánafnað kaþólsku kirkjunni auðæfum sín- um. Þýðandi Oskar Ingimarsson. 22.05 Tígrisstríðið. Bresk heimUda- mynd um Þjóöarher Indverja og leiðtoga hans. Þeir höfnuðu hug- myndum Gandhis um andspyrnu án ofbeldis og háöu stríð gegn Bretum viö hUö Japana. Tákn þeirra var ekki spunarokkur held- ur tígrisdýr. Atburðir þeir sem hér er lýst koma viö sögu í nýjum framhaldsmyndaflokki; „Dýrasta djásniö” sem hefst á sunnudags- kvöldið. Þýðandi Helgi SkúU Kjartansson. 23.00 Fréttir í dagskrárlok. Séra Ralph (t.h.) hefur sýnt af sér talsverða fæmi í hestamennsku í síðustu þrem þáttum. Sjónvarp Útvarp Prestur á glapstigum 1 kvöld verður á skjánum fjórði þáttur framhaldsmyndaflokksins Þymifuglamir sem gerður er eftir samnefndri skáldsögu McCulloughs. Töluverðrar spennu gætti í síöasta þætti. Þá dó pilsvargurinn Mary Car- son nóttina eftir 75 ára afmæUð sitt. Var hald manna að hún myndi arfleiða erfiðismanninn Paddy og ómegð hans að eigum sínum. En svo kom í ljós, að — íÞymifuglunum sú gamla haföi ánafnað kaþólsku kirkj- unniauðæfisín. Meggie Paddysdóttir er nú orðin átján ára fríöleiksstúlka þegar hér er komið sögu. Hún fer ekki leynt meö að- dáun sína á prestinum, séra Ralph, og sýnist ekki stöð til ásta þegar hann er annars vegar. Og það sem verra er, — presturinn viröist bara uppveðraður yfir ágangi stúlkunnar sem varð til þess aö síöasti þáttur endaði í miklum gleöilátum á mUU þeirra tveggja. En kaþólskir prestar mega sem kunnugt er ekki gagnast kvenfólki til annars en andlegrar upplyftingar. Svo nú er bara aö sjá hvort séra Ralph tekst að standast freistinguna og feta þröngan stíg trúarinnar... Úr kvennabúrínu á rás 2: „Mun kynna Joni Mitchel” —segir Andrea Jónsdóttir, st jórnandi þáttarins Þáttur Andreu Jónsdóttur, Ur kvennabúrinu, verður á dagskrá rásar 2 klukkan fimm í dag. Hann er klukku- stundar langur. Þáttur Andreu hefur nokkra sér- stöðu meðal dægurlagaþátta. I honum er nefnilega aðeins flutt hljómlist sem flutt er eða samin af konum. Stjórn- anda hefur tekist vel um efnisval enda af miklu að taka þegar aö er gætt. „Þetta verður frekar einfalt hjá mér núna. Eg mun nær eingöngu spila lög meö Joni Mitchel,” sagði Andrea í stuttu spjalli við DV. „Hún hefur gefiö út svo margar plötur að það tekur megniö af þættinum aö kynna hana.” Andrea fór af staö meö Úr kvenna- búrinu í apríl sl. og eru þessir vinsælu þættir á dagskrá hálfsmánaðarlega. „Það er ekkert ákveðið um hversu marga þætti ég verö með,” sagði hún. „Verkfalliö margumrædda seinkaði vetrardagskránni svo þetta fór eitt- hvað úr böndunum að því leytinu til. En mér skilst að ég verði með þennan dagskrárlið í vetur. ’ ’ Aöspurö hvort margar óskir og ábendingar bærust um efni kvað Andrea svo ekki vera. „Það er þá helst fólk sem ég hitti á fömum vegi sem kemur slíku á framfæri,” sagði hún. ,,En þaö er lítiö um bréfaskriftir frá hlustendum.” -JSS Joni Mitchel verður aðalnúmerið hjá Andreu. Andrea Jénsdóttir stjórnar þættinum Úr kvennabúrinu sem er á rás 2. Útvarp, rás 1, kl. 20.20—Hvað viltu verða? Kynning