Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐ JUD AGUR 20. NÖVEMBER1984. Utlönd Útlönd Útlönd Utlönd Heilu fjölskyldurnar brunnu í gassprengingu — heimili 4000 manna eyðilögðust í Mexíkóborg Heilu fjölskyldurnar urðu eldslogum að bráð þegar gasbirgðastöð í San Juanico i Mexíkó sprakk í loft upp i gærdag.— Slökkviliðið var enn að ber j- ast við eldinn fjórtán stundum eftir sprenginguna, þegar síðast f réttist. Eldsúlan teygði sig hundrað metra upp í loftið og breiddist ört um iðnaðar- hverfið i norðurjaðri Mexíkóborgar. Heimili fjögur þúsund manna eru sögð hafa eyðilagst strax á fyrstu klukku- stundunum. — .Svo öflug varð sprengingin, þegar kviknaði í 80 þusund tunnum af fljótandi gasi, að heilu steinsteypuveggirnir þeyttust 1,5 km. I morgun var vitað um að minnsta kosti 300 manns, sem farist hefðu í sprengingunni og eldinum, og óttast um hundrað til viðbótar. — Það er talið aö hundraö manna starfslið gasstöðv- arinnar hafi allt farist i sprengingunni. í j<w«c MH^ Sovétríkin: SjönvarpS' tækin springa! Dagblað sovésku stjórnarinnar, Izvestia, sagði i gær að æ fleiri Rússar væru farnir að kaupa sér svarthvít sjónvarpstæki vegna þess að littæki væru dýr, og óáreiðanleg, og erfitt væri að fá gert við þau. Blaðið gagnrýndi í leiðara gæði sovéskra markaðsvara og sagði að eitt af hverjum þremur litsjónvörpum yrðu að fara í viðgerð áður en þriggja ára ábyrgðin væri útrunnin. Fyrr á þessu ári birti annað dagblaö viðvörun f rá lögreglu þar sem sagt var að eitt af ódýrari sjónvarpstækjunum ætti það til að ofhitna og skapa eld- hættu eða jafnvel springa. Heilu þjóðirnar svelta nú i Af ríku. De Cuellar: Fyrirskipuðu moröin en Vill alþjóðaráðstefnu sieppasamt um hungrið í Af ríku Javier Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuöu þjóðanna, hyggst skipu- leggja alþjóðaráðstefnu um hungurs- neyðina í Afriku. 1 viðtali viö ABC sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum sagði de Cuellar að hagurinn viö að efna til slíkrar ráöstefnu væri sá að þannig væri hægt að ná saman fjöl- mörgum þjóðum til að vinna saman að einu stóru verkefni. Að sögn blaðafulltrúa Sameinuðu þjóðanna á enn eftir að ákveða hvenær halda á ráðstefnuna og nákvæmlega hvert verkefni hennar myndi verða. Barnahjálp Sameinuöu þjóðanna, UNICEF, kallaði á lönd heimsins að sýna samstöðu með þeim löndum sem verst eru stödd vegna hungursneyðar- innar. UNICEF sagði að vegna 17 ára borgarastríðs, áratugar langra þurrka, lélegrar stjórnsýslu og slæmra samgangna væri Chad nú algerlega upp á matarhjálp komiö. Einnig hefði uppskeran í Búrkina Faso, fimmta fátækasta landi heims, brugðist alger- lega á síðasta ári. I Ghana hefðu milljónir orðið fyrir barði hungurs- neyðarinnar og í Malí væri milljón barna undir 15 ára aldri að deyja hungurdauöa. Hæstiréttur í El Salvador hefur úr- skurðað að liðsforingi i hernum, sem Bandaríkjamenn sökuðu um að hafa fyrirskipað morð á tveim bandarísk- um jarðabótaerindrekum og einum verkalýðsforingja, verði ekki sóttur til saka. Rodolfo Isidro Lopez liðsforingi hafði sigað tveim þjóðvarðliðum til morðanna, að sögn þeirra sjálfra. Hæstiréttur byggir niðurstöðu sína á þvi að ekki megi leiða sakborninga til vitnis. Játningar þjóðvarðliðanna tveggja voru einu sannanirnar gegn liðsforingjanum. Þrímenningarnir voru myrtir í janúar 1981 þar sem þeir sátu að drykkju á opinberu kaffihúsi. Hefur sendiráð Bandaríkjanna gengið mjög eftir því við yfirvöld El Salvador að morðingjarnir yrðu dregnir fyrir rétt. Mjög f áir hermenn og enginn foringi hafa verið dregnir fyrir rétt í El Salva- dor fyrir 50 þúsund drepna borgara i 5 ára borgarastyr jbld landsins. ARMENAR MYRÐA í VÍNARBORG Mikil leit er nú gerð i Austurríki að morðingja tyrknesks diplómats sem skotinn var til bana í Vínarborg i gær — Armenskir öfgamenn hafa lýst morðinu á hendur sér. Evner Ergun, sem verið hefur starfsmaður hjá Sameinuðu þjóðunum í Vin síðan 1979, var skotinn sex skot- um þar sem hann sat í bifreið sinni við rauö umf erðarljós. Lógregla Austurrikis hefur eflt ör- yggisráöstafanir af kviða fyrir frekari. hryðjuverkum gegn tyrkneskum dipló- mötum í Vin. — Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem tyrkneskur dipló- mat er myrtur í Vínarborg. öfgasamtök Armena telja sig eiga harma að hefna á Tyrkjum fyrir þjóð- armorð á Armenum 1915. Ef Líbýumenn fara ekki fljótlega burt úr Chad þurfa þesslr frönsku f allhlífarhermenn ef til vili að snúa þangaðaftur. GADDAFIKOM MITTERRANDIKLIPU Franska herliðið sem kallaö var heim frá Chad fyrr í þessum mánuði er nú viðbúið því að þurfa að snúa þangað aftur þar sem Líbýa hefur ekki staðið við samninga um að kalla sitt herlið þaðan, eins og um haiði samist við frösnkustjórnina. Franski varnanná la ráðherrunn átti i gær f und með Hissene Habre, forseta Chad, en um 1100 manna franskt herlið í Mið-afríkanska lýðveldinu hefur fengið fyrirmæli um að vera tilbúið að halda aftur inn íChad. Frakklandsstjórn hefur þó ekkert látið uppi um hvenær herliðið verði sent. Þykir hún hafa látið Gaddafi, leiðtoga Líbýu, leika á sig i samninga- gerðinni þvi að enn eru um 1000 Líbýu- menn i Norður-Chad til halds og trausts uppreisnarmönnum þótt tveir mánuðir séu frá þvi að samkomulag náðist um brottflutning Frakka og Libýumanna úr Chaci. Chadstjórnin brýnir / Mtterrand- stjórnina til þess aö segja af eða á og telur Gaddafi offursta aldrei munu láta segjast nema meö valdinu. I Frakklandi hefur Mitterrand og rikLsst jórn hans sætt nokkru ámæli fyr- ir að taka orð G addaf is truanleg og fyr- irheit um að kalla herlið sitt burt frá Chad. Þykir Mitterrand hafa lækkað í áliti fyrir að hafa farið til fundar við Gaddafi á Krít daginn áður en hann viðurkenndi að Líbýa hefði ekki staðið við samkomulagið. . Franska blaðið „Le Monde" segir að stjórnin liafi sýnt glópsku í mati sínu á áreiðanleika Gaddafis. Er þetta í fyrsta sinn sem Mitterrand er gagn- rýndur fyrir utanríkisstefhu sína í for- setatiðsinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.