Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 13
13
HEROIN ER A LEIÐINNI
Ég hef veriö í lögreglunni í 20 ár.
Þegar ég hóf störf var áfengi
eiginlega eini vímugjafinn sem
þekktist, en síðan hef ur margt breyst
og aðrir vímugjafar hafa bæst við.
Það eru um 13 ár síðan einsýnt þótti
að stofna yrði sérstaka fíkniefna-
deild innan lögreglunnar.
Mjög miklar mannabreytingar
hafa orðið í fikniefnadeild og er það
til mikilla baga fyrir alla aðila,
hvort heldur almenningur á í hlut
eða þeir sem tengjast fíkniefnamál-
um og þá sérstaklega lögreglu-
mennimirsjálfir.
Fíkniefnamál til RLR
Rannsóknarlögregla ríkisins
rannsakar öll stærri brotamál önnur
en fíkniefnamál. Eg hef þá skoðun að
komið sé að þeim krossgötum í þróun
fíkniefnamála hérlendis að flytja
eigi málaflokkinn yfir til RLR. Þar
verður hann best geymdur í fram-
tíöinni þvi aö fíkniefnaneysla og af-
brot samtengjast æ meir. Málið er
einfaldlega það aö þegar heróín
kemur hingað til lands og fólk ánetj-
ast því, þá verður um afbrota- og
vændisfaraldur að ræða. Eg er ansi
hræddur um að lítil árangur næðist
ef fíkniefiiadeild athugaði sín mál í
einu homi og RLR í öðm.
Ég sagði áðan, þegar heróin
kemur. Eg þekki fíkniefnamál betur
en margur hver. Ég hef lengstu
starfsreynslu lögreglumanna hér-
lendis í þessum málaflokki og i gegn-
um árin hefur maöur orðiö að skipta
sér af ýmiss konar fólki sem hefur
verið misjafnlega illa farið af
fikniefiianeyslu. Sumir hafa farið í
svaðið en aðrir orðið gegnir borgar-
ar. Miðað við þá takmörkuðu athygli
og umfjöllun sem þessi mál hafá
fengið, það fjármagn sem lagt hefur
Kjallarinn
REYNIR
KJARTANSSON
RANNSÓKNAR-
LÖGREGLUMADUR
verið í starfsemi fíkniefnadeildar, þá
reynslu sem aðrar þjóðir hafa, þarni
feril fíkniefnaneytenda sem ég tel
mig hafa oröiö vitni að, þá á ástandið
eftir að versna mikið hériendis á
allra næstu árum.
Heróín næst
Ég hef horft upp á ýmsar breyting-
ar varöandi fíkniefnaneyslu á
þessum árum sem liðin eru frá því aö
ég hóf störf i fíkniefnadeild.
Fíkniefnaneytendum hefur fjölgað
mikið og við höfum afskipti af sífellt
yngra fólki. Hér hefur myndast
harður kjarni aðila sem flytja inn
fikniefni og dreifa þeim. Áður fyrr
var notkunin mest tengd kannabis-
efnum, en í dag hefur neysla á
amfetamini og kókaíni bæst við.
Nokkuð margir neytendur sprauta
sig með þessum efnum. Það er því
kominn grundvöllur fyrir heróín-
neyslu hérlendis, þvi það er næsta
skref á ferli eiturlyfjas júklings.
Ohætt er að trúa því að heróín er á
leiðinni hingaö til lands. Nokkrir
íslendingar hafa notað það erlendis
og ánetjast því. Við stöndum illa að
vígi, að öHu óbreyttu, þegar heróín er
komið og neytendahópur myndast í
kringum það. Reynsla annarra þjóða
hefur leitt til þess að við vitum að
heriónneytendur, auk þess að stunda
auðgunarbrot, glæpi og vændi, safna
utan um sig hópi annarra neytenda
sem þeir selja efnið til þess að eiga
fyrir næstu sprautu. Þaö er áætlað að
hver heróínneytandi verði aö hafa 8
til 10 kaupendur til að halda sér
gangandi, þessir 8 til 10 þurfa hver
fyrir sig annan tug manna til hins
sama. Það sér hver maður í hendi
sér aö þetta er gifurleg keðjuverkun.
Snjóboltinn er fljótur að hlaða utan á
sig ef hann fær að velta óáreittur
niðurfjallshlíðina.
Talið er að forfallinn heróinneyt-
andi þurfi að kaupa efni fyrir 7000 til
10.000 kr. pr. dag. Auðsýnt er að
þetta fólk getur ekki fylgt öörum
eftir í venjulegri tekjuöflun, starfi,
heimilishaldi eöa öðru lífsmunstri.
Það má eiginlega segja aö f íkniefna-
neytendur séu annar þjóöflokkur,
ekki likur neinu því sem fólk á að
venjast.
Tök lögreglu
I þessu sambandi hafa hin öru
mannaskipti í fíkniefnadeild orðið
sérstaklega til baga. Nýir menn eru
lengi að kynnast fíkniefnafólki og
þankagangi þessa fólks. Persónulegt
samband við fíkniefnaneytendur
hefur reynst rannsóknaraðilum
mjög vel í gegnum árin og hafa mörg
fíkniefnamál upplýstst þannig. Þaö
gefur augaleiö að nýir menn hafa
ekki þessi sambönd þannig að taka
veröur í taumana einnig hvað þetta
varðar ef ekki á að missa öll tök á
þessum málum. Hvort sem lausnin
felst í því að koma fíkniefnamálum
fyrir hjá RLR, eins og ég tel raunar
best, eða hver sem hún er, þá verður
aö leiðrétta þessa stefnu lög-
regluyfirvalda fyrr en seinna.
Svo sem fyrr er minnst á hafa
Islendingar ánetjast heróíni erlendis.
Sumir hafa komið heim og leitað
læknishjálpar en í raun og vem em
ekki til neinar meðferðarstofnanir til
að taka á móti slíkum sjúklingum.
Vandi þeirra sem verða að annast þá
er mikill og fer ég ekki út í þau efni á
þessum vettvangi. Hins vegar vil ég
nefna hér, að samvinna heilbrigðis-
yfirvalda og fíkniefnadeildar hefur
verið af mjög skornum skammti.
Þau hafa verið þögul varðandi það
fólk sem leitað hefur hjálpar vegna
fíkniefnaneyslu. Að sumu leyti er
það gott, en hvað snertir starf lög-
reglunnar hefur það komið sér illa.
Mér fyndist mjög æskilegt að
heilbrigðisyfirvöld létu einhvern
trúnaöarmann hjá lögreglu vita af
komu fíkniefnaneytenda sem leitaö
hafa ásjár — að ekki sé talað um þá
aöfla sem koma vegna heróínneyshi.
Við, sem störfum að því að leysa
fíkniefnamál, verðum að geta fylgst
meö öllum hliðum þess.
„Ekkert mál"
Þessar vangaveltur mínar setti ég
niður á blað í tilefni útkomu
bókarinnar „Ekkert mál” eftir þá
feðga Njörð P. Njarðvik og Frey
Njarðarson.
Nokkru eftir að ég hóf störf í
fíkniefnadeild 1978 ræddi ég við
dómara í sakadómi í ávana- og fíkni-
efnamálum, þá spurði ég hvort ekki
væri rétt að koma þeirri reglu á að
hafa samband við foreldra þeirra
ungmenna er komið hafa við sögu
lögreglu vegna notkunar fíkniefna.
Hann taldi öll tormerki á því og
nefndi t.d. það, hvar setja ætti
aldursmörkin, hvort miða ætti við 16
ára og sjálfræöi, eins og nú er gert,
eða 20 ára aldur. Þá sagði hann að
sum þessara ungmenna væru farin
að heiman og farin að hefja sambúð
og þá ætti að hafa samband viö sam-
býling, sem jafnvel væri í sömu
neyslunni. Ég get ekki annað en velt
því fyrir mér hvort bókin ,,Ekkert
mál” hefði nokkurn tíma verið skrif-
uð ef þessari reglu hefði verið komið
á er ég ýjaði að fyrir nokkrum árum;
ég veit ekki svaríö, en spyr. Ég hef
nefnilega þá trú, að foreldrar geti
haft mikið að segja, sérstaklega ef
nógu fljótt er vitað um það sem
raunverulega er að gerast.
Bókin „Ekkert mál” á mikiö
erindi við Islendinga. Hún lýsir
staðreyndum, hlutum sem hafa gerst
og eru að gerast í kringum okkur.
Aðstæður, bakgrunnur, ástæöur
skipta ekki máli, ungmenni þessa
lands eru öll í hættu, — bæði þau sem
nú eru komin á unglingsár og þau
yngri. Ég ber hag ungmenna fyrir
brjósti og vona að reynsla Freddýs i
„Ekkert mál” geri það að verkum að
hugarfarsbreyting verði meðal
þjóðarinnar og ráðamanna hennar.
Það er kominn tími til þess að gripið
veröi til raunhæfra ráðstafana;
endurbætur og framlag til fíkniefna-
deildar er aðeins lítill hluti af því.
Reynir Kjartansson.
Þegar litli maðurinn varð stór—2. grein:
VIÐUREIGNIN SJALF
I fyrstu greininni sagði frá því
hvernig mælirinn fylltist hjá bóka-
gerðarmönnum og opinberum starfs-
mönnum og lauk frásögninni þegar
bæði bandalag litlu opinberu starfs-
mannanna (BSRB) og ríkisstjórn
hinna digru höfðu hafnað sáttatil-
lögunni og verkfaflsorrusta var yfir-
vofandi.
Rödd hinna digru
Þótt litlu mennimir hótuðu
verkfalli 4. október voru hinir digru
hvergi smeykir. Þeir sögðu: ,,Við
höfum haft okkar fram í mörg ár.
Við eigum alls kostar við hreyfingu
litla mannsins. Notum nú tækifærið
og brjótum hana í smátt. Njótum
þess siðan aö sjá litlu launamennina
koma skriðandi upp aö stóru skrif-
borðunum okkar, einn og einn í einu,y
og biðja um ölmusu. Kennum þeim
lexíu sem rísa gegn valdi okkar.
Beitum fjölmiðlafallbyssunum,
rýjum forystu þeirra fylginu með
hamslausum áróðri. Beitum launa-
svipunni, borgum ekki út, og sveltum
lýðinn til hlýðni. Sjá, þeir munu gef-
ast upp i annarri viku verkfallsins,
launalausir og með tóman verkfafls-
sjóð.”
Svar litla mannsins
Þegar fólki i BSRB varö Ijóst að
það fékk ekki greidd laun um
mánaöamótin samkvæmt
samningum og lögum brást það hart
við. Fjölmiðlarnir steinþögnuöu.
Bömin voru send heim. Strætis-
vagnar og póstmenn fóru afar hægt.
Menn héldu ótal fundi og skipulögðu
vömina. Hiö þunga högg launa-
svipunnar hitti þannig böðulinn
sjálfan því verkfallið hófst fyrr og af
ennmeiriþunga.
Litlu mennirnir fóru nú á fund
hins digra Alberts. Albert hafði oft
fengið litla menn í heimsókn, jafnan
einn i einu, og oft gefið ölmusu. Nú
brá svo við að þeir komu þúsundum
saman, söfiiuðust fyrir utan glugg-
ann hjá honum, vopnaðir kröfu-
spjöldum, hrópandi og syngjandi.
Þeir kmpu ekki heldur stóðu upp-
réttir. Þeir báðu ekki um ölmusu
heldur kröfðust réttar sins. Þeir
brugðu út af margra ára vana.
Nú fór að fara um Albert. Þetta
hafði aldrei gerst. Samt lét hann á
engu bera. En þegar fólkið var farið
og hann kominn í öraggt skjól þing-
múranna lét hann litlu kennarana
kenna á því. „Letingjar og ómag-
ar! ” hrópaði hann. Þetta heyrðist út
fyrir múrana og kennaramir komu
aftur upp að glugganum hjá Albert.
Orð Alberts höfðu farið líkt í þá og
blótsyrðin í púkann á fjósbitanum
forðum, því þeir vora nú sýnu stærri
og stæltari en í fyrri heimsókninni.
IMeyð þeirra
fjölmiðlalausu
Fjölmiðlafallbyssumar era bestu
vopn þeirra digra. Þær dúndra
boöskap þeirra alla daga inn í höfuð
þeirra mörgu og smáu. Þess vegna
gera litlu mamimir oftast eins og þeir
digra vilja. En núkom babb i bátinn.
Þegar mest á reið þögnuðu aflar fall-
byssumar, hver og ein einasta! Litlu
Kjallarinn
ÞORVALDUR
ÖRN ÁRNASON
KENNARI
krökkunum sínum til að hefja skot-
hríð úr alveg frjálsum og ólöglegum
leikfangabyssum. Svo dúndruðu þeir
i höfuð litlu mannanna og mörgum
fannst bara gaman.
En þessi frjálsu og ólöglegu skeyti
bitu ekki á alla. Þegar hér var komiö
sögu vora margir i BSRB, flokki litla
mannsins, hættir að hlýöa rödd
þeirra digru, en hlustuðu þess í stað
hver á annan á fundum, verkfafls-
vöktum og í litla dagblaöinu sínu,
BSRB-tíðindum. Afleiðingin varð
m.a. sú aö þeir hættu að halda meö
þeim digra en fóra þess í stað að
halda með sjálfumsér. Þáfunduþeir
mikla velliðan í brjóstinu sem yfir-
gnæfði alveg sultarstingina í
kviðnum.
Litlu mönnunum leið undarlega
vel í verkfaflinu sinu. Og þeir
stækkuöu og stæltust með hverjum
deginum sem leið.
^ „Þannig unnu þeir digru orrustuna í
karphúsinu en urðu þó að gefa svolítið
eftir þannig að litlu mennimir hafa það ekki
alveg jafnskítt og áður.”
mennirnir, sem áttu að hlaöa
tundrinu í þær, voru allir á bak og
burt.
Nú var mikil neyð, svo mikil aö
þeir digru gripu til neyðarréttarins
sins. Þeir hjálpuðu pattaralegu
Úrslitin róðust
í karphúsinu
Nú fóru þeir digru að hugsa sitt
ráð. Þeir höfðu nefnilega reiknað
skakkt. Þá grunaði ekki að litlu
opinberu starfsmennimir gætu
stækkað og þroskast svona allt í einu
og boðið þeim birginn.
Loks datt þeim digru í hug ráð
sem dugöi. Þeir lokkuðu alla
forystumenn BSRB inn i karphús eitt
mikið og fóru aö karpa við þá um hitt og
þetta. Þeir körpuðu svo mflrið að for-
ystumennimir gleymdu næstum þvi öll-
um félögum sínum sem voru í verkfafli
og máttu naumast vera að þvi að hlusta
á þá á fúndum og verkfallsvöktum. Það
sem gerðist í karphúsinu átti hug þeirra
aflan.
Forystumennimir körpuðu svo mikiö
við þá digra að þeir máttu varla vera að
þvi aö boröa og sofa og uröu þvi dálitiö
ringlaðir í kollinum og samvinnuþýðir.
Fáeinir áttu líka vini og félaga i hópi
hinna digru og vildu þess vegna ekki
ganga mjög nærri þeim. Þvi endaði með
þvi að samið var um vopnahlé einmitt
þegar verkfallsmenn höfðu eftir mflrið
streð náð að gyrða þá digra með eins
konar sultarólum og voru byrjaðir að
herða að. Mapgir BSRB-félagar urðu
mjög reiðir og sárir yfir því að þurfa að
hætta viö hálfnað verk. Innst inni hafði
þá lengi langað til að ná sér niðri á þeim
digru og hafðu nú loksins komist í að-
stöðutflþess.
Þannig unnu þeir digru orrustuna í
karphúsinu en urðu þó að gefa svolítið
eftir þannig að litlu mennimir hefðu það
ekki alveg jafnskítt og áður. En kjara-
samningur er bara vopnahlé og stríðiö
heldur áfram. Her litlu mannanna hefur
eflst mjög og ef hann endurskipuleggur
sig mega þeir digru fara að vara sig.
Framhald.
Þorvaldur Úra Áraason.