á hjúkrunarfræði I kvöld, á rás 1, hef ur göngu sína nýr þáttur sem ber heitið Hvað viltu verða? og verða í þættinum teknar fyr- ir ólíkar starfsstéttir og þær kynntar. I þættinum, sem verður á dagskrá í kvöld, verður fjallað um hjúkrunar- fræði. Að sögn Ernu Arnardóttur, ann- ars umsjónarmanns þáttarins, munu þær stöllur í kvöld fá til sín hjúkrunar- fræðinema, dósent við Háskólann og einn starfandi hjúkrunarfræöing. Fjallaö verður um hvers konar starf hjúkrunarfræði er, hvemig námi er háttað, möguleika til náms o.fl. Þátt- urirúi verður aö mestu byggður upp á viðtölum en á miili verður slegið á létt- ari strengi og tónlist leikin. Einnig verður fólk á fömum vegi tekið tali og það spurt álits á hinum ýmsu starfs- greinum og hvaö það þekki til þeirra. Umsjónarmenn þáttarins eru Ema Arnardóttir og Sigrún Halldórsdóttir sen þær sáu áöur um þáttinn Súrt og sætt sem var á dagskrá á laugardags- morgnum í sumar. Þátturinn í kvöld er 40 mínútna langur og hefst eins og áöur segir kl. 20.20. Hann verður á dagskrá hálfsmánaöarlega, á miövikudögum, í vetur. -ÞJV- Veðrið Veðrið Austan og norðaustan átt á andinu, víða stinningskaldi Veðrið hér ogþar ísland kl. 6 í morgun: Akureyri snjóél 0, Egilsstaðir rignrng og súld 1, Grímsey alskýjað —2, Höfn skýjað 7, Keflavíkurflugvöllur alskýjað 2, Kirkjubæjarklaustur alskýjað 6, Raufarhöfn alskýjað 0, Reykjavík alskýjað 6, Sauðár- krókur skýjað —1, Vestmanna- eyjar alskýjað7. Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen skýjaö 6, Kelsinki þokumóða 3, Kaupmannahöfn léttskýjað 5, Osló alskýjað 0, Stokkhólmur þoka —2, Þórshöfn skýjaðú. Útlönd kl. 18 í gær: Algarve létt- skýjað 14, Amsterdam þokumóða 10, Aþena rigning 10, Barcelona (Costa Brava) alskýjað 15, Berlin heiðskírt 3, Chicago léttskýjað 6, Glasgow léttskýjaö 6, Feneyjar (Rimini og Lignano) léttskýjað 8, Frankfurt skýjað 7, Las Palmas (Kanaríeyjar) léttskýjað 21, London alskýjað 10, Lúxemborg þokumóða 4, Madrid rigning 7, Malaga (Costa Del Sol) alskýjaö 13, Mallorca (Ibiza) rigning 15, Miami heiðskírt 21, Montreal snjókoma 0, Nuuk snjókoma —4, París þokumóða 11, Róm léttskýjað 14, Vín þokumóða —1, Winnipeg mistur 3, Valencía (Benidorm) rigning 12. Gengið GENGiSSKRÁNING 14. NÚVEMBER 1984 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 33,980 34,080 33,790 Pund 42,942 43,069 40,979 Kan. dollar 25,826 25,902 25,625 Dönsk kr. 3,1707 3,1800 3,0619 Norsk kr. 3,9322 3,9438 3,8196 Sænsk kr. 3,9897 4,0014 3,8953 Fi. mark 5,4762 5,4923 5,3071 Fra. franki 3,7291 3,7401 3,6016 Belg. franki 0,5665 0,5681 0,5474 Sviss. franki 13,9305 13,9715 13,4568 Holl. gyllini 10,1515 10,1813 9,7999 VÞýsktmark 11,4472 11,4809 11,0515 it. líra 0,01839 0,01844 0,01781 Austurr. sch. 1,6278 1,6326 1,5727 Port. escudo 0,2124 0,2130 0,2064 Spá. peseti 0,2045 0,2051 0,1970 Japanskt yen 0,14065 0,14106 0,13725 Írskt pund 35.492 35,597 33,128 SDR (sérstök 34.1485 34,2497 dráttarrétt.) Simsvari vegna gengisskráningar 2219Í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